Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.2000, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.2000, Blaðsíða 20
» SÝNINGIN ÞRÍR MÁLARAR Á ÞINGVÖLLUM OPNUÐ í LISTASAFNIÍSLANDS í DAG * % í tilefni þess að 1000 ár eru liðin frá því kristni var lögtek- in á Þingvöllum efnir Listasafn íslands til sýningar á Þing- vallamálverkum eftir þrjá helstu landslagsmálara þjóðar- innar, Ásgrím Jónsson, Jón Stefánsson og Jóhannes S. Kjarval. Sýningin verður opnuð í dag kl. 15. Arnarfell, 1927. Ásgrímur Jónsson. ✓ IHUGUM flestra íslendinga eru Þing- vellir helgur staður vegna náttúrufeg- urðar sinnar og sögu. í íslenskri myndlist skipar staðurinn einnig sér- stakan sess, allt frá því að Þórarinn B. Þorláksson stóð þar með trönur sínar aldamótaárið 1900. Og allir hafa þeir Ásgrímur Jónsson, Jón Stefánsson og Jóhannes S. Kjarval með túlkun sinni átt þátt í að opna augu manna fyrir fegurð og kynngi staðarins. í kynningu frá Listasafni íslands segir: „Allt sumarið 1930 dvaldi Kjarval á Þingvöll- um og málaði og af elstu myndum hans þaðan sést að það eru hraunbreiðurnar sem hann beinir athyglinni að. Má segja að Þingvellir hafi mótað Kjarval sem landslagsmálara um leið og hann skapaði sér persónulegt myndmál andspænis stórbrotinni náttúru staðarins. Á frumlegan hátt lét Kjarval alþjóðlega strauma í myndlist mæta eigin náttúruskilningi. Þann- ig aðlagaði hann kúbisma íslenska hrauninu sem hann braut niður í smáagnir eða hann leysti upp bergið og mosann með snöggum pensilförum að hætti impressjónista þannig að þau urðu bæði áþreifanleg og abstrakt í senn. Með Þingvallamyndum sínum opnaði Kjarval augu manna fyrir fegurð hraunsins og skapaði um leið nýtt svið í túlkun á íslensku landslagi. Sú kynning sem Þingvellir fengu í tilefni al- þingishátíðarinnar sumarið 1930 hefur vafa- laust átt sinn þátt í áhuga myndlistarmanna á staðnum sem viðfangsefni. Gefin voru út póst- kort og birtar myndir af svæðinu í blöðum, svo og auglýsingar með Almannagjá sem bak- grunn. Vikublaðið Fálkinn var með mynda- syrpu af landslagi Þingvalla, hraundröngum og gjám, að ógleymdum Öxarárfossi. Þá hafa kynni almennings af staðnum ýtt undir löngun manna til að eiga þaðan mynd. Rétt eftir 1930 sést að málarar hafa nær undantekningar- laust sýnt myndir frá Þingvöllum. Átti það jafnt við um eldri málarana og hina yngri. Endurnýjandi áhrif Þingvalla á listamanninn Jón Stefánsson málar myndina Skjaldbreið- ur árið 1929 sama árið og hann reisir sér íbúð- arhús og vinnustofu í félagi við Ásgrím Jóns- son. Tjáningarhugtak Jóns er í senn formrænt og tilfinningalegt. Verk hans einkennast af strangri og afdráttarlausri formsýn. Segja má að hann hafi meitlað form landsins með heit- um og köldum litum að hætti franska mála- rans Cézanne. Jón var búsettur um árabil í Kaupmannahöfn en kom heim inn á milli og má segja að hann hafi verið háður íslenskri náttúru og þeim sterku hughrifum sem hún hafði á hann. I bréfi frá Kaupmannahöfn til- tekur hann, ég verð að hafa lifað með þeirri náttúru, sem ég hef löngun til að mála - þekkja hana og hafa tilfinningar fyrir henni“. Þingvellir hafa haft endurnýjandi áhrif á lista- manninn sem sjá má í röð verka sem hann gerði árið 1948-50 af Hrafnabjörgum á Þing- völlum. Þar má sjá hvernig liturinn fær nýtt Fjallamjólk, 1941. Jóhannes S. Kjarval. hlutverk þar sem teílt er saman sterkum and- stæðum litum sem hann eftir sem áður fellir að afdráttarlausri formsýn. „Óvíða eru Ijósbrigðin sterkari en á þessum slóðum" Jón Stefánsson bar mikla virðingu fyrir starfsbróður sínum Ásgrími Jónssyni og segir í viðtali: „Það er Islendingum ómetanlegt lán að hafa fengið mann eins og Ásgrím sem sinn fyrsta listmálara. Hann málaði svo listrænt og aðgengilega og ruddi veginn fyrir skilningj á góðri list.“ í þeim fjölmörgu myndum sem Ás- grímur málaði á Þingvöllum leikur hin síhvik- ula birta landsins stórt hlutverk. Þingvöllur var einn af þeim stöðum er Ásgrímur sótti aft- ur og aftur og þó hann ætti erfitt með að gera upp á milli margra staða á landinu sagði hann: „Ef til vill tekur Þingvöllur öllu fram að bygg- ingu landslagsins, með hamrabelti og fjöll um- hverfis sléttuna miklu, vatnið, gjárnar, mos- ann og skógarkjarrið. Óvíða eru Ijósbrigðin sterkari en á þessum slóðum og engan stað hef ég séð haustfegurri.“ Frá Þingvöllum, 1938. Jón Stefánsson. Á sýningunni, sem sett hefur verið upp í sal hafa verið fengin að láni. Sýningin stendur til 3 og 4 á efri hæð safnsins, eru alls 38 verk. Þar 14. maí og er opin kl. 11-17 alla daga nema af eru 12 í eigu Listasafns íslands en önnur mánudaga. „ENGAN STAÐ HEF ÉG SÉÐ HAUST- FEGURRI" 20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 1. APRÍL 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.