Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.2000, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.2000, Blaðsíða 13
samt enginn vafi á að þeir kunnu að meta hann, enda var hann þeim bæði stoð og stytta og ósínkur gleðigjafi í fásinninu og fámenninu norður í Hörgárdal, þar sem skemmtanalífið var svo að segja óþekkt fyrirbæri. Einhverju sinni vildi þannig til að menn fóru að metast á um það hvorir væru betri bílstjór- ar, Bretar eða Islendingar. Siggi túlkur stóð auðvitað með landanum, talaði af sannfæring- arkrafti og færði haldgóð rök fyrir sínu máli. Hann þóttist t.d. hafa lög að mæla þegar hann fullyrti að íslendingar ækju ólíkt betur en út- lendingar og þar meðtaldir Bretar á malarveg- um landsins af þeirri einfoldu ástæðu að þeir væru þeim vanari og langtum kunnugri, hins vegar gæti meira en vel verið að enskir bílstjór- ar væru klárari en þeir íslensku í mikilli umferð í stórborgum erlendis og það nákvæmlega af sömu ástæðu. Bretamir voru ekki aldeilis sama sinnis og sló nú í snarpa brýnu með þeim og Sigga túlki. Viðmælendur hans höfðu greini- lega ekki mikið álit á Islendingum á þessu sviði, töldu þá vera óttalega skussa og hreina viðvan- inga, sem ættu flest ef ekki allt ólært sem lyti að siðaðra manna akstri. Auðsætt væri að ís- lenskir ökukennarar gerðu litlar sem engar kröfiu til nemenda sinna. Þegar deilan stóð sem hæst kom Höskuldur mörlausi á gamla Fordinum sínum, vörubíl með ákaflega litla framrúðu, og ók honum rétt framhjá deiluaðilum með torfuhlass á pallinum og bakkaði honum svo með ótrúlega miklum rykkjum og skrykkjum á milli veggjana sem verkamennimir voru að hlaða. Þegar einn Bretinn, sem hafði verið hvað óvægnastur í dómum sínum um íslenska bílstjóra, sá þetta hrópaði hann sigri hrósandi: „Þama sérðu hvað ég meina!“ Nú var Sigga túlki öllum lokið, en viti menn hvað gerðist næst, út úr bílnum steig ekki Höskuldur mörlausi eins og allir höfðu búist við, heldur Breti, sem hafði fengið að grípa í stýrið á gamla Fordinum. Nú var komin röðin að Sigga túlki að hrósa sigri og hann sagði þegar í stað með sérstökum áherslu- þunga á fyrstupersónufomafnið: „Þama sérðu hvað ég meina!“ Þar sem Siggi túlkur var notalegur í við- kynningu vakti hann brátt svo mikið traust meðal óbreyttu hermannanna að þeir fóm að ræða við hann um eitt stórt vandamál sem þeir flestir ef ekki allir áttu við að stríða, þ.e.a.s. kvenmannsleysi. Þeim lék því forvitni á að vita hvort ekki væm til vændiskonur hér á landi. Sigurður kvað það auðleyst mál, enda væri fyr- irmyndarskipulag á þessum hlutum hjá okkur. íslensku vændiskonurnar væm nefnilega ein- kennisklæddar. „Einkennisklæddar?" hváðu allir hermennimir í einum kór. „Já,“ hélt Siggi túlkur áfram, „það em þessar á peysufötun- um.“ „Það verður aldrei á ykkur íslendingana logið,“ varð einum hermanninum þá að orði. Auðsætt var af öllu að Sigga þótti þetta alveg bráðfyndið hjá sér, en brátt kom á daginn að fæstir kunnu að meta þessa fyndni hans, sem sumir hverjir vildu helst líkja við aulafyndni, nema vera skyldi örfáar illa innrættar smásálir sem hlakka einlægt yfir ófömm annarra. Þetta furðulega uppátæki mæltist vægast sagt ákaf- lega illa fyrir. Sómakærar peysufatakonur á Akureyri vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið og bmgðust ókvæða við þegar ungir hermenn fóra að abbast upp á þær á almannafæri og fal- ast eftir blíðu þeirra. Vesalings greyin hurfu jafnharðan af vettvangi, sneyptir og skömm- ustulegir eins og halaklipptir hundar. Hvort allir hafi farið erindisleysu veit enginn nema sá sem allt veit. Eitt er víst að ungu hermennirnir kunnu Sigga túlki litlar þakkir fyrir þennan ljóta grikk, þetta lúalega bragð. Þeir vom í einu orði sagt grútfúlir út í hann. Hann reyndi að afsaka sig og snúa sig út úr þessu með eftir- farandi orðum: „Hvemig átti mér að geta dott- ið það í hug að þið væmð svo skyni skroppnir að trúa þessu? Þetta var eins og hvert annað grín, strákar." Eftir þetta leiðindaatvik breytt- ist framkoma óbreyttra hermanna gagnvart Sigga túlki, sem naut aldrei sama álits sem fyrr þeirra á meðal. Óhætt er að fullyrða að þeir hafi aldrei tekið hann fyllilega í sátt. Það er engin goðgá að ætla að siðferðisvit- und sumra manna hafi sljóvgast svo á þessum tímum að þeir hafi nærri því hætt að gera greinarmun á réttu og röngu og gengið jafnvel svo langt að líta ekki á hnupl og þjófnað frá Bretum sem lögbrot heldur sjálfsagða sjálf- bjargarviðleitni. Eitt er víst að þannig hugsaði Siggi túlkur og þegar færi gafst lét hann held- ur betur greipar sópa. Þannig var mál með vexti að Bretarnir höfðu leigt allstóra vöm- skemmu inni í Fjöm, þar sem þeir geymdu nið- ursuðuvömr, vín, tóbak og sitthvað fleira. Risið höfðu hins vegar nokkrir íslenskir sjómenn tekið á leigu undir fiskinet sín. Svo heppilega vildi til fyrir Sigga túlk að sonur eins þeirra var gamall kunningi hans úr Glerárþorpinu og hét hann Tryggvi. Jafnskjótt og Siggi komst að því að félagi hans var oft og iðulega sendur upp í risið kviknaði hjá honum sú hugmynd að þeir gætu fært sér í nyt þá einstöku aðstöðu, sem þarna væri fyrir hendi. Fyrst í stað áttaði Tryggvi sig ekki fyllilega á því hvert Siggi var að fara, en eftir frekari skýringar rann upp fyr- ir honum Ijós. Þeir vom ekkert að bíða boðanna og hófust handa þegar í stað. Fyrst losuðu þeir tvær fjalir úr gólfinu, síðan bmgðu þeir kaðli utan um loftbita og bundu hann þar fastan, loks tók Siggi túlkur báðum höndum utan um kaðal- inn og seig niður í vömskemmu Bretanna. Nú vom þeir félagar svei mér komnir i feitt, en samt gættu þeir þess vel að vera ekki of gímg- ir, enda var þetta svo þaulhugsað og þrælsk- ipulagt hjá þessum nýbökuðu þjófum allt frá byijun. Það var til að mynda föst regla hjá þeim að taka aldrei meira en örfáar viský- eða ginflöskur, eitt til tvö kartón af sígarettum og nokkrar niðursuðudósir í hverri ferð eða rétt- ara sagt hverju sigi. Þessa þokkaiðju ástunduðu þeir félagar vel og lengi, enda skilaði hún þeim gífurlegum hagnaði þegar fram liðu stundir, þar sem hverfandi lítill hluti ránfengsins fór í einka- neyslu. Það kom í hlut Tryggva að dreifa vam- ingnum meðal bæjarbúa og gekk það satt að segja alveg eins og í lygasögu, meðal viðskipta- vina hans vora meira að segja tveir stálheiðar- legir lögregluþjónar. Sýnir þetta best og sann- ar hversu djúpt sokkinn og siðblindur furðu stór hluti þjóðarinnar var orðinn á stríðsámn- um, sem færðu okkur hagsæld og hamingju en öðmm hörmungar og ómælda tortímingu. Svo fór að lokum að Bretarnir kærðu þjófn- aðinn tii lögreglunnar og var þá fyrrnefndum lögregluþjónum falið að rannsaka málið, en þrátt fyrir nákvæma rannsókn og ítarlega eft- irgrennslan tókst þeim aldrei að hafa hendur í hári sökudólganna, enda vart við því að búast. Nú er þetta löngu liðin tíð og aldamót á næsta leiti. Eftir að Bretavinnunni lauk fór Siggi túlk- ur fyrst að starfa hjá KEA, þar sem honum var m.a. falið að semja verslunarbréf fyrir fyrir- tækið. Þaðan lá leiðin suður í Sambandið og fyrr en varði var hann kominn þar í hálaunaða stöðu með fríðindum eins og t.d. bifreið, risnufé og utanlandsferðum. Skömmu eftir flutninginn suður fór hann að sækja fundi í félagi ungra framsóknarmanna. Á þessum samkomum vakti hann brátt óskipta athygli meðal fundar- manna fyrir fljúgandi mælsku og snjallan mál- flutning. Það sópaði í sannleika sagt svo mikið að honum í ræðustóli að það var hrein unun að hlýða á hann. Þetta fór vitanlega ekld framhjá neinum, síst af öllu formanni Framsóknar- flokksins, sem sá undir eins að Sigurður Leifs- son var mikið efni í góðan þingmann fyrir flokkinn. Það leið því ekki á löngu þangað til hann var kominn í framboð fyrir flokkinn í Suð- ur-Þingeyjarsýslu, þar sem hann vann stór- glæsilegan kosningasigur í fyrsta skipti, sem hann bauð sig fram. Hér sakar ekki að geta þess að á framboðsfundunum kynntist hann Þrúði, gullfallegri stúlku úr Mývatnssveit, sem síðar varð konan hans. Eftir nokkurra ára þingsetu var hann skip- aður ráðherra í fjármálaráðuneytinu. Nokkr- um kjörtímabilum síðar vermdi hann svo ráð- herrastól í iðnaðarmálaráðuneytinu. Sigurður Leifsson ráðherra þótti hreinn snillingur í málamiðlunum og hvers kyns hrossakaupum, sem jafnan tíðkast í öllum samsteypustjórnum. Að þingmennsku lokinni var hann vitaskuld gerður að sendiherra, fyrst í Stokkhólmi, síðan í London og loks í París. Þetta var aðeins örlítill þakklætisvottur fyrir vel unnin störf í þágu lands og þjóðar. Mönnum þykir það enn ólíkindum sæta hvemig Siggi túlkur fór að því að feta sig svona fljótt upp metorðastigann. Er saga hans ekki í raun og sann gott skólabókardæmi um það hvemig ungir menn skulu leggja gmnninn að bjartri framtíð og framaferli? Með konu sinni, Þrúði, eignaðist hann þrjú börn, sem vom öll sett til mennta og gegna nú ábyrgðarstörfum í þjóðfélaginu. Barnabörnin, sem nú era orðin sex talsins, era yndi og eftir- læti afa og ömmu. Gömlu hjónin búa í glæsilegu einbýlishúsi með bílskúr fyrir tvo bíla. Fjallajeppinn fíni verður því miður að standa úti, en vonandi þolir hann það. Einu sinni á hveiju sumri skreppur Sigurður Leifsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, norður í Laxá í Aðaldal til að renna þar fyrir lax og þá notar Þrúður tækifærið til að hitta ættingja og vini í heimasveit sinni. Foreldrar Sigurðar Leifssonar önduðust f hárri elli og sárri fátækt í gamla kotinu sínu í Glerárþorpi fyrir rúmum fimmtán áram. Sfð- ustu æviár sín þáðu þau lægstu bætur sem Al- mannatryggingar veita, en þær em svo sára- litlar að enginn getur lifað af þeim eins og flestir vita nema stjórnarherrarnir. Sonur þeirra, sem öllu hafði verið fómað fyrir, hélt litlu sambandi við þau síðustu tuttugu árin, sem þau lifðu. Það kom þó fyrir að hann mundi eftir þeim á jólunum. Þau höfðu í einu orði sagt alveg gleymst í annríki áranna. Sigurði Leifssyni verður sennilega ekki bet- ur lýst en með eftirfarandi orðum, sem einn bekkjarbróðir hans lét einhverju sinni um hann falla og hér verður vitnað í að lokum: „Siggi túlkur var sko kall sem kunni á kerfið.“ Höfundurhefurum langtárabil rekið málaskóla. HELEN HALLDÓRSDÓTTIR ÓGNIR SKÓGARINS Ógnir skógarins viti sínu fjær af ótta við að missa mátt sinn ogmegin Úlfurinn er vinur lambsins Mihkurinn leikur við bleikjuna ungu Örninn svör viðgátunum gefur ogmúsin telurstigin af samviskusemi „Allt er breytingum háð, “ kvað maðurinn sem skaut úlfinn í hjartastað um leið oghann rak minkinn á hol með oddhvössum beinum arnarins stolta. SPURNING GÆRDAGSINS Látlaust hljóðið læðist yfir varir hennar Hár blaktir ígagnsærri golu Hann lítur upp úr ellidauðri skáldsögunni með spurningu gærdagsins á vörunum: „Viltu mig?“ Hún, sem klædd er karlmannsfötum, lítur á hann blindum augum mánans „Nei“ Höfundurinn er mannfræðingur og býr í Svíþjóð. VALDÍS VERA EINARSDÓTTIR ELDÓÐUR Ó, þú frumþáttur lífsins sem ert svo lifandi ogkraftmik- 01. Þú heillar með lognandi báli á góðrí samkomu, þú kyndir undir söng og skemmtan. Þú sýður fyrír okkur vatnið og gerirmatinn kláran hvort sem um brauð eða steik er að ræða. Þú yljar mér á nóttunni í arninum og ert merki þess bjarta ogyfh'- vegaða í kertaljósinu. Þú lýsir mér leið í myrkrínu og tendrar ótal himnaljós á áramótunum. Meira að segja gerír þú skamm- degið þolanlegt. Frumbyggjarnir fundu þig og kynntu þig komandi kynslóðum - en sjáðu til - þú heldw enn lífi! En þú boðar ekki einungis góðar tilfinningar. Þegar þú ert Ulur þá læsistu í veggjum og brennir margar minningarn- ar og bústólpana. Fólk hlýtw skaða af þinni hálfu andlega, oglíkamlega. Örín í sálum mannanna eru ólæknanleg. Þú ert óendanlega heitur og rauðw þar sem þú þýtwyfír tún og sviðnajörð. Margirgætu ekki án þín veríð atvinnuleysi myndi rjúka upp súrálið væri óunnið líkin óbrennd pizzwnar hráar sígarettan heU ogljós minninganna útbrunnið. Hvaðan lífsneistinn kom er ekki vitað en sá tími mun koma er hann slokknar. Höfundurinn er leikskólakennari. HVAÐ SÁ LITLI-RAUÐUR? / ARIÐ 1931 átti ég heima á Hraunum í Fljótum, þá 12 ára. Við áttum hest sem var kallaður Litli-Rauður og ekki man ég til þess að hafa séð svo lítinn hest fullvaxta. Við bömin elskuðum þennan hest meira en nokkuð annað, enda höfðum við alist upp með honum á Laxamýri í Suður-Þingeyjarsýslu. Á fögmm sumar- morgnum hlupum við bömin út á tún þar sem Litli-Rauður lá í svefnrofunum. Hann stóð þá strax á fætur og virtist fagna okkur; hann virt- ist skilja mannamál. Ég sagði stundum við hann: Leggstu nú niður, Litli-Rauður, og þá gerði hann það alltaf. Við fórum þá til hans og kysstum hann á snoppuna og stundum fannst mér hann brosa; oft jafnvel gefa frá sér hlátur. Þannig var þessi yndislegi hestur. Það var seint í september að ég var sendur til Siglufjarðar í verslunarferð. Það var farið að skyggja lítillega þegar við Litli-Rauður nálguðumst götuna sem lá upp í Siglufjarðar- skarð. Fyrir neðan skarðið að vestan er tjörn, sem kölluð var Draugatjöm. Þegar við Rauður komum á litla hæð fyrir neðan skarðið, en það- an blasti Draugatjöm við, stöðvaðist hann skyndilega, stappaði niður framfótunum og lét mjög illa; þannig hafði ég aldrei séð hann áður. Ég fór af baki og reyndi að róa hann, en það var árangurslaust. Mér var ekki Ijúft að nota á hann svipu, en það varð einnig til einskis. Ráðalaus settist ég á bak og hann snerist svo • hratt til baka að minnstu munaði að ég dytti þá strax af baki. Hann hélt þessum ofsa áfram, hentist niður í Hraunadal og þar datt ég af baki. Það furðulega gerðist að ég lenti í lyng- móa og líklega var það þessvegna að ég slasað- ist ekki. Ég fann að hesturinn kom með snoppuna fi-aman í mig. Eftir það vissi ég ekki af mér. Síðar var mér sagt að hann hefði komið að Hraunum og barið að útidyram með miklum látum og mölvað útidyrahurðina. Litli-Rauður fór síðan fyrir hjálparleiðangrinum og svo sannarlega rataði hann þangað sem ég lá. Sem betur fór hafði ég lítið skaðast. Síðar hef ég oft velt því fyrir mér hvað það var sem hesturinn ** sá. Á því hef ég engar skýringar. EGILL SIGURÐSSON, Hrafnistu LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 1. APRÍL 2000 1 3 >

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.