Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.2000, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.2000, Blaðsíða 11
hægt að mæla með gerð nýs samnings til langs tíma um afnot listamannsins af svæðinu, né binda ákvæði hans fastar en nú er. Slíkt mundi ekki aðeins binda hendur skipulagsyf- irvalda, heldur væri um að ræða afsal á for- ræði borgarinnar/menningarmálanefndar hvað varðar uppsetningu útilistaverka í borg- inni. Loks mundi slík niðurstaða skapa slæmt fordæmi fyrir samskipti borgarinnar við aðra listamenn, þar sem aðrir myndhöggvarar myndu augljóslega telja sig eiga sama rétt á samsvarandi fyrirgreiðslu frá hendi borgar- innar en borgin gæti aldrei staðið undir slík- um væntingum." í svarbréfi Hallsteins, dags. 8. júlí 1999, segir hann m.a svo: „Af lestri bréfs Eiríks dreg ég þá ályktun að ég hafi skapað Reykjavíkurborg mikla erf- iðleika, t.d. „afsal á forræði menningai-mála- nefndar hvað varðar uppsetningu úti- listaverka í borginni" og að samningur við mig sé „slæmt fordæmi fyrir aðra mynd- höggvara“. Árið 1991 var ég beðinn um að „halda þessu leyndu“ að ég setti myndir upp í Gufunesi af sömu ástæðum og nú eru aftur á kreiki, að þetta sé svo slæmt fordæmi. Sá sem orðaði þetta var Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, þáverandi formaður skipulagsnefndar. Hvern- ig á ég að fara að því að halda þessu leyndu? Þrátt fyrir alla þessa „erfiðleika“ þá vona ég að einhverjir í borgarkerfinu sjái þó eitthvað jákvætt við þetta framtak mitt upp í Gufunesi. Borgin hefur engu kostað tíl, ekki krónu, fær meira að segja leigu, en t.d. við Strand- lengjusýninguna á seinasta ári kostaði borgin töluverðu til, sem er í sjálfu sér mjög ánægju- legt. Ekki hefur borgin borgað efni í myndim- ar mínar eða vinnulaun við að smíða myndirn- ar, ekki kostaði borgin að grafa niður á fast og gera undirstöður, ekki kostaði borgin flutning á þessum 25 myndum upp í Gufunes, ég hef gert þetta með glöðu geði og hef ekki einu sinni látið mér detta það í hug að borgin kostaði þetta fyrir mig. Svo fæ ég þá út- skýringu að það að semja við mig sé slæmt fordæmi fyrir aðra myndhöggvara." Fyrstu fjórar myndimar setti Hallsteinn á stall haustið 1989. Tveimur áram síð- ar bættust tvær við, fjórar árið 1993 og en þrjár á áranum 1995-96. Fleiri stór- um myndum taldi Hallsteinn að væri ekki hægt að koma fyrir, en nokkur smærri verk era þar að auki, svo nú eru 25 verk í högg- myndagarði Hallsteins. Af þeim era 10 úr járni, en 15 úr áli. Járnið er galvaniserað og málað, en ál er þeim kosti búið að það ryðgar ekki. Engin tæring er sjáanleg á verkunum eftir liðlega áratug. Hallsteinn miklar ekki fyrir sér hvað allt þetta hefur kostað og ekki telur hann fyrir- höfnina eftir. Þetta var eins og hann segir „venjuleg vinna, enda hollt að hreyfa sig“. Ekki veit hann heldur hvort myndagarður hans fær að vera þarna áfram. Að sjálfsögðu er það ósk Hallsteins að myndimar fái að vera áfram þar sem hann hefur komið þeim fyrir, en það er hægt að segja honum upp með þriggja mánaða fyrirvara eins og fyrr segir. Hvað síðar verður, eða hvort hann muni arfleiða borgina að verkunum kveðst hann ekki hafa hugleitt, „enda kornungur maður, aðeins 55 ára“. Uppá síðkastið hefur Hallsteinn verið að stækka nýlegar járnmyndir og smíða þær úr áli. Upphaflega mótaði hann úr leir og notaði bæði steinsteypu og plastefni. Svo fór hann að smíða úr járni og áli og finnst hann stundum nálgast járnsmíðina eins og hann væri að móta úr leir. í föðurætt Hallsteins er mikið um hagleik- smenn og sveitasmiði, en bátasmiði í móður- ætt. Faðir hans, Sigurður Sveinsson, var bróðir Ásmundar myndhöggvai'a, en þeir bræður voru sjö og fjórar systur. Einn þeirra var listunnandinn og hagleiksmaðurinn Hall- steinn Sveinsson, sem bjó í Reykjavík og rammaði inn fyrir ýmsa þekkta málara. Hann eignaðist gott málverkasafn, sem hann tók með sér til Borgarness, þar sem hann eyddi ævikvöldinu. Borgnesinga lét hann njóta þess; þeir eiga nú safnið. * HALLSTEINS í GUFUNESI I LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 1. APRÍL 2000 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.