Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.2000, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.2000, Blaðsíða 12
bresku yfirmennirnir á Eyjafjarðarsvæðinu höfðu það fyrir sið að hittast tvisvar í viku til spjalls og ráðgerða og reyndar ekki síður til að lyfta glasi og skála og var það gert óspart, enda vel birgir af vínföngum. Kvöld nokkurt er byggingaframkvæmdir sem fyrirhugaðar voru í kampinum við Laugaland í Hörgárdal bárust í tal kvað Richardson höfuðsmaður sig vanta túlk og vildi fá að vita hvort nokkur meðal við- staddra gæti bent sér á góðan mann og hver skyldi fyrstur verða við bón hans, nú enginn annar en Gordon ofursti. Þetta gat hann þá, honum var ekki alls varnað. Greindi hann nú félögum sínum frá orðaskiptunum sem hann hafði átt við Sigurð fyrir þremur vikum. Að hans dómi talaði þessi ungi maður lygilega góða ensku. Honum fataðist í rauninni aldrei. Sigurður hafði lært ensku undir handleiðslu Sigurðar L. Pálssonar. Af vörum enskukenn- ara síns hafði hann tileinkað sér framburð há- skólaborgara í Oxford og einhveiju hafði hann svo bætt við sig með þvi að hlusta á BBC. Það er nú í rauninni ekki ofsagt að Sigurður hafí talað að heita lýtalausa ensku. Af þessu atviki dró hann síðar þann lærdóm að stundum gæti borgað sig að brúka munn. Jafnskjótt og Sigurður fór að starfa sem túlkur í kampinum á Laugalandi voru verka- mannafötin hans lögð á hilluna. Maður í hans virðingarstöðu varð að vera vel til fara, um það var engum blöðum að fletta. Vinnudagur Sig- urðar hófst með því að hann fór á fund Richard- sons höfuðsmanns fimm mínútur fyrir átta á hverjum morgni og hann útlistaði einlægt með nákvæmlega sömu orðum fjTÍr túlkinum hvaða verk skyldi innt af hendi af vinnuhópnum, sem var í rauninni algjör óþarfi vegna þess að á því varð aldrei nein breyting frá degi til dag. Tíu menn unnu að því að hlaða veggi úr torfi og grjóti frá kl. 8 á morgnana til kl. 5-6 e.h. Ætl- Teikning/Árni Elfar unin var að reisa tólf bflskýli og hafði hvert þeirra aðeins þrjá veggi, en ekkert þak. íslend- ingunum þótti þetta satt að segja allfurðuleg mannvirkjagerð, enda einsýnt að fenna myndi inn í þau í hríðarveðrum. Hvort síðar hefði ver- ið ráðist í frekari byggingarframkvæmdir í sambandi við þak- og hurðarsmíðar, er Bret- arnir höfðu kynnst norðlenskum vetrarveðrum betur, vissi enginn með vissu. Eftir þetta stutta morgunspjall var dags- verki Sigga túlks, eins og hann var nú kallaður, eiginlega lokið. Hann hafði aldrei á sinni lífs- fæddri ævi átt jafnnáðuga daga. Hann gat því eytt tímanum sem eftir var dagsins eins og honum sýndist og það gerði hann ýmist með því að skrafa og skeggræða við hleðslumennina eða æfa sig í ensku með því að ræða við bresku dátana um alls konar menn og málefni og reyndar ekki aðeins að ræða við þá, heldur líka að fræða þá um sögu lands síns ogþjóðar. Bret- arnir hlustuðu hugfangnir á frásagnir Sigurðar af nafnfrægum skáldum úr grannsveitinni, Öxnadal, listaskáldinu góða, Jónasi Hallgríms- syni, og séra Jóni Þorlákssyni á Bægisá. Þeim þótti það furðu sæta að afdalaklerkur skyldi hafa ráðist í það stórvirki að íslenska Messias eftir Klopstock og Paradísarmissi eftir John Milton. Þar sem Möðruvellir, forna munkasetr- ið, blasti við þeim handan Hörgár lýsti Sigurð- ur líferni munkanna í grófum dráttum fyrir bresku hermönnunum og kvað hann svall þeirra hafa keyrt svo úr hófi fram að það hefði endað með þeim ósköpum að klaustrið hefði brunnið ofan af þeim. Sigurður var ekki aðeins sögufróður heldur líka svo vel máli farinn að það var hrein unun að hlusta á hann segja frá. Enda þótt bresku hermennimir prísuðu sig sæla fyrir að geta átt samneyti við jafn- skemmtilegan náunga og Sigurð voru þeir vit- anlega ekki alltaf sammála honum. Það lék SMÁSAGA MEÐ ÆVISÖGU LEGU ÍVAFI EFTIR HALLDÓR ÞORSTEINSSON Þar sem Siggi túlkur var notalegur í viðkynningu vakti hann brátt svo mikið traust meðal óbreyttu hermannanna að þeir fóru að ræða við hann um eitt stórt vandamál sem þeir flestir, ef ekki allir, áttu við að stríða, það er kvenmannleysi. SIGURÐUR Leifsson var kominn af bláfátæku fólki, sem bjó í Glerárþorpi fyrir norðan Akur- eyri ásamt fleirum af sama sauðahúsi. Faðir hans vann í grútarbræðslunni í Krossanesi og fékk því fljótt uppnefnið Leifi grútur. Hann var harð- duglegur maður, enda hafði hann fyrir stórri fjölskyldu að sjá. í kringum kotið hans var túnskiki þar sem hann heyjaði handa kindum sínum og kúnum tveimur. Kálgarðurinn var líka góð búbót, en þrátt fyrir þetta var stund- um þröngt í búi. Þar sem fljótt kom í Ijós þegar í bamaskóla að næstyngsti sonur hans var gæddur óvenj- umiklum námsgáfum var tafarlaust afráðið að hann skyldi ganga menntaveginn. Þessu fylgdu óhjákvæmilega miklar fórnir fyrir alla fjöl- skylduna. Sem betur fer sóttist Sigurði námið eins vel ef ekki betur en búist var við, enda var hann annaðhvort efstur eða næstefstur í sínum bekk. Hann var hár og spengilegur, skolhærð- ur og bláeygður og í augum hans brá iðulega íyrir sérkennilegum stríðnisglampa, sem vandi var að vita hvað boðaði. Hann kom einkar vel fyrir og var því yfirleitt vinsæll meðal skóla- systkina sinna í MA. Sumum fannst Sigurður að vísu geta verið svolítið útsmoginn og gjam á að hlunnfara skólafélaga sína ef færi gafst. Hann þótti því snemma allviðsjárverður í ölium viðskiptum, smáum sem stórum, og fengu ófáir að kenna á því. Sigurði varð aldrei misdægurt, enda lét hann sig aldrei vanta í skólann einn einasta dag öll sex árin, sem hann gekk í hann. Þar sem hann þótti hamhleypa til vinnu var hann eftirsóttur vinnukraftur á sumrin. Hann var t.d. eitt sum- ar í Krossanesverksmiðjunni, annað í vega- vinnu austur í Suður-Þingeyjarsýslu og það þriðja vann hann sem búðarmaður í jámvöru- deild KEA og þar komst hann fyrst í kynni við Samvinnuhreyfinguna og lét gersamlega heill- ast af hugsjónum hennar. Hinn 10. maí 1940 hertók landher hans hátignar, Georgs Breta- konungs, lítt þekkt eyland við ysta haf, sem bar hið kaldranalega nafn ísland. Þótt þessi dagur væri svartasti dagur í lífi Davíðs Stefánssonar, skálds frá Fagraskógi, eins og hann orðaði það í sögufrægri ræðu í enn sögufrægara stúdenta- hófi 1. des. 1940 á Akureyri, var hann síður en svo jafnsvartur í augum allra samlanda hans. Það fór til að mynda ekki á milli mála að með Bretunum komu betri dagar með óvæntan glaðning í buddu alls almúgafólks. Það leið heldur ekki á löngu þar til Sigurður var kominn í Bretavinnuna. Ekki sakaði það að Bretamir borguðu yfirleitt betur en íslenskir vinnuveit- endur. Fyrsta verkið sem Sigurði var falið var ekki beinlínis til að hrópa húrra fyrir, hann nýbakaður stúdentinn var látinn moka möl upp á vömbfl ásamt óbreyttum og ómenntuðum verka- mönnum. Bretamir vora nefnilega að leggja malarvegarspotta í grennd við herbúðir sínar eða kampinn sinn uppi í Kræklingahlíð. í malamáminu losuðu menn fyrst mölina með haka og mokuðu henni síðan upp á vörabílspall. Afkasta- miklar vinnuvélar vora enn aðeins fjarlægur draumur. Einhverju sinni vildi svo óheppi- lega til að Gordon ofursti, sem dval- ið hafði langdvölum í Indlandi, kom að öllum vinnuhópnum sitjandi á skóflunum. Hann varð í einu orði sagt alveg æfur við þessa sýn og heimtaði ekki aðeins tafarlausar skýringar á þessu háttalagi heldur vildi hann líka fá að vita hver bæri ábyrgð á því. Sigurður sem verkstjóri hópsins varð fyrir svöram, enda sá eini þeirra sem var enskumæl- andi. Sagði hann að það væri við engan annan að sakast en hann og bætti síðan við til frekari útskýringar að hann hefði talið það minnihátt- ar mál að menn fengju að setjast smástund á skóflurnar eftir að þeir væra búnir að losa með hökunum nógu mikla möl í eitt bílhlass. Væri það nokkuð betra að menn biðu frekar stand- andi en sitjandi eftir bflnum? Þessi ræða blíðk- aði engan veginn ofurstann, sem leit greinilega sömu augum á íslenska verkamenn og lang- kúgaða Indverja, þ.e.a.s. sem ótínda og rétt- lausa þræla. Jafnvanstilltur sem fyrr öskraði hann á túlk- inn sinn, Öm Snorrason, og skipaði honum að reka þennan kjaftfora verkstjóra og það á stundinni. Það var langt fyrir neðan virðingu hans að eyða orðum á svoddan dóna og upp- reisnarsegg. Með fádæma lipurð og lagni, sem sérhver sendiherra hefði getað verið stoltur af, tókst Emi að stilla til friðar og róa skapofsa Gordons, ofursta og þrælahöfðingja, á furðu- lega skömmum tíma. Þetta var í rauninni allt á misskilningi byggt, sem stafaði augsýnilega af því að Sigurður ætti enn svo mikið ólært og kynni því ekki þá list að umgangast háttsetta herliðsforingja hans hátignar né sýna þeim til- hlýðilega virðingu jafnt í orðum sem æði. Þessi vamarræða Amar hreif svo vel, að málið var látið niður falla og uppsögnin dregin til baka. Sigurður átti ekki nógu sterk orð til að þakka Emi fyrir stuðninginn í þessu leiðindamáli. Þama munaði mjóu að hann missti þessa vel borguðu vinnu. Þremur vikum síðar gerðust þau óvæntu tíð- indi að Sigurði var boðin stöðuhækkun. A henni átti hann í sannleika sagt ekki von frekar en dauða sínum. Þannig var mál með vexti að SIGGI TÚLKUR KUNNI Á KERFIÐ 1 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 1. APRÍL 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.