Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.2000, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.2000, Blaðsíða 10
Á þessum 37 ára gamla Willys- jeppa ók Hallstelnn jaróvegi á svæðlð, efnlnu í stallana, svo og öllum verkunum. MYNDIR OG GREIN GÍSLI SIGURÐSSON HALLSTBINN Sigurðsson myndhöggvari hefur lengi ræktað sinn garð, enda búið við þá blessun að geta að mestöllu leyti helgað sig list sinni óskiptur. Hann er samt ekki einn þeirra sem oft eru til umfjöllunar í fjölmiðlum og óhætt að segja að hann hefur ekki farið offari í sýningahaldi. Nú er líklega hægt að segja að hann sé módemisti af gamla skólanum; myndir hans byggjast á samspili forma og sýna sjaldnast einhver þekkjanleg fyrirbæri. Málmar, einkum ál, er sá efniviður sem hann notar oftast, en samt kallar hann sig myndhöggvara; vill halda því gamla og virðulega starfsheiti. Skúlptúr er óþarfa orð, komið úr latínu og þýðir höggmynd. I dag töl- um við frekar um jámmyndir eða álmyndir, segir Hallsteinn, „og þegar ég er kallaður skúlptúristi, þá er mér öllum lokið. Pað er orðskrípi sem aldrei verður fellt að íslenzku málkerfi." r Reykjavík era bæði gamlar og nýjar högg- myndir á víð og dreif; flestar í nánd við gamla miðbæinn og Tjörnina. En það era aðeins þrír höggmyndagarðar til með verkum einstakra myndhöggvara: Garðurinn við Hnitbjörg með verkum eftir Einar Jóns- son, höggmyndagarðurinn við Asmundarsafn með verkum Asmundar Sveinssonar, og í þriðja lagi höggmyndagarður Hallsteins Sig- urðssonar í Gufunesi. Enda þótt nokkur mjög góð verk Sigurjóns Ólafssonar séu utan dyra við safn hans í Laugamesi, er varla hægt að tala um höggmyndagarð þar. Þeir sem aka yfir Gullinbrú og eftir Strand- vegi, sem sveigir til austurs á hæðinni ofan við Gufunes, komast varla hjá því að sjá högg- myndagarð Hallsteins Sigurðssonar uppi á hæðinni. Engin hús eða mannvirki skyggja á verkin og baksviðið er mikilfenglegt: Faxaflói, Sundin og Esjan. Þama hefur nýtt hverfi á Borgarholti fengið rós í hnappagatið og sýnir stórhug og menningarlega reisn þeirra sem stýra skipulagi í Reykjavíkurborg, eða hvað? Forsagan er sú að Hallsteinn hefur komið sér upp íbúðarhúsi og vinnustofu við Yztasel, neðarlega í Breiðholti. Hann hafði fengið vil- yrði fyrir því að setja myndir í dalinn að norð- anverðu við hús sitt; vildi fegra umhverfið og setti eitt af verkum sínum á stall í dalnum 1983. Áður hafði hann borið það undir Hafliða Jónsson, garðyrkjustjóra borgarinnar, sem fyrir sitt leyti lét það óátalið. Hallsteinn nefndi þessa álmynd Adam og Evu; hún var hálfur|)riðji metri á lengd og er nú niðurkom- in við Ölduselsskóla í Reykjavík. Hinsvegar fór myndin eitthvað fyrir brjóst- ið á sumum nágrönnum Hallsteins, sem kvörtuðu og vildu fá „almennilegar myndir, ekki svona myndir eins og Hallsteinn gerir“. Svo fór að Hallsteinn fékk fýrirskipun frá um- hverfismálaráði um að fjarlægja myndina. Ekkí voru samt allir sáttir við það og næst gerðist það að fólk úr þessu nágrenni safnaði undirskriftum undir áskoran um að myndin fengi að vera áfram á sínum stað. Mánuði seinna kom annað bréf frá umhverfismálaráði þess efnis að myndin mætti standa þarna ótímabundið á meðan hún væri ekki fyrir öðr- um framkvæmdum. Nokkra síðar, 1986, færði Hallsteinn sig upp á skaftið og sótti um leyfi til að setja upp aðra mynd þarna í dalnum. Því var neitað og bent á að myndhöggvarinn hefði sett upp verk í leyfisleysi 1983. Það fór því svo að Hall- steinn fjarlægði Adam og Evu, en í framhaldi af því sótti hann um landspildu þar sem hægt væri að setja upp nokkrar myndir, en til- greindi engan stað sérstaklega. Málinu var þá vísað til borgarskipulags. Þetta var erfitt mál og þó að óbyggð ber- svæði sé það sem sízt skortir í Reykjavíkur- borg tók tvö ár að finna blett. Til greina þótti koma spilda uppi á Grafarholti, þar sem hita- veitutankarnir standa; einnig skák í brekk- unni inni á svæði Golfklúbbs Reykjavíkur. En ráðamenn golfklúbbsins vora því andvígir. í þriðja lagi kom til greina blettur milli Keldna- holts og Grafarvogshverfis, en öllu þessu var neitað. Um þessar mundir var Grafarvogshverfið að byggjast og þá var talað um hugsanlega hættu frá ammoníakgeymum við áburðar- verksmiðjuna í Gufunesi og að byggðin mætti ekki vera nærri þeim vegna sprengingahættu. Þá kom Hallsteini í hug að ef til vill væri stað- urinn einhversstaðar þarna. Honum fór eins og Jósef Smið sem leiddi mormóna vestur yfir Norður-Ameríku við mikið harðræði unz bú- sældarlegt svæði blasti við hjá Saltvatni í rík- inu Utah og mælti spámannlega: „Hér er staðurinn!“ Fyrirheitna landið í draumi Hallsteins var efst á holtinu sem fyrr er nefnt og myndhögg- varinn sá að hann var harla góður. Svo fór að Hallsteini var úthlutað þessari spildul988 og ári síðar var gerður við hann samningur. Leigutíminn var 5 ár, frá 1. apríl 1989 til 31. marz 1994, en að þeim tíma liðnum fram- lengdist hann um eitt ár í senn, yrði honum ekki sagt upp þremur mánuðum fyrir lok leigutímabilsins. Hallsteinn varð strax óánægður með þennan þriggja mánaða upp- sagnarfrest sem gildir ennþá. Eflaust hefði Hallsteinn getað keypt sér jörð úti á landi og þá fengið nóg land fyrir úti- verk. En hann er þeirrar skoðunar að verkin eigi að vera í þéttbýlinu þar sem fólkið er. Hann kveðst þó vera borgaryfirvöldum afar þakklátur fyrir að hafa úthlutað sér þessu landi sem er hálfur annar hektari að stærð. Hér hefði átt að koma amen eftir efn- inu og „Happy End“. En stöldram aðeins við; uppá hvað er líklegt að slíkur samningur hljóði við mynd- höggvara sem fús er til þess að leggja borg- inni til ókeypis mörg stór verk til þess að vera til prýðis á almannafæri? Er ekki líklegt að sá samningur gæti í fyrsta lagi hljóðað uppá að borgin undirbúi svæðið, til dæmis með því að leggja stíga og rækta þar gras, ef þörf krefði? í annan stað hefði mátt hugsa sér að borgin byðist til þess að steypa sökkla undir verkin, enda ljóst að það kostar listamanninn mikið að vinna verkin í þeirri stærð sem þau eru. Síðast en ekki sízt: Að listamanninum sé hlíft við aðstöðugjöldum eða leigu, enda sé ávinn- ingur borgarinnar ekki minni en listamanns- Onei, það var reyndar enginn slíkur samningur gerður. í fyrsta lagi er þess að geta að svæðið var eins illa farið og orðið getur þar sem hross naga það og troða. Og hver átti svo sem að lagfæra það og rækta upp annar en listamað- urinn? Það átti hann að gera fyrir ekki neitt, en lét það ekki á sig fá, því Hallsteinn er sein- þreyttur til vandræða. Hann er svo heppinn að eiga 37 ára gamlan Willys-jeppa með fjög- urra metra langri kerru og á honum ók hann mold á reitinn og sáði í hann grasfræi. Eitt sumarið ók hann 80 kerrum af mold á svæðið. En hvað um sökklana undir verkin? Það kom víst aldrei til greina annað en að Hall- steinn steypti þá sjálfur og bæri af því allan kostnað. En það lygilegasta við samninginn er að Hallsteini var gert að borga leigu af högg- myndagarðinum í 10 ár. Að þeim tíma liðnum sótti hann um að fá fellda niður leiguna, sem nú hljóðar uppá 16 þúsund krónur á ári. Sú niðurfelling hefur enn ekki átt sér stað, en menningarmálanefnd Reykjavíkur bar er- indi Hallsteins undir forstöðumann Kjar- valsstaða. Hallsteinn hefur líklega fremur búizt við stuðningi úr þeiiri átt, en í svari for- stöðumannsins til menningarmálanefndar segir m.a. svo: „Sé litið til forsögu málsins er Ijóst að ætíð hefur verið litið á gerð þessa samnings sem ráðstöfun til bráðabirgða. Því tel ég að ekki sé HÖGGMYN DAGARÐU R O LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 1. APRÍL 2000 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.