Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.2000, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.2000, Blaðsíða 7
Katrín Einarsdóttir með börn sín. Lengst til vinstri er Einar, þá 8 ára. KVÆÐI KATRÍNAR ✓ GREIN um Elliðavatn í Lesbók 19. febr- úar sl. vitnaði ég í alþekka vísu Katrínar Einarsdóttur, móður Einars skálds Benediktssonar, sem hún orti til sonar síns og hljóðar svo: Ef að þótti þinn er stór, þá er von, að minn sé nokkur. Blóðið sama er í okkur, dropar tveir, en sami sjór. Vísan hefur þótt sýna svo ekki verði um villst að Katrín hafi verið skáld og að Einar hafi erft skáldgáfuna 'frá henni. Nefndi ég í greininni að ekki væri annað varðveitt ljóða- kyns eftir Katrínu. Ekki var það þó rétt. í bókinni Laust mál, sem ísafoldarprentsmiðja gaf út 1952 og Steingrímur J. Þorsteinsson prófessor bjó til prentunar, er úrval úr ýmsu lausu máli, blaðagreinum og fleiru, eftir Einar Bene- diktsson. Þar er birt ljóð eftir Katrínu móður Einars, sem á sínum tíma var prentað í Norðanfara, en hefur ekki vakið sömu at- hygli og fyrrgreind vísa og er ugglaust held- ur ekki jafn meitlaður skáldskapur. I bókinni segir svo um Katrínu og tilurð kvæðisins: „Katrín móðir Einars var dóttir Einars umboðsmanns á Reynistað Stefánssonar prests á Sauðanesi Einarssonar prests á sama stað Árnasonar. Móðir Katrínar var Ragnheiður Benediktsdóttir Vídalíns Hall- dórssonar umboðsmanns á Reynistað Bjarnasonar sýslumanns á Þingeyrum Hall- dórssonar, en Bjarni var 5. maður í beinan karllegg frá séra Ólafi Guðmundssyni sálma- skáldi á Sauðanesi, og í föðurætt var hann einnig 5. maður frá séra Einari Sigurðssyni í Eydölum, höfuðskáldinu á dögum Guðbrands biskups Þorlákssonar. En kona Bjarna var Hólmfríður dóttir Páls lögmanns Vídalíns, einhvers listhagasta skáldsins um aldamótin 1700. Var Einar Benediktsson því 6. maður frá Páli Vídalín í móðurætt. Katrín Einarsdóttir var stórgáfuð kona, prýðilega máli farin, orðauðug og skáldmælt vel, þótt flest muni nú glatað af kveðskap hennar, enda segir Einar: Frá árbjarma fyrstu æsku ég man óm þinna glötuðu stefja. Eina kvæðið sem eftir hana birtist, var GÍSLI SIGURÐSSON LJÓÐRÝNI ÁKALL SHARON HOPKINS hlustaðu (vinsamlegast, vinsamlegast); opnaðu þig, upp á gátt; sameinaðu (þig, mig), tengdu (okkur, saman), segðu mér. gerðu eitthvað ef dapur; í dögun, dansaðu; að kveldi, kyrjaðu; lestu (bækur, ljóð, söguij þar til ró færist yfir þig; lærðu efgetur; skrifaðu mér, gerðu-svo-vel; flokkaðu tilfmningar þínar, settu nýmarkmið, leitaðu (að fjöl- skyldu, vinum, einhverjum); ekki deyja (svona) ef lastafullur lyklar (faldir), opna (lása, dyr), upplýsa leyndarmál; ekki, ég-bið-þig, loka þeim, strax. sættu þig við (sjálfan þig, beytingar), reifaðu (sorgir, örvæntingu); þarfnast sannleika, góðmennsku ef-þú-vilt, hvert andartak; veldu (alltaf), lengd (daganna) etta ljóð bandaríska ljóðskáldsins Sharon Hopkins mætti lesa sem ákall til vinar sem hefur lokað sig af, eingangrast í sorgum sínum, depurð og ör- væntingu. Ljóðið er afar fallegt í einfaldleika sínum og virðist ekki reyna að vera annað en það er. Hér er þó ekki allt sem sýnist. Sharon Hopkins er ekkert venjulegt ljóðskáld. Á bak við orð hennar býr annað tungumál en það sem birtist okkur á yfirborðinu. Á bak við orð hennar býr í raun heill heimur út af fyrir sig, heimur sem aðeins inn- vígðir þekkja og skilja. Sharon Hopkins er nefnilega Perl-skáld og ljóð hennar eru Perl-ljóð. Perl er forritunarmál sem Bandaríkjamaðurinn Larry Wall er höfundur að og kom fyrst á markað árið 1987. Perl er óvenjulegt forritunarmál að því leyti að með því er hægt að segja hlutina á fleiri en einn veg. Það líkist því meira eiginlegu tungumáli en önnur forritunarmál sem leyfa aðeins eina skipun um hverja aðgerð. Larry Wall segir að Perl sé fyrsta póstmóderníska forritunarmálið vegna þess að það byggist á tengingu en ekki vali, á þvi að segja ogen ekki eða. Módemist- arnir töldu sig alltaf þurfa að gera upp á milli hlutanna í stað þess að horfa á þá í samhengi, segir hann, menn urðu til dæmis að velja á miUi hárrar listar eða lágr- ar, góðrar listar eða vondrar, frumlegrar listar eða ófrumlegrar. í stað þess að velja milli þessa eða hins lítur póstmódemisminn á alla hluti sem jafngóða kosti og leitast frekar við að finna tengsl á milli þeirra, orð og hlutir raðast ekki lengur upp í stigveldi. Hið sama gerir Perl, segir Wall, í stað þess að vinna úr ákveðnum val- kostum býr það til hinar ýmsu tengingar milli ólíkra þátta. Þessi möguleiki á ólík- um tengingum skapar sveigjanleika forritsins. Með Perl getur forritarinn þannig gefið sköpunargleðinni lausan tauminn. Af þessum sökum er Perl sérlega vel til þess fallið að yrkja svokölluð tölvuljóð en það eru skipanir sem tölva getur lesið án þess að gera villu en hafa jafnframt skáld- skaparlegt gildi. Sum þessara Ijóða fá tölvuna til þess að framkvæma einhverja aðgerð en oft em þetta (falskar) skipanarunur sem leiða ekki til neinna aðgerða tölvunnar þrátt fyr- ir að hún lesi þær vandalaust. Sharon Hopkins semur Perl-ljóð af seinni gerðinni. (Þess skal getið að hér birtist ljóð hennai- þýtt á íslensku af greinarhöfundi en forritunarmálið er enska.) Þetta em ljóð sem lifa tvöföldu lífi. I tölvunni hafa þau engin áhrif en þau geta auðvitað breytt heiminum eins og önnur orð. Þetta er hin íróníska skírskotun ljóðanna til ríkjandi ástands þar sem merkingarleysa sýndarheimanna er orðin að merkingu vemleikans. En ljóðin lifa líka tvöföldulífi í þeim skilningi að þau geta haft aðra merkingu í huga þeirra sem kunna forrituharmálið en þeirra sem ekki þekkja það. Hvert orð af þeim 250 sem Perl hefur’ÚÖ geyma hefur afmarkaða (vélræna) virkni í for- ritunarmálinu og vekur því önnur hugrenningatengsl fyrir forritara en hefðbund- ið Ijóðskáld. Hér hefur ljóðið eignast nýjan merkingarheim. Merkingarheim sem mótast af miðlinum. Ef til vill er þetta draumur/martröð McLuhans sem sagði að miðillinn væri merkingin, að merking skilaboða væri falin í miðlinum sem notaður væri í hvert sinn. Hér takmarkar miðillinn ekki aðeins tjáningarmöguleikana við 250 orð, heldur hefur hann ritskoðunarvald þar sem tölvan þarf að geta lesið ljóðið eigi það að sleppa í gegn. Sjálfsagt eru einhverjir á því að þar með sé ekki aðeins hið „hefðbundna" ljóðform loksins dautt, heldur skáldskapurinn einnig. ÞRÖSTUR HELGASON þakkarávarp, ort í nafni „fátæklings" til Friðriks bónda Jónssonar á Ytri-Bakka við Eyjafjörð, er hann hafði gefið bjargþrota sveitungum sínum heilan hval í harðæri, og skal það hér upp tekið, þótt áreiðanlega hafi Katrín ort annað betur og sennilega sé kvæðið eitthvað brenglað í prentuninni í aukablaði Norðanfara 14. júní 1882: Lítill bær á blásnum hóli stendur, bóndi heylaus ýtir fé um lendur; fölleit fínnst þar beðja, fátt má hugann gleðja, því vantar brauðið börnin ung að seðja. Veður harðnar, hjörðin heimtar skýli, hnípinn bóndi líka kemst að býli; öndin eymdum þjáða ekkert veit til ráða, ákall sendir upp til föður náða. Bær er einn á bakka nærri sænum, bygging prúð þar lýsir efnum vænum; bústjórn, blessun lýða byggja garðinn fríða; alls er nægt, þó bresti veðurblíða. Bólgin hrönn með hafís ryðst að sandi, hefur fíiska tvo að bónda landi; brá við heimur valinn, bónda sómi talinn, sveitarsnauðum sendir annan hvalinn. Konungslund í barmi bóndinn hefur, bragna ei neinn svo stórmannlega gefur. Drottinn þekkti drenginn, dýra rétti fenginn honum, svo að aumur gleymdist enginn. Sæll ertú, átf^áfnar himinauði,, sæll ertu, sem auma gæddir brauði. Svangir saðríing hlakka, senda kvakið þakka; drottinn launi Friðrik bónda á Bakka. Ekki er alveg víst að Katrín hafi ort kvæð- ið nákvæmlega svona. Það var endurprentað eftir minni Guðmundar Friðjónssonar á Sandi með ritgerð hans um frú Katrínu Ein- arsdóttur, sem birtist í Lesbók Morgun- blaðsins 13. nóv. 1938, en fyrir Guðmundi ját- aði Katrín að hún væri höfundur kvæðisins. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 1. APRÍL 2000 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.