Morgunblaðið - 04.12.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.12.2001, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isGaman að skora á Old Trafford/B4 Fæðubótarefnin eru engin málsvörn/B2 12 SÍÐUR40 SÍÐUR Sérblöð í dag Á ÞRIÐJUDÖGUM SKORAÐ var á Alþingi að standa vörð um áætlanir félagsmálaráðu- neytisins um eyðingu biðlista eftir lögbundinni þjónustu við fatlaða og fjölskyldur þeirra í ályktun sem samþykkt var samhljóða á baráttu- fundi á alþjóðadegi fatlaðra í Ráð- húsinu í gærkvöld undir yfirskrift- inni „Biðlundin á þrotum“. Fundurinn var haldinn á vegum hagsmunafélaga fatlaðra, stétt- arfélaga þeirra sem starfa að mál- efnum fatlaðra og samtökum launa- fólks. Í ályktuninni segir að sjálfsvirðing þings og þjóðar sé í húfi. „Það neyðarástand sem hjá mörgum ríkir er ljótur blettur á velferðarkerfi Íslendinga og gróft brot á lágmarksréttindum fólks.“ Á fundinum voru stjórnvöld harðlega gagnrýnd vegna þeirra biðlista sem eru eftir lögbundinni þjónustu fyrir fatlaða. Halldór Gunnarsson, formaður Þroska- hjálpar, sagði meðal annars í ræðu sinni á fundinum að þegar fjárlaga- frumvarpið hefði litið dagsins ljós í haust hefði orðið ljóst að biðlistarn- ir myndu lengjast á næsta ári. Hann og framkvæmdastjóri Þroskahjálp- ar hefðu gengið á fund félagsmála- ráðherra í kjölfarið en það viðtal hefði orðið sér mikið áfall. Þar hefði engin efnisleg umræða átt sér stað. Hann sagði að þeir hefðu að undanförnu átt samræður við þing- menn úr öllum stjórnmálaflokkum. Þeir hefðu allir sýnt málinu skiln- ing og von þeirra nú væri bundin við að þingmenn næðu að beita áhrifum sínum til breytinga áður en fjárlagafrumvarpið yrði að lögum. Halldór sagði að yrði ekki farið að þeim áætlunum sem nú lægju fyrir um eyðingu biðlistanna mætti draga af því eftirfarandi ályktanir: Í fyrsta lagi að það að skrifa undir alþjóðasamþykktir um mannrétt- indi væri í augum ráðamanna að- eins viljayfirlýsing án skuldbind- inga. Í öðru lagi að ráðamenn litu þannig á að óþarfi væri að fara eftir þeim lögum sem Alþingi sjálft set- ur. Í þriðja lagi að ráðherra gæti látið gera vandaðar skýrslur og ályktanir en sleppt því alveg að fara eftir þeim og loks að ráðherra sem vísar eigin ábyrgð á næstu rík- isstjórn kæmist upp með það. Alþingi standi vörð um áætlanir um eyðingu biðlista Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Baráttufundur vegna biðlista eftir lögbundinni þjónustu við fatlaða var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur í gærkvöld. TVEIR menn slösuðust þegar bílar þeirra lentu saman við Knarrarberg í Eyjafjarðarsveit laust eftir klukkan fjögur í gærdag. Slysið varð á móts við gömlu brýrnar þar sem áður var farið inn fyrir flugvöllinn á Eyjafjarð- arbraut. Að sögn lögreglu varð slysið með þeim hætti að bíl var ekið suður Eyja- fjarðarbrautina á eftir öðrum sem hægði á sér. Við það tók ökumaður aftari bílsins framúr með þeim afleið- ingum að hann lenti framan á bifreið sem var að koma úr gagnstæðri átt. Hálka var þegar atburðurinn átti sér stað en skyggni gott að sögn lögreglu. Ökumennirnir, sem báðir eru karl- menn og voru einir í bílunum, slös- uðust mikið. Voru þeir fluttir á slysa- deild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Þaðan var annar mann- anna fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur þar sem hann var lagður inn á gjörgæsludeild LSH í Fossvogi. Þar gekkst hann undir aðgerð seint í gærkvöld. Hinn ökumaðurinn var áfram á FSA til rannsóknar og að- hlynningar og var ekki talinn í lífs- hættu. Harður árekstur í Eyjafjarðarsveit Morgunblaðið/Kristján Aðstoð slökkviliðs þurfti til að ná ökumönnunum út úr bílunum. KONAN sem lést í árekstri tveggja bíla á Reykjanesbraut, skammt sunnan við Kúagerði, aðfaranótt laugardags hét Elín Anna Jónsdótt- ir, til heimilis að Aðalstræti 15, Pat- reksfirði. Elín Anna var fertug, fædd 17. janúar 1961. Hún lætur eftir sig fjögur börn á aldrinum 9–21 árs. Konan sem ók hinum bílnum hef- ur verið útskrifuð af gjörgæsludeild Landspítala – háskólasjúkrahúss. Líðan hennar er eftir atvikum góð en hún hlaut beinbrot í árekstr- inum. Lést í bíl- slysi á Reykja- nesbraut Elín Anna Jónsdóttir ALLS hafa 390 manns lýst kröfu til samgönguráðuneytisins vegna ferða sem keyptar voru hjá Samvinnuferð- um-Landsýn, en kröfurnar nema um 20,5 milljónum króna. María Thejll, skrifstofustjóri hjá samgönguráðu- neytinu, sagði að mest væri um ein- staklinga að ræða sem hefðu lýst kröfum, en einnig nokkur fyrirtæki sem hefðu ætlað í árshátíðarferðir utan með Samvinnuferðum. Þessi tala mun því lækka eitthvað og líklegt að þetta muni færast yfir á greiðslukortafyrirtækin að ein- hverju leyti. María sagði að líklega væri meirihluti þeirra, sem hefði ætl- að að lýsa kröfum, búinn að því. Hún sagði að þeir sem hefðu keypt alferð- ir (pakkaferðir) fengju endurgreitt en ekki væri ljóst með allar kröfur sem hefðu borist til ráðuneytisins. Auglýsing frá samgönguráðuneyt- inu, þar sem fólk er hvatt til þess að lýsa kröfum, mun birtast í fjölmiðl- um á næstu dögum. 52 farþegar Samvinnuferða, sem keyptu alferðir, voru staddir á Kan- aríeyjum þegar fyrirtækið lýsti yfir gjaldþroti. María sagði að farþegun- um væri tryggð heimför. Þá höfðu fjórir farþegar Samvinnuferða keypt far með leiguflugi á vegum fyrirtæk- isins. María sagði að einn farþegi væri þegar kominn til landsins, en tvennt væri væntanlegt á fimmtu- dag. Sá fjórði hafði ekki haft sam- band við ráðuneytið. Hún sagði að farþegarnir myndu fá endurgreitt. María sagði að enn væri ekki búið að sundurgreina þær kröfur sem hefðu borist vegna ferða sem voru keyptar, meðal annars hvað hefði verið greitt með greiðslukortum, en VISA Island og Europay ætla að bakfæra allar greiðslur viðskipta- vina sinna frá 18. október. Greiðslu- kortafyrirtækin beina því til við- skiptamanna Samvinnuferða að hafa samband við þau eða viðskiptabanka , en greiðslur fyrir ferðir sem ekki hafa verið farnar eru bakfærðar á grundvelli upplýsinga, eins og kvitt- ana frá ferðaskrifstofunni. Forvarsmenn fyrirtækjanna Ís- lenskra ævintýraferða og Heims- ferða hyggjast leggja fram nýtt gagntilboð í þrotabú Samvinnuferða- Landsýnar fyrir klukkan 9 í dag ár- degis, en þá rennur út frestur þeirra til að svara gagntilboði Ragnars H. Hall skiptastjóra. Tilboðið rann út á hádegi í gær en fyrir þann tíma gerði skiptastjóri gagntilboð. Arngrímur Hermannsson, for- svarsmaður Íslenskra ævintýra- ferða, segir þungt hljóð í tilboðsgjöf- unum enda lítist þeim illa á gagntilboð skiptastjóra. Hann segir þó von á nýju gagntilboði frá fyrir- tæki sínu og Heimsferðum áður en fresturinn rennur út og verði það síðasta tilraun til að ná lendingu í málinu. Tæplega 400 manns hafa lýst kröfum vegna ferða JARÐSKJÁLFTAHRINA hefur verið í vestanverðum Mýrdals- jökli síðustu daga og mældist stærsti skjálftinn 2,5 á Richter á sunnudag. Þann dag mældust þrír skjálftar á bilinu 1,7 til 2,5 á Richt- er og í gærmorgun urðu fimm skjálftar, sá stærsti 1,8 á Richter. Að sögn Ragnars Stefánssonar, jarðskjálftafræðings hjá Veður- stofu Íslands, er um að ræða reglulega skjálfta sem koma á haustin vegna svokallaðra farg- breytinga í jöklinum. Með því er átt við að snjófargi er létt af jökl- inum frá sumri og frameftir hausti og jökullinn lyftist. Þegar saman fer að nýtt snjófarg þyngir aftur jökulinn um vetur og hann er und- ir áhrifum frá innri kvikum undir jöklinum verða skjálftarnir. Skjálftarnir að undanförnu eru minni en haustskjálftarnir í fyrra og eru þeir skoðaðir í samhengi við mögulegt Kötlugos. Athugun á vatnsleiðni í ám sem renna undan jöklinum benda þó ekki til goss, að sögn Ragnars. Jarðskjálftahrina í Mýrdalsjökli LÖGREGLAN í Keflavík lýsir eft- ir tveimur fimm- tán ára stúlkum úr Grindavík en þeirra hefur verið saknað frá því klukkan 20 á laug- ardagskvöld, en talið er að þær hafi þá farið til Reykjavíkur. Stúlkurnar sem nú er lýst eft- ir heita Andrea Karen Jónsdóttir og Sæbjörg Mar- ía Erlingsdóttir, báðar fæddar 1986. Upphaflega var lýst eftir þremur stúlkum en ein þeirra hef- ur síðan skilað sér heim. Andrea er í meðallagi há, með brúnt, slétt, millisítt hár. Hún var klædd í svartan anorakk og bláar gallabuxur. Sæbjörg er grannvaxin, um 160 sentimetra há, með ljóst axlarsítt hár. Hún var klædd í svarta dúnúlpu og bláar gallabuxur. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir stúlknanna frá því á laug- ardagskvöld eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í Keflavík í síma 420-2450. Lýst eftir tveimur stúlkum úr Grindavík Andrea Karen Jónsdóttir Sæbjörg María Erlingsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.