Morgunblaðið - 04.12.2001, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 04.12.2001, Blaðsíða 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2001 13 Símar 435 6810/891 6811 www.hellnar.is Fæst í öllum helstu bókaverslunum landsins Besta „sjálfshjálparbók“ allra tíma er fáanleg á ný Þessi margverð- launaða metsölubók hefur slegið öll sölumet og hjálpað fjölmörgum í gegnum erfiðleika. HAFRÉTTARSTOFNUN Íslands, gekkst fyrir athöfn í Háskóla Ís- lands sl. laugardag til að heiðra minningu Hans G. Andersen, þjóð- réttarfræðings og sendiherra. Ekkja hans, Ástríður H. Andersen, afhjúpaði brjóstmynd af honum við athöfnina. Hana gerði Helgi Gísla- son myndlistarmaður. Hún færði jafnframt Hafréttarstofnun laga- bókasafn Hans að gjöf en þar eru fyrst og fremst bækur á sviði haf- réttar. Að Hafréttarstofnun standa Háskóli Íslands, utanríkisráðu- neytið og sjávarútvegsráðuneytið. Halldór Ásgrímsson utanrík- isráðherra flutti ávarp við þetta tækifæri og þakkaði hann Ástríði og börnum þeirra, Gunnari og Þóru, fyrir veglega gjöf. Sagði hann mikinn feng að lagabókasafni Hans og að það myndi mynda grunn að bókasafni Hafréttar- stofnunar sem væri eitt fyrsta verkefni hennar að koma upp. „Ég tel afar viðeigandi að brjóst- myndin af Hans G. Andersen, hin- um mikla frumkvöðli á sviði haf- réttar, skuli falin Hafréttarstofnun til varðveislu. Brjóstmyndin með hinum áletruðu orðum sem lýsa í hnotskurn framlagi Hans til haf- réttarins og til íslensku þjóð- arinnar mun gera þá sem starfa á vegum stofnunarinnar og þá sem þangað koma meðvitaðri um þá sögu og þróun sem að baki býr,“ sagði ráðherra meðal annars. Á skjöld sem fylgir brjóstmynd- inni er eftirfarandi texti um helstu atriði í framlagi Hans G. Andersen til hafréttarmála og þar segir: Einn fremsti og færasti sérfræðingur heims „Hans G. Andersen var einn fremsti og færasti sérfræðingur heims á sviði hafréttarmála. Hann lagði lagalegan grundvöll að út- færslu íslenskrar lögsögu úr þrem- ur í fjórar sjómílur 1952, tólf sjó- mílur 1958, fimmtíu sjómílur 1972 og loks tvö hundruð sjómílur 1975 – svo og landgrunnsréttinda út fyrir þau mörk. Hann var að- alráðgjafi allra ríkisstjórna Ís- lands sem höfðu forystu um út- færslu lögsögunnar og öflun viðurkenningar á henni. Virðing og traust sem hann naut leiddu til verulegra áhrifa hans á þróun haf- réttar, þar á meðal mótun hafrétt- arsamnings Sameinuðu þjóðanna – og vann hann þjóð sinni einstakt gagn.“ Við athöfnina töluðu einnig Ei- ríkur Tómasson, varaforseti laga- deildar Háskólans, en hann veitti bókagjöfinni viðtöku, Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra og Manik Talwani, jarðeðlisfræð- ingur og sérfræðingur í land- grunnsmálum, en hann starfaði ná- ið með Hans G. Andersen. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ástríður H. Andersen afhjúpaði brjóstmynd af Hans G. Andersen í hátíðarsal Háskóla Íslands og tilkynnti jafn- framt um bókagjöf fjölskyldunnar. Með henni eru Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra og kona hans, Sig- urjóna Sigurðardóttir, Eiríkur Tómasson, varaforseti lagadeildar, og Björn Bjarnason menntamálaráðherra. Brjóstmynd af Hans G. Ander- sen afhjúpuð Morgunblaðið/Árni Sæberg Þéttsetið var í hátíðarsal Háskóla Íslands á laugardag þegar brjóstmynd af Hans G. Andersen var afhjúpuð. Í PALLBORÐSUMRÆÐUM á ráð- stefnu um rafrænar kosningar, sem haldin var á föstudag komufram áhyggjur yfir því að Alþingi gæfist ekki tími til að breyta kosningalög- um til unnt væri að gera tilraun með rafrænar kosningar í sveitarstjórn- arkosningum á næsta ári. Nokkur sveitarfélög hafa þegar lýst yfir áhuga á slíkum kosningum. Það voru hugbúnaðarfyrirtækin EJS og Skýrr sem boðuðu til ráð- stefnunnar. Í fundarboði til fjölmiðla segir að í kjölfar ályktunar Sjálf- stæðisflokksins á síðasta landsfundi, þar sem lagst var gegn rafrænum kosningum, hafi félagsmálaráðu- neytið hætt við að fella inn í frum- varp til breytinga á kosningalögum kafla sem leyfir rafrænar kosningar. Missum forskotið Að sögn Ingvars Kristinssonar hjá Samtökum íslenskra hugbúnaðar- framleiðenda var ætlunin sú að prófa tölvubúnað í kosningunum til að ganga úr skugga um að hann stæðist allar kröfur. Tækist kosningin vel var hugmyndin sú að kjósa rafrænt til Alþingis árið 2003. Ingvar segist ekki mega til þess hugsa að ekki verði gerð breyting á kosningalög- unum. „Ég held þetta sé bara spurning um það að menn geri þetta. Þetta er annað hvort spurning um að koma inn með bráðabirgðaákvæði eða breyta lögum þannig að þetta verði heimilt,“ segir Ingvar. Íslensk hug- búnaðarfyrirtæki stæðu afar fram- arlega í upplýsingatækni og hefðu forskot á önnur lönd í gerð rafrænna kosningakerfa. Yrði þeim ekki gert kleift að prófa búnaðinn í sveitar- stjórnarkosningunum næsta vor myndu þau missa það forskot sem þau hafa. Þátttakendur í pallborðsumræð- um voru sammála um að það yrði vonlaust verk að ætla að selja rafræn kosningakerfi til útlanda ef ekki væri búið að reyna þau áður í kosningum á heimamarkaði. Ekki staðið á móti framþróuninni til lengdar Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- ráðherra, sagði ekki nokkurn vafa leika á því að rafrænar kosningar yrðu að veruleika áður en langt um liði. Þó væru margir sem vildu fara hægar í sakirnar og halda í hefðir sem hefðu gefið góða raun í áranna rás. Ekki yrði þó staðið á móti framþróuninni til lengdar. Valgerð- ur sagði mikilvægt að tíminn fram á næsta vor yrði nýttur til að hið raf- ræna kosningakerfi gæti fengið þá notendareynslu sem aðeins eldskírn raunverulegra kosninga gæti veitt. Gunnar Eydal, skrifstofustjóri hjá Reykjavíkurborg taldi ljóst að yrði frumvarpið ekki samþykkt fyrir jól „missum við af lestinni.“ Hann rakti reynslu Reykjavíkurborgar af raf- rænum kosningum um flugvöllinn í mars sl. og sagði hana góða. Sérstak- leg hefði rafræn kjörskrá sannað gildi sitt. Miklu færri vandamál tengd kjörskrá hefðu þannig komið upp varðandi flugvallarkosninguna en í hefðbundnum kosningum og hann taldi það meiriháttar slys ef Reykjavíkurborg fengi ekki að not- ast við rafræna kjörskrá í sveitar- stjórnarkosningum í vor. Rætt um kosningalögin á ráðstefnu um rafrænar kosningar Missum af lestinni verði lögunum ekki breytt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.