Morgunblaðið - 04.12.2001, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 04.12.2001, Blaðsíða 69
Á SUNNUDAGSKVÖLDIÐ fóru fram úrslit í Íslands- meistarakeppni áhugamanna í karíókí á veitinga- staðnum Players í Kópavogi. Það var útvarpsstöðin Létt 96,7 sem stóð fyrir keppninni en þátt tóku ellefu söngvarar á aldrinum 18 til 37 ára. Keppendum var gert að taka tvö lög og mátti heyra allt frá Presley- slögurum til kántrístaðallaga. Fóru leikar þannig að þau Arief Siswanto og Diana Lind hrepptu fyrsta sætið, í öðru sæti hafnaði Jóhanna María Guðmunds- dóttir og í þriðja sæti lenti Hjálmar Friðbergsson. Sigurlaunin voru ekki af verri endanum, utan- landsferð fyrir tvo með Úrvali-Útsýn, 48 Corona- flöskur og pítsuveisla fyrir sex á Pizza Hut. Dómnefndin var skipuð þeim Páli Óskari Hjálmtýs- syni, Þorgeiri Ástvaldssyni, Maríu Björk Sverrisdótt- ur,Vali Sævarssyni og Huldu Bjarnadóttur. Sigurvegararnir (f.v.): Hjálm- ar Friðbergsson, Diana Lind, Arief Siswanto og Jóhanna María Guðmundsdóttir. Íslandsmeistarakeppni áhugamanna í karíókí Með sínu nefi Morgunblaðið/Jim Smart Dómnefndin fylgdist grannt með gangi mála. FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2001 69 Með smá aðstoð… …kemst blaðið örugglega í réttar hendur! Fjölmargir blaðberar víðsvegar um landið bera til þín Morgunblaðið á hverjum útgáfudegi. Harðduglegir og ráðagóðir blaðberar okkar gera kleift að fréttirnar berist heim til landsmanna með þessum hætti. Því er mikilvægt að:  Merkja póstkassa og lúgur vel  Hafa útiljósin kveikt  Hreinsa burtu snjó og klaka af tröppum The German Trauma eftir Gitta Sereny. 383 síðna kilja með atriðisorðaskrá. Penguin gefur út 2001. Kostar 2.495 kr. í Pennanum-Eymundssyni. AUSTURRÍSKA blaðakonan Gitta Sereny hefur átt merkilega ævi. Ellefu ára gömul sótti hún nasistasamkomu í Nürnberg nán- ast fyrir tilviljun og sagan hagaði því þannig að upp frá því átti hún eftir að glíma við nasismann og eftirköst hans. Hún fékk þegar óbeit á villi- mennskunni þegar þýski herinn lagði undir sig heima- land hennar með þegjandi sam- þykki þorra þjóð- arinnar og næstu árin tók hún með- al annars þátt í baráttu and- spyrnuhreyfingarinnar í Frakk- landi. Eftir stríð starfaði Sereny við stofnun sem sá meðal annars um það að skila börnum til síns heima, ekki bara börnum sem höfðu orðið viðskila við foreldra sína í stríðinu, heldur einnig börn- um sem Þjóðverjar höfðu rænt í löndum sem þeir hernámu en fyrir Sereny er það með verstu glæpum styrjaldarinnar því mörg barnanna upplifðu það sem verið væri að taka þau frá foreldrum sínum og setja í hendur ókunnungra, fólks sem þau þekktu ekki lengur. Sem blaðamaður hefur Sereny meðal annars skrifað mikið um nasismann og mál honum tengd. Í bókinni The German Trauma, sem hér er gerð að umtalsefni, er sjón- arhornið oft óvenjulegt, eins og þegar hún ræðir við börn frammá- manna þriðja ríkisins og veltir því fyrir sér hvernig þau hafi afborið uppruna sinn. Einnig fjallar hún nokkuð um Albert Speer, en hún skrifaði ævisögu Speers sem þykir mikið afbragð, ræðir við Franz Stangel, sem var yfirmaður í Treblinka útrýmingarbúðunum, hremmingar Kurts Waldheims, sem hann átti ekki skildar að mati Sereny, málsóknina furðulegu á hendur John Demjanjuk, Leni Riefenstal og David Irving svo dæmi séu tekin. Sereny var hörku- tól í viðtölum, ef marka má dæmin sem gefin eru í bókinni, en virðist aldrei ósanngjörn. Hún veltir mik- ið fyrir sér hvað verður til þess að menn leiðast út í slík grimmd- arverk sem útrýmingarbúðirnar voru og þeir sem hafa dregið til- vist búðanna í efa fá heldur en ekki til tevatnsins fyrir afkáralega röksemdafærslu, lygar og hálf- sannleik. Að sama skapi kann Ser- eny því ekki vel hve gyðingar hafa helgað sér helförina, því þótt myrtar hafi verið upp undir sex milljónir gyðinga myrtu Þjóðverj- ar einnig fimm milljónir óbreyttra rússneskra borgara í útrýmingar- búðum, tvær milljónir Pólverja og um það bil milljón manna sem voru taldir óæskilegir, kommúnist- ar, samkynhneigðir, vottar Jehóva, geðveikir, fatlaðir og svo má telja. Framarlega í bókinni er reyndar fróðlegur kafli um það er fjöl- margir þýskir og austurrískir læknar tóku til við að myrða van- gefna og vanskapaða að fyrirmæl- um yfirvalda á árunum fyrir stríð. Greinarnar eru allar til þess fallnar að varpa nýju ljósi á við- sjárverða tíma og sú högun að raða þeim upp í tímaröð gefur góða mynd af þjóðfélagi sem gat af sér þjóðernissósíalisma og er í sár- um fyrir vikið enn í dag. Árni Matthíasson Forvitnilegar bækur Nasisminn og eftir- köst hans
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.