Morgunblaðið - 04.12.2001, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.12.2001, Blaðsíða 20
LANDIÐ 20 ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Öðruvísi aðventukransar Sjón er sögu ríkari Jól 2001 Skólavörðustíg 12, Bergstaðastrætismegin, sími 551 9090 TALIÐ er að litlu hafi mátt muna að 17 hross dræpust er þau féllu niður um vakir í Traðarholtsvatni austan Stokkseyrar á sunnudag. Hörður Antonsson, ábúandi á Hraunhlöðu, varð hins vegar vitni að því þegar ísinn brotnaði undan hrossunum og í kjölfarið hófust um- fangsmiklar björgunaraðgerðir með þátttöku allt að 30 manns, úr lögreglunni á Selfossi og úr Björg- unarsveitinni Björgu, auk ábúenda í nágrenni Traðarholts. Eitt hross drapst en 16 björguðust. Að sögn Stefáns Muggs Jónssonar á Vestri- Grund II, sem tók þátt í að bjarga hrossunum, er líklegt að hrossin hafi ekki varað sig á ísnum þar sem hann var hulinn 20 cm jafnföllnum snjó. „Yfirleitt skefur af vatninu og þá fara hrossin ekki út á hreint svell, en snjórinn virðist hafa blekkt þau,“ sagði Stefán. Vatnið var of djúpt til að hrossin gætu botnað í því og voru þau því á sundi allt þar til þeim var bjargað. Hrossin fóru niður um þrjár vakir og var mjög af þeim dregið þegar þau náðust á þurrt, að undanskild- um fyrstu hrossunum fjórum sem bjargað var, enda voru þau eina klukkustund í vatninu, en hin allt upp í tvær klukkustundir. Stefán tók þátt í að saga 15–20 metra langa rennu í ísinn með keðjusög svo að unnt væri að teyma hrossin eftir henni í átt að landi og reyndist það tafsamt verk, auk þess sem hrossin voru nær máttlaus þótt með lífsmarki væru. Hrossunum var komið í hús á Grund hjá Stefáni um klukkan 19.30 eftir um tveggja klukustunda björgunaraðgerðir og hresstust þau fljótt. Hann segir hins vegar ljóst að mörg hrossanna hafi átt mjög stutt eftir þegar þeim var bjargað. „Fyrstu fjögur hrossin sem við náð- um upp voru spræk og börðust dá- lítið um, en hin voru orðin svo dösuð að þetta var orðið tímaspursmál um að ná þeim,“ sagði Stefán. Gert var ráð fyrir að eigendur hrossanna, sem búa í Reykjavík, myndu vitja þeirra hjá Stefáni í gær. Alls eru um 30 hross í eigu nokkurra manna á hagabeit í Trað- arholti. Hrossastóði bjargað á síðustu stundu upp úr vökum í Traðarholtsvatni 20 cm jafnfallinn snjór á ísn- um gæti hafa blekkt hrossin Stokkseyri LÍNUSKIPIÐ Gandí VE kom til Patreksfjarðar í gær 2. desember, en Oddi hf. hefur tekið skipið á leigu í nokkra mánuði til að brúa það bil sem myndaðist í hráefnisöflun fé- lagsins við það að vs. Núpur strand- aði 9. nóv. sl. „Vonast er til að Gandí fari á veið- ar eftir nokkra daga“, segir Sigurður Viggósson, framkvæmdastjóri Odda hf. Gert er ráð fyrir að sama áhöfn verði á Gandí og var á Núpi. Núpur var dreginn til Akraness í fyrradag og var kominn þangað í gær. „Þar verður skipið skoðað og skemmdir metnar áður en til við- gerðar kemur,“ segir Sigurður. Gert er ráð fyrir margra mánaða viðgerð- artíma. Gandí VE leysir Núp BA af Patreksfjörður ÍBÚAR Svínavatnshrepps í A- Húnavatnssýslu fögnuðu því í sam- komuhúsi sínu í Dalsmynni á föstu- dag að út er komin heimildarmynd um líf þeirra og störf á aldamótum. Jóhann Guðmundsson oddviti Svína- vatnshrepps sagði að líkast til væri þetta í fyrsta sinn að allflestir íbúar sveitarfélags á ákveðnum tíma kæmu fram í heimildarmynd en sagt er frá lífi og starfi á hverju einasta heimili í hreppnum. Öll heimili í hreppnum fá heimild- armyndina að gjöf en um er að ræða 140 mínútna heimildarmynd á þrem- ur myndbandsspólum. Það var Viggó Jónsson frá Sauðárkróki sem sá um myndatöku, klippingu og hljóðsetningu þessarar heimildar- myndar sem ber heitið Svínavatns- hreppur. Atvinnuhættir og mannlíf 1999 – 2000. Jóhann Guðmundsson sagði að al- menn ánægja væri hjá íbúum hreppsins með það hvernig til hefði tekist við gerð myndarinnar. Öll heimili í Svínavatns- hreppi í heimildarmynd Blönduós Morgunblaðið/Jón Sigurðsson EKKERT var til sparað þegar Ís- félag Vestmannaeyja hf., elsta starfandi hlutafélag landsins, hélt upp á 100 ára afmæli sitt sl. laug- ardag. Að sögn Harðar Óskarssonar, fjármálastjóra Ísfélagsins, tókst afmælishaldið ákaflega vel. Skip félagsins voru öll í landi svo áhafnir þeirra gætu tekið þátt í afmælishaldinu ásamt öðrum starfsmönnum og gestum. Afmælishátíðin hófst á hádegi þegar sjö líknarfélögum og sam- tökum voru afhentar gjafir, en hver og einn viðtakenda fékk eitt hundrað þúsund krónur. Þá gaf Ísfólkið, starfsmannafélag Ís- félagsins, Krabbameinsfélagi Vestmannaeyja sérstaka gjöf til minningar um Sigurð Einarsson, fyrrverandi forstjóra, sem lést á síðasta ári. Um miðjan daginn var móttaka í frystihúsi Ísfélagsins þar sem nýlega hefur verið komið fyrir fullkominni pökkunarlínu fyrir uppsjávarfisk. Þar komu ýmsir gestir og þáðu veitingar í tilefni dagsins. Um kvöldið var síðan haldinn hátíð- arkvöldverður í Höllinni, þar sem eigendur, starfsfólk og aðrir gestir nutu góðra veitinga, hlýddu á hátíðarræður og skemmtu sér fram á nótt. Margir starfsmenn voru heiðr- aðir fyrir störf sín í þágu félags- ins. Vestmannaeyjabær gaf Ísfélaginu ljósmynd af Bæjarbryggjunni frá 1912. F.v.: Guðjón Hjör- leifsson bæjarstjóri og stjórnarmennirnir Guðbjörg Matthíasdóttir, Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson og Þórarinn S. Sigurðsson sem hampa hér myndinni góðu. Morgunblaðið/Sigurgeir Fjöldi gesta kom til móttöku í vinnslusal Ísfélagsins þar sem boðið var upp á léttar veitingar og lifandi tónlist í tilefni dagsins. Sjö samtök fengu peningagjafir í tilefni afmælisins. Viðtakendur voru kvenfélagið Líkn, Björgunarfélag Vestmannaeyja, slysavarnadeildin Eykyndill, Félag hjartasjúklinga, fé- lagið Krabbameinsvörn, sambýlið við Vestmannabraut og Meðferðarheimilið Búhamri. Vegleg eitt hundrað ára afmælishátíð Ísfélagsins Vestmannaeyjar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.