Morgunblaðið - 04.12.2001, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 04.12.2001, Blaðsíða 55
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2001 55 Sendibílstjórar Til sölu er Búslóðageymsla Olivers sem er 12 ára gamalt fyrirtæki í fullum rekstri og með stöðuga vinnu fyrir duglega menn. Sækir allar vörur sjálfur til geymslu. Mikil keyrsla fylgir þessu. Mjög gott starf fyrir þá sem eru vanir sendibílum. Örugg geymsla fyrir búslóð- irnar. Húsnæði er einnig til sölu ef vill eða langur húsaleigusamn- ingur. Tryggur atvinnuvegur sem gefur góðar tekjur til framtíðar. Sami eigandi frá upphafi. Erum með úrval fyrirtækja á skrá hjá okkur á hverjum tíma. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni.         Íslenska járnblendifélagið hf. sala hlutafjár til hluthafa að nafnverði 650 milljónir króna Hlutafjárútboð Á fundi sínum 27. nóvember 2001 ákvað stjórn Íslenska járnblendifélagsins hf. að nýta heimild, samkvæmt 3. mgr. 5. gr. samþykkta félagsins, til aukningar á hlutafé í félaginu um 650 milljónir króna að nafnverði. Hið nýja hlutafé verður boðið hluthöfum í félaginu til kaups og verður tekið á móti áskriftum á tímabilinu 10. – 17. desember 2001 á sérstökum áskriftarblöðum, sem send verða hluthöfum sem skráðir voru í hlutaskrá félagsins í lok viðskiptadags 26. nóvember 2001. Áskriftum skal skilað fyrir kl. 16.00 mánudaginn 17. desember 2001 til: • Verðbréfastofunnar hf., Suðurlandsbraut 18, 108 Reykjavík eða • Íslenska járnblendifélagsins hf., Grundartanga, Skilmannahreppi, 301 Akranesi. Gengi Hlutabréfin verða boðin til sölu á genginu 1,0. Sölutrygging Hlutabréfin verða ekki boðin almennum fjárfestum til kaups en skrifi hluthafar sig ekki fyrir öllu útboðnu hlutafé mun Elkem ASA, stærsti hluthafi í Íslenska járnblendifélaginu hf., kaupa þau hlutabréf sem eftir standa, á útboðsgenginu. Skráning Öll þegar útgefin hlutabréf félagsins hafa verið skráð á Verðbréfaþingi Íslands hf. (VÞÍ) síðan 18. maí 1998, undir auðkenninu ISJA. Hlutabréfin sem seld eru í útboðinu verða einnig skráð á þingið, enda verði öll skilyrði skráningar uppfyllt. Áætlað er að hlutabréfin verði skráð í lok desember 2001. Niðurstöður útboðsins verða sendar VÞÍ að áskriftartímabilinu loknu. Upplýsingar og skjöl Unnt er að nálgast útboðs- og skráningarlýsingu hjá umsjónaraðila útboðsins, Verðbréfastofunni hf., og Íslenska járnblendifélaginu hf. Einnig er hægt að nálgast útboðs- og skráningarlýsingu á vefsíðu Verðbréfastofunnar hf. www.vbs.is og Íslenska járnblendifélagsins hf. www.jarnblendi.is. ÁSTA Möller alþing- ismaður tekur sér fyrir hendur að túlka stefnu Sjálfstæðisflokksins varðandi einkarekstur í heilbrigðiskerfinu í Morgunblaðinu 17.11. sl. Að sjálfsögðu leiðir það til þess að hún ger- ist ákafur talsmaður einkavæðingar í heil- brigðisþjóustu. Hún telur þó að sú þjónusta „eigi að mestu að vera greidd úr sameiginleg- um sjóðum lands- manna“. Þetta á sem sagt að vera einka- rekstur á opinberu framfæri. Ástæðan fyrir því að Ásta vill einkavæða heilbrigðiskerfið, er m.a. sú, að við núverandi skipan mála eru stjórnvöld að hennar sögn í fjórföldu hlutverki, þ.e. annast skil- greiningu þjónustunnar, sjá um rekstur hennar, fjármagna hana, og annast gæðaeftirlit. Þetta segir hún að geti leitt til þess að stjórnvöld lendi í „siðferðilegri klemmu, þegar þau vilji mæta kröfum um bætta og aukna þjónustu, en þurfa jafnframt að halda kostnaði í skefjum“. Og hún hyggst losa stjórnvöld úr þessari sið- ferðilegu klemmu með því að láta einkaaðila sjá um reksturinn með fjármagni frá ríkinu. En er það nú al- veg öruggt að stjórnvöld losni úr sið- ferðilegu klemmunni þó að einkaað- ilar taki að sér reksturinn? Ásta telur að ríkisvaldið muni áfram „bera ábyrgð á fjármögnun heil- brigðisþjónustunnar“ og það á einn- ig að bera ábyrgð á gæðum hennar. Það kemur því eftir sem áður í hlut ríkisins að taka ákvarðanir um aukna og bætta þjónustu, ef með þarf, og það kemur einnig í hlut rík- isins að greiða kostnaðinn af þeim ákvörðunum. Hin siðferðilega klemma er sem sagt á sínum stað eftir sem áður. Á meðan á ríkisvald- inu hvílir sú skylda að tryggja þegn- unum „fullkomnustu heilbrigðis- þjónustu, sem á hverjum tíma eru tök á að veita“ losna stjórnvöld ekki við að axla þá siðferðilegu ábyrgð sem því fylgir. Þau losna aldrei við að bera ábyrgð á gæðum þjón- ustunnar og jafnframt fjármögun hennar, þar með „halda kostnaði í skefjum“ ef með þarf. Ásta virðist gefa sér að einkaaðilar fari bet- ur með fé en hið opin- bera og að þjónusta þeirra sé ódýrari en þjónusta á vegum hins opinbera. Þessi fullyrð- ing virðist stangast á við veruleikann bæði hér á landi og annars staðar. Það sýnir m.a. nýlegt dæmi úr einka- væðingarsögu núverandi ríkisstjórn- ar. Á sl. ári gerði heilbrigðisráðu- neytið samning við hlutafélagið Frumafl um byggingu og rekstur öldrunarheimilis. Þegar í upphafi samdist svo um að þjónusta þessarar stofnunar skyldi vera 14–15% dýrari en þjónusta sambærilegra stofnana á vegum hins opinbera eða sjálfs- eignarstofnana. Sumir sögðu að þessi aukagreiðsla ætti að dekka arðgreiðslur til hluthafa. Ef sú til- gáta er rétt ætti það að gefa bend- ingu um að hlutafélagsformið sé ekki ódýrasta rekstrarformið fyrir heil- brigðisstofnanir. Ásta segir að nú sé „kjöraðstaða til breytinga“ í þessum efnum. Sennilega hefur hún þar rétt fyrir sér. Flokkur hennar hefur leikið heilbrigðiskerfið svo grátt með nið- urskurði og fjársvelti að málsvarar einkavæðingarinnar virðast orðið eiga auðveldan leik að benda á van- hæfni opinbera kerfisins. En þá mega menn ekki gleyma því að það er ekki sama hver stjórnar þar ferð- inni. Ef þau öfl, sem stjórna fjár- streyminu til hins opinbera heil- brigðiskerfis, eiga þá ósk heitasta að kollvarpa því og einkavæða heil- brigðisþjónustuna, er ekki von á góðu. Það er ekki talið skynsamlegt að láta refinn passa lömbin. Það er ekki heldur talið heillavænlegt að treysta þeim til forystu í opinberri þjónustu sem vilja hana feiga. Þeir munu áður en lýkur lenda í þeirri siðferðilegu klemmu sem getur orðið örlagarík fyrir samfélagið. Hin siðferði- lega klemma Guðmundur Helgi Þórðarson Höfundur er fyrrverandi heilsugæslulæknir. Heilbrigðisþjónusta Það er ekki talið skynsamlegt, segir Guðmundur Helgi Þórðarson, að láta refinn passa lömbin. GLEÐIGJAFINN sí- ungi, Jón Boði Björns- son (Boði), mat- reiðslumeistari og bryti, frá Sjónarhóli í Hafnarfirði, nú að Löngufit 24 í Garðabæ er 70 ára í dag, þriðju- daginn 4. desember 2001. Boði fæddist að Sjónarhóli í Hafnar- firði og ólst þar upp. Hann fór fyrst til sjós þrettán ára og var á bátum, togurum og á Gullfossi. Hann hóf síðan nám við Matreiðslu- og brytaskólann í Danmörku 1952 og lauk þaðan prófi. Að námi loknu var Boði á milli- landaskipum SÍS, starfaði í Naust- inu og á Hótel Borg þar sem hann var yfirmatreiðslumeistari. Jón Boði gerðist kaupmaður á Sjón- arhóli í Hafnarfirði 1959 og starf- rækti þar verslun til 1971. Á þeim árum var hann með tvo kjörbúð- arbíla sem þjónuðu bæði Garðabæ og nokkrum hverfum í Hafnarfirði en það var þá nýjung í verslunar- rekstri. Eftir að Boði hætti versl- unarrekstri hefur hann starfað við matreiðslu, m.a. hjá Álverinu, var í nokkur ár yfirmatreiðslumaður hjá hernum á Keflavíkurflugvelli og var bryti hjá Áburðarverksmiðju ríkisins. Í dag starfar Boði hjá líf- tæknifyrirtækinu Prokaría. Boði fór snemma að stunda íþróttir, var í fimleikum og hand- bolta í FH og hefur verið í ýmsum störfum og nefndum fyrir FH og í stjórn Stjörnunnar í Garðabæ og formaður Stjörnunnar um skeið. Þá hefur hann verið formaður skemmtiklúbbsins Kátt fólk í 15 ár og setið þar í stjórn samfleytt í 18 ár, einnig sat Boði í safnaðarstjórn Fríkirkjunnar í Hafnarfirði. Eiginkona Boða er Erna Sigur- björg Ragnarsdóttir hárgreiðslu- meistari, f. 28. maí 1929. Hún er dóttir Jóns Ragnars Jónassonar skipasmiðs í Reykjavík og Jóhönnu Eiríksdóttur verslunarmanns. Börn Boða og Ernu Sigurbjargar eru Gréta hárkollu- og förðunar- meistari, f. 3.10. 1953, gift Gauki Jónssyni og eiga þau þrjú börn, Boða, f. 1980, Bylgju, f. 1984, og Hrönn, f. 1986; Guðbjörg sölumað- ur, f. 12.2. 1958, hún á tvo syni, Arnar, f. 1982, og Jón Fannar, f. 1984, sambýlismaður Guðbjargar er Þröstur Gestsson útvarpsmað- ur; Hafdís danskennari, f. 6.11. 1961, gift Birni Leifssyni fram- kvæmdastjóra og eiga þau tvö börn, Birgittu Líf, f. 1992, og Björn Boða, f. 1999; Jóhanna, f. 7.9. 1966, gift Guðmundi Bergman Jónssyni, eiga þau tvö börn, Andr- eu Bergman, f. 1993 og Ian Berg- man, f. 1999, fjölskyldan er búsett í Denver í Colorado. Jóhanna starfar sem verkefnastjóri hjá ráð- gjafafyrirtæki í hugbúnaðargerð og Guðmundur eiginmaður hennar starfar sem sjálfstæður arkitekt. Foreldrar Boða voru Björn Ei- ríksson, skipstjóri og bifreiðastjóri á Sjónarhóli í Hafnarfirði, f. 9.9. 1894, d. 1983, og kona hans, Guð- björg Jónsdóttir, húsmóðir og verslunareigandi, f. 20.10. 1894, d. 21.11. 1993. Björn var sonur Eiríks Jónssonar á Halldórsstöðum á Vatnsleysuströnd og konu hans, Sólveigar Benjamínsdóttur. Guð- björg var dóttir Jóns Magnússonar og Guðlaugar Jónsdóttur frá Báru- gerði á Miðnesi. Systkini Boða eru; Bjarni Vest- mar bifreiðastjóri, f. 14.11. 1925, d.1986; Bára húsmóðir og versl- unarmaður, f. 16.5. 1927, gift Magnúsi Þórðarsyni og eiga þau fjögur börn; Bragi Vestmar, skip- stjóri og sölumaður, f. 18.6. 1929, var kvæntur Ernu Guðmundsdótt- ur, f. 5.6. 1930, d. 12.6. 1996, eiga þau sex börn; Birgir, vélstjóri og framkvæmdastjóri, f. 22.2. 1935, kvæntur Ingu Magnúsdóttur og eiga þau þrjú börn; Guðlaug Berg- lind verslunareigandi, f. 21.2. 1937, gift Halli Ólafssyni og eiga þau tvö börn. Við fjölskyldan, frændur og vinir Ernu og Boða, ætlum að fagna með þeim sameiginlegu 142 ára af- mæli laugardaginn 8. desember en Erna varð 70 ára hinn 28. maí 1999. Við ætlum að koma saman í félagsheimilinu Ásgarði í Glæsibæ, mætum stundvíslega á milli kl. 19 og 19.30. Klukkan 20 verður hátíðin sett og gengið til skemmtidagskrár. Byrjað verður á marseringu að hætti Boða, naglasúpan marg- fræga verður á sínum stað og svo dönsum við, syngjum og gleðjumst saman til kl. 24. Erna og Boði af- þakka gjafir, blóm og kransa en sparibaukur verður staðsettur við hljómsveitarpallinn og eru framlög vel þegin og munu þau renna til samtaka Parkinson-sjúklinga. Fjölskylda, frændur og vinir. JÓN BOÐI BJÖRNSSON Allt til jólanna í Hólagarði         AFMÆLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.