Morgunblaðið - 04.12.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.12.2001, Blaðsíða 4
MARGAR kvartanir hafa bor- ist til lögreglunnar vegna akst- urs vélsleða í þéttbýli. Lögreglan í Hafnarfirði fékk 10 slíkar til- kynningar um helgina og lögreglan í Reykjavík fékk sömu- leiðis þó nokkrar til- kynningar. Lögregl- an minnir á að vélsleða- akstur er bannaður innan borgarmarka og í þéttbýli enda hættulegur jafnt ökumönnum vélsleðanna sem vegfarendum. Þannig var tilkynnt um vélsleða sem ekið var á leiksvæði barna í Reykja- vík en að sögn lögreglu þarf ekki að fjölyrða um þá hættu sem slíkt býður heim. Margir á vélsleðum í þéttbýli VERULEGAR skemmdir urðu á Metro-flugvél Flugfélags Íslands sem hlekktist á í lendingu á Horna- firði seinnipart sunnudags. Vélin var nýlent og snerist á hálli braut- inni þegar flugmennirnir hemluðu og rann flugvélin inn í snjóruðning fyrir utan ljósalínu flugbrautarinn- ar. Mikil hálka var á svæðinu en flugbrautin hafði verið sandborin. Nítján farþegar og tveir flugmenn voru í vélinni en engan sakaði við óhappið. Ljóst er að flugvélin verður ekki flugfær næstu vikurnar. Bæði skrúfublöð vélarinnar rákust í snjó- ruðninga og brautarljós og bognuðu blöð báðum megin og eru brotin upp við rót, samkvæmt upplýsing- um frá Flugfélagi Íslands. Þá er lík- legt að skemmdir hafi orðið á hreyflum vélarinnar en við fyrstu skoðun flugvirkja í gær sáust ekki skemmdir á skrokki vélarinnar eða hjólabúnaði. Árni Gunnarsson, sölu- og mark- aðsstjóri Flugfélags Ísland, segir að hálkan á brautinni hafi einfaldlega verið meiri en menn gerðu ráð fyrir. „Vélin lendir og rennur áfram á brautinni þegar byrjað er að bremsa, en þá snýst hún. Í rauninni ekki ósvipað því sem menn geta lent í á bílnum sínum í hálku. Vélin snýst þannig að hún lendir út af, en er í raun ekki á mikilli ferð þegar það gerist. Hún rann út af brautinni í snjóruðning og fór þá í braut- arljósin og staðnæmdist þar,“ sagði Árni. Hann segir ljóst að vélin verði ekki nothæf í a.m.k. nokkrar vikur en flugvirkjar voru á vettvangi í gær að skoða skemmdirnar. Nú er verið að leita eftir varahlutum og fá þá senda til landsins en aðstaða til viðgerða er ekki mikil á Höfn og þarf að leysa þann vanda, að sögn Árna. Áætlun FÍ mun ekki raskast þótt vélin verði úr leik næstu vik- urnar. Árni segir að fyrirtækið leigi aðra Metro-vél á svokölluðu tíma- gjaldi, sem verður reyndar dýrara fyrir fyrirtækið og óhappinu fylgir því aukinn kostnaður, þótt trygg- ingarnar borgi sjálft tjónið. Í samræmi við vinnureglur Flug- félags Íslands var haft samband við alla farþega flugvélarinnar í gær og farið betur yfir atburðarásina og farþegum boðin áfallahjálp. Ekki er vitað til þess að sú hjálp hafi verið þegin, að sögn Árna, enda tóku far- þegarnir atvikinu með jafnaðargeði og vildu þeir koma á framfæri sér- stökum þökkum til flugmanna vél- arinnar fyrir prýðisgóða frammi- stöðu. Fullorðnum brugðið en krakkarnir skemmtu sér Ragnhildur Jónsdóttir var far- þegi í vélinni, ásamt átta ára gam- alli dóttur sinni, Mist, og 10 ára dreng sem var með þeim í för. „Við vorum mjög heppin að allt fór vel,“ sagði Ragnhildur. Hún sagði farþegana hafa haldið ró sinni á meðan allt gekk yfir þótt bæði flugmönnum og farþegum hafi verið brugðið. Dóttir Ragnhildar og drengurinn sem var með þeim í för tóku hins vegar ekki eftir neinu óeðlilegu og skemmtu sér konung- lega í lendingunni, að sögn Ragn- hildar. „Reyndi að bera sig vel til að róa flugmennina“ „Vélin kom inn til lendingar, lenti á brautinni og allt virtist vera í lagi. Síðan rann flugvélin eðlilega eftir brautinni en þá var eins og flug- mennirnir misstu stjórn á henni og hún fór að skrika til.“ Að sögn Ragnhildar snerist flug- vélin því næst í hálfhring, rann síð- an í gegnum snjóruðning og stað- næmdist utan við flugbrautina. Hún segir að þykkur krapi hafi verið á brautinni og einna líkast sem flug- vélin hafi flotið ofan á krapanum. Eftir að vélin stöðvaðist segir hún að flugstjórinn hafi beðið farþegana að yfirgefa vélina og bílar myndu flytja þá í flugstöðina. Það gekk vel fyrir sig og engin skelfing greip um sig. „Þetta gerðist mjög snöggt og tók fljótt af. Mér brá fyrst fyrir al- vöru þegar ég kom inn í flugstöð, en maður reyndi að bera sig vel til að róa flugmennina,“ sagði Ragnhildur sem er vön að fljúga og segist aldrei hafa fundið til flughræðslu. Engan sakaði er Metro-vél Flugfélags Íslands skemmdist talsvert í lendingu Skemmdir á skrúfu- blöðum og hreyflum Morgunblaðið/Sigurður Mar Metro-flugvél Flugfélags Íslands lenti utan brautar á flugvellinum. Morgunblaðið/Sigurður Mar Ragnhildur Jónsdóttir og dóttir hennar Mist voru meðal farþega. FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Til sölu Toyota Landcruiser VX100 bensín 4600, nýskráður 22.01. 2001, 5 dyra, sjálfskiptur, leðurinnrétting. Ásett verð 5.990.000 Opnunartímar: Mánud. - föstud. kl. 10-18 og laugard. kl. 12-16. Laugavegur 170-174 • Sími 590 5000 • Heimasíða: www.bilathing.is Netfang: bilathing@hekla.is KRISTÍN Arnalds, skólameistari Fjölbrautaskólans í Breiðholti, segir markmið fjársöfnunar skól- ans, sem felst í því að bjóða ákveðnum fyrirtækjum að auglýsa sig og vörur sínar í stigagöngum skólans frá og með næsta vori, vera að afla fjár til tækjakaupa. „Við ákváðum að leita til fyr- irtækja og bjóða þeim að auglýsa á göngum skólans vegna þess hve fjárhagur skólans kemur illa út úr reiknilíkaninu svokallaða,“ segir Kristín og vísar þar til reiknilík- ans menntamálaráðuneytisins sem miða á út fjárþörf skólans. Full- yrðir hún að „framhaldsskólar komi misjafnlega vel út úr reikni- líkaninu“. Þess vegna hafi FB, með samþykki skólanefndar skól- ans, ákveðið að leita til fyrirtækja og bjóða þeim að auglýsa á göng- um skólans. Kristín bætir því við að fulltrúar skólans hafi fundað með þremur fulltrúum mennta- málaráðuneytisins í vor og kynnt þeim þessar hugmyndir og segir að þar hafi engar athugasemdir verið gerðar við þessa fjáröfl- unarleið. Aðrir fylgja ekki í kjölfarið Morgunblaðið hafði samband við nokkra forsvarsmenn framhalds- skóla á landinu og vildu fæstir tjá sig um þessa fjáröflunarleið FB. Sölvi Sveinsson, skólameistari Fjölbrautaskólans í Ármúla, sagð- ist þó heldur andvígur umræddri leið enda nóg af „auglýsinga- skrumi í kringum þessa krakka“, eins og hann orðaði það. „Og ég vil að skólaumhverfið sé að mestu laust við slíkt auglýsingaskrum.“ Þorvarður Elíasson, skólastjóri Verzlunarskóla Íslands, segir það hafa verið rætt meðal stjórnenda skólans að fara þá leið sem FB er að fara þ.e. að bjóða fyrirtækjum að auglýsa á veggjum skólans. „Það er ljóst að við getum auglýst hérna innan veggja skólans fyrir verulegar fjárhæðir en að sjálf- sögðu hlýtur það að draga athygl- ina frá öðru skólastarfi og við höf- um því ekki viljað fara þá leið.“ Þorvarður bendir þó á að fram- kvæmdir við húsbyggingar skól- ans hafi verið fjármagnaðar með framlögum sem að langmestu leyti komi frá fyrirtækjum. „Það hefur verið gert þannig að fyrirtæki hafa á byggingartíma lagt fram talsvert fé og fengið í staðinn nafnið sitt á stofur skólans. Við höfum hins vegar tekið þá afstöðu að leyfa ekki fyrirtækjum að öðru leyti að auglýsa innan veggja skól- ans.“ Yngvi Pétursson, rektor Menntaskólans í Reykjavík, vildi lítið annað segja um þetta mál nema það að stefna skólans væri að vera ekki með auglýsingar inn- an skólans nema um það sem teng- ist skólanum sjálfum. Lárus H. Bjarnason, rektor Menntaskólans við Hamrahlíð, sagði það ekki á döfunni hjá MH að fara sömu leið og FB og sömu sögu var að segja af Menntaskólanum á Akureyri. „Við höfum ekki í hyggju að gera það sama og FB,“ sagði Tryggvi Gíslason, skólameistari MA. FB vill nýta auglýsinga- tekjur til tækjakaupa OPNAÐUR hefur verið end- urbættur vefur um Nóbels- skáldið Halldór Laxness á mbl.is. Á vefnum er að finna mikinn fjölda greina og upplýsinga um skáldið, auk um 150 ljósmynda sem spanna æviskeið þess. Tengingu við vefinn er annars vegar að finna á forsíðu mbl.is undir yfirskriftinni Nýtt á mbl.is og hins vegar á vefnum Fólkið undir yfirskriftinni Efni. Endurbætt- ur vefur um Halldór Laxness á mbl.is Halldór Laxness
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.