Morgunblaðið - 04.12.2001, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 04.12.2001, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2001 65 DAGBÓK VELOUR- OG FLÍSGALLAR INNISKÓR Sendum í póstkröfuNóatúni 17, sími 562 4217Gullbrá, Glæsilegur hátíðarfatnaður Gullsmiðja Hansínu Jens Seljum eingöngu smíðað af Hansínu og Jens Guðjónssyni Laugaveg 20b v/ Klapparstíg sími 551 8448 Íslenskt handverk JOBIS JAEGER BRAX BLUE EAGLE CASSINI Vandaðar yfirhafnir Árnað heilla TROMPLITURINN er ekki veiki hlekkurinn í sex hjörtum suðurs, enda þéttur niður í níu. Einn af bandarísku „Ásunum“, Bobby Goldman, fann þó gilda ástæðu til að djúp- svína fyrir hjartaáttu varnarinnar og það reyndist lykillinn að tólf slögum: Austur gefur; enginn á hættu. Norður ♠ 982 ♥ ÁK97 ♦ Á5 ♣Á764 Vestur Austur ♠ DG1065 ♠ 43 ♥ 8643 ♥ 5 ♦ 9 ♦ KG10864 ♣952 ♣D864 Suður ♠ ÁK7 ♥ DG102 ♦ D732 ♣KG Vestur Norður Austur Suður -- -- 2 tíglar * 2 grönd Pass 3 lauf ** Pass 3 hjörtu Pass 6 hjörtu Allir pass * Veikir tveir í tígli. ** Stayman. Vestur kom út með tíguleinspilið og Goldman spilaði þannig: Hann tók á tígulás, síðan tvo efstu í laufi og stakk lauf með tíu. Svo yfirtók hann hjartagosa með ás og trompaði síðasta laufið með drottningu blinds. Spaðaásinn kom næst og þá var staðan þessi: Norður ♠ 98 ♥ K97 ♦ 5 ♣ -- Vestur Austur ♠ DG10 ♠ 4 ♥ 864 ♥ -- ♦ -- ♦ KG1086 ♣ -- ♣ -- Suður ♠ K7 ♥ 2 ♦ D73 ♣ -- Nú spilaði Golfman hjartatvisti og svínaði sjöunni! Þegar það gekk aftrompaði hann vestur með K9 og spilaði síðan tígli að drottningunni. Það gaf tólf slagi. Af hverju svínaði Gold- man sjöunni? Austur var upptalinn með 6-4 í tígli og laufi, og hálitaskipt- inguna 2-1 á annan hvorn veginn. Svíningin var því með líkum og hefði að- eins leitt til taps þegar austur átti nákvæmlega einn spaða og áttuna aðra í hjarta. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake BOGMAÐUR Afmælisbörn dagsins: Þið eruð áköf og fylgin ykk- ur og gædd kjarki til að berjast fyrir því sem þið telj- ið vera rétt. Þið mættuð stundum fara hægar yfir. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Það er engin ástæða til þess að láta utanaðkomandi áhrif slá sig út af laginu heldur eigið þið að einbeita ykkur að því að koma málum í höfn. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þótt stundum sé eins og öll sund virðist lokuð er það nú sjaldnast svo og hlutina má laga með smáþolinmæði og til- litssemi. Einn er sá sem alltaf hjálpar. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þið ættuð að setjast niður og fara í gegnum málin bæði þau sem snerta vinnuna og hin heima fyrir. Það er alltaf gott að hafa allt á hreinu á báðum vígstöðvum. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Látið það ekki skemma fyrir ykkur daginn þótt hann fari eitthvað skringilega af stað. Það eru bara smámunir sem engu máli skipta fyrir fram- vindu mála. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Takið tillit til annarra því það er aldrei að vita hvenær þið lendið sjálf í þeirri aðstöðu að þurfa á tillitssemi að halda. Æ sér gjöf til gjalda. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Látið ekki áhyggjurnar ná tökum á ykkur því þær eru að stórum hluta óþarfar og hinar eru þess eðlis að þið eigið vel að ráða við hlutina sem þær tengjast. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Það hefur ekkert upp á sig að vera að skæla útaf hlutum sem lítill vandi er að kippa í liðinn. Brettið bara upp ermarnar. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Það er hyggilegt að leita til sér reyndari manna þegar erfið mál koma upp. Þótt annarra lausnir séu ekki ykkar lykill má margt af þeim læra. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Lítið framtíðina björtum aug- um því til þess er full ástæða og það er skemmtilegri af- staða en að hafa allt á hornum sér daginn út og daginn inn. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Það er engin ástæða til þess að láta sér vandamálin vaxa í augum. Þetta eru bara hlutir sem þarf að sigrast á og til þess hafið þið alla burði. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Það er oft svo að okkur finnst hugmyndir okkar steyta á skeri en þá er bara að bjarga því sem bjargað verður og halda ótrauð áfram. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þið eigið ekki að taka neina áhættu heldur hafa öryggið í fyrirrúmi því þannig tryggið þið best ykkar hag og hjálpið öllum þeim sem standa ykkur næst. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LJÓÐABROT DALVÍSA Fífilbrekka, gróin grund, grösug hlíð með berjalautum, flóatetur, fífusund, fífilbrekka, smáragrund, yður hjá ég alla stund uni bezt í sæld og þrautum, fífilbrekka, gróin grund, grösuð hlíð með berjalautum. Gljúfrabúi, gamli foss, gilið mitt í klettaþröngum, góða skarð með grasahnoss, gljúfrabúi, hvítur foss, verið hefur vel með oss, verða mun það enn þá löngum, gljúfrabúi, gamli foss, gilið mitt í klettaþröngum. Bunulækur blár og tær, bakkafögur á í hvammi, sólarylur, blíður blær, bunulækur fagurtær, yndið vekja ykkur nær allra bezt í dalnum frammi, bunulækur blár og tær, bakkafögur á í hvammi. – – – Jónas Hallgrímsson 80 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 4. des- ember, er áttræður Páll Valdimar Magnússon, bóndi að Vindhæli, Austur- Húnavatnssýslu. Páll býr á Vindhæli ásamt Magnúsi Bergmann Guðmannssyni bróðursyni sínum. Páll er ókvæntur og barnlaus. Mynd, Hafnarfirði BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 8. september sl. í Hjallakirkju í Kópavogi af sr. Írisi Kristjánsdóttur Harpa Rós Jónsdóttir og Birgir Már Hauksson. Heimili þeirra er í Kópa- vogi. Svipmyndir - Fríður BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 30. júní sl. í Háteigs- kirkju af sr. Pálma Matth- íassyni Kolbrún Ómarsdótir og Gunnlaugur Hrannar Jónsson. Heimili þeirra er á Kirkjustétt 7a, Reykjavík. 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. O-O Be7 6. He1 b5 7. Bb3 O-O 8. a4 Bb7 9. d3 b4 10. a5 d5 11. exd5 Rxd5 12. Rbd2 f6 13. Rc4 Kh8 14. Bd2 Bc5 15. c3 Rde7 16. De2 Dd7 17. Had1 bxc3 18. bxc3 Had8 19. Bc2 Dg4 20. h3 Dh5 21. d4 exd4 22. Rxd4 Dxe2 23. Rxe2 Re5 24. Be3 Bxe3 25. Rxe3 Rd5 26. Be4 Rxe3 27. Hxd8 Hxd8 28. Bxb7 R3c4 29. Ha1 Hd6 30. Rg3 Rc6 31. Re4 He6 32. Rc5 Hd6 33. Rb3 Rd8 34. Bc8 g6 35. Ha4 Hc6 Staðan kom upp í heimsmeistara- keppni FIDE sem stendur nú yfir í Moskvu. Peter Leko (2.730), sem datt út í annarri umferð gegn Ashot Anastasjan, hafði hvítt gegn s- afríska alþjóðlega meistaranum Watu Kobese (2.373). 36. Bxa6! Hxa6 36... Rb2 hefði ekki bjargað svörtum vegna 37. Ha2 Hxa6 38. Hxb2 Rc6 39. Ha2 og hvítur vinnur. 37. Hxc4 Rb7 38. Hb4 Rd6 39. Ha4 Rb7 40. Hb4 Rd6 41. c4 Ha7 42. Ha4 Kg7 43. a6 og svartur gafst upp. Skak.is hefur hafið starfsemi aftur eftir nokkra vikna hlé. Hægt er að fylgjast þar með gangi mála á heimsmeistaramóti FIDE. Einnig er hægt að nálgast upplýsingar um ein- vígi þeirra Kramniks og Kasparovs sem fer núna fram í Moskvu. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Með morgunkaffinu Hérna Kalli, fáðu þér pip- armyntu, þú ert svo andfúll.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.