Morgunblaðið - 04.12.2001, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 04.12.2001, Blaðsíða 34
LISTIR 34 ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ SÖNGSVEITIN Fílharmónía held- ur sína árlegu aðventutónleika í Langholtskirkju á miðvikudag, fimmtudag og sunnudag og hefjast þeir alla dagana kl. 20.30. Ein- söngvari að þessu sinni er Sigrún Hjálmtýsdóttir. „Tónleikar á aðventu hafa verið fastur liður í starfi söngsveitar- innar frá 1989. Efnisskráin er blanda af sígildum, þekktum lögum og öðrum nýjum eða lítt þekktum hér á landi. Sumt af því sem kórinn hefur sungið á þessum tónleikum, einkum í seinni tíð, hefur aldrei verið flutt áður hér og er það keppikefli kórsins að kynna þótt ekki sé nema lítið brot af því mikla safni tónlistar sem hentar til flutn- ings á jólaföstu,“ segir Lilja Árna- dóttir, formaður Söngsveitarinnar. „Á þessum tónleikum verður t.d. flutt verkið The lamb eftir John Tavener, enskt tónskáld sem nýtur mikillar virðingar um þessar mund- ir og mótettan Ave Verum Corpus eftir William Byrd, sem lést 1623. Þá eru á efnisskránni tvö ný verk eftir Hildigunni Rúnarsdóttur og heita þau Hirðarar sjá og heyrðu en texti þess er eftir Einar Sigurðsson skáld í Eydölum og Sé ástin einlæg og hlý og er texti þess þýdd dönsk þjóðvísa.“ Sigrún Hjálmtýsdóttir hefur oft áður lagt Söngsveitinni lið. Þá fær söngsveitin liðsinni kammersveitar við flutning stærri verkanna eins og Heill þér himneska orð eftir Gabriel Fauré, Máríuvísur eftir Ol- iver Kentish, Christmas lullaby eft- ir enska tónskáldið John Rutter og Ave verum eftir Gabriel Fauré þar sem Diddú syngur einsöng en þetta verk hefur örsjaldan heyrst hér á landi. „Á tónleikunum eiga áheyrendur þess kost að taka undir í tveimur lögum og hefur það ævinlega mælst vel fyrir,“ segir Lilja. Stjórnandi söngsveitarinnar er Bernharður Wilkinson og kons- ertmeistari á tónleikunum er Rut Ingólfsdóttir. Píanóleikari söng- sveitarinnar er Guðríður St. Sig- urðardóttir og raddþjálfari El- ísabet Erlingsdóttir. Aðgöngumiðasala er í Bókabúð Máls og menningar á Laugavegi 18, hjá kórfélögum og við innganginn og kostar miðinn 1.800 kr. Nýlega var opnuð heimasíða söngsveitarinnar og er slóðin http://www.filharmonia.mi.is. Þar er að finna margvíslegan fróðleik um starf kórsins og sögu. Morgunblaðið/Jim Smart Sigrún Hjálmtýsdóttir á æfingu með Söngsveitinni Fílharmóníu. Frumflytur tvö verk og syngur sígilt efni Söngsveitin Fílharmónía á þrennum aðventutónleikum CAPUT-hópurinn heldur sex tón- leika í Listasafni Reykjavíkur dag- ana 1., 2., 8. og 9. desember undir yf- irheitinu Malamelodia og eru þeir tileinkaðir tónlistarkennslu á Íslandi. Ma la melodia er nafn á verki eftir Atla Ingólfsson, sem mætti sem best þýða sem „En lagið“ og þá er líklega verið að setja fram spurningu varð- andi fyrirbæri, sem hefur að nokkru týnst eða orðið „línerískri“ firringu að bráð, í því sem heitir hefðbundin nútímatónlist, hafandi verið iðkuð í sem næst 100 ár og unnið sér sess sem hefðbundin tónlist. Tónleikar Caputs sl. laugardag í Listasafni Reykjavíkur hófust á því að Daníel Þorsteinsson lék tvö smá- lög eftir Jón Leifs, útsetningu á Ís- land farsælda Frón og Vals lento fyr- ir píanó. Þessi verk, sem fyrir seinna stríð þóttu óhæf til flutnings, eru nú sú klassík í gerð nútímatónlistar, sem mestrar aðdáunar nýtur fyrir frumleika sakir. Daníel lék þessi sér- kennilegu verk mjög vel og náði að móta stemmningu þeirra á áhrifa- mikinn máta. Annað verk tónleikanna var Smá- tríó fyrir flautu, selló og píanó, sem Leifur Þórarinsson samdi er hann var í námi hjá Gunther Schuller, skemmtilegt og töluvert unnið verk, er var mjög vel flutt af Kolbeini Bjarnasyni, Sigurði Halldórssyni og Daníel Þorsteinssyni. Sif Tulinius lék svo einleiksverk eftir Jónas Tómas- son, er hann nefnir Vertrartré og er í fjórum þáttum. Verkið er vel skrifað fyrir fiðlu og var útfærsla Sifjar á þessu skemmtilega verki sérlega glæsilega mótuð Kvintett eftir Atla Ingólfsson var næst á efnisskránni og er þetta þétt skrifað verk og víða nokkuð tilþrifa- mikið. Það var svolítið sérkennilegt, að tónferli, sem byggist að nokkru á endurtekningum tóna hjá Atla, gat einnig að heyra í hressilegum sext- ett, sem frumfluttur var eftir Þor- stein Hauksson og saminn var að beiðni Landafundanefndar. Þor- steinn skiptir tónmálinu nokkuð á milli strengjanna og blásaranna, sem hófu leikinn. Sumir samspilsþættirn- ir voru sérlega hressilegir og þar gat oft að heyra hamrandi endurtekning- ar. Skiptingarnar á milli hljóðfæra- hópa gerðu verkið á köflum sundur- laust en líklega er Þorsteinn þarna að leggja áherslu á þann marglita hóp, sem byggði Ameríku, bæði frumbyggja og landnema og hamrandi þættirnir eigi að tákna baráttu þessara hópa, bæði við landið og inn- byrðis. Það þarf þó ekki að vera, að verkið tákni þetta en víst er rétt að geta þess, að verkið er vel unnið, á köflum tilþrifamikið og var mjög vel flutt af þeim Caput-félögum en auk fyrrnefndra flytjenda bættust Ey- dís Franzdóttir og Há- varður Tryggvason í hóp þeirra er léku sextett Þorsteins og Guðni Franzson, sem lék einnig í Kvintett Atla. Það er athyglisvert við þessa tón- leikaröð, að flutt verða 17 íslensk kammerverk og eru 6 þeirra frum- flutt. Auk sextetts Þorsteins Hauks- sonar eru það verkin Ma la melodia eftir Atla Ingólfsson, Melodía fyrir víólur eftir Atla Heimi Sveinsson, Af steinum fyrir 15 hljóðfæraleikara eftir Svein Lúðvík Björnsson, Worlds of a Third Sign fyrir gítar, klarinettu og selló eftir Úlfar Inga Haraldsson og fimm sálmalög úr ís- lenskum handritum fyrir söngvara og 10 hljóðfæraleikara eftir Þórð Magnússon og eru þrír þeir síðast- nefndu meðal yngstu tónskálda okk- ar Íslendinga og verður fróðlegt að heyra verk þeirra sem flutt verða á svonefndum Aðventutónleikum, sunnudaginn 9. desember kl. 17 í Listasafni Reykjavíkur Að vinna sér sess TÓNLIST Listasafn Reykjavíkur Flutt voru einleiks- og kammerverk eftir Jón Leifs, Leif Þórarinsson, Jónas Tóm- asson, Atla Ingólfsson og Þorstein Hauksson. Flytjendur: Félagarnir í Caput. Stjórnandi: Snorri Sigfús Birgisson. Laug- ardagur 1. desember. KAMMERTÓNLEIKAR Jón Ásgeirsson Sif Tulinius Daníel Þorsteinsson ÚTGÁFA Sigurðar Atlasonar frá Hólmavík á farsa Marc Camoletti, Douglas – Douglas er eins dæmi- gerður farsi og hugsast getur. Hann hverfist um kynhvötina og kvennabúrsfantasíur karla, sem eins og einatt eru helstu skotspæn- ir grínsins. Merkilegt hvað verk í þessari bókmenntagrein, sem alla- jafna er litið niður á sem ómerki- lega afþreyingu, hafa skýran siða- boðskap. Grínið felst í því hvernig lygarar og ómerkingar, gróðapung- ar og graðnaglar reyna að komast undan fordæmingu og refsingu, en mistekst einatt. Hvers vegna eru ekki skrifaðir fleiri farsar á Íslandi í dag? Nógur er heimsósóminn. Titilpersónan í Einn koss enn og ég segi ekki orð við Jónatan hefur komið sér upp kvennabúri sem hvílir á ferðaáætlun flugfélags, þar sem unnusturnar starfa sem flug- freyjur. Þegar álíka kvensamur vinur hans kemur í heimsókn á sama tíma og hraðskreiðari flug- vélar rugla stundatöflunni eru ör- lög hans ráðin. Eftir er aðeins að berjast hetjulegri baráttu við af- hjúpun, niðurlægingu og refsingu. Það tekur um tvo tíma í skemmti- legri sýningu Leikfélags Fáskrúðs- fjarðar. Björn Gunnlaugsson hefur með uppfærslum sínum á undanförnum misserum sýnt að hann er einn for- vitnilegasti leikstjóri sem vinnur að staðaldri með áhugaleikfélögunum og í þessari uppfærslu fer hann at- hyglisverða leið. Allajafnan á mað- ur því að venjast að eftir því sem hitnar undir söguhetjunni og lyga- netið þrengist aukist hraðinn og brjálæðið. Hér er því nánast þver- öfugt farið. Á spennupunktum verksins er atburðarásin fryst og sett í hægagang og við sjáum per- sónurnar engjast í augnabliki óvissunnar. Hvað gerist næst? Hvernig á ég að snúa mig út úr þessu? Og þetta stílbragð reynist að minnsta kosti jafn gjöfult á hlát- ur og trylltur hraði hefðbundinnar uppfærslu. Til að þetta gangi upp þarf afstaða og ætlun persónanna að vera kristaltær og það er hún undantekningalítið í sýningunni. Helst þótti mér til lýta hvað tauga- veiklunin var áberandi strax í upp- hafi. Það var ekki fyrr en aðeins var liðið á fyrri hlutann að raun- veruleg innstæða var fyrir angist- inni. Eftir það er sýningin á beinu brautinni. Af leikurum mæðir eðlilega mest á þeim kumpánum Jónatan og vini hans Róbert. Kærusturnar hafa úr minna að moða, en gerðu margt vel, sérstaklega Telma Ýr Unn- steinsdóttir. Þá var Brynhildur Guðmundsdóttir mikil skarexi sem hin langþreytta vinnukona á þessu einkennilega heimili. Valdimar Másson kemst vel frá því verkefni að vera þungamiðja sýningarinnar sem óbermið Jónatan. Það er samt ekki á neinn hallað þótt mesta hrósið falli á Kjartan Svan Hjart- arson í hlutverki Róberts, sem þrátt fyrir ungan aldur er greini- lega fæddur gamanleikari og er eins og fiskur í vatni í stílfærðum skopleiknum. Mikið efni og ánægjulegur ávöxtur hins öfluga unglingastarfs sem stundað er hjá Leikfélagi Fáskrúðsfjarðar. Öll sund lokuð LEIKLIST Leikfélag Fáskrúðsfjarðar Höfundur: Marc Camoletti. Þýðandi og höfundur leikgerðar: Sigurður Atlason. Leikstjóri: Björn Gunnlaugsson. Leik- endur: Brynhildur Guðmundsdóttir, Hrönn Guðjónsdóttir, Kjartan Svanur Hjart- arson, Kolbrún Einarsdóttir, Valdimar Másson og Telma Ýr Unnsteinsdóttir. Fé- lagsheimilinu Skrúð 2. desember 2001. EINN KOSS ENN OG ÉG SEGI EKKI ORÐ VIÐ JÓNATAN Þorgeir Tryggvason EINN stúlknakór Langholtskirkju, Graduale Nobili, heldur útgáfutón- leika í Háteigskirkju í kvöld kl. 20.30 en kórinn var að gefa út sína fyrstu geislaplötu. Á diskinum eru tólf verk sem skiptast í tuttugu kafla. Sex ein- söngvarar úr röðum kórfélaga syngja einsöng og undirleikari á pí- anó í tveim verkum er Lára Bryndís Eggertsdóttir, sem er kórfélagi. Fimmtán manna strengjasveit leik- ur með í „Lapsimessu“ (barna- messu) eftir Rautavaara, þar sem helmingur sveitarinnar er skipaður kórfélögum. Auk efnis af plötunni verða flutt verk sem kórinn er nýbú- inn að æfa, m.a. eftir Oliver Kentish, Báru Grímsdóttur, Hildigunni Rún- arsdóttur og Javier Busto. Í „Vocal- isu“ Hildigunnar Rúnarsdóttur leik- ur Bryndís Halla Gylfadótttir á selló með kórnum en önnur verk eru sungin undirleikslaust. Kórinn tók þátt í Evrópsku æsku- kórakeppninni í Kalundborg í Dan- mörku í apríl 2001 og hreppti þar annað sæti. Stjórnandi kórsins hefur frá upphafi verið Jón Stefánsson. Graduale Nobili Útgáfutónleikar Graduale Nobili  FRIÐRIK Rafnsson hefur verið ráðinn verkefnisstjóri hjá Rann- sóknaþjónustu H.Í. og tekur til starfa eftir ára- mót. Hann gegndi starfi rit- stjóra Tímarits Máls og menningar sl. átta ár en frá áramótum hefur hann verið rit- stjóri vefsíðna Eddu. Fólk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.