Morgunblaðið - 04.12.2001, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 04.12.2001, Blaðsíða 76
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. EKKI vantar snjóinn þessa dagana eins og sjá má af þessari mynd sem tekin var á Hellisheiði í gær. Þó að greiðfært hafi verið á þessum slóðum er víða um land þungfært eða vegir lokaðir vegna snjóa. Ekkert lát virðist á ofankomunni því Veðurstofan spáir snjó- eða slydduéljum sunnan- og vestantil á landinu næstu daga og skiptir þá litlu hvort menn eru staddir til fjalla eða í byggð. Morgunblaðið/RAX Vetrarríki á hálendi og láglendi NÁÐST hefur samkomulag innan ríkisstjórnarinnar um niðurskurðar- og sparnaðaraðgerðir í ríkisfjármál- um vegna fjárlaga næsta árs. Tillög- urnar fela í sér rúmlega þriggja milljarða kr. niðurskurð á ýmsum rekstrarliðum, frestun framkvæmda og frestun á ýmsum nýjum verkefn- um frá því sem gert hafði verið ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu. Einnig eru gerðar tillögur um aukna tekju- öflun með hækkun gjalda. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins er þar einkum um að ræða hækkun á komugjöldum í heilbrigðisþjónust- unni, m.a. á komugjöld til sérfræði- lækna, sem ekki hafa hækkað í takt við verðlagsþróun á undanförnum misserum. Þá hefur verið ákveðið að skerða ekki fæðingarorlof feðra, en við und- irbúning aðgerðanna var til umræðu að fresta gildistöku ákvæða um auk- inn rétt feðra til fæðingarorlofs. Tekjur minnka um 900–1.000 milljónir frá fyrri áætlun Skv. fjárlagafrumvapinu hefur verið stefnt að 3,1 milljarðs kr. tekjuafgangi á næsta ári. Aðstæður hafa hins vegar breyst frá því frum- varpið var lagt fram og jukust út- gjöldin um 2,1 milljarð við aðra um- ræðu á þinginu. Að sögn Geirs H. Haarde fjármálaráðherra er einnig útlit fyrir að tekjur ríkissjóðs muni minnka um 900–1.000 milljónir kr. frá því sem gert var ráð fyrir í for- sendum fjárlagafrumvarpsins. Geir sagði að með þessum tillögum væri hins vegar reynt að tryggja að upp- haflegt markmið um tekjuafgang fjárlaga á næsta ári myndi nást. ,,Það er alveg ljóst að þarna er um stórt verkefni að ræða ef menn vilja halda sig við um það bil þriggja millj- arða króna tekjuafgang, sem er það sem við erum að reyna að gera,“ sagði Geir. Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra segir að reynt hafi verið að hlífa viðkvæmum þáttum í velferð- arkerfinu, eftir því sem kostur er, við frágang tillagnanna. Hann sagði um þá ákvörðun að hrófla ekki við fæð- ingarorlofinu að þar væri um mik- ilvægt réttindamál launafólks að ræða ,,og alveg ljóst að slík aðgerð skapaði ekki rétt andrúmsloft í þeirri viðkvæmu stöðu sem nú er á vinnumarkaðinum“, sagði hann. Megin útlínurnar á sparnaðartil- lögunum voru kynntar á þingflokks- fundum ríkisstjórnarflokkanna í gær og lagðar fram fullbúnar í fjárlaga- nefnd í kvöld eða á morgun. Ráðherrar ganga frá rúmlega þriggja milljarða króna sparnaðartillögum Komugjöld hækka en fæðingarorlof óbreytt  Fresta framkvæmdum/12 GRUNNVATN landsmanna er að mati Jóns Gunnars Ottóssonar, for- stjóra Náttúruverndar ríkisins, munaðarlaust í ríkiskerfinu. Hann segir brýnt að koma þessari verð- mætu auðlind landsmanna undir stjórn umhverfisráðuneytisins og telur að Náttúrufræðistofnun og Hollustuvernd, sem heyra til ráð- neytinu, ættu að sameinast um að sjá um þessi málefni. „Það er enginn ákveðinn aðili sem sér um rannsóknir eða vaktar grunn- vatnið og það er hvergi vistað undir formlegum lögum,“ sagði Jón Gunn- ar í samtali. Hann sagði ýmsa ein- staklinga hafa tekið grunnvatn og neysluvatn uppá arma sína, nánast dundað við það í frístundum sínum. Nefndi hann Freystein Sigurðsson, jarðfræðing hjá Orkustofnun, sem hefði sinnt rannsóknum og fengið til þess aðstöðu hjá stofnuninni af því að hann hefði sérstakan áhuga á því. Jón Gunnar sagði að áður en kæmi til notkunar grunnvatns yrði að meta ástand þess og fylgjast síðan með því. Hefðu sveitarfélög gert það í tengslum við vatnsveitur. Ingimar Sigurðsson, skrifstofu- stjóri í umhverfisráðuneytinu, sagði að gert væri ráð fyrir að Íslendingar innleiddu svokallaða vatnatilskipun Evrópusambandsins á næstunni. Væri grunnvatn tengt tilskipuninni og mætti taka á þessum þætti í fram- kvæmd hennar. Voru þeir sammála um að þannig væri hægt að færa það undir hatt umhverfisráðuneytis. Grunnvatn- ið hornreka í kerfinu Á STOFNFUNDI Félags um lýð- heilsu í gær sagði Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra að í undirbún- ingi væri að koma upp forvarnamið- stöð. Forvarnir væru lykill að heilsugæslu og fagnaði ráðherra stofnun hins nýja félags. Sagði hann að mesta byltingin væri sú að vita hversu mikið menn geta sjálfir lagt af mörkum sér til heilsuverndar. Jón Kristjánsson sagði í ávarpi á fundinum að mikilvægt væri að koma upp forvarnamiðstöð sem hef- ur hlutverki að gegna á ýmsum sviðum. Brýnt væri að samræma sem mest forvarnastarf í heilbrigð- ismálum en mörg ráð stýrðu nú hvers kyns forvörnum. Hann sagði unnið að stefnumótun í ráðuneytinu fyrir slíka forvarnamiðstöð og að huga yrði að ýmsum lagabreyting- um í því sambandi. Ekki væri gert ráð fyrir fjárframlagi til forvarna- miðstöðvar á næsta ári en unnið yrði að lagabreytingum og frum- vörp trúlega lögð fram á yfirstand- andi þingi. Fyrsti formaður félagsins var kjörinn Geir Gunnlaugsson, yfir- læknir heilsuverndar barna í Reykjavík. Stofnun forvarnamið- stöðvar undirbúin  Félag fagmanna/6 BRÆÐURNIR Hrannar Tumi og Sigurbjörn Hrafn Hrannarssynir voru að leika sér í snjónum þegar þeir fundu eðlu í kjallaratröpp- unum fyrir utan blokkina heima hjá sér í Breiðholtinu í gær. Hrannari Tuma þótti full ástæða til að sýna móður sinni, Margréti Sigurjónsdóttur, eðluna og fór jafn- framt fram á að hún léti Morgun- blaðið vita af fundinum sem hún og gerði. Þau höfðu líka samband við Náttúrufræðistofnun sem bað þau um að koma með eðluna. Ekki lá þó fyrir í gær um hvaða tegund væri að ræða. Fjölskyldan bjó um tíma í Kali- forníu þar sem eðlur eru eðlilegur hluti af lífríkinu og er Hrannar Tumi því vanur að sjá slík dýr. Hann var því ánægður með fundinn og hafði á orði að eðlur væru bara komnar til Íslands. Morgunblaðið/Sverrir Hrannar Tumi Hrannarsson, sjö ára, og bróðir hans Sigurjón Hrafn, fjögurra ára, með eðluna sem var frosin við snjóinn. Fundu eðlu í snjónum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.