Morgunblaðið - 04.12.2001, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 04.12.2001, Blaðsíða 68
FÓLK Í FRÉTTUM 68 ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ EVRÓPSKU kvikmyndaverðlaunin voru haldin hátíðleg í fjórtánda skipti í Berlín nú á dögunum. Af há- punktum kvöldsins ber að nefna að grínaktuga gengið frá Bretlandi, Monty Python, var heiðrað sér- staklega fyrir framlag sitt til kvik- myndalistarinnar í gegnum árin. Óhætt að segja að hópurinn hafi valdið straumhvörfum í grínlistinni með þáttum sínum í BBC sem hófu göngu sína fyrir réttum þrjátíu ár- um. Meðlimi hópsins telja þeir John Cleese, Terry Gilliam, Graham Chapman (dó úr krabbameini ’89), Terry Jones, Eric Idle og Michael Palin. Þeir Jones og Gilliam mættu á hátíðina og veittu viðurkenning- unni viðtöku. Minntust þeir sér- staklega á Bítilinn George Harri- son, sem féll frá nú fyrir stuttu, en hann fjármagnaði hina sígildu mynd þeirra, Life of Brian, þegar allir aðrir sýndu henni fálæti. Ewan McGregor fékk þá sérstök verðlaun fyrir leik sinn í Moulin Rouge, Ben Kingsley var valinn besti leikarinn fyrir Sexy Beast á meðan áhorfendur völdu Colin Firth besta leikarann fyrir framlag hans til Bridget Jones’ Diary. Franska leikkonan Isabelle Huppert var valin sú besta fyrir hlutverk sitt í myndinni The Piano Teacher og franska myndin Amelie var valin besta myndin, auk þess sem leikstjóri hennar, Jean-Pierre Jeunet, var valinn besti leikstjórinn. Breski leikarinn Colin Firth var valinn besti leikarinn af almenn- ingi fyrir hlutverk sitt í Bridget Jones’s Diary. Franski leikstjórinn Jean-Pierre Jeunet fékk evrópsku kvik- myndaverðlaunin fyrir mynd sína Amélie. Reuters Terry Jones brá á leik er hann tók við verðlaunagripnum úr höndum leikarans Mels Smiths. Evrópsku kvikmyndaverðlaunin Monty Python heiðraðir Besta mynd Amélie Besti leikstjóri Jean-Pierre Jeunet (fyrir Amélie) Besti leikari Ben Kingsley (fyrir Sexy Beast) Besta leikkona Isabelle Huppert (fyrir The Piano Teacher) Besti handritshöfundur Danis Tanovic (fyrir No Man’s Land) Besta kvikmyndataka Bruno Delbonnel (fyrir Amélie) Fassbinder-verðlaun fyrir bestu frumraun Achero Manas (fyrir El Bola) Besta stuttmynd Je T’aime John Wayne (eftir Toby MacDonald) Besta heimildarmynd Black Box Brd (eftir Andres Veiel) Besta mynd að mati gagnrýnenda La Vie Est Tranquille (eftir Robert Gu’ediguain) Besta mynd sem er ekki frá Evrópulandi Moulin Rouge Besti leikstjóri að mati almennings Jean-Pierre Jeunet (fyrir Amélie) Besti leikari að mati almennings Colin Firth (fyrir Bridget Jones’ Diary) Besti leikkona að mati almennings Juliette Binoche (fyrir Chocolat) Sérstök afreksverðlaun Ewan McGregor (fyrir framlag sitt í Moulin Rouge) Sérstök verðlaun fyrir framlag til kvikmyndalistarinnar Monty Python LUNGANN ÚR árinu hefur Gunnar Lárus Hjálmarsson, Dr. Gunni, tón- listarmaður, blaðamaður og fyrrver- andi bankastarfsmaður setið við skriftir að berja saman rokksögu Ís- lands. Verkinu lauk hann fyrir skemmstu og er það væntanlegt í verslanir á næstu dögum. Rokkbókin, sem heitir Eru ekki allir í stuði og kemur út á vegum For- lagsins, er mikil smíð, hátt í 400 síður, enda rekur hún söguna frá því Hauk- ur Morthens spilaði Heartbreak Hot- el með Elvis Presley í útvarpsþætti 1956 og mönnum varð svo um að bóndi austur á Höfn fékk hjartaslag er hann heyrði hamaganginn að sögn, fram að lokum ársins 2000 þeg- ar Gunnar segir frá íslensku rappi og Sigur Rós. Þess er einnig að geta að í bókinni er birt niðurstaða kosningar um 100 bestu plötur aldarinnar þar sem fagnefnd og almenningur tóku þátt í valinu. Gunnar segist hafa byrjað að setja bókina saman í upphafi árs og þá eytt nokkrum tíma í að sjá fyrir sér upp- byggingu bókarinnar. Síðan fór tals- verður tími í að afla heimilda, og seg- ist hann hafa legið á bókasöfnum að lesa tímarit og blöð, en hann segist hafa einsett sér það í upphafi að styðjast ekki við það sem komið hefði út á bókum nema að mjög takmörk- uðu leyti. Hann leitaði einnig til ým- issa eftir munnlegum heimildum, ræddi við menn um einstaka atriði eða tók lengri viðtöl til að fá fyllri mynd. „Setti mig í fílíng“ Gunnar segist hafa hlustað ein- göngu á tónlist frá þeim árum sem hann var að skrifa um hverju sinni til að komast í rétta stemmningu, en bókinni er skipt í kafla eftir árabilum. „Ég setti mig í fílíng, rannsakaði hvernig þetta var og skrifaði síðan um þau ár áður en ég fór að spá í næsta árabil. Þessi fyrstu ár var erf- itt að finna heimildir í blöðum, vegna þess að mönnum fannst rokkið ekki merkilegt blaðaefni, en það kom mér samt á óvart hvað það þrátt fyrir allt skrifað mikið um dægurmúsík þó menn hafi oft verið að skrifa um sjálfa sig. Þá talaði ég líka við menn, en minna eftir því sem leið á verkið og heimildir urðu aðgengilegri,“ seg- ir Gunnar, en hann segist ekki hafa tölu á því hversu marga hann hafi rætt við, giskar á fimmtíu til sextíu. Gunnar segir að skemmtilegast hafi verið að skrifa um fyrstu árin, enda þekkti hann þann tíma minnst, en aftur á móti hafi sér ekki þótt eins skemmtilegt að skrifa um síðustu tíu árin, þann tíma sem hann þekkti best. „Það var líka erfiðara vegna þess að þá vantaði mig fjarlægðina og svo eru margar af rokksögum þess tíma enn að gerast. Þegar ég var að skrifa um þau ár sem ég hef verið virkur í tónlistinni þurfti ég líka að glíma við það hvernig ég ætti að tala um sjálfan mig, hvort ég ætti að segja „ég“ eða „bókarhöfundur“ eða „ég höfundur bókarinnar“,“ segir Gunn- ar og kímir. „Frá minni hendi er bók- in aftur á móti mjög hversdagsleg og þó ég sé ekki að gera grín að fólki leyfi ég því ekki að vera mjög hátíð- legt, ég sjálfur ekki undanskilinn.“ Gunnar segir að þó hann byrji sög- una 1956 hafi fyrsta eiginlega rokk- platan eins og við þekkjum þær í dag verið fyrsta plata Hljóma, Hljómar voru fyrsta rokkbandið og Gunnar Þórðarson fyrsti starfandi rokklaga- smiðurinn. „Þegar rokkið kom voru starfandi músíkantar með nefið upp í loft því þeim þótti svo ómerkilegt að þurfa að spila þetta þriggja hljóma kjaftæði sem þeim fannst, pönk síns tíma og það er reyndar stef sem end- urtekur sig í gegnum söguna; alltaf þegar kemur eitthvað nýtt er næsta kynslóð á undan með nefið upp í loft- ið, pönkið, raftónlist, rappið, ég var ekkert betri þegar röðin kom að mér að upplifa nýja tónlist,“ segir Gunnar og hlær við. Konfektkassi sem fólk kroppar í Gunnar segist ekki hafa reynt meðvitað að hnýta verkið saman, að leggja einhverja línu í gegnum verkið allt til að hnýta það saman. „Ég er ekki að reyna að búa til einhverja sögu úr þessu, að gera fólki auðvelt og setja þetta fram eins og skyndi- bita, ég lít á þetta meira sem konfekt- kassa sem fólk kroppar í nema þeir sem eru svo sólgnir í þetta að þeir éta kassann á einu kvöldi. Útlitið á bók- inni miðast einnig við það með líflegu litavali og ríkulegum myndskreyt- ingum,“ segir Gunnar, þó hann segist ekki hafa komið mikið að myndavali, það var í höndum Kristjáns B. Jón- assonar, sem ritstýrði bókinni, en bræðurnir Ágúst og Arnór Hauks- synir sáu um að safna myndum og Anna Cynthia Leplar hannaði bók- ina. Alls eru í bókinni 518 myndir og þá ekki taldar myndir af umslögum í upptalningu 100 bestu platnanna sem getið er. Gunnar segir að mikil áhersla hafi verið lögð á að valdar yrðu myndir sem ekki hafa birst áð- ur. „Í sumum tilfellum var vitanlega ekki úr miklu að moða og því er nokk- uð af myndum sem hafa sést áður, en megnið hefur ekki áður komið fyrir augu manna. Líka skreytum við bók- ina með meiru en myndum af hljóm- sveitum því þar er líka að finna plak- öt, miða, prógrömm og fleira auka- efni.“ Gunnar segir að sagan sýni að lítið hafi breyst á þeim áratugum sem rokkið hefur lifað hér á landi, ekki síst hvað varðar þá löngun manna að slá í gegn í útlöndum sem sé jafn gömul íslensku rokki. Það sé ekki fyrr en með frægð Bjarkar sem eitt- hvað hafi gerst, það hafi komið rifa á þá hurð sem popparar hafi verið að knýja á síðustu áratugi en ekki verið svarað. „Fordæmi Bjarkar hefur gert það að viðurkenndri staðreynd að það geti komið góð músík frá Ís- landi og það skiptir máli, en að mínu mati hefur hún haft lítil áhrif á ís- lenska menningu þar fyrir utan.“ Dúett með Stefáni Hilmarssyni Þó Gunnar hafi verið upptekinn við skrif á árinu hefur hann líka fengist eitthvað við tónlist, sá um tónlist í kvikmyndinni Gemsar sem sýnd verður á næsta ári, þar sem hann syngur meðal annars dúett með Stef- áni Hilmarssyni, og fyrir skemmstu kom út safnplata með helstu lögum Dr. Gunna, Tuðrur. Hann segist ekki hyggja á frekari ritstörf að sinni, vill þó hvorki segja af eða á, enda ekki farinn að spá í framtíðina sem neinu nemur. „Ég ætlaði alltaf að gera ævi- sögu Jóhanns risa en það er víst búið svo ég er uppiskroppa með viðfangs- efni,“ segir hann og kímir, en bætir síðan við að lokum: „Ég stefni að því að gifta mig næsta haust og fara í brúðkaupsferð til Hawaii, ætli ég þurfi ekki að fara að safna fyrir því.“ Hversdagslegur konfektkassi Íslensk rokksaga Gunnars L. Hjálmarssonar er væntanleg á næstu dögum. Gunnar sagði Árna Matthíassyni að grúsk sitt hefði leitt í ljós að lítið hefði breyst með árunum. Morgunblaðið/Sverrir Dr. Gunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.