Morgunblaðið - 04.12.2001, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 04.12.2001, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ DAVÍÐ Oddsson for-sætisráðherra sagði áfundi Samtaka umvestræna samvinnu og Varðbergs að tenging krónunnar við evrunnar gæti tætt sundur ís- lenskt efnahagslíf. Gengi evrunn- ar myndi aldrei taka mið af því sem kynni að gerast á Íslandi. Við stæðum frammi fyrir óleysanleg- um vandamálum ef illa áraði í út- flutningsgreinum okkar á sama tíma og uppgangur væri í Þýska- landi og Frakklandi. Davíð fjallaði í ræðu sinni um alþjóðamál og íslensk efnahags- mál. Hann sagði að íslensk stjórn- völd myndu reyna að verða Eystrasaltslöndunum að liði í um- ræðum innan Atlantshafsbanda- lagsins um stækkun þess. Banda- lagið hefði markað þá stefnu að útiloka engin ríki frá aðild, sem hann sagði vera skýra tilvísun til Eystrasaltsríkjanna. Stuðningur við inngöngu Eystrasaltsríkjanna í NATO „Auðvitað liggur ekki endan- lega fyrir hvernig Atlantshafs- bandalagið mun taka á stækkun- armálinu á leiðtogafundinum í Prag, en málstaður Eystrasalts- ríkjanna virðist njóta mikils og vaxandi stuðnings innan banda- lagsins. Ísland hefur lýst því yfir að eðlilegast væri að öllum um- sóknarríkjunum yrði boðin aðild, sem yrði að veruleika um leið og þau uppfylltu fyrirliggjandi skil- yrði bandalagsins. Í þeim efnum eru Eystrasaltsríkin fremst í flokki ásamt Slóveníu.“ Davíð ræddi einnig um sam- skipti Atlantshafsbandalagsins og Evrópusambandsins með tilkomu öryggis- og varnarmálastefnu sambandsins. Hann sagði að aðal- atriðið væri að hreinar línur væru í öllum samskiptum þessara tveggja samtaka. „Við styðjum mótun öryggismálastefnu á vett- vangi ESB en við teljum að þann- ig verði að búa um hnútana að hún styrki en veiki ekki tengsl bandalagsins yfir hafið til Norð- ur-Ameríku. Þau eru lykilfor- senda íslenskra öryggismála í bráð og lengd. Íslensk stjórnvöld hljóta að treysta því, vegna þess hve mikið er í húfi, að rétt verði haldið á þessum málum. Það þýð- ir í stuttu máli að þrátt fyrir sam- vinnu ESB-ríkjanna í öryggismál- um verði Atlantshafsbandalagið áfram hinn raunverulegi vett- vangur fyrir samráð og ákvarð- anir um mál sem varða öll banda- lagsríkin.“ Barnaleg óskhyggja aðild Íslands að E Davíð ítrekaði á fundin afstöðu varðandi aðild Ís ESB. „Áfram blasa við m margumræddir ókostir f land af aðild að ESB. Ekk ur komið fram annað e studd barnaleg óskhyggj hægt sé að semja sig fr þessum göllum en hirða sem bragðbetri væru. Au er ljóst er að beinn árlegu aður Íslands af aðild a mundi hlaupa á mörgum örðum króna, af ástæðu eru kunnar. Þeir sem vilja að Ísla um aðild að Evrópusam verða að segja nákvæmle vinnst og með afdrátta hætti hverju er til fórnan aðild. Óljóst og ósannfær um aukið pólitískt væg aldrei orðið næg undirsta arumsóknar. Loks er rétt í huga að alþjóðavæðing Íslendingum ný tækifæri væri óráðlegt fyrir Ís binda sig um of ESB se sínu er lokaður klúbbur, ur eigin lögmálum í þé þéttari skógi reglugerða skipana, sem hafa sjaldna Davíð Oddsson forsætisráðherra á fun Davíð Oddsson varar eindregið við því að Ísland taki upp e una og segir að það gæti leitt til þess að við stæðum frammi ir óbærilegum og óleysanlegum vandamálum. Gengi evrun muni aldrei taka tillit til þess sem gerist á Íslandi. Tenging við evru gæti leitt til óleys anlegra vandamál ÍSLENDINGUR sem er við dokt- orsnám í Danmörku hefur sett fram hugmynd að nýrri tækni sem tengist ljósleiðurum. Hefur hann ásamt samstarfsmönnum stofnað fyrirtæki um frekari rannsókn á hugmyndinni. Feng- ist hefur framlag sem svarar 350 milljónum íslenskra króna til að kosta rannsóknirnar næstu þrjú árin. Doktorsneminn er Kristján Leósson og eftir meistarapróf frá eðlisfræðiskor Háskóla Ís- lands hélt hann í fyrra til fram- haldsnáms við Tækniháskólann í Árósum. Stofnað hefur verið fyrirtækið Micro Managed Photons A/S og verða starfsmenn þess orðnir sjö með nýju ári, fjórir í Lyngby og þrír í Álaborg. Kristján verður ábyrgur fyrir framleiðslu ljós- rása og fer sú vinna að mestu fram í samvinnu við hátækni- rannsóknastofnanir við DTU. Fær ljós til að beygja fyrir horn „Ljósleiðarar geta eins og mörgum er kunnugt borið óhemju mikið af upplýsingum milli staða og sem dæmi má nefna að tekist hefur að senda gögn sem jafngilda 150 millj- ónum símtala samtímis um einn ljósleiðara,“ segir Kristján Leós- son í samtali við Morgunblaðið. „Flöskuhálsinn í net- og símakerfum, sem byggjast á ljós- leiðurum, liggur oft í því að erfitt er að safna öllum þessum upplýsingum saman og stjórna því hvaða merki eiga að fara hvert og svo fram- vegis, á annan hátt en að breyta ljós- merkjunum í rafboð og vinna með þau í hefðbundnum rafrás- um.“ Kristján segir að til séu tæki sem geta stýrt ljós- merkjum án þess að breyta þeim í rafboð en þau séu hlutfallslega stór og óhemju dýr. Líkir Krist- ján þróuninni í hreinum ljós- samskiptum við stöðuna í tölvu- þróun fyrir tíma örrásanna þegar tölvurnar fylltu heilu her- bergin. Segja má að Kristján hafi þró- að tækni sem snýst um það að láta ljós beygja fyrir horn á mjög stuttum vegalengdum. Þetta þýðir að hvers kyns íhluti má hafa mun minni en hingað hefur verið unnt og er þar kom- in líkingin við tölvuþróunina. Uppgötvun jáns og féla ekki sú eina sviði en aðf gerir þessa mögulega á an og ódýra „Fjöldi fó ur unnið að um saman a að framleið hvers konar þar sem hæ að stýra ljó svæði og vi það á sama unnið er me straum í nú tölvurásum Kristján. „Það er hins vegar mi iðara að stýra ljósi en ra og ein leið sem mikið he rannsökuð á liðnum árum nota svokallaða ljóskrist Engum hefur þó tekist e nota þessa tækni til að s inu nægilega vel svo að að framleiða gagnlegar rásir.“ Kristján segir fyrirtæk að vinna með þá hugmyn fanga ljósið þannig að þa bundið við málmyfirborð tækni er líka vel þekkt e sem við höfum gert er a Íslendingur í doktorsnámi við Tækniháskólann í Vinnur að nýrri tækn nýtingu ljósleiðara Kristján Leósson Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Á YSTU NÖF Enn á ný eru Ísraelar og Palest-ínumenn komnir út á ystu nöfog hyldýpið blasir við. Ódæð- isverk Palestínumanna um helgina vekja óhug og hrylling. Á rúmlega hálfum sólarhring létu 25 Ísraelar líf- ið í sprengjutilræðum og öðrum árás- um. Í gær svöruðu Ísraelar fyrir sig. F-16-orrustuþotur ísraelska flug- hersins voru notaðar til að gera sprengjuárás á bæinn Jenín á Vest- urbakkanum og einnig var gerð árás á Gaza úr þyrlum og skotið á höfuð- stöðvar Yassers Arafats, leiðtoga Palestínumanna, með þeim afleiðing- um að kviknaði í olíugeymi og tvær þyrlur Arafats voru eyðilagðar. Ógerningur er að spá um framhaldið, en á þessari stundu virðast raddir hófsemi vera að drukkna í kór þeirra, sem vilja láta hart mæta hörðu og öll spjót standa á Arafat. Áður en Ísraelar létu til skarar skríða í gær höfðu palestínsk yfirvöld lýst yfir neyðarástandi og handtekið 110 manns, sem bendlaðir hafa verið við hryðjuverk, þar á meðal tvo for- ystumenn Hamas-hreyfingarinnar, auk þess sem trúarlegur leiðtogi Hamas var sagður vera í stofufang- elsi. Í Ísrael var hins vegar lítið gert úr þessum aðgerðum Palestínumanna og sagt að þar væri verið að setja á svið leikþátt til þess eins að koma í veg fyrir að Ísraelar svöruðu fyrir sig. Hryðjuverk eru óverjandi athæfi. Því hefur verið haldið fram að Ara- fat sé potturinn og pannan í hryðju- verkunum og gæti stöðvað þau hefði hann vilja til. Hafi þetta einhvern tímann verið satt er ákaflega hæpið að svo sé nú. Þegar Arafat sneri aftur á hernumdu svæðin á fyrri hluta síð- asta áratugar naut hann vinsælda og valda. Þá hafði aldrei horft jafn frið- samlega í samskiptum Ísraela og Pal- estínumanna. Ísrael og Frelsissam- tök Palestínu höfðu lagt fram gagnkvæmar viðurkenningar á til- verurétti hvors annars og í septem- ber 1993 var undirritað í Hvíta húsinu samkomulag í grundvallaratriðum um sjálfsstjórn Palestínumanna. Tveimur árum síðar var undirritað bráðabirgðasamkomulag um Vestur- bakkann og Gaza, sem nefnt var seinna Óslóarsamkomulagið. Rúmum mánuði síðar, í nóvember 1995, féll Yitzhak Rabin forsætisráðherra fyrir hendi ísraelsks öfgamanns. Í mars 1996 myrtu fjórir útsendarar Hamas 56 manns með sprengjum í sjálfs- morðsárásum. Í hópum beggja voru menn, sem vildu knýja friðarferlið út af sporinu og beittu til þess öllum ráð- um. Staðreyndin er hins vegar sú að allt frá því að Óslóarsamkomulagið var gert hefur Palestínumönnum gengið mjög illa að fá Ísraela til að standa við skuldbindingar sínar, hvort sem það var varðandi land- svæði, sem Ísraelar höfðu lofað að láta af hendi, hermenn, sem draga átti til baka, eða bann, sem átti að leggja við nýjum landnemabyggðum, sem svo eru kallaðar. Arafat hefur lítil tök á ástandinu nú orðið. Ástæðan fyrir því er einföld. Árið 1996 var friðarferlið enn virkt. Nú er það hrunið. Undanfarna 14 mánuði hefur staðið yfir blóðbað. Um 730 Palestínumenn og 220 Ísraelar hafa látið lífið. Í þeim átökum hefur enginn hreinan skjöld og það væri tví- skinnungur að halda því fram að að- eins annar aðilinn fremdi hryðjuverk. Efnahagslífið er í rúst og lífskjör öm- urleg. Fyrir vikið eru Hamas ekki lengur einangruð samtök heldur njóta þau vinsælda meðal almenn- ings. Palestínsk yfirvöld eru tákn spillingar, en Hamas-samtökin reka skipulagða góðgerðarstarfsemi með- al Palestínumanna. Sömuleiðis er það að verða samdóma álit Palestínu- manna að intifada eða uppreisn sé rétta leiðin. Það vakti athygli að Bandaríkja- menn höfðu engin orð um að Ísraelar ættu að halda aftur af sér eftir hryðjuverkin um helgina. Colin Pow- ell utanríkisráðherra sagðist hafa varað Arafat við og sagt honum að í þetta skipti dygði ekki að taka nokkra menn, sem lægju undir grun, í gæslu- varðhald og láta það nægja. Powell sagði að Bandaríkjamenn ætluðu ekki að segja Sharon fyrir verkum. Einu varnaðarorðin komu þegar hann sagði að hvorir tveggju yrðu að hugsa út í hvaða afleiðingar gerðir þeirra hefðu næsta dag og þar næsta. Það verður hins vegar erfitt. Senni- lega byggir Arafat trúverðugleika sinn um þessar mundir einkum á því að hann er eini fulltrúi Palestínu- manna, sem nýtur einhvers trausts sem samningamaður þeirra út á við. Eftir því sem Bandaríkjamenn og Ísraelar þrýsta meira á hann veikist staða hans heima fyrir og um leið verður hann veikari fyrir út á við. Sharon hefur líkt Arafat við bin Lad- en. Forsætisráðherra Ísraels hefur hins vegar lítið svigrúm til aðgerða ætli hann að halda stjórn sinni saman. Hann á óhægt um vik að grípa til málamiðlana og hlaða undir friðar- ferlið á nýjan leik. Það er hins vegar mikið í húfi. Ef allt fer í bál og brand milli Ísraela og Palestínumanna hef- ur það áhrif í öllum Mið-Austurlönd- um og víðar. Hið viðkvæma bandalag gegn hryðjuverkum yrði í bráðri hættu. Til þess að snúa við þeirri óheillaþróun, sem staðið hefur yfir undanfarin fimm ár, þarf kjark og áræði. Það er lítil von til þess að leið- togar Ísraela og Palestínumanna stigi nauðsynleg skref óstuddir. Í tíu mán- uði lét hin nýja stjórn George Bush ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs af- skiptalaust og það er augljóst að það bar engan árangur. Ef Bandaríkja- menn ákveða nú að reyna að grípa í taumana verður það ekki gert með því að skamma Arafat og klappa Ísr- aelum því að sáttasemjarinn má ekki líta út fyrir að draga taum annars að- ilans í deilunni. Það verður aðeins gert með því að einangra öfgasjón- armiðin á báða vegu áður en þau verða hið viðtekna viðhorf, bæði í röð- um Ísraela og Palestínumanna. Verði hins vegar ekkert að gert gæti það brátt orðið um seinan. Vandinn í Mið- austurlöndum verður ekki leystur með hervaldi. Hann verður einungis leystur með því að Ísraelar og Palest- ínumenn virði rétt hvor annars til þess að búa við mannsæmandi lífskjör á hinum umdeildu landsvæðum. Ísr- aelar hafa algera yfirburði hernaðar- lega en þeir yfirburðir duga skammt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.