Morgunblaðið - 04.12.2001, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 04.12.2001, Blaðsíða 54
UMRÆÐAN 54 ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ          !"  " # $ %%  & ' $ %( ) *+, #-# *).#   *+, ///.# *).#0 # &   . 1   1  " 2 34 5# " * 46+ "  )*+#*+                           !      7 17, ((. 8 " +.9  )*+#*+ "# $  %&"   '    (        "# $       !      7 17, %:. 8 " +.9  ")*+) 3+; )4!5 < *=  3+; ) 4 < *=> )!  <*= 3 4"*5 NÚ LIGGUR öðru sinni fyrir Alþingi til- laga til þingsályktunar um nýja námsbraut við Sjómannaskóla Íslands flutt af Guðmundi Hall- varðssyni og fleirum. Tillagan gengur út á að menntamálaráðherra verði falið að kanna hvort ráðlegt sé að við Sjómannaskóla Íslands verði stofnað til viðbót- arnáms sem snýr að störfum skipstjórnar- manna á skemmtiferða- skipum. Námið verði með alþjóðlegu sniði og kennsla fari fram á ensku, en tímalengd og umfang námsins ráðist af þeim kröfum sem gerðar eru í dag til öryggis og rekst- urs skemmtiferðaskipa. Gert er ráð fyrir að þetta nám verði viðbót við hefðbundið skipstjórnarnám fyrir stýrimenn og vélstjóra og miðist fyrst og fremst við rekstur skemmtiferða- skipa. Fljótt á litið virðist þarna um afar meinleysislega tillögu að ræða, en þegar nánar er skoðað læðist að manni sá grunur að þarna geti verið um mikla hagsmuni að ræða. Hlut- deild skemmtiferðaskipa í ferða- mannafjölda hefur þannig stóraukist á undanförnum árum. Í greinargerð með tillögu Guðmundar kemur fram að aukning farþegafjölda á skemmti- ferðaskipum hafi verið 8% að með- altali á ári síðastliðin 15 ár. Nú eru 53 skemmtiferðaskip í pöntun hjá skipa- smíðastöðvum víðs vegar um heiminn og talið er að á næstu fimm árum þurfi u.þ.b. 100.000 nýja starfsmenn í áhafnir þessara skipa. Eins og allir vita hefur áhugi á flugi sem ferða- máta minnkað mikið á síðustu mánuðum. Ef sú breyting verður var- anleg má ætla að eftir- spurn eftir ferðum með skemmtiferðaskipum aukist enn til muna. Mjög erfitt hefur reynst að finna og fá skipstjóra, stýrimenn og vélstjóra frá Vestur- Evrópu til starfa á þessum skipum, en flest félög sem reka skemmtiferðaskip sækjast eftir evr- ópskum yfirmönnum sem þykir auka sam- keppnishæfni þeirra og öryggi. Með breytingum og tækniframför- um í sjávarútvegi og siglingum al- mennt hefur sjómönnum farið frekar fækkandi hér á landi á undanförnum árum og áhugi á sjómannamenntun farið frekar dvínandi. Sú staðreynd blasir auðvitað við að Íslendingar eru siglingaþjóð og þeir eru varla margir sem vilja að við missum þetta ein- kenni okkar. Í ljósi alls þessa finnst mér það liggja í augum uppi að Alþingi eigi að taka þessa þingsályktunartillögu til afgreiðslu og samþykkja hana, en ekki láta hana daga uppi einu sinni enn. Aðstæður hér á landi nú um stundir eru einfaldlega þannig að við verðum að skoða vandlega hvort þarna sé um raunhæfa möguleika að ræða eða ekki. Aðstæður í ferða- mannaiðnaði eru erfiðar, flugumferð til landsins hefur dregist saman og ekki fyrirséð hver þróun mála verður á því sviði. Líklegt er að verulega muni draga úr þeirri fjölgun ferða- manna sem við höfum upplifað síð- ustu ár. Aðstæður í menntamálum eru einnig þannig að verulega hallar á gamalgróna íslenska menntun eins og skipstjórnarmenntun. Í tillögu Guð- mundar er því bent á möguleika sem bæði gætu orðið til þess að styrkja ferðamannaiðnaðinn og menntakerfið auk þess að hægt væri að ná fram verulega betri nýtingu á húsnæði skólanna og öðrum búnaði og þar með skjóta fleiri stoðum undir atvinnulífið. Ef vel tekst til með nám af þessu tagi munu auðvitað fleiri sækja það en Íslendingar, þarna yrði um alþjóð- legt nám að ræða. Það er heldur ekki langsótt að skipstjórnarmenn sem læra sitt fag hér á landi myndu reyna að sækja hingað aftur í starfi sínu á skemmtiferðaskipum þannig að ferð- um þeirra hingað gæti fjölgað þegar litið er til lengri tíma. Þá má heldur ekki gleyma því að á seinni árum hafa kjör skipstjórnarmanna á skemmti- ferðaskipum verið bætt verulega þannig að hér gæti orðið um eftir- sóknarvert nám að ræða. Ég vil því hvetja menntamálayfir- völd og alþingismenn til þess að stuðla að því að þessi þingsályktunar- tillaga verði rædd og afgreidd. Í kjöl- far þess verði síðan kannað gaum- gæfilega hvort þarna sé um möguleika að ræða sem gætu eflt sjó- mannamenntun, atvinnulíf og ferða- þjónustu hér á landi. Stórefling skipstjórnar- náms í Reykjavík Ari Skúlason Skipstjórnarnám Mjög erfitt hefur reynst að finna og fá, segir Ari Skúlason, skipstjóra, stýrimenn og vélstjóra frá Vestur-Evrópu til starfa á þessum skipum. Höfundur er framkvæmdastjóri Aflvaka hf. VIÐ Íslendingar ber- um okkur gjarnan sam- an við nágrannaþjóð- irnar, ekki síst á Norðurlöndum, og tök- um okkur þær til fyrir- myndar á mörgum svið- um svo sem vera ber. En þessar þjóðir hafa líka lent í ýmiss konar erfiðleikum sem ættu þá ekki síður að verða okkur víti til varnaðar, og til slíkra erfiðleika má hiklaust telja inn- flytjendavandann sem skapast hefur á seinni árum í þessum löndum. Sjálf bjó ég í Dan- mörku um fjórtán ára skeið og kynnt- ist því af eigin raun hvað ýmis lög og reglur sem sett eru í nafni umburð- arlyndis og tillitsemi við innflytjend- ur geta reynst varhugaverð. Auðvitað er ekkert eðlilegra en að taka vel á móti þeim sem vilja hefja búsetu í nýju landi og eru reiðubúnir að taka upp þá siði og lifnaðarhætti sem þar eru ríkjandi. Reynslan hefur hins vegar kennt að nágrannaþjóðir okkar vilja oft ganga lengra og breyta eigin lifnaðarháttum til að þóknast inn- flytjendum, og það hefur skapað ómælda beiskju og reiði í þessum löndum og sundrað þjóðunum sem þar búa. Ástæða þess að ég set þessi orð á blað er frétt sem birtist í Frétta- blaðinu mánudaginn 26. nóvember og greinir frá því að svínakjöt hafi verið tekið af matseðli Austurbæjarskólans af tillitssemi við einstaklinga annarr- ar trúar. Mér finnst þessi ákvörðun skólastjórans lýsa mikilli skammsýni og vanþekkingu auk þess að vera ger- ræðisleg því hún er tekin án nokkurs samráðs við okkur foreldrana eða for- eldrafélag skólans. Þegar sýna á tillitssemi í þessum efnum má það auðvitað ekki verða til þess að gengið sé á rétt annarra. Og ekki mega skólastjórnendur gera upp á milli barna. Ég minnist þess þó ekki að matseðli skólans hafi áður verið breytt vegna annarra nemenda þar. Í þeim hópi eru börn sem hafa ýmiss konar fæðuóþol svo ekki sé minnst á sykursýki. Og mér vitanlega hefur aldrei komið til tals að fjarlægja kjöt af matseðli skólans af tillitssemi við þá sem einungis neyta grænmetis. Um þessar mundir er oft til þess vísað að við lifum nú í svokölluðu fjöl- menningarlegu samfélagi og verðum að una því með kostum þess og göll- um. Það ætti þó að vera ljóst að ekki er allri menningu gert jafnhátt undir höfði í slíku samfélagi ef trúarsiðir eins hóps geta komið í veg fyrir að annar megi neyta þess matar sem hann er vanur. Guðmundur Sighvats- son skólastjóri lætur þess getið í áð- urnefndri frétt í Fréttablaðinu að svínakjötsát í skólanum hafi ekki verið vanda- mál heldur sé bannið „fyrirbyggjandi að- gerð“ og til hennar sé gripið „áður en það verða einhver leiðindi“. Ég vil hins vegar benda Guðmundi á að með þessu er hann fyrst og fremst að búa til vanda- mál og þau gætu orðið vandleyst þegar fram líða stundir. Dóttir okk- ar var um árabil á barnaheimili í Árósum þar sem svínakjötsát hafði verið bannað. Það bann hafði þó ekki verið lengi í gildi þegar algjörlega var tekið fyrir það að börnin kæmu með nesti sem innihélt svínakjöt á barnaheim- ilið. En þrátt fyrir þessa tillitssemi Dananna urðu dönsk börn iðulega fyrir aðkasti og barsmíðum af hálfu þeirra sem trúar sinnar vegna neyttu ekki svínakjöts. Og nú hefur fyrsta skrefið á þess- ari braut verið stigið á Íslandi. Guð- mundur Sighvatsson ætlar sér að bregðast við „áður en það verða ein- hver leiðindi“. Ef hann hefði sýnt for- eldrum barnanna í skólanum þá sjálf- sögðu háttvísi að skýra þeim frá þessum „fyrirbyggjandi aðgerðum“ hefði ég getað miðlað honum af reynslu minni og annarra frá Dan- mörku. En það gerði hann ekki. Ég fæ engan veginn séð að skólastjóri sem stígur slíkt óheillaspor sé starfi sínu vaxinn. Um hvað snýst svo þetta svína- kjötsmál? Þráinn Bertelsson skrifar um það grein í Fréttablaðið miðviku- daginn 28. nóvember og veltir spurn- ingunni fyrir sér. Hann talar um að málið hafi snúist upp í umræðu um hagsmuni kjötframleiðenda en það snúist í raun um börn en ekki svín. Það er rétt hjá Þráni að málið snýst um börn, en vel að merkja íslensk börn ekki síður en önnur, og þeirra réttur hefur hér verið fyrir borð bor- inn. En málið snýst auðvitað um fleira og kannski fyrst og fremst um það hvort við viljum lifa í þessu landi eins og Íslendingar eða ekki. Svínakjöt og umburðarlyndi Pálína Haraldsdóttir Höfundur er sjúkraliði. Siðir Málið snýst um um það, segir Pálína Haralds- dóttir, hvort við viljum lifa í þessu landi eins og Íslendingar eða ekki. Gjafavara – matar- og kaffistell . All ir verðflokkar. - Gæðavara Heimsfrægir hönnuðir m.a. Gianni Versace. VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Hrei nsum viðar-, rimla-, strimla-, plíseruð- og sólargluggatjöld. Hlíðarhjalla 26, s. 897 3634.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.