Morgunblaðið - 04.12.2001, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 04.12.2001, Blaðsíða 44
MINNINGAR 44 ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Páll Sigurjóns-son fæddist í Reykjavík 19. apríl 1939. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 25. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hans eru Sigurjón Björnsson frá Hryggjum í Mýr- dal, f. 9.6. 1908, og Þorbjörg Pálsdóttir, f. 1.1. 1915, d. 15.9. 1987. Páll var fjórði í röðinni af átta systkinum, en hin eru: 1) Sigurrós Margrét, f. 1.10. 1934, maki Jónas Gunnar Guðmundsson, f. 15.10. 1933. 2) Erla, f. 3.4. 1936, fyrri maki Ingvar Guðnason, f. 25.8. 1976 er Ágústa Hulda Pálsdóttir, f. 7.1. 1937. Börn hennar eru 1) Mary Ann Enos, f. 3.12. 1962, dæt- ur hennar eru Ágústa, f. 15.4. 1983, og Anna, f. 8.2. 1985, og Páll Enos, f. 12.2. 1964, barn hans er Sigursteinn Pálsson Enos, f. 20.3. 1994. Sonur Páls með Sóleyju Long Jóhannsdóttur, f. 3.5. 1944, er Guðmundur Páll, f. 3.7. 1970, kona hans er Berglind Leifsdóttir, f. 13.1. 1973, þeirra börn tvíbur- arnir Yngvar Orri og Guðjón Smári, f. 5.5. 1997, og Leifur Páll og Móeiður, f. 8.8. 2001. Dóttir Berglindar er Aðalheiður Björk Arnarsdóttir, f. 5.5. 1993. Páll starfaði hjá Pósti og síma í Reykjavík um árabil auk þess sem hann var við sjómennsku bæði í millilandasiglingum og við veiðar. Hann lauk sveinsprófi í múrsmíði árið 1976 og starfaði sjálfstætt sem múrarameistari síðari ár. Útförin fer fram frá Fossvogs- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. 1936, síðari maki Kristmundur Þor- steinsson, f. 3.5. 1926, d.13.12. 1989. 3) Sig- urbjörg, f. 19.6. 1937, maki Haraldur Sum- arliðason, f. 2.7. 1937. 4) Guðmundur Ár- mann, f. 3.1. 1944, maki Hildur María Pedersen, f. 2.2. 1952. 5) Birna, f. 17.9. 1946, maki Jón Ólafsson, f. 29.4. 1938, fyrri maki Eyjólfur Melsted, f. 29.11. 1942. 6) Jón Páll, f. 28.12. 1947, maki Steinunn Þorsteinsdóttir, f. 21.9. 1951. 7) Sigurður, f. 9.9. 1950. Sambýliskona Páls frá árinu Elsku pabbi, hvílíkt lán það var fyrir mig að fá að kynnast þér, sam- bandið var rofið í byrjun og ekki mikið framan af. Það var ekki fyrr en ég var kominn fram á unglingsár að við fórum að kynnast betur. Við höfðum báðir áhuga á íþróttum og ræddum oft um þær og horfðum stundum á fótboltann saman. Við unnum líka stundum saman í múr- verkinu og þar gat verið gaman að fylgjast með þér og vinnulagi þínu, hvernig þú skipulagðir vinnuna, af- köstin og áreynsluleysið við þessa erfiðu vinnu. Þar lærði ég heilmikið af þér. Þú kenndir mér líka að spila bridds og í tvö ár spiluðum við tvisv- ar til þrisvar í viku og aldrei var rif- ist yfir spilunum, sama hvaða vit- leysu maður var að gera, alltaf varstu þolinmæðin uppmáluð, mis- tök voru rædd og síðan haldið áfram. Þú hafðir ákveðið lífsviðhorf í pólítíkinni og við töluðum stundum um hana. Þar varstu líka sami kenn- arinn, þú þröngvaðir aldrei skoðun- um upp á mig heldur lagðir fast að mér að hafa skoðun, kynna mér hlut- ina og taka síðan afstöðu, ekki gleypa allt hrátt heldur horfa gagn- rýnum augum á málin. Á milli okkar ríkti alltaf gagnkvæm virðing. Ég missti vin sem kemur ekki aftur en minninguna mun ég virða og miðla til minna barna og leitast við að kenna þeim á sama hátt og þú kenndir mér. Guðmundur Páll. Palli minn, þá er þessari vegferð þinni hér á jörðu lokið og margs er að minnast. Eins og t.d. árin sem foreldrar okkar bjuggu á Ránargötunni. Það er í minningunni afskaplega skemmtilegt tímabil, mikið af börn- um á líku reki, alltaf verið að leika sér í ýmiss konar leikjum og svo á Langholtsveginum og við systkinin þá orðin átta. Það liggur í hlutarins eðli að mikið hefur verið um að vera á svo stóru heimili. Við eldri krakk- arnir í skóla og hin yngri heima. Svo smátt og smátt fórum við að vinna, þú og Erla systir á póstinum. Ég man líka eftir því þegar þú fórst á sjóinn og varst á Fossunum. Þú ert sá eini af systkinunum sem hafðir það að atvinnu að stunda sjóinn um nokkurt árabil og fórst út í hinn stóra heim, sem okkur fannst það vera á þeim árum. Síðan ferð þú að vinna í landi við ýmis störf og þar á meðal við múrverk. Þú tekur svo meistarapróf í múr- verki og varð það síðan þitt ævistarf. Palli kemur inn í starf Sjálfsbjarg- ar um áramótin ’85–’86 og þar að- stoðar hann við bridskvöld, sem voru hvert mánudagskvöld yfir vetrar- tímann. Við sem stofnuðum brids- deild Sjálfsbjargar vorum ákaflega fegin að fá Palla til liðs við okkur því hann gerði það af heilum huga og var afskaplega notalegur og góður við alla sem hann hafði samskipti við. Síðan kemur hann inn í stjórn brids- deildarinnar 1989 og hefur verið þar betri en enginn því starfið hefur vax- ið og dafnað með hann innanborðs. Hann kom okkur í samband við önnur bridsfélög og höfum við keppt við mörg þeirra einu sinni á ári og undirbjó hann keppnirnar mjög vel. Palli hefur spilað brids allt frá unglingsárum sínum, eins og flest við systkinin, og verið mjög góður spilari og keppt á mörgum bridsmót- um. Hann átti hugmyndina að því að við hefðum samband við samskonar félög í Svíþjóð og Danmörku. Það varð til þess að við fórum sumarið 2000 til Växjö í Svíþjóð og til Kaup- mannahafnar nú í sumar. Keppt var í brids við heimamenn og höfðum við betur, en það var ekki aðalmarkmið- ið heldur að hafa gaman af því og til að kynnast fólkinu og kynna okkur. Ég veit að ég tala fyrir munn margra sem munu sakna Palla í þessu starfi því hann var svo hjálp- legur og þægilegur við alla – hafðu hjartans þakkir fyrir allt og alla. Kæri Palli, ég veit að ég á eftir að sakna þín mikið, en veit að þér líður vel þar sem þú ert nú, Guð veri með þér. Þín systir, Rósa. Páll bróðir minn hefur nú verið hrifinn burt úr hringiðu og erli lífs- ins með nokkuð snöggum hætti. Hann kenndi sér meins síðsumars og fór þá úr vinnu inn á spítala til rann- sóknar. Síðan þá hefur hallað ört undan fæti og síðustu vikur var ljóst að hverju dró. Þessu tók Palli með æðruleysi og af sömu hörku og öðru sem mætti honum á lífsins vegi. Honum var það í blóð borið og alinn upp í því að vera harður af sér og takast á við hlutina eins og þeir komu fyrir. Þegar ég fyrst man Palla var hann orðinn þátttakandi í lífi hinn full- orðnu meðan ég var ennþá barn. Eftir á að hyggja hefur hann þá ver- ið á unglingsaldri en hann hætti snemma í skóla og fór að vinna. Þetta var fyrir tíma unglingamenn- ingar eins og við þekkjum hana í dag. Hann orðaði það þannig sjálfur að hann hefði verið farinn að vinna um leið og hann gat staðið í lapp- irnar. Snemma fór Palli til sjós og var þá í millilandasiglingum, sigldi m.a. með Hvítanesinu suður fyrir miðbaug. Þá fannst okkur yngri systkinum hans koma merkilegur og forframaður maður til baka. Ég man hann uppábúinn og strokinn á leið- inni út að skemmta sér og litla systir horfði aðdáunaraugum á stóra bróð- ur. Á fullorðinsaldri settist hann aftur á skólabekk í Iðnskólanum og lauk sveinsprófi í múrsmíði og seinna meistaraprófi í þeirri iðn. Hann starfaði sem múrari eftir það og sjálfstætt síðari árin. Hann var alla tíð hörkuverkmaður og ósérhlífinn við vinnu. Palli var gæddur sterkri réttlætiskennd og sérstaklega þótti honum slæmt ef hallað var á lítil- magnann. Hann var virkur félagi í Alþýðubandalaginu í Reykjavík og þótti róttækur í skoðunum. Hann gekk snemma á hönd þeirri hugsjón sem boðaði sameiningu verkalýðsins gegn auðvaldinu og kennd er við roð- ann í austri. Þótt hann hafi eins og aðrir mátt horfa á þá hugsjón fölna og falla fylgdi honum alltaf neisti þeirrar baráttu og byltingar og oft var hann herskár í orðum þegar talið barst að þjóðmálum og stjórnmál- um. Við ræddum ekki svo saman að við tækjum ekki góða syrpu um stöðu þjóðmála og vorum þá sam- mála um flest og höfðum bæði gam- an af. Genginn er mætur drengur en minningin lifir um bróður, félaga og fjölskylduföður. Hann var stoltur þegar hann fyrir nokkrum vikum sat fyrir á mynd með afabörnin, tvenna tvíbura. Og ekki síður reyndist hann vel stjúpbörnum sínum Mary og Páli og þeirra börnum. Elsku Hulda og fjölskylda, Gummi Palli og Bergljót, megi algóður guð styrkja ykkur í sorginni. Birna Sigurjónsdóttir. Kæri bróðir, nokkur kveðjuorð nú á þessum tímamótum þegar leiðir skiljast, þú á leið til feðranna yfir móðuna miklu þar sem ríkir friður. Þú varst stóribróðir, fyrirmyndin en ég litli bróðir sem reyndi hvað ég gat að fylgja þér eftir í leikjunum. Í fótboltanum á Langholtstúninu fékk maður stundum að vera með að sparka, en einnig var best að hafa svona litla stráka bara í marki. Þannig liðu æskuárin í minningunni sem ævintýri, þar sem þú varst að- alhetjan. Þú varst alltaf tilbúinn að leiðbeina og kenna hvort sem var að skylmast með trésverðum eða skjóta af boga sem Palli frændi hafði gefið okkur. Það var nógu mikill aldurs- munur á okkur að við fylgdumst aldrei að í skóla og þú í sveitinni á Galtalæk á sumrin þannig að oft var þín sárt saknað þegar ýmis stráka- vandamál komu upp, svona eins og gerist og gengur. Það var nefnilega nokkuð gott ráð í þrengingum að geta sagt: Stóribróðir talar við ykk- ur, og það dugði yfirleitt. Síðar kenndir þú mér að tefla, hjóla og auðvitað ýmislegt annað sem við skulum ekkert vera að tala um núna. Þegar þú komst á ung- lingsárin og ég enn algjört pelabarn og oft hissa og hneykslaður á þér fyrir öll uppátækin. Þú varst farinn að vinna, sjálfstæður maður og fórst þínar eigin leiðir. Nú var ekkert um það að ræða að reyna fylgja þér eft- ir, heldur fylgdist ég með þér sem litli bróðir. Ég man eftir einu mjög vel, það var þetta með briljantkrem- ið, mér var það alveg óskiljanlegt til hvers maður setti þetta klístur í hár- ið. Athöfnin sem fylgdi laugardags eftirmiðdögum, þú varst búinn að vinna, kunningjarnir að hringja og stuttu seinna komu þeir á kagganum og þið ókuð út í nóttina með eftir- væntinguna í farteskinu. Oft vakti ég eftir þér til að heyra af ævintýrinu en sofnaði svo eins og litlir strákar áttu að gera. Vaknaði svo þegar þú komst heim einhvern tímann undir morgun, mér fannst þetta voða skrítið en þetta var samt hugmynd um að svona ættu gæjar að vera. Seinna eignuðumst við bræðurnir einn slíkan, Buick ’46 og þú kenndir mér að gefa í. Manstu þegar dekkið fór undan, rétt við Miklatorgið og það fór framúr okkur í loftköstum, þú lagðir kagganum á þremur hjól- um við dekkjaverkstæðið, maður. Síðan kennir þú mér ýmislegt annað svo sem samfélagslega með- vitund. Það var við eldhúsborðið heima, þegar fjölskyldan fékk sér kvöld- kaffið og umræðurnar snerust ósjaldan um stjórnmál. Þú settir fram þín sjónarmið sem voru af- dráttarlaus, þannig að oft voru gef- andi og fjörugar umræður. Síðast áttum við nokkrar ánægjustundir á árbakkanum, sem ég á eftir að sakna. Samúðarkveðjur sendi ég til ykk- ar, Hulda, Gummi Palli, Dísa og afa- börnin. Blessuð sé minning þín og þakka þér fyrir allt. Þinn bróðir, Guðmundur. Mig langar, Palli, að hripa hér nið- ur nokkrar fátæklegar línur sem hinstu kveðju til þín. Þú varst tæp- um níu árum eldri og ég hef verið að rifja upp mínar fyrstu minningar um þig. Þær eru nokkuð óljósar enda varst þú orðinn unglingur með til- heyrandi ævintýrum og vanda- málum. Byrjaður að vinna „um leið og maður stóð í lappirnar“ eins og þú sagðir mér þegar ég kom í heimsókn til þín upp á spítala, elsti sonurinn, fjölskyldan stór og menn vöndust því að fara snemma að vinna. Þú fórst snemma á sjóinn. Sigldir meðal ann- ars með Hvítanesinu til Ceylon og fórst í gegnum Suez-skurðinn. Ég man að mér fannst þetta rosalega spennandi, sigla á vit ævintýranna, ég var rígmontinn að geta sagt vin- um mínum frá þessu ævintýri þínu, að eiga bróður sem hafði siglt yfir hálfan hnöttinn, það var toppurinn. Þú varst ekki langskólagenginn maður en hafðir skarpan skilning á mönnum og málefnum og skoðun á öllu sem viðkom landsins gagni og nauðsynjum. Ég veit að ég á eftir að sakna þess að geta ekki lengur slegið á þráðinn og karpað við þig um landsmálin, þetta lá allt svo í augum uppi þegar þú hafðir komið með þín rök. Þú varst mjög vinstrisinnaður maður og tókst ætíð málstað þess sem minna mátti sín. Það er gaman að rifja upp stund- irnar á Álfhólsveginum þegar mamma var að karpa við ykkur Gumma um pólitík. Mamma fór yf- irleitt ekki í rúmið fyrr en þú og Gummi höfðuð svona aðeins dregið í land, svona aðeins léð máls á því að hún hefði kannski rétt fyrir sér. Og umræðuefnið var undantekningarlít- ið landsmálin og eilífðarmálin. Svona mun ég minnast þín og svona vil ég minnast þín, því lífið snýst nú allt um pólitík hvort sem manni líkar betur eða verr. Þú reyndist mér alltaf vel. Ef mig vantaði vinnu hérna í gamla daga var bara að tala við þig og þú komst mér í handlang og oftast með þér. Þér féll ekki verk úr hendi og það ævistarf sem þú valdir þér var erfitt en þú kvartaðir aldrei. Kæri bróðir, þín verður sárt sakn- að. Elsku Hulda, Gummi Palli og Berglind, Mary og Páll, megi góður guð styrkja ykkur í sorg ykkar. Far þú í friði. Þinn bróðir, Jón Páll. PÁLL SIGURJÓNSSON Sími 562 0200 Erfisdrykkjur '    , . . ./      -4   ( 5#     3!'2= +           )/ ).< ? 22 & CA ,  *    +.         5     ? !        5 3   + Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar /   68 "D; 68. .   EB 5 3 3    (     *       +     !' 6   6! !' 6   5# >4  6 +
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.