Morgunblaðið - 04.12.2001, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 04.12.2001, Blaðsíða 58
Bandaríkjunum sem menn tengdu svo stíft við allt flug. Áður en haldið var af stað ræddi sr. Pétur Þor- steinsson um jólahaldið og hann og jólasveinar sungu með börnunum. Jólasveinar slógust líka með í för og tóku lagið öðru hverju. Flogið var frá Keflavík sem leið lá norður í Eyjafjörð og rofaði örlít- ið til þegar norðar dró. Innarlega í firðinum lækkuðu Arngrímur Jó- hannsson, flugstjóri og aðaleigandi Atlanta, og dóttir hans Ragnhildur flugmaður flugið. Mátti þá virða Akureyri vel fyrir sér, þar með nokkra Fjörulalla og Brekkusnigla Nærri 300 farþegar í jólasveinaflugi FLUGFÉLAGIÐ Atlanta flaug á sunnudag með nærri 300 farþega Fyrsta flugs félagsins í jólasveina- flug. Áfangastaðurinn var heim- skautsbaugurinn við Grímsey. Ekki var þó lendandi þar á 747-200- breiðþotu Atlanta þótt flugbrautin sé góð – bara ekki nógu löng. Nógu lágt fannst þó sumum flogið. Gunnar Þorsteinsson, formaður félagsins og fararstjóri, sagði þá hugmynd hafa komið upp að bjóða upp á fjölskylduskemmtun í háloft- unum. Um leið væri boðið upp á eitthvað jákvætt í fluginu til að leiða hugann frá hryðjuverkum í Morgunblaðið/jt Gunnar Þorsteinsson, formaður Fyrsta flugs félagsins, var yfirjóla- sveinn í jólasveinafluginu. Atlanta-þotunni stýrðu hins vegar þau feðgin Arngrímur Jóhannsson og Ragnhildur. Jólasveinarnir höfðu ofan af fyrir farþegum á leiðinni. vinstra megin úr vélinni en hægra megin gátu farþegar séð Eyrar- púka, svo gripið sé til óhefðbund- inna nafngifta innfæddra. Allt með kyrrum kjörum í Grímsey Áfram var haldið í lítilli hæð út Eyjafjörð, framhjá Hrísey, Dalvík og Ólafsfirði og stefnan síðan tekin á Grímsey. Fengu farþegar hægra megin fyrst að sjá eyna og flugeld sem skotið var upp og eftir snagg- aralega beygju var vinstri farþeg- um sýnt það sama. Kúrðu húsin undir þunnum snjó og allt virtist með kyrrum kjörum. Við eyna mátti sjá báta á stangli draga björg í bú. Og úr því komið var yfir norð- urheimskautsbaug var nef flestra farþega málað blátt enda kalt í norðrinu. Eftir þetta gátu farþegar virt fyrir sér Siglufjörð og Skagafjörð og stefnan síðan tekin inn Húna- flóa, framhjá Kántríbæ Hallbjörns og suður yfir heiðar á ný. Var lent í dimmviðri á Keflavíkurflugvelli eft- ir hálfs annars tíma ferð sem far- þegar og jólasveinar klöppuðu fyr- ir. Er ekki fráleitt að efnt verði til annarrar slíkrar að ári. FRÉTTIR 58 ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ HELGIN var róleg í miðborg Reykjavíkur, fáir voru á ferli en nokkur ofbeldisbrot voru tilkynnt til lögreglu. Þung færð hafði mikil áhrif á um- ferðina um helgina. Þannig voru aðeins tveir öku- menn kærðir fyrir of hraðan akstur en lögreglu var tilkynnt um 55 umferðaróhöpp þar sem eignatjón varð. Í flestum tilvikum var um að ræða minnihátt- ar meiðsli á fólki og litlar skemmdir á ökutækjum. Lögreglu bárust þónokkrar tilkynningar um helgina vegna aksturs snjósleða. Mikið var um tilkynningar vegna barna sem gerðu sér það að leik að hanga aftan í bifreiðum. Lögreglan hafði tal af nokkrum börnum um helgina vegna þessa og vill hér minna foreldra og for- ráðamenn á að árétta það fyrir börnum sínum hversu hættulegur þessi leikur er, bæði fyrir börn- in og aðra í umferðinni. Hótelgestir gistu fangaklefa Á föstudag var tilkynnt innbrot í skóla í Breið- holti og innbrot í bifreið í miðborginni. Nokkru var stolið á báðum stöðum, m.a. fartölvu. Á föstudagskvöld var tilkynnt um þjófnað á bif- reið í vesturborginni. Ökumaður hafði skilið bifreið eftir í gangi meðan hann skrapp frá augnablik. Óprúttnir náungar sáu sér leik á borði og tóku bif- reiðina ófrjálsri hendi. Varla þarf að minna öku- menn á þá hættu sem þeir bjóða heim með því að skilja bifreiðar eftir opnar og í gangi. Á föstudagskvöld var brotist inn í bifreið í mið- borginni. Miklu af verðmætum var stolið. Í ljósi fjölda innbrota í bifreiðar er vert að ítreka mik- ilvægi þess að ökumenn skilji ekki eftir verðmæti í bílum sínum. Aðfaranótt laugardags var tilkynnt um hótel- gesti sem notað höfðu stolið kort til að greiða fyrir herbergið og aðra þjónustu. Lögreglan handtók gestina sem í stað hótelgistingar fengu að gista í fangageymslu. Þá var tilkynnt innbrot í skóla aðfaranótt mánu- dags. Stuttu seinna var tilkynnt innbrot á bílasölu en litlu var stolið. Spörkuðu í liggjandi mann Aðfaranótt laugardags kom maður á lög- reglustöð og óskaði eftir aðstoð. Málavextir voru þeir að hann hafði verið í samkvæmi í heimahúsi sem endaði ekki betur en svo að ráðist var á hann og komst hann við illan leik út. Hann óskaði eftir aðstoð lögreglu við að sækja eigur sínar sem urðu eftir í íbúðinni. Þá var tilkynnt um tvo menn sem voru að sparka í liggjandi mann. Er lögregla kom á vettvang voru árásarmenn farnir en þeir náðust stuttu seinna og voru handteknir. Sá er fyrir árás- inni varð var fluttur á slysadeild. Þá var maður fluttur meðvitundarlaus á slysa- deild eftir að ráðist hafði verið á hann. Árás- armaður var handtekinn og vistaður í fanga- geymslu. Á sunnudagsmorgun tilkynnti maður að ráðist hefði verið á sig og hann skorinn með hníf. Mála- vextir voru þeir að hann hafði blandað sér í erjur en við það hafði maður dregið upp hníf og veitt honum áverka. Maðurinn var fluttur á slysadeild en meiðsli hans reyndust ekki alvarleg. Um hádegi á sunnudag var lögreglu tilkynnt um átök þriggja manna sem reyndust vera að slást um eignarhald á aukahlut fyrir tölvu. Lögregla lagði hald á hlutinn. Hundur beit bréfbera Um miðjan dag á föstudag var tilkynnt að bréf- beri hefði verið bitinn af hundi. Maðurinn fór á slysadeild en meiðsli hans reyndust ekki alvarleg. Á sunnudag var lögreglu tilkynnt að hundur hefði bitið dreng. Farið var með drenginn á slysadeild. Dagbók lögreglunnar/30. nóvember til 3. desember Allmargar tilkynningar um ofbeldisverk KVÖLDVAKA á aðventu verður hjá Krabbameinsfélagi Hafnarfjarð- ar miðvikudaginn 5. desember kl. 20.30 í Hásölum, Hafnarfjarðar- kirkju. Þórhallur Heimisson prestur les upp úr ný útkominni bók sinni, Ing- unn Hildur Hauksdóttir píanóleik- ari flytur jólalög og Þórhallur mun síðan flytja jólahugvekju. Boðið upp á kaffi og piparkökur, segir í fréttatilkynningu. Kvöldvaka hjá Krabbameinsfélagi Hafnarfjarðar JÓLALAND var opnað í Vetr- argarði Smáralindar laugardag- inn 1. desember. Jólalandið er þorp með upplýstum götum og rjúkandi reykháfum og pipar- kökukaffihúsi. Fram til jóla býður Smáralind upp á margvíslega jóladagskrá til skemmtunar og afþreyingar fyrir alla aldurshópa. Þess má geta að milljónasti gestur Smáralindar kom í verslunarmiðstöðina um helgina. Dagskrána er að finna á www.smaralind.is. Jólaland opnað í Smáralind Milljónasti gesturinn í hús ÞRÓUNAR- og fjölskyldusvið Reykjavíkurborgar í samvinnu við Borgarfræðasetur stendur fyrir morgunverðarfundi miðvikudaginn 5. desember kl. 8.30 á Grand Hótel. Rætt verður um nýja hverfaskipt- ingu Reykjavíkur, áhrif hennar og þá möguleika sem þetta nýja fyrir- komulag býður upp á. Rætt verður um hverfabundna þjónustu, aukið íbúalýðræði og þá reynslu sem þegar hefur fengist af tilraunaverkefni Miðgarðs í Grafarvogi. Framsögumenn: Helgi Hjörvar, Regína Ástvaldsdóttir, Hallgrímur Sigurðssn, Kristín A. Árnadóttir. Fundarstjóri er Magnús Diðrik Baldursson. Þátttaka tilkynnist á netfangið asakolka@rhus.rvk.is. Þátttökugjald er kr. 1.000 og er morgunverður innifalinn, segir í fréttatilkynningu. Sjálfstæðari borgarhverfi TILLAGA sjálfstæðismanna í borg- arstjórn Reykjavíkur um að selja Malbikunarstöðina Höfða hf. var rædd á fundi borgarstjórnar á fimmtudag.Var ákveðið með at- kvæðum meirihlutans að fela starfs- hópi um sölu eigna borgarinnar að kanna hugsanlega sölu. Inga Jóna Þórðardóttir, borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins, mælti fyrir tillögu sjálfstæðismanna og kvað hún þá telja að borgin ætti að vera opin fyrir því að færa verkefni frá borginni til annarra aðila og því væri tillagan lögð fram. Lagt er til að þriggja manna sér- fræðingahópi verði falið að undirbúa söluna og setja fram tillögur um leið- ir og tímasetningar og leggja fyrir borgarráð. Inga Jóna sagði rekstur fyrirtækisins hafa gengið vel þau fimm ár sem það hefði verið á sam- keppnismarkaði undir stjórn Vals Guðmundssonar og með hæfum starfsmönnum. Staða þess væri traust og fyrirtækið öflugt. Kvaðst borgarfulltrúinn vænta þess að sam- staða næðist í borgarstjórn um mál- ið. Helgi Hjörvar, borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans, þakkaði sjálf- stæðismönnum tillöguflutninginn og hlý orð í garð starfsmanna malbik- unarstöðvarinnar. Hann sagði þetta tímamótatillögu af hálfu borgarfull- trúa Sjálfstæðisflokksins því það hefði viljað brenna við að þeir vildu auka þjónustu og leggja á hærri gjöld en ekki viljað til þessa selja eignir. Væri gott eitt um þetta að segja. Hins vegar væru það ekki rétt vinnubrögð að ákveða að selja og kanna svo hvernig það mætti verða. Betra væri að kanna afstöðu starfs- manna til hugmyndarinnar um sölu áður en ákvörðun verður tekin. Flutti Helgi tillögu um að starfshópi um sölu eigna borgarinnar yrði falið að kanna mögulega sölu og áhrif á fjárhagsstöðu borgarinnar, einnig viðhorf starfsfólks, hvernig tryggja mætti samkeppni og hvernig farið yrði með athafnasvæði malbikunar- stöðvarinnar sem kynni að varða Reykjavíkurborg af skipulagsástæð- um. Inga Jóna kvaðst ekki bjartsýn á framgang tillögu um að fela starfs- hópi um sölu eigna málið þar sem hann hefði ekki komið saman lengi. Kvaðst hún líta svo á að bera skyldi upp tillögu sjálfstæðismanna fyrst þar sem hún gengi lengra en tillaga meirihlutans sem væri ný tillaga en ekki breytingartillaga. Bera ætti því nýja tillögu meirihlutans upp að því loknu. Við afgreiðslu málsins úrskurðaði Steinunn Valdís Óskarsdóttir, for- seti borgarstjórnar, að tillaga Reykjavíkurlistans væri breytingar- tillaga við tillögu sjálfstæðismanna og því skyldi hún borin upp á undan. Inga Jóna andmælti því en sagði að úrskurðarvaldið væri forseta. Benti Steinunn Valdís á að í tillögunni sem Helgi Hjörvar hefði borið upp væri orðalagið „orðist svo“ sem skoða ætti sem breytingartillögu og með rökum skyldi hún borin upp á undan. Var tillaga meirihlutans samþykkt. Kanna sölu malbikunarstöðvar LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir vitnum að tveimur árekstrum. Við Bragagötu 22 var ekið á vinstri framhurð bifreiðarinnar YS-505, sem er Mitsubishi Colt, hvít fólksbifreið, þar sem hún stóð kyrr og mannlaus. Er talið að það hafi átt sér stað á tímabilinu frá kl. 18.30 þann 28. nóvember til kl. 14.00 þann 30. nóvember. Við Jörfabakka var ekið á vinstri framhurð bifreiðarinnar VN-302, sem er Honda, rauð fólksbifreið, þar sem hún stóð kyrr og mann- laus. Er talið að það hafi átt sér stað frá kl. 19.00 þann 30. nóv- ember sl. til kl. 16.30 þann 1. des- ember. Í báðum þessum tilfellum fóru tjónvaldar af vettvangi án þess að tilkynna það hlutaðeigendum eða lögreglu og eru því þeir eða aðrir sem geta gefið frekari upplýsingar beðnir að snúa sér til umferðar- deildar lögreglunnar í Reykjavík. Lýst eftir vitnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.