Morgunblaðið - 19.03.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.03.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ LJÓST er að litlu mátti muna að banaslys yrði í Esjunni á laug- ardagskvöld þegar tveir fjall- göngumenn á þrítugsaldri lentu í snjóflóði ofarlega í fjallinu og slös- uðust mikið. Flóðið varð vestantil í Þverfellshorni, á sama stað og tveir menn fórust í snjóflóði í mars 1978. Ekki er ljóst hversu stórt flóðið var að þessu sinni en fyrstu vísbend- ingar gefa til kynna að tungan úr flóðinu hafi verið 4 metra breið og eins metra þykk. Um upptökin er ekkert vitað enn. Sérfræðingar frá Veðurstofu Íslands fara í dag á vettvang og mæla flóðið. Sam- kvæmt upplýsingum Veðurstof- unnar er talið að snjóflóðahætta sé enn til staðar í Esjunni og er fólk hvatt til að fara varlega. Annar fjallgöngumannanna hlaut alvarleg innvortis meiðsl og var lagður inn á gjörgæsludeild en var útskrifaður þaðan fljótlega og er nú á skurðdeild sjúkrahússins ásamt félaga sínum. Líkamshiti þeirra var kominn niður í 33–34 gráður þegar þeim var bjargað og annar þeirra hafði misst 4,5 lítra af blóði við komu á sjúkrahúsið. Þeim tókst að hringja eftir hjálp úr GSM-síma og liðu aðeins 48 mín- útur þangað til félagar í neyð- arsveit Slökkviliðs höfuðborg- arsvæðisins voru komnir til þeirra. Sköpum skipti að áhöfn á TF-LÍF þyrlu Landhelgisgæslunnar komst á loft án nokkurs undirbúningstíma enda var þyrlan nýlent við Land- spítalann í Fossvogi með sjúkling úr slysi við Laufafell. Björgunarsveitir Slysavarna- félagsins Landsbjargar á höf- uðborgarsvæðinu voru kallaðar út kl. 19.44, auk slökkviliðs og lög- reglu, og fóru um 50 björg- unarsveitamenn á um 10 öflugum jeppum á slysstað. Hluti þeirra gekk á slysstað frá bílastæðinu við Mógilsá ásamt því að einnig var keyrt með björgunarsveitarmenn upp hlíðar Esjunnar. Seinustu björgunarsveitarmenn komu niður í Esjunni um kl. 23 og voru þá með bakpoka og búnað mannanna með sér. Var alveg niðurgrafinn Fjallgöngumennirnir, Jón Þór Ragnars og Helgi Þorgilsson, voru tveir á ferð í fjallgöngunni og gengu upp að Þverfellshorni. Þeir eru vanir fjallgöngum og hafa oft- sinnis farið á Esjuna hvort heldur er að vetri eða sumri. Snjóflóðið féll þegar þeir voru á niðurleið en þá gekk Jón Þór á undan Helga niður brekku sem þeir völdu sér á bakaleiðinni. Helgi varð var við sprungu sem myndaðist aftan við sig en þá var snjóflóðið að fara af stað. Ekki er ljóst hversu langt þeir runnu niður með flóðinu, sem lék þá mjög illa áður en þeir stöðv- uðust. „Jón var alveg niðurgrafinn og komst ekki upp úr flóðinu af sjálfs- dáðum,“ sagði Helgi við Morg- unblaðið í gær. „Ég var ofar í flóð- inu og gat skriðið upp úr því.“ Helgi aðgætti farsíma sinn til að tilkynna um slysið en þá kom í ljós að síminn hafði brotnað. Hann sá ekki félaga sinn í fyrstu þegar hann reis upp úr flóðinu en sá síðar hvar Jón Þór kastaði snjó með lausu hendinni. Helga tókst að grafa Jón Þór upp að hluta, náði í síma hans og hringdi eftir aðstoð. 48 mínútum seinna voru tveir fé- lagar úr neyðarsveit Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins komnir til þeirra ásamt tveimur áhafn- armeðlimum af þyrlu Landhelg- isgæslunnar. Fjórir neyðarsveit- armenn SHS komu síðar á neyðarbíl SHS og voru fluttir af þyrlunni upp í fjallshlíðina þaðan sem gengið var til hinna slösuðu. Jón Þór var borinn niður á sjúkra- börum en Helgi gekk með stuðn- ingi björgunarmanna niður í þyrl- una sem flutti þá á Landspítalann. Björgunarmenn sögðu Helga hafa unnið ótrúlegt þrekvirki með því að ganga niður í þyrluna en það tók um 30 mínútur. Helgi sagði gönguna hafa verið erfiða enda þjáðist hann þá talsvert af innvort- is blæðingum. Við komuna á sjúkrahúsið hafði hann misst 4,5 lítra af blóði. Þeir félagar hafa aldrei fyrr lent í slysi af þessu tagi og Jón Þór lýsti snjóflóðareynslunni þannig: „Það kemur einhver kraftur og tekur þig,“ sagði hann. „Mér leið eins og jörðinni hefði verið kippt undan mér,“ lýsti Helgi fyrir Morgunblaðinu. Þeir hafa ekki enn áttað sig hversu langt þeir runnu niður með flóðinu. Jóni tókst að hreinsa snjó frá andlitinu með vinstri hendi sinni sem ekki grófst í flóðið og skömmu síðar kom Helgi og gróf meira frá honum. Þegar björgunarmenn SHS komu og byrj- uðu að moka hann upp sagðist Jón Þór hafa verið rólegur meðan á björgunaraðgerðunum stóð. „Rosalega snöggir að koma“ „Tímaskynið var ekki mikið en mér fannst þeir rosalega snöggir að koma,“ sagði hann. Tilkynning um slysið kom kl. 19.36 frá Helga. Þá var áhöfn á TF- LÍF að koma til lendingar á Land- spítalanum í Fossvogi með sjúkling úr bílslysi við Laufafell. Farið var í björgunarflugið upp í Esjuna kl. 19.55. Þyrlan flaug að Þverfelli og kom áhöfnin þá auga á Helga og Jón Þór í gilskorningi mjög of- arlega í fjallinu. Þyrlunni var lent á stalli í hlíðinni og fóru tveir úr áhöfn þyrlunnar ásamt tveimur fé- lögum úr SHS gangandi síðasta spölinn. Sóttist gangan fremur seint vegna klaka og djúpra skafla. Klukkan 20.24 voru fyrstu menn komnir til þeirra og búið var að bjarga þeim úr flóðinu kl. 20.39. Jón Þór sat fastur þegar björg- unarmenn komu að honum og los- uðu hann upp. Helgi, sem var illa haldinn og gat ekki komið félaga sínum til bjargar, sagði það hafa verið erfiðar mínútur þegar hann áttaði sig á því að síminn hans var brotinn og að hann gæti ekki kom- ist af sjálfsdáðum niður af fjallinu. Hann fékk alvarlega kvið- arholsáverka en miltað í honum rifnaði og annað lungað fylltist af blóði. Klukkan 21.13 voru sjúkling- arnir komnir um borð í þyrluna og og lenti hún með þá klukkan 21.22 við Landspítalann í Fossvogi. Jón Þór reyndist mjaðmagrind- arbrotinn auk annarra áverka og átti hann að fara í aðgerð í gær. Þórður Bogason hjá neyðarsveit SHS sagði frammistöðu þyrluá- hafnarinnar hafa verið glæsilega og fullyrti að viðbrögð hennar hafi bjargað mannslífum í aðgerðinni. „Í þessu tilviki er Landhelg- isgæslan fyrst á vettvang, því áhöfn þyrlunnar var tilbúin í loftið á mínútunni,“ sagði Þórður. Við þetta bætti starfsfélagi hans, Óli Ragnar Gunnarsson: „Ef áhöfnin hefði verið stödd heima hjá sér þegar útkallið kom, hefði það tekið hálftíma að fara í loftið. Í þessu til- viki var áhöfnin á staðnum, við Landspítalann, og komst af stað tafarlaust. Þetta skipti sköpum fyr- ir björgunaraðgerðirnar. Það er engin spurning að það er alveg ótrúlegt að fyrsti björgunarmaður skuli vera kominn á vettvang að- eins 48 mínútum eftir útkall.“ „Við hefðum ekki gert margt ef ekki hefði notuð stuðnings neyð- arsveitarinnar,“ sagði Friðrik Höskuldsson stýrimaður á TF-LÍF. „Það var líka ómetanlegt að vita af björgunarsveitunum sem komu til jafnframt til aðstoðar,“ sagði hann. Helgi og Jón Þór vildu koma á framfæri kæru þakklæti til SHS, Landhelgisgæslunnar, björg- unarsveita, starfsliðs Landspítalans og allra sem aðstoðuðu við björgun þeirra. Fjallgöngumaður missti 4,5 lítra af blóði eftir áverka af völdum snjóflóðs í Esjunni Morgunblaðið/Jón Svavarsson Komið var með hina slösuðu á Landspítalann kl. 21.22 á laugardagskvöld, tæpum tveimur tímum eftir útkallið. „Leið eins og jörðinni hefði verið kippt undan mér“ Um 30 mínútna gangur var frá slysstað í þyrluna og er annar hinna slös- uðu talinn hafa unnið mikið þrekvirki með því að ganga að þyrlunni. Morgunblaðið/Júlíus                   !        !"!!#  ! # " !# $ Tveir fórust á sama stað árið 1978 „ÉG GET alveg viðurkennt það að ég var skítlogandi hræddur,“ sagði Smári Sigurðsson, yfirmaður alþjóða- deildar hjá Ríkislögreglustjóra, er hann lýsti flugatviki Flugleiðaþotu við Gardermoen-flugvöll við Ósló 22. janúar. Smári var meðal farþega og kvaðst hann hafa haldið að síðasta stund sín væri runnin upp, vélin hefði greinilega lækkað flugið það mikið að ekki gæti verið langt eftir í jörð. „Annars var ég ekkert sérstaklega að hugsa um flugið. Ég var að lesa, flugvélin búin að lækka flugið og farin að hægja mjög á sér og mér finnst hún hljóti að hafa verið mjög nálægt því að lenda,“ segir Smári og síðan var henni gefið afl og hún látin hækka sig. „Eins og mér finnst þetta hafa verið þá dettur hún beint niður og þetta endurtekur sig, að hún fellur tvisvar mjög hratt. Maður losnaði al- gjörlega frá sætinu og hékk bara í beltinu og það var eins og andlitið færi allt uppá við. Þegar þetta gerðist í seinna skiptið fannst mér þetta standa svo lengi að tilfinning mín var sú að við gætum ekki verið komin nógu hátt til að hún gæti lækkað mikið meira. Það er ekk- ert launungarmál að ég var alveg skítlogandi hræddur og var búinn að segja við sjálfan mig, nú er þetta að gerast, þetta er mitt síðasta.“ Smári segir það ekkert hafa farið milli mála að vélin hrapaði mjög skarpt þar sem allt lauslegt hafi verið á ferð og flugi og gubbast hafi uppúr klóesettum sem gerist ekki nema í harkalegum hreyfingum. Þá segist Smári hafa gert sér mjög vel grein fyrir því hversu gríðarlegt afl sé í þot- um sem þessum þegar hún er rétt úr dýfunni. „Þá pressast maður aftur í sætinu og öllu er beitt til að ná henni í bratt klifur,“ segir Smári og segir að eftir að hafa fallið tvisvar hafi vélinni verið lent eðlilega nokkrum mínútum eftir atvikið. Fannst flugfreyjur standa sig vel Smári hélt áfram til Stokkhólms með vélinni og sagði hann það ekki hafa verið erfitt. Þá kvaðst hann að- spurður einnig hafa flogið fjórum sinnum síðan og ekki verið beygur í sér við það. „Ég lít þannig á að maður lendi ekki í mörgum flugslysum, það hljóta að vera takmarkaðar líkur á því,“ sagði Smári. „Mér fannst flug- freyjurnar standa sig vel og öll við- brögð þeirra til fyrirmyndar og ekk- ert undan því að kvarta. Flugstjórinn sagði okkur á leiðinni til Stokkhólms að þeir hefðu hætt við lendingu af því að þeir hefðu talið að bilun væri í mælitækjum en að öðru leyti voru far- þegar ekki upplýstir og þeir sem fóru frá borði í Noregi fengu ekki þessa skýringu flugstjórans.“ Meðan á dvölinni í Ósló stóð voru farþegar í fyrstu beðnir að bíða í vél- inni eins og venjan er við viðkomu þar áður en haldið er til Stokkhólms. Þeg- ar í ljós kom að þrífa þyrfti vélina voru farþegar hins vegar beðnir um að fara inní flugstöðina. Smári Sigurðsson var einn af farþegum í Flugleiðaþotunni í atvikinu við Gardermoen Hélt að síðasta stund sín væri runnin upp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.