Morgunblaðið - 19.03.2002, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 19.03.2002, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Guðjón GunnarJóhannsson fæddist á Skjaldfönn í Nauteyrarhreppi í Norður-Ísafjarðar- sýslu 15. júní 1910. Hann lést á Land- spítalanum – há- skólasjúkrahúsi við Hringbraut 7. mars síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Jóhann Jens Matthías Ás- geirsson Skjalddal, bóndi á Skjaldfönn, f. 22.1. 1885, d. 9.2. 1956, og Jóna Sigríð- ur Jónsdóttir, húsfreyja og ljós- móðir í Nauteyrarhreppi, f. 2.8. 1882, d. 9.8. 1963. Systkini Guðjóns eru: Aðalsteinn, bóndi á Skjald- fönn, f. 16.5. 1909, d. 1.12. 1993; Magnús, rafeindavirki og fyrrv. starfsmaður Alþingis, f. 3.9. 1912, d. 15.9. 1997; Ásgerður Rósa, hús- freyja á Ármúla í Nauteyrar- hreppi, f. 23.3. 1915, d. 9.9. 1990; Karen Ólafía, fyrrv. starfsmaður Búnaðarbanka Íslands, f. 19.4. 1918; Kristján, verkamaður og fyrrv. starfsmaður Dagsbrúnar, f. 25.9. 1919; Halldór Valgeir húsa- smíðameistari, f. 3.4. 1921; Ást- hildur Sigurrós, húsfreyja í Heimabæ í Arnardal, f. 13.6. 1923, d. 19.04. 1998. Hálfsystir Guðjóns, samfeðra, var Guðrún, f. 5.8. 1914, d. 2.2. 1987, lengst af búsett á Kirkjubóli í Nauteyrarhreppi. Guðjón kvæntist 26.4. 1941 Krist- ínu Jónasdóttur, verkakonu og 1947, gift Guðmundi Óskarssyni endurskoðanda og eru börn þeirra Berglind, f. 17.2. 1966, Íris, f. 4.7. 1972, og Guðjón Óskar, f. 3.10. 1975; Arnar Hákon, bifvélavirkja- meistari og starfsmaður Bifreiða- skoðunar Íslands, búsettur í Kópa- vogi, f. 19.11. 1949, kvæntur Ólafíu Guðfinnu Pálsdóttur hjúkrunar- fræðingi og eru synir þeirra Páll, f. 31.8. 1970, Gunnar Örn, f. 3.4. 1975, og Karvel Þór, f. 4.3. 1977; Jóhanna Sólborg, iðnverkakona í Reykjavík, f. 29.10. 1951, gift Agli Júlíusi Jacobsen bílaviðgerðar- manni, og eru börn þeirra Úlfar, f. 3.12. 1974, Lillian, f. 16.9. 1977, og Kristín Björk, f. 19.12. 1982; Guð- jón Kristinn, rafeindavirkjameist- ari í Reykjavík, f. 13.2. 1956, kvæntur Guðnýju Eddu Gísladótt- ur verslunarmanni og eru synir þeirra Gísli Valur, f. 13.10. 1979, og Kristinn Helgi, f. 3.3. 1985. Guðjón ólst upp á Skjaldfönn og var í barnaskóla á Melgraseyri og stundaði nám við Héraðsskól- ann í Reykjanesi. Hann stundaði landbúnaðarstörf á Skjaldfönn og var á vertíð, m.a. í Njarðvík, en flutti um þrítugt til Ísafjarðar þar sem hann var til sjós og stundaði aðra vinnu sem til féll. Hann flutti síðan til Reykjavíkur 1948. Þar stundaði hann fyrst verkamanna- vinnu á Eyrinni, var því næst í byggingarvinnu og starfaði síðan hjá Agli Vilhjálmssyni við bílavið- gerðir og bílasmíðar til 1956. Þá hóf hann nám í húsasmíði, fjörutíu og sex ára, og starfaði síðan að námi loknu við húsasmíðar fram yfir sjötugt. Útför Guðjóns Gunnars Jó- hannssonar fer fram frá Áskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. húsmóður, f. 2.12. 1916. Hún er dóttir Jónasar Helga Sveins- sonar, á Borg í Reyk- hólasveit, f. 1877, d. 1943, og Kristínar Guðmundsdóttur hús- freyju, f. 1884, d. 1927. Börn Guðjóns og Kristínar eru Kristín, verslunarmaður í Reykjavík, f. 14.8. 1941, gift Ögmundi Guðmundssyni raf- virkjameistara og eiga þau þrjú börn, Guðjón Gunnar, f. 18.2. 1960, Sólveigu Jónu, f. 27.7. 1964 og Guðmund Kristin, f. 13.5. 1980; Jónas Helgi, húsasmíða- meistari og húsvörður á Bifröst í Borgarfirði, f. 28.3. 1943, kvæntur Ebbu Unni Jakobsdóttur, og eiga þau saman einn son, Jónas Helga, f. 19.12. 1981, auk þess sem Jónas á tvö börn með fyrri konu sinni, Þór- dísi Óskarsdóttur, Kristínu, f. 19.3. 1963, og Steinþór Svavar, f. 7.5. 1964, en Ebba á fjögur börn með fyrri manni sínum, Jóhanni Ein- arssyni, þau Margréti Indíönu, f. 27.11. 1961, Ingiberg, f. 30.11. 1964, Björn Anton, f. 26.6. 1966, og Einar Jóhann, f. 25.5. 1973; Sigur- björg, verslunarmaður í Mos- fellsbæ, f. 8.6. 1946, gift Sveini Árnasyni verktaka og eru börn þeirra Brynjar Örn, f. 25.10. 1971, Eva Björk, f. 25.6. 1976, og Anna Rún, f. 6.2. 1984; Ólöf Ingibjörg, matráðskona í Hafnarfirði, f. 23.9. Ég kynntist tengdaforeldrum mínum, Guðjóni og Kristínu, fyrst árið 1959. Hafði ég þá skömmu áður kynnst elstu dóttur þeirra, Kristínu. Um þetta leyti var Guðjón að byggja á Hrísateignum og jafnframt að læra húsasmíði hjá Halldóri bróð- ur sínum, nærri fimmtugur að aldri. Ég dáðist snemma að dugnaði hans. Hann vann sjálfur allt múrverk auk smíðanna og fórst það afar vel úr hendi. Ég minnist þess með þakklæti þegar Guðjón hvatti og studdi mig og fleiri unga menn árið 1964 til að sækja um lóð fyrir stigahús í Hraunbæ. Þessi hvatning hans lagði grunninn að okkar fyrstu íbúðareign og fyrir það er ég þakklátur. Guðjón sat aldrei auðum höndum. Gilti þá einu hvort um væri að ræða smíðar sumarhúsanna Kuldakletts og Skjaldborgar í Skjaldfannardal eða við Vatnsenda í nágrenni Elliða- vatns. Þar áttum við margar ánægjustundir, hvort sem var við kartöflurækt eða grillið að afloknu góðu verki. Nú síðustu árin hélt iðjusemin áfram allt til síðasta dags. Þá sat Guðjón löngum stundum við að hnýta línutauma og ég held að hann hafi prjónað tátiljur á alla meðlimi fjölskyldunnar, um 60–70 manns. Hugur Guðjóns var jafnan að stórum hluta vestur við Ísafjarðar- djúp. Ef veðrið barst í tal vildi hann vita hvernig veðrið væri fyrir vestan. Guðjón og Kristín voru oftar en ekki með í för þegar við hjónin fór- um vestur í Kuldaklett og síðar Skjaldborg í Skjaldfannardal. Þar stunduðum við silungsveiði og ber- jatínslu af miklum áhuga undir öruggri og styrkri handleiðslu Guð- jóns. Þar áttum við okkar bestu stundir. Þegar kom að því að segja sögur úr sveitinni var Guðjón jafnan í ess- inu sínu. Hann var gæddur sérstakri frásagnargleði og var búinn miklum hæfileikum þegar kom að því að greina frá skemmtilegum sögum, hvort sem var af sveitungum sínum eða kennileitum æskustöðvanna. Greindi Guðjón oftar en ekki frá með gamansömum hætti svo mikið var hlegið. Ég vil þakka fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynnast sómamann- inum Guðjóni frá Skjaldfönn og Kristínu konu hans og átt samleið með þeim. Elsku Stína mín. Ég bið guð að styrkja þig og fjölskyldu þína á þess- ari sorgarstundu. Ögmundur Guðmundsson. Fallinn er í valinn mikill sóma- maður; Guðjón Gunnar Jóhannsson frá Skjaldfönn, tæplega níutíu og tveggja ára að aldri. Kraftarnir voru þrotnir og skrokkurinn allur að gefa sig, en andlegi krafturinn var í góðu lagi og uppgjöf var ekki í hans huga. Þó gerði Guðjón sér vel grein fyrir að komið var að leiðarlokum. Guðjón lifði langa og viðburðaríka ævi. Hann mundi t.d. eftir Kötlugos- inu 1918, heyrði drunurnar vestur í Djúp, sá öskustrókinn og mundi svarta skán yfir snjónum af ösku- falli. Hann mundi vel eftir frosta- vetrinum mikla árið 1918 þegar frostið fór yfir 30°. Hann minntist þess vel þegar Skjaldfannarbærinn var á kafi í snjó og ekki birtu að fá inn í bæinn vikum og mánuðum sam- an, þegar grafa þurfti niður 20 þrep til að komast í bæjarlækinn eftir vatni fyrir fénaðinn, þegar moka þurfti sig út úr bænum á hverjum degi vikum saman, þegar rjúpurnar frusu í hel og bóndinn, pabbi Guð- jóns, og vinnumennirnir fundu ekki útihúsin fyrir snjó og urðu að fara út bundnir í reipi því byljirnir voru svo miklir, þegar tvö snjóflóð féllu sitt hvorum megin við bæinn og jörðin og túnin voru öll krosssprungin af frosti er snjóa leysti. Og svona var þetta víst fyrir vestan flesta vetur að meira eða minna leyti og þurfti ekki sérstakan frostavetur til. Á sumrum getur þó orðið ægifagurt við Djúp og Sigvaldi Kaldalóns tónskáld sem var læknir á Ármúla, sem er næsti bær við Skjaldfönn, mun hafa samið mörg sín fegurstu lög við hughrif fegurðarinnar í Skjaldfannardal og í Kaldalóni sem er næsti dalur við Skjaldfannardal. – En aldrei gat Guðjón gleymt þeirri dýrð og þeirri dásemd sem honum fannst þessi staður búa yfir og mestu vonbrigði lífsins fyrir Guðjón voru þau að geta ekki orðið bóndi á Skjaldfönn við Ísafjarðardjúp. Elsti bróðirinn tók við búinu og Guðjón varð að flytja burt. En römm er sú taug sem rekka dregur heimatúna til. Vestfirðirnir, Djúpið og Skjaldfannardalurinn voru í huga Guðjóns öllum stundum. Hann keypti gamalt veiðihús ásamt systkinum sínum sem þau létu flytja í Skjaldfannardal þar sem þau byggðu við og gerðu upp. Undi þar í öllum sínum fríum. Reisti sjálfur sumarbústað ásamt börnum og tengdabörnum á jörðinni sem hann unni og erfði eftir foreldra sína, þótt undarlega innrættir menn reyndu að koma í veg fyrir þá smíði, ræddi við sína nánustu um veðrið fyrir vestan, spurði um berjavísa, en berjatínsla var honum mikið hjartans mál, spurði sífellt fregna að vestan, hvernig gekk veiðin, hvernig voru vegirnir, er byrjað að slá, hittirðu einhvern sem ég þekki, ætlarðu ekki að fara vestur í sumar? Meira að segja hóaði hann stundum upp úr svefni, þá var hann í draumum sín- um fyrir vestan í smalamennsku. En sá sem öllu ræður bætti Guðjóni upp vonbrigðin með að verða ekki bóndi á Skjaldfönn, hann færði honum eig- inkonuna, hana Kristínu Jónasdótt- ur og börnin þeirra sjö. Undirrit- aður telur að það hafi verið góð skipti. Sjálfur bætti Guðjón sér að ein- hverju leyti upp flutninginn úr sveit- inni þegar hann keypti sér, á efri ár- um, sumarbústað við Vatnsenda. Þar fékk hann útrás fyrir bóndann sem bjó innra með honum, lagfærði girðingar, dyttaði að bústaðnum, ræktaði, gróðursetti, sló með orfi og ljá, setti niður kartöflur og var við útiverk alla daga frá því snemma á vorin og langt fram á haust. Setti ekki bara niður kartöflur fyrir sig, heldur líka fyrir þau börn sín sem ekki höfðu skilning á mikilvægi kart- öfluræktunar og tók upp fyrir þau um haustið. En bústaðurinn var, öðrum þræði, fjölskyldumiðstöð þeirra hjóna Guðjóns og Kristínar. Þangað streymdu stöðugt, allt sum- arið, börnin, barnabörnin og mak- arnir, vinir og kunningjar, ættmenni og allir sem vildu vera innan um gott fólk og þiggja kaffi og kökur. Og alltaf voru allir velkomnir og aldrei leið Guðjóni betur en þegar fullt var út úr dyrum af gestum. Gestrisnin var þeim heiðurshjónum eðlislæg. Guðjón var mikill gæfumaður. Hann fór áfallalítið í gegnum lífið, eignaðist einstaka mannkostakonu fyrir eiginkonu, sem hann var sam- vistum við í vel yfir sextíu ár og fékk að búa með fram á sinn síðasta dag. Eignaðist sjö heilbrigð börn sem öll eru á lífi og bera foreldrum sínum fagurt vitni. Sjálfur var Guðjón alla tíð heilsuhraustur. Veraldlegum auði safnaði hann ekki en átti í þess stað auð sem mölur og ryð fá ekki grandað, leið aldrei skort því dugn- aður hjónanna og nægjusemi gerði þeim kleift að hafa ætíð nóg fyrir sig og sína og ágirnd og öfund var ekki til í fari hans né eiginkonunnar. Unni lífinu og landinu, gróðrinum, dýrum og fann sárlega til með þeim sem órétti voru beittir og lítils máttu sín. Guðjón getur nú að leiðarlokum glaður og sáttur litið yfir æviverkið sitt með stolti og góðri samvisku. Honum tókst svo sannarlega vel til um ævina. Fyrir vestan fannst honum að hlutirnir gerðust. Guðjón horfðist eitt sinn í augu við ísbjörn, níu ára gamall, þegar hann var að leita að týndum rollum. Í fyrstu trúði enginn frásögninni og afgreiddu ísbjarnar- sögu Guðjóns sem leti og afsökun fyrir að þurfa ekki að leita að týndu rollunum, en fljótlega fannst nætur- bæli sem bangsi hafði gert sér og il- fetaför eftir björninn. Fóru þá að renna tvær grímur á fólk. Seinna um veturinn var svo ísbjörn drepinn í Skjaldabjarnarvík við Geirólfsnúp á Ströndum, hinum megin við Djúp. Líklegt var talið að þar hafi verið á ferðinni sama dýrið og að það hafi komið með ísjaka frostaveturinn mikla. Guðjón bjargaði líka einu sinni lífi eldri bróður síns, Aðal- steins, þegar hann lyfti ofan af hon- um bjargi sem hafði runnið með skriðu ofan á Aðalstein svo hann var kominn að köfnun, en Guðjón var heljarmenni að burðum á yngri ár- um. Guðjón var tengdafaðir minn og kynni okkar stóðu í hartnær fjörutíu ár. Allan þann tíma – ekki í eitt ein- asta skipti – bar skugga á þessi kynni. Það þykir eflaust einhverjum, sem til þekkir, ótrúlegt að undirrit- uðum hafi aldrei tekist að koma Guð- jóni úr jafnvægi með athöfnum sín- um og orðum en lyndiseinkunn Guðjóns var mjög sérstök og sterk. Honum var ekki gefið að eiga í úti- stöðum við nokkurn mann, honum líkaði við alla, bar öllum vel söguna, var einstaklega blíðlyndur og hlýr, sá alltaf góðu hliðarnar á mönnum, talaði ekki illa um fólk, var ljúfur og hægur. Þó var Guðjón ekki skoðana- eða skaplaus en kaus að beina skap- inu frekar að vinnunni og kappinu og dugnaðinum sem var honum í blóð borin, heldur en að samferðarfólki sínu. Vinnan var Guðjóni mikils virði, ekki bara launavinna heldur öll vinna hverju nafni sem nefndist. Var iðinn og eljusamur og hamaðist í vinnu allt sitt líf. Á efri árum hnýtti hann öngla á línutauma og gerði það af miklu kappi og lagði mikinn metn- að í verkið þótt tímalaunin væru lægri en í unglingavinnunni. Það skipti Guðjón ekki öllu hvað greitt var fyrir verkið – hitt var mikilvæg- ara að verkið væri fljótt og vel unnið og að sómi væri að. Ekkert líf er án dauða, enginn dauði án lífs segir á góðum stað. Þetta segir okkur að dauðinn er inni- falinn í lífinu – fram hjá því verður ekki horft, og sá sem þiggur líf af skapara sínum þiggur jafnframt dauðann af þeim sama. Og eigum við sem eftir lifum að vera svo döpur við fráfall ástvinar? Sannkristnir menn trúa á líf eftir dauðann. Þeir sem trúa á upprisuna trúa á sigur lífsins yfir dauðanum og eiga því ekki að líta á dauðann sem endalok sam- verustundanna heldur biðtíma –þótt söknuðurinn sé sár. Guðjón Gunnar Jóhannsson frá Skjaldfönn er farinn á undan okkur til Austursins eilífa, laus við líkamann sem ekki var leng- ur til neinna verka, hittir fyrir hin- um megin gengna ástvini og hefst handa við að taka á móti okkur hin- um sem förum sömu leið fyrr eða síðar – undan því verður ekki vikist. En þessi vísu orð segja okkur einnig annað, ekki síður mikilvægt, að á undan dauða Guðjóns var líf hans. Og fyrir það líf getum við verið þakklát. Allir sem kynntust Guðjóni urðu betri menn við þau kynni. Ást- vinir hans fengu að hafa hann hjá sér í yfir níutíu og eitt ár og fyrir það skal þakkað því það voru forréttindi að eiga Guðjón fyrir vin og samferð- armann. Öllum leið vel í návist hans, samferðarmenn Guðjóns fundu hlýju hans og blíðu og kímni hans og gott skap léttu mönnum lífið. Ég þakka forsjóninni fyrir að hafa leitt okkur Guðjón Gunnar Jóhannsson frá Skjaldfönn saman í gegnum dótt- ur hans – sem er sami mannkosta- maðurinn og hann sjálfur – og átt hann að vini í tæp fjörutíu ár. Ég vil líka þakka honum fyrir það sem hann veitti frumburði okkar hjóna, henni Berglindi, þar fór saman skil- yrðislaus og fölskvalaus ást afa og afastelpu. Að lokum votta ég öllum þeim sem nú syrgja vininn sinn, mínar dýpstu samúðarkveðjur og bið algóðan guð að styrkja okkur öll í söknuðinum og sorginni. Blessuð sé minning góðs drengs, Guðjóns Gunnars Jóhannssonar. Guðmundur Óskarsson. Elsku afi minn. Við fráfall þitt leita á hugann öll fegurstu lýsing- arorðin sem prýtt geta einn og sama manninn. Ljúfmennska, samviskusemi, vandvirkni, heiðarleiki og iðjusemi. Þessu skartaðir þú í ríkum mæli og ríkari en ég hef áður þekkt. Þú varst mér traustur vinur og trygglyndi þitt og traust vinátta átti sér engin takmörk. Þessum kostum þínum kynntist ég ungur að aldri á Hrísateignum. Þá stundaðir þú smíðar af miklu kappi í bílskúrnum á Hrísateignum. Ég, sex ára snáðinn, fékk í fyrstu að fylgjast með af áhuga. Fyrr en varði laumaðir þú til mín spýtu og þá varð ekki aftur snúið. Áhuginn varð síðar svo mikill við smíðarnar að verk- stæðið mitt barst út í kjallaratröpp- urnar sem fengu það óþvegið hjá afastráknum sem hitti ekki alltaf naglann á höfuðið. Þó að tröppurnar tækju miklum útlitsbreytingum til verri vegar tókst þú því með miklu jafnaðargeði eins og þín var von og vísa. Aldrei hrökk af vörum þínum styggðaryrði þótt smíðatilburðir mínir skiluðu litlu öðru en skemmd- um tröppunum. Margar eru minningarnar sem leita á hugann. Ég átti heima í kjall- aranum á Hrísateignum og laumað- ist oft upp til þín og ömmu. Oft og iðulega fékk ég hjá þér mola og þú gerðir ekki athugasemdir þótt ég dýfði honum í kaffibollann þinn. Það var síðan toppurinn á öllu saman þegar amma fór í eldhússkápinn og færði mér súkkulaðimola. Þú varst mikill dugnaðarforkur, heljarmenni að burðum og vandvirk- ur svo af bar. Hugurinn var stór og húsbyggingar og viðhald vöfðust ekki fyrir þér. Bygging sumarhúss- ins í Skjaldfannardalnum fannst þér ekki tiltökumál og þar fórst þú fremstur í flokki. Verk þín báru handbragði þínu og vandvirkni fag- urt vitni. Þegar kom að viðhaldi húsanna litu natni þín og elja dags- ins ljós. Naust þú þess þá jafnan að dytta að hinu og þessu við undirleik náttúrunnar. Þú varst einstakt náttúrubarn. Ég fékk snemma að kynnast því. Þegar ég fluttist til Íslands eftir skamma dvöl í Bandaríkjunum varst þú sami góði afinn og áður. Breytingar höfðu átt sér stað í lífi mínu eins og gengur þegar menn stofna fjölskyldur. Þú breyttist hins vegar lítið. Varst alltaf sami viskubrunnurinn og barst alltaf hag þíns fólks fyrir brjósti. Virðing þín fyrir náttúrunni kom glöggt í ljós þegar þú ásamt börnum þínum byggðir sumarbústaðinn í Skjaldfannardalnum. Bústaðnum var ákveðinn staður ofarlega í kjarrivaxinni hlíðinni. Ekki kom til greina að spilla náttúrunni með lagningu vegar og allt efnið borið á bakinu að byggingarstað. Síðar og þegar ljóst var hve umferð yrði mikil að bústaðnum samþykktir þú lagn- ingu vegarins. En mjórri gat hann varla verið. Snemma beygist krókurinn og varla gat það farið á annan veg en ég fengi áhuga á veiðiskap. Stórkost- legar sögurnar af rjúpnaveiðinni í Skjaldfannardal gátu auðvitað ekki annað en smitað út frá sér og vakið áhuga borgarbarnsins. Sumar sög- urnar reyndar svo stórkostlegar að amma spurði mig stundum hvort ég tryði því virkilega sem gamli mað- urinn væri að segja. Sögurnar áttu sér lítil takmörk og ég á þér mikið að þakka hvað veiðiskapinn varðar. Samverustundir okkar fyrir vest- an líða mér aldrei úr minni. Þú gerð- ir þér far um að leiða mig í allan GUÐJÓN GUNNAR JÓHANNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.