Morgunblaðið - 19.03.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.03.2002, Blaðsíða 18
LANDIÐ 18 ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ meistar inn. is HÖNNUN LIST Tveir tvöfaldir Til sölu tvær sportvörubúðir á besta stað í höfuðborginni, meðal- stórar. Mjög þekktar með góð merki og sambönd. Tilvalið fyrir dug- legan aðila eða íþróttafélag, sem vill hafa góðar og stöðugar tekjur til fjáröflunar (ekki veitir af). Seljast saman eða í sitt hvoru lagi. Einnig til sölu tvö lítil kaffihús á frábærum stöðum. Vínveitingar- leyfi á öðru þeirra. Sami eigandi. Seljast saman eða í sitt hvoru lagi. Það eru margir sem eru að bíða eftir svona skemmtilegu tækifæri. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. EINAR ÖRN REYNISSON, LÖGG. FASTEIGNASALI. NÝLEGA var stofnað á Davík fé- lag sem sótt hefur um aðild að samtökunum Landsbyggðin lifi (LBL), en þau voru stofnuð á síð- asta ári af áhugafólki um velferð byggðanna. Sambærileg samtök eru starfandi á hinum Norðurlönd- unum. Markmið LBL og aðildarfélag- anna/deildanna er að byggja á frumkvæði fólksins á svæðinu með umræðu, stefnumörkun og lýðræði, þ.e. áhugasamir íbúar koma saman og ræða málin og velja þau verk- efni sem varða velferð sinnar heimabyggðar og samstaða næst um að vinna að. Síðan er leitað leiða við að leysa þau á farsælan hátt á jafnræðisgrundvelli sér og öðrum til ánægju og uppbyggingar. Meðal verkefna í fremstu röð má nefna: Þróun atvinnumála og tæknilegar nýjungar, sérstaklega á sviði tölvu- og fjarskipta, fyrir heimabyggðina, verndun náttúru og sögulegra minja og annarra menningarverðmæta, umhverfis- mál og annað það sem betur má fara á svæðinu. Landsbyggðin lifi hefur einnig það að markmiði að styðja við bak- ið á starfandi, óháðum félagasam- tökum og stuðla að starfsemi fé- laga og félagasamtaka við að auka fjölbreytileika og rétta hag hinna dreifðu byggða undir kjörorðinu: Vertu með – Gerðu þitt besta! Í stjórn og varastjórn hins ný- stofnaða félags Dalvíkurbyggðar voru kosnir: Ragnar Stefánsson, Laugasteini, formaður, Sveinn Jónsson, Kálfs- skinni, Rafn Arnbjörnsson, Dalvík, Helga Bryndís Magnúsdóttir, Bakka, og Þorgils Gunnlaugsson, Sökku. Aðildarfélögum í „Landsbyggðin lifi“ fjölgar Dalvík 100. fundur bæjarstjórnar Snæ- fellsbæjar var haldinn fimmtu- daginn 7. mars sl. Af því tilefni var fengin terta fyrir bæjarfull- trúa og gesti fundarins. 19 mál voru tekin fyrir á fund- inum, m.a. bréf frá Framfara- félagi Snæfellsbæjar, Hellissands og Rifsdeild, þar sem bent var á nauðsyn þess að Vegagerðin ljúki við að lýsa upp leiðina á milli Hellissands og Rifs. Tók bæj- arstjórn heilshugar undir það er- indi enda mikil nauðsyn á þessu vegna öryggis gangandi, hjólandi og akandi vegfarenda. Einnig var tekið fyrir erindi frá Láru Kristinsdóttur og Lárusi Einarssyni þar sem þau sýndu því áhuga að byggja upp útivistar- paradís á norðanverðum Snæ- fellsjökli. Önnur mál ásamt afgreiðslu bæjarstjórnar er hægt að nálgast á heimasíðu Snæfellsbæjar: www.snb.is Morgunblaðið/Alfons Finnsson Bæjarstjórn Snæfellsbæjar á tímamótafundinum, frá vinstri: Margrét Ingimundardóttir, Ólína Kristinsdóttir, Kristinn Jónasson bæjarstjóri, Pétur S. Jóhannsson, Sveinn Þór Elínbergsson, Ólafur Rögnvaldsson, Jón Þór Lúðvíksson og Ásbjörn Óttarsson. 100. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbær KRISTJÁN Þórhallsson frá Björk í Mývatnssveit, fréttaritari Morgun- blaðsins, var jarðsunginn frá Reykja- hlíðarkirkju síðastliðinn laugardag. Sr. Örnólfur Jóhannes Ólafsson jarð- söng, kór Reykjahlíðarkirkju söng við undirleik Valmars Valjaots. Baldur Baldvinsson söng einsöng. Kistuna báru Þórhallur Kristjáns- son, Guðni Rúnar Helgason, Helgi Kristjánsson, Hermann Kristjáns- son, Leifur Hallgrímsson og Jóhann Fr. Kristjánsson. Jarðarför Kristjáns Þórhallssonar Mývatnssveit UM nokkurt skeið hafa staðið yfir gagngerar breytingar á hinu aldna félagsheimili Bifröst á Sauðárkróki. Um árabil var Bifröst einn vin- sælasti dansstaður Skagfirðinga og þar var Sæluvika Skagfirðinga haldin um árabil, en með tilkomu nýrri félagsheimila víðsvegar um fjörðinn dreifðist skemmtanahaldið og þegar krár spruttu upp á hverju götuhorni í þéttbýlinu var tímabil stærri dansstaðanna þar á enda runnið. Alllengi hefur verið um það rætt hvert ætti að vera hlutverk Bifrast- ar og flestir hallast að því að ef húsið yrði ekki fjarlægt, ætti að breyta því í kvikmynda- og leikhús, en hverfa alfarið frá öllu dansleikja- haldi og öðrum slíkum skemmtun- um. Nú eftir síðustu áramót náðist um það samstaða meðal eigenda Bifrastar að höggva á hnútinn og gera þær breytingar á þessum gamla samkomustað Sauðkrækinga að hann tæki að sér breytt hlut- verk, enda næg samkomuhús þar sem unnt væri að halda dansleiki og árshátíðir. Var þegar hafist handa og lauk því verki nýlega. Hússtjórn bauð til móttöku í Bifröst, en í upphafi bauð Ómar Bragi Stefánsson, starfsmað- ur menningar-, íþrótta- og æsku- lýðsnefndar, gesti velkomna en hann hefur verið umsjónarmaður með breytingum hússins, en síðan tók til máls Helgi Thorarensen, for- maður hússtjórnar, og rakti í stórum dráttum á hvern hátt hefði verið að framkvæmdum staðið og í hverju breytingar hússins væru fólgnar. Fram kom að breytingar þær sem á húsinu hafa verið gerðar kosta um fjórar milljónir en þær eru að mestu bundnar við sýning- arsalinn sjálfan og anddyri hússins. Sagði Helgi komið hallandi gólf í salinn og föst sæti, nýtt hljóðkerfi og sýningarvélar hússins væru ný- legar þannig að nú ættu bíógestir að geta notið hinnar bestu aðstöðu í húsinu. Þá sagði hann að samkomu- lag hefði orðið um það að húsið urði nú afhent fullbúið til Leikfélags Sauðárkróks sem tæki að sér rekst- ur þess til eins árs. Þakkaði Helgi framkvæmdaaðil- um, Trésmiðjunni Borg, Rafsjá og Dodda málara mjög góða vinnu og framkvæmd alla við breytingarnar. Þessu næst undirrituðu Helgi og Guðbrandur J. Guðbrandsson, for- maður leikfélagsins, samstarfs- samninginn. Æfingar á Galdra-Lofti Í ávarpsorðum Guðbrandar kom fram að leikfélagsfólk hugsar gott til glóðar að starfa við betri að- stæður í Bifröst, þakkaði hann þetta góða framtak og sagði að þeg- ar væru hafnar æfingar á leikverk- inu Galdra-Loftur sem frumsýnt yrði í Sæluviku. Nokkur ávörp voru flutt, meðal annars Guðrún Halla frá Bandalagi íslenskra leikfélaga sem færi rekstraaðila blómvönd ásamt árn- aðaróskum og Ómar Bragi kallaði til Sigurbjörgu Sigurðardóttur, en hún ásamt manni sínum Guðmundi Valdimarssyni rak um áratuga skeið Sauðárkróksbíó og þakkaði Ómar Boggu fyrir margar ánægju- stundir í bíóinu. Hugurinn leitar í Skagafjörð Að lokum ávarpaði Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndaleikstjóri samkomugesti og eins og aðrir ósk- aði hann Skagfirðingum til ham- ingju með húsið, og sagði það vera sér ánægjuefni að fá að sýna mynd sína Bíódaga fyrsta við þessar nýju aðstæður, þá ræddi hann um gildi kvikmynda almennt fyrir íslenska menningu og sem þá afþreyingu sem unglingum stendur til boða. Sagði Friðrik að þegar hann fengi hugmynd að nýrri kvikmynd leitaði hugurinn gjarna norður í Skagafjörð, enda hefðu allar mynd- ir hans verið að einhverjum hluta teknar upp þar. Sagði Friðrik að hann ynni nú að undirbúningi tveggja mynda, annars vegar myndar um Sölva Helgason, eða Sólon Íslandus, en hins vegar væri Einar Kárason rithöfundur þessa dagana að fullgera handrit að Grettissögu Ásmundarsonar, sem væntanlega yrði hafist handa við að tveim árum liðnum og því mættu menn glöggt sjá að hann ætti eftir mikið óunnið hér í Skagafirði. Að lokum nutu gestir ánægju- legrar sýningar á Bíódögum og höfðu margir á orði að ekki liði á löngu áður en þeir færu aftur í bíó. Morgunblaðið/B.B. Gestir þáðu veitingar í boði hússtjórnar Bifrastar er breytingum var lokið. Bifröst breytt í leik- og kvikmyndahús Sauðárkrókur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.