Morgunblaðið - 19.03.2002, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 19.03.2002, Blaðsíða 45
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 2002 45 AT V I N N U A U G LÝ S I N G A R Hársnyrtir óskast Hársnyrtir óskast hálfan eða allan dag- inn. Upplýsingar í síma 690 9680. Beitingamenn Vana beitingamenn vantar á bát sem gerður er út frá Patreksfirði. Upplýsingar í síma 450 2100. Eyrargötu 1, 450 Patreksfirði. http://www.oddihf.is Sölumaður óskast Áhugasamur, sannfærandi, dugmikill og heið- arlegur sölumaður óskast til starfa sem fyrst. Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og þjónustu- lund nauðsynleg í starfið. Áhugi og innsýn í vélar er kostur. Góðir framtíðarmöguleikar fyrir réttan aðila. Reyklaus vinnustaður. Ítarlegar upplýsingar, ásamt meðmælum, sendist til augldeildar Mbl. (box@mbl.is), merktar: „Öflugur sölumaður — 12110“. Lager- og sölumaður með góða þekkingu á togveiðarfærum, óskast til starfa hjá nýju fyrirtæki í Hafnar- firði sem mun sérhæfa sig í útgerðarvöru- þjónustu. Áhugasamir sendi skriflegar umsóknir, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, til Tben ehf., Vesturvangi 36, 220 Hafnarfirði, fyrir 26. mars nk. Handflakarar Vantar vana ýsuflakara Mikil vinna framundan. Vinsamlegast hringið í Þórð í síma 893 6321 eftir kl. 17.00. Sætoppur ehf. &       +   2   3  #2#    3   +    +      3$  <   .&,8!' "  '. !4 '., ')        #3 #    !3'# 3'# &'3'# / !8   3'  9  # I '.3'  /  # ) 3'# ' )=  %  % ! % #! ! ! % , &            2    3 #2#    3 +  %  +     < 1(  <632 I'   , ' !  ' !  ' ! # !("   IJ    # !&  # <!% !I   !8 !&  9! @% 9!# !  !&  * 3'# I  !& # ' !##!'!  , Elsku afi minn í sveitinni, með þessum orðum ætla ég að kveðja þig upp í Himnaríki. Foreldrar þínir og systkin bíða eftir þér. Ég mun alltaf muna hvað þú varst góður við okkur barnabörnin. Þú KRISTJÁN ÞÓRHALLSSON ✝ Kristján FriðrikÞórhallsson frá Björk í Mývatnssveit fæddist í Vogum í Mývatnssveit 20. júlí 1915. Hann lést á heimili sínu 12. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Reykjahlíðarkirkju 16. mars. varst alltaf svo þolin- móður þegar við vorum með hávaða og þú skammaðir okkur aldr- ei. Alltaf þegar við stelpurnar báðum um rós bak við eyrað úr gróðurhúsinu þínu, sagðir þú já og fórst og skarst fallegustu rós- ina handa okkur. Þess vegna lofa ég þér að sjá vel um rós- irnar og vínberin í gróðurhúsinu þínu þegar þú ferð til Himnaríkis. Aldrei mun ég gleyma ferðinni okkar í Sænautasel síðastliðið sum- ar. Þá áttir þú afmæli. Við fengum afmæliskaffi og fólkið bauð okkar upp á allskonar súrmat. Það varst þú ánægður með. Núna ætla ég að senda þér þessa kveðju: Elsku afi minn í sveitinni. Nú ertu á himnum. Ég skal sjá um allt fyrir þig. Hvað sem verður. Mér þykir svo vænt um þig þó þú sért farinn. Ég mun alltaf muna þig. Elsku afi minn. Og svo hittumst við seinna þegar ég kem til þín. Kannski þarftu að bíða en ég kem einhvern tímann til þín. Ég skal aldrei gleyma þér. Afi minn í sveitinni. Við munum sakna góða mannsins sem gaf okkur rósir og góða tíma. En við munum alltaf muna þig. Elsku afi minn. Elsku afi minn. Við vitum núna að það vantaði góðan mann í Himna- ríki. Svo guð tók þig til sín. Svo núna kveð ég þig. Vonandi áttu eftir að eiga góða tíma þarna uppi með foreldrum þínum og systk- inum. Þín alltaf Elísabet Anna. Nú er sál þín rós í rósagarði Guðs kysst af englum döggvuð af bænum þeirra sem þú elskaðir aldrei framar mun þessi rós blikna að hausti (Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir.) Mikið óskaplega finnst mér erf- itt að skilja þetta. Mér finnst ég hafa verið svipt ákveðinni fótfestu. Þú, sem ert eins og klettur í til- veru minni, órjúfanlegur hluti af heildinni. Að hugsa sér að þú mun- ir ekki hringja í mig á afmælinu mínu og syngja fyrir mig allan af- mælissönginn. Eða faðma mig að þér (næstum of fast), kyssa mig tvisvar á kollinn og einu sinni á ennið og kalla mig afastjörnu. Ég hef verið afastjarna frá því að ég man eftir mér. Og allt í einu er af- inn farinn. Þú varst ótrúlegur maður, afi minn. Sjálfsagt sá allra besti sem ég hef þekkt. Þú varst einn af þessu fólki sem hefur til að bera KARL LILLIENDAHL ✝ Karl Lilliendahlhljóðfæraleikari fæddist á Akureyri 16. júlí 1933. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 10. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hallgrímskirkju 15. mars. alla eiginleikana sem maður dáist að í öðr- um og leitast við að kalla fram hjá sjálfum sér. Þú hændir að þér dýr og börn, lést aldr- ei líða dag í hjóna- bandinu þínu án þess að kyssa Rósina þína, talaðir ekki illa um fólk eða gerðir grín á kostnað annarra, varst vinnusamur og listrænn og svo mætti lengi telja. Hvers manns hugljúfi. Trausti, óhagganlegi afi Kalli. Um þessar mundir eru liðin sjö ár síðan ég fermdist og þú hélst fyrir mig ræðu. Í henni sagð- irðu meðal annars: „Það er trú mín að þeim sem mikið er gefið sé um leið fengin sú ábyrgð að verja auði sínum vel. Varðveittu hreinleika hugans, hlustaðu á samvisku þína, þá ertu á réttri braut.“ Ég sagði það þá og ég segi það enn; þessi ræða var dýrmætasta fermingar- gjöf sem ég hefði getað hugsað mér. Ég er þér eilíflega þakklát. Ég get aðeins vonað að mér takist að lifa eftir heilræðum þínum. Það er óraunveruleg tilhugsun að þú skulir ekki vera hérna leng- ur. Nálægðin við þig er svo mikil, myndin af þér svo skýr. Ef ég loka augunum eitt augnablik get ég séð svo mörg svipbrigði þín nákvæm- lega fyrir mér. Ég get heyrt rödd- ina þína og fundið lyktina af rak- spíranum þínum. Ég get næstum fundið þig taka utan um mig. Þú varst fallegur og góður maður sem hafðir til að bera mikla visku, manngæsku, hjartahlýju, ríkan húmor og kærleika til alls sem lif- ir. Ég á ógrynni af minningum um þig og ég mun draga þær fram með tímanum og hugga mig við þær. Nú grætur sorg mín gengnum vonum yfir, genginni von, sem fyrrum átti þrótt, því slíkum dauða drúpir allt sem lifir, er dagur ljóssins verður svartanótt. Hið tæra ljóð, það óx þér innst við hjarta, sem ástin hrein það barst í sál mér inn. Og nú, þótt dauðinn signi svip þinn bjarta, þú syngur ennþá gleði í huga minn. Ó, minning þín er minning hreinna ljóða, er minning þess, sem veit hvað tárið er. Við barm þinn greru blómstur alls hins góða. Ég bið minn guð að vaka yfir þér. (Vilhjálmur frá Skáholti.) Sofðu rótt, elsku afi minn. Við pössum Rósina þína. Þín afastjarna, Hildur Lilliendahl Viggósdóttir. Fallinn er ljúfur maður. það tók ekki langan tíma fyrir mig að kom- ast í hópinn sem naut umhyggju og ástúðar Kalla þegar mig bar að garði fyrir liðlegum aldarfjórð- ungi. Síðan þá hef ég verið „Viggó vinur minn“ eins og hann orðaði það gjarnan. Fyrir það vil ég þakka og siglinguna síðan í alla- vega sjólagi, oft með ágjöf. Einu mátti alltaf treysta, Kalli var alltaf til staðar, boðinn og búinn. En ekki lengur. Þakka þér samfylgd- ina. Í fjarska, á bak við allt, sem er, býr andi þess, sem var. Og andi þess, sem enn er hér, er ekki þar. Og okkar sjálfra mark og mið er mælt við tilgang þann: Af draumi lífsins vöknum við og verðum hann. Að veruleikans stund og stað er stefnt við hinztu skil, því ekkert er til nema aðeins það, sem ekki er til. (Steinn Steinarr.) Guð styrki ástvini alla. Viggó. Sérhver stund að sama kvöldi líður, sorg og gleði er ráðinn dagur hver, sama nótt við sólarlag oss bíður, sama lending, hvar sem fley vort ber. Einn er guð oss öllum sami faðir, einn vor himinn, þegar lýkur för, söm, er þrýtur ár og aldaraðir, eilífð við hans náðarskör. Forsjón guðs, en hvorki hryggð né kæti, hverja stund oss leiðir sigri nær. Hvort sem grund eða grýtt er undir fæti, guð oss þrótt hvern dag að kvöldi ljær. Hvar sem stormar æða og öldur rísa, ein er rödd, sem mælir ljúfum hreim. Sömu stjörnur veg oss öllum vísa, veg að einu marki, – heim. (Þýð. Loftur Guðmundsson.) Mikið góðmenni varst þú Kalli minn og skemmtilegur. Gleymi aldrei elskusemi ykkar Óla Karls þegar við fórum með all- ar stelpurnar í götunni að Sól- heimum í Grímsnesi og spiluðum og sungum með öllum börnunum og fólkinu þar. Kærleikskveðja til Hermínu minnar og fjölskyldu. Guð blessi ykkur öll. Bryndís frá Tómasarhaga (Biddý).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.