Morgunblaðið - 19.03.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.03.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Til sölu MMC Pajero GLS 3.2 diesel, f. skrd. 16.06. 2000, ek. 43 þ. km., 5 d., sjálfsk., leður, sóll., varadekkshl. o.fl. Verð 4.250.000. Nánari upplýsingar hjá Bílaþingi. Opnunartímar: Mánud.-föstud. kl. 10-18 og laugard. kl. 12-16. Laugavegur 170-174 • Sími 590 5000 • Heimasíða: www.bilathing.is Netfang: bilathing@hekla.is ÖRYRKJABANDALAG Íslands, ÖBÍ, hefur fengið í arf allar eigur Ólafs Gísla Björnssonar innheimtu- manns, sem lést í Reykjavík 15. jan- úar sl. Um er að ræða 36 milljónir króna í reiðufé, auk þriggja lítilla íbúða. Erfðaskrá Ólafs er dagsett 5. mars árið 1969. Í tilkynningu frá ÖBÍ kemur fram að gjöf Ólafs Gísla megi meta til nærri 60 milljóna króna. Garðar Sverrisson, formaður ÖBÍ, segir í samtali við Morgun- blaðið að þetta séu slík tíðindi að sig skorti í raun orð til að tjá tilfinn- ingar þeirra sem að bandalaginu koma og lýsa þeim hug sem að baki gjöfinni bjó. „Þegar við greindum frá þessu á aðalstjórnarfundi í síðustu viku setti menn í byrjun algerlega hljóða. Til- urð þessarar gjafar er á allan hátt svo einstök að mér er til efs að hún geti átt sér nokkra hliðstæðu. Þeir sem þekktu Ólaf vissu að hann átti við erfiða fötlun að stríða og þurfti að beita sig hörðu til að afkasta sínu dagsverki. Hitt mun einungis hafa verið á vitorði örfárra að allt hans ævistarf skuli hafa beinst að því að efla baráttu Öryrkjabandalags Ís- lands,“ segir Garðar. „Sá til þess að við fengjum ekkert að vita“ Hann segir að allt fram á síðasta ár hafi komið fyrir að Ólafur hafi hringt á skrifstofu bandalagsins og brýnt það í baráttunni. „En aldrei gerði hann svo mikið sem að gefa í skyn hvernig hann sjálfur hefði í kyrrþey lagt sitt þunga lóð á vogarskálarnar. Hann sá til þess að við fengjum ekkert af þessu að vita fyrr en hann væri all- ur. Þetta er á allan hátt eitthvað svo óraunverulegt að mér er hreinlega um megn að gera grein fyrir þeim margvíslegu hugrenningum sem þessi viðburður hefur vakið. Ég get aðeins sagt að ég er, eins og við öll, bæði hrærður og þakklátur. En andspænis svona tíðindum verða öll orð máttlaus og merkingarlítil,“ segir Garðar. Lýður Björnsson sagnfræðingur, bróðir Ólafs Gísla, segir í samtali við Morgunblaðið að þau systkinin hafi vitað af ráðagerð hans í meira en 30 ár og ekki gert neinar athugasemd- ir. Hins vegar hafi þeim komið skemmtilega á óvart að vita hve miklar eigurnar hafi verið. Spurður um mögulega ástæðu þess að arfleiða Öryrkjabandalagið að öllum eigum sínum segir Lýður að Ólafi hafi fundist hann tilheyra þeim hópi, eins og réttilega hafi ver- ið. Hann hafi einfaldlega viljað gera sitt til að styrkja bandalagið. Íbúðirnar sem Ólafur Gísli átti eru allar í Reykjavík. Að sögn Lýðs bjó bróðir hans í einni þeirra en hin- ar tvær voru leigðar út á almennum markaði. „Við vonum bara að þessar eigur komi Öryrkjabandalaginu að góðum notum, og vitum að svo verð- ur,“ segir Lýður. Í fyrsta skipti borð fyrir báru Garðar segir að í gegnum tíðina hafi Öryrkjabandalagið látið mest- allar tekjur sínar renna til hússjóðs bandalagsins, sem er sjálfseignar- félag, og styrkja til aðildarfélaga að mestu leyti. „Minnstur hlutinn hefur farið beint í rekstur bandalagsins. Fyrir bragðið hefur Öryrkjabandalagið sjálft ekki byggt upp neinar eignir og ekki einu sinni gætt þess að eiga einhvern varasjóð. Af þessu höfum við raunar haft nokkrar áhyggjur. En með tilkomu þess mikla fjár sem hér um ræðir er ljóst að nú er í fyrsta skipti borð fyrir báru. Við munum fyrst um sinn varðveita þetta fé sem varasjóð og grípa til þess ef með þarf í baráttuna. En til þess var gjöfin ætluð,“ segir Garðar að endingu. Öryrkjabandalagið erfir 36 milljónir og þrjár íbúðir frá Ólafi G. Björnssyni Systkini Ólafs færa Öryrkjabandalaginu að gjöf innheimtutöskuna sem bróðir þeirra notaði alla tíð. Frá vinstri eru það Garðar Sverrisson, formaður Öryrkjabandalags Íslands, Sigurbjörg Björnsdóttir, Lýður Björnsson og Örn Grundfjörð. Á myndina vantar Elínborgu Björnsdóttur. Töskunni, ásamt mynd af Ólafi, verður komið fyrir í glerskáp á áberandi stað í húsakynnum ÖBÍ. „Tilurð gjafarinnar er á allan hátt einstök“ ÓLAFUR Gísli Björnsson fæddist í Bakkaseli í Bæjarhreppi í Strandasýslu 14. október árið 1934. Tíu ára að aldri fékk hann skarlatssótt og í framhaldi hennar heila- himnubólgu sem leiddi til verulegrar löm- unar og floga- veiki. Hann átti lengi við veik- indi að stríða, fyrst í heimahúsum en síðar á Landspítalanum. Lækn- ingatilraunir báru takmarkaðan árangur. Eftir að hann kom heim af sjúkrahúsinu lagði hann búi foreldranna allt það lið sem hann mátti og féll sjaldan verk úr hendi. Árið 1959 fluttist hann til Reykjavíkur ásamt foreldrum sín- um og systkinum. Með lyfjum tókst að halda flogunum í skefjum en lömunin háði honum alla tíð. Í Reykjavík vann hann framan af í prentsmiðjunni Gutenberg og sem starfsmaður Kópavogshælis. Hann tók brátt að bera út blöð og innheimta gjöld fyrir ýmis félög og varð það hans aðalstarf síð- ustu þrjá áratugina. Hann fór allra sinna ferða gangandi eða með strætisvagni, hvernig sem viðraði. Oft hlaut hann slæmar byltur á veturna og var stundum frá vinnu vegna afleiðinga þeirra. Undir lok síðasta áratugar dró hann nokkuð saman seglin vegna veikinda og þess að aðrar inn- heimtuaðferðir höfðu leyst hinar hefðbundnu af hólmi. Í tilkynningu frá ÖBÍ segir að Ólafur Gísli hafi sett eft- irminnilegan svip á borgarlífið. Fjölmargir Reykvíkingar hafi kannast við „þennan glaðbeitta mann sem gekk um með litla brúna innheimtutösku sem hann reyrði gjarnan fremur þétt að sér. Hann var mikill bar- áttumaður fyrir jafnrétti og fé- lagslegum jöfnuði, tók virkan þátt í stjórnmálastarfi og lét skoðanir sínar á þjóðmálum óspart í ljós.“ Ólafur Gísli Björnsson Bar út blöð og innheimti gjöld fyrir ýmis félög GEIR A. Gunnlaugsson, stjórnarfor- maður Reyðaráls, segir að ekki hafi verið boðað til fundar með stjórnend- um Norsk Hydro en það sé reiknað með að málið muni skýrast á næstu dögum, meira sé ekki hægt að segja að svo stöddu. Jon-Harald Nielsen, forstjóri Hydro Aluminium, Norsk Hydro, segir í viðtali við norska dagblaðið Aftenposten að Norsk Hydro hafi ekki áhuga á frekari kaupum (opp- kjöp) í áliðnaði á meðan verið er að samhæfa rekstur Hydro og þýska ál- framleiðandans VAW. Blaðamaður Aftenposten sagði í samtali við Morg- unblaðið að spurt hefði verið um möguleg kaup á starfandi fyrirtækj- um í áliðnaði en ekki hefði verið rætt um nýfjárfestingar í viðtalinu. Jon-Harald segir í Aftenposten að enn sé ekki komin nein niðurstaða í deilunni um valsafyrirtækið Alu-Norf sem er í helmingseigu VAW og Alcan en stjórnendur Alcan telja sig eiga forkaupsrétt að bréfum VAW í Alu- Norf og hafa höfðað mál fyrir þýsk- um dómstólum. Jon-Harald segist öruggur um að Norsk Hydro muni halda sínum hlut í Alu-Norf en vonast jafnframt til þess að ná samkomulagi við Alcan áður en málið kemur til kasta þýskra dómstóla. Reiknuð heildarfjárfesting 273 milljarðar íslenskra króna Nokkuð misjafnar upphæðir hafa verið nefndar í fjölmiðlum um fjár- festingu Norsk Hydro vegna yfirtök- unnar á VAW. Eins og áður hefur komið fram í Morgunblaðinu nemur reiknað kaupverð (próforma verð) á hlutabréfum Hydro í VAW, miðað við að kaupin eigi sér stað í upphafi árs- ins, 166,6 milljörðum íslenskra króna, þá yfirtekur Hydro skuldir að upp- hæð 66,8 milljarða króna og lífeyr- isskuldbindingar að upphæð 39,7 milljarða en samtals gera þetta því um 273 milljarða íslenskra króna. Kanadíska álfyrirtækið Alcan er næststærsti álframleiðandi í heimin- um, á undan Norsk Hydro, en banda- ríska fyrirtækið Alcoa er stærsti ál- framleiðandinn. Töluvert hefur verið rætt um möguleg kaup álrisa á smærri álfyrirtækjum í fjölmiðlum. Má í því sambandi benda á að Alcoa á 40% hlut í norska félaginu Elkem, sem á Íslenska járnblendifélagið, og er talið að stjórnendur Alcoa hafi enn hug á að eignast meirihlutann í félag- inu en Alcoa gerði yfirtökutilboð í janúar og bauð þá 155 norskar krón- ur á hlut en sérfræðingar töldu eðli- legt verð vera nær 200 krónum á hlut. Norsk Hydro og álver á Reyðarfirði Enginn fundur boðaður ÖLVAÐUR maður beit lögreglu- mann og skallaði annan í andlitið á lögreglustöðinni á Ísafirði aðfara- nótt sunnudags. Maðurinn hafði ásamt þremur fé- lögum sínum verið færður á lög- reglustöðina vegna gruns um ölvun- arakstur og sýndi mikla mótspyrnu þegar taka átti úr honum blóðsýni. Að sögn Rósamundu Baldursdóttur, varðstjóra lögreglunnar á Ísafirði, beit maðurinn annan lögreglumann- inn í handlegginn til blóðs og skallaði annan þannig að gleraugu hans brotnuðu og hann marðist nokkuð í andliti. Meiðsli þeirra eru ekki alvar- leg og eru þeir báðir vinnufærir. Lögreglan kom að bíl mannanna á fjórða tímanum. Mennirnir, sem eru fæddir á árunum 1979–1985, voru allir undir áhrifum áfengis en enginn þeirra vildi kannast við að hafa ekið bifreiðinni. Þeir voru því færðir á lögreglustöð til yfirheyrslu og til þess að taka mætti úr þeim blóðsýni. Skömmu áður en læknir hugðist draga blóð úr manninum brást hann hinn versti við og réðst að lögreglu- mönnunum. Hann var hafður undir og mátti líkt og félagar hans, dúsa fangageymslu fram eftir sunnudeg- inu. Málið er í rannsókn. Réðst á lög- reglumenn inni á stöðinni ENGINN annar hefur verið hand- tekinn eða yfirheyrður sem grunað- ur vegna rannsóknar lögreglunnar í Reykjavík á morði við Víðimel 18. febrúar sl. Maður, sem handtekinn var sam- dægurs, hefur játað á sig morðið og að hafa skömmu áður brotist inn á á hjólbarðaverkstæði í vesturbænum. Hæstiréttur hafnaði nýlega kröfu mannsins um að fá heimsóknir og fylgjast með fjölmiðlum. Var þar með úrskurður Héraðsdóms Reykja- víkur staðfestur en þar segir að lög- regla sé að fylgja eftir vísbendingum um að fleiri hafi tekið þátt í afbrot- unum. Þá sé aðdragandi þeirra ekki fullskýrður. Maðurinn hefur þó fengið heimsóknir frá nánustu ætt- mennum sínum, foreldrum og barns- móður. Þá fær hann að lesa póst sem lögregla opnar og les yfir. Sigurbjörn Víðir Eggertsson, að- stoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir að ýmislegt sé óskýrt í málinu og meðan svo sé telji lögregla ástæðu til að halda manninum í ein- angrun. Aðspurður hvort lögregla telji að fleiri tengist málinu segir hann ekki útiloki að fleiri hafi komið við sögu, jafnt að manndrápinu sem innbrotinu. Enginn hefur þó verið handtekinn eða yfirheyrður með réttarstöðu grunaðs manns. Ýmislegt óskýrt varðandi morð- ið á Víðimel ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.