Morgunblaðið - 19.03.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.03.2002, Blaðsíða 26
LISTIR 26 ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Vi› stöndum vi› skuldbindingar flínarwww.dhl.is fijónustudeild: 535-1100. Nú getur DHL lofa› enn betri fljónustu. Me› DHL ertu öruggur um a› sendingin afhendist og fla› fljótt. Ef flú velur DHL StartDay fljónustu getum vi› lofa› flér afhendingu fyrir klukkan 09:00 næsta morgun. Ef fla› nægir a› sendingin sé afhent klukkan 12:00 flá getur flú vali› DHL MidDay fljónustu. fietta á vi› um sendingar innan Evrópu. Ger›u vel vi› flig og haf›u samband vi› okkur. DHL meira en bara lofor›. Nú getum vi› lofa› afhendingu fyrr innan Evrópu. fiarftu meiri tíma……… fiá höfum vi› betri lei›. SÍÐASTA misseri hafa mikilsverð atriði úr þróunarferli íslenzkrar myndlistar opinberast hverjum þeim er leið sína leggur í Listasafn Ís- lands. Vart hafði dyrum hinnar stór- merku sýningar á verkum Gunnlaugs Schevings verið lokað er við tók ann- ar austur úr gullnámu íslenzkrar málaralistar. Og hvort sem um tilvilj- un er að ræða eða tilgangur að baki, vekur sýningin áleitnar spurningar um metnað þjóðarinnar við að jarð- tengja ímynd sína út á við. Ekkert, bókstaflega ekkert, mótar álit út- lendra á fjarlægum þjóðum í jafn rík- um mæli og jarðbundin menning þeirra. Við verðum meira en varir við það í sambandi við bókmenntaarfinn, en sjónmenntaarfurinn á ekki í sama mæli upp á pallborið hjá ráðamönn- um þjóðarinnar, þeir eru læsir á bók en ólæsir á myndverk, form, línu, liti og inntak. Skarar enda ekki áhuga- svið þeirra svo nokkru nemi. Afleið- ingin er að útlendir, sem eru helstir gestir safnanna dagsdaglega ásamt ellilífeyrisþegum, eiga í mestu vand- ræðum með að fóta sig á vettvang- inum. Listasafn Íslands klætt marm- ara og eðalviði í hólf og gólf vart stærra að ummáli en samanlögð veit- ingabúð Louisiana-safnsins í Humle- bæk. Nefna útlendir myndlistar- menn, sem kynnast vilja öllum hliðum íslenzkrar myndlistar, það gjarnan monthús. Alltof áberandi, að ekki hefur verið hugsað um hina brýnu þörf á að kynna íslenzka myndlist á skilvirkan hátt, heldur skyldi stásslegt útlit, soldánum og stálbarónum samboðið, hafa forgang. Ekki meira um það hér, en hver og einn, sem sótt hefur þessar tvær sýn- ingar heim, getur rétt ímyndað sér þörf og vægi þess að slík verðmæti séu á einum stað jafnaðarlega að- gengileg innlendum sem útlendum gestum, er þó einungis um lítinn hluta safneignarinnar að ræða. Meira um það fljótlega. Jafnmargþætt úttekt og hér um ræðir á skilið viðameiri umfjöllun en mögulegt er að sinna í einfaldri list- rýni, kallar meira á almennar hug- leiðingar sem á brenna við og eftir skoðun hennar, einnig að lesið sé sér- staklega í einstök verk gestunum til glöggvunar. Sýningin er í senn fjölþætt og vel fyrir komið, hefur yfir sér vissa stíg- andi sem er sjaldgæft um slíkar framkvæmdir í safninu, um eins kon- ar samræmda skilvirkni að ræða. Jafnframt enginn hjáleitur viðauki til hliðar í gangi samtímis sem væri þá eins og fleinn á heildina. En málið er að gera þarf miklu meira fyrir slíkar framkvæmdir, þannig að þær séu lifandi allan tím- ann, fjölmiðar eru að vísu í viðbragðs- stöðu í upphafsreit en síðan ekki sög- una meir, sem er ótækt í nútímaþjóðfélagi þar sem hraði og áreiti raska yfirsýn. Flest burtþurrk- ast jafnharðan úr minni fólks ef ekki er vikið aftur og aftur að einstökm þáttum. Varðar þá miklu að hinir mikilsverðari viðburðir, er skara kjarna lífsins, gera okkur að þjóð, séu vinsaðir úr kraðaðki fánýtisins. Þetta gera fjölmiðlar ytra sér ljóst, einkum stærri þjóðfélaga, minna til að mynda á einhvern hátt af og til á hina mark- verðari listviðburði meðan á þeim stendur. Skiptir þá öllu að framreiða bitastætt lesefni á læsilegan hátt án þess að eitthvað æsilegt skuli að baki; frægri mynd stolið, bilaður maður hafi skvett sýru á ómetanlegt lista- verk eða rist eftir endilöngu með eggjárni. Þá er tími kominn til að landinn velti fyrir sér, hvaða hvöt liggi því til grundvallar, að milljónir gesta fylla rými stóru heimssafnanna ár hvert, seiða til sín fleiri gesti en nokkrir íþróttaviðburðir. Ennfremur að ekki er mögulegt að nálgast suma myndlistarviðburði nema að tryggja sér aðgang fyrirfram. Gestir sem koma fljúgandi frá öllum kimum heims jafnvel áminntir að hafa hér vaðið fyrir neðan sig og sums staðar mögulegt að tryggja sér aðgang á ferðaskrifstofum um leið og flugmið- inn er bókaður. Þó nærtækt að álykta að hin varanlega og uppbyggjandi ánægja eigi hér drjúgan hlut að máli. Landsfeðrunum væri hollt að reikna út óbeina ágóðann af þessum framkvæmdum sem og listiðkun al- mennt, trúlega mikil hætta á að margur svitni þá reiknistokkurinn af- hjúpar fáfræði þeirra í þessum efn- um. Um er að ræða sýningu á fjórum nafnkenndum málurum sem í og með sóttu föng í úthverfa innsæið, eða ex- pressjónismann, sem er alþjóðlega heitið á stílbrögðunum. Innsæið á hið hlutvakta verður úthverft, þegar ekki er farið nákvæmt eftir útlínum þess, heldur skiptir stílfært inntakið mestu, úthverfan markar þá huglæga tjáningu á viðfangsefninu. Innsæi, snögg og kröftug hughrif, umbúða- lausar tilfinningar, hráleiki hins hlut- vakta og skynkennd hvers og eins ráða för. Pentskúfurinn er þá fram- lenging beinna sálarhræringa og um- búðalausra kennda gerandans. Sjálf verkfærin handa á milli og ósjálfráð viðbrögð gerandans hverju sinni ger- ast gildir þátttakendur í sköpuninni, varða í svo ríkum mæli veginn, að vinnuferlinu hefur verið líkt við að pensillinn, skafan eða önnur verkfæri hugsi. MYNDLIST Listasafn Íslands Opið alla daga frá 11–17. Lokað mánu- daga. Til 14. apríl. Aðgangur 400 krónur, ókeypis miðvikudaga. MÁLVERK NOKKRIR FRUMHERJAR JÓHANNES KJARVAL/ FINNUR JÓNSSON/ JÓN ENGILBERTS/ JÓHANN BRIEM „Huglæg tjáning / máttur litarins“ Bragi Ásgeirsson Jón Engilberts: Madam, olía á léreft 1935.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.