Morgunblaðið - 19.03.2002, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 19.03.2002, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 2002 31 ÍÆvisögu Ólafs Thors eftirMatthías Johannessen erbirt skýrsla um viðræður Ólafs við brezk stjórnvöld sem fram fóru miðvikudaginn 10. desember 1952 og birtir Morg- unblaðið hér upphaf hennar: „Miðvikudaginn 10. desem- ber 1952 kl. 6 fór ég á fund Mr. Eden, utanríkisráðherra í brezka þinghúsinu, og voru í för með mér Agnar Kl. Jóns- son, sendiherra, og Hans G. Andersen. Það hafði áður verið afráðið, að ég talaði fyrst eins- lega við Mr. Eden. Tók hann mér mjög vel og spurði síðan, hvort hann mætti, áður en frekari viðræður gætu farið fram, spyrja mig einnar spurn- ingar, og var hún um það, hvort íslenzka ríkisstjórnin myndi vilja fallast á, að land- helgismálið yrði afgreitt í Overfishing Commission. Ég sagði honum, að á þetta gætum við ekki fallizt, enda vissi ég ekki til, að Norðmenn eða aðr- ir hefðu verið beðnir um þetta. Þá spurði Mr. Eden, hvort ís- lenzka stjórnin vildi lýsa yfir, að síðar, þegar víkkun land- helginnar hefði borið ávöxt, myndi línan færð inn að nýju. Neitaði ég því auðvitað (sam- anber síðar í skýrslu þessari). Ég sagðist nú vilja leyfa mér að segja honum í aðalatriðum frá okkar sjónarmiði en þau væru tvö: 1) Núverandi stjórn hvorki vildi né gæti breytt neinu varð- andi fiskveiðitakmörkin og engin önnur stjórn á Íslandi myndi heldur geta það, því hún myndi samstundis verða sett af. Íslendingar væru sjaldan sammála og líktust þeir Írum að því leyti. Kvaðst ég þó muna, að tvisvar á minni ævi hefðu Íslendingar staðið sam- an sem einn maður. Það hefði verið við lýðveldisstofnunina 1944 og nú í þessu máli. Mætti sem dæmi um einhug þjóð- arinnar í landhelgismálinu nefna það, að daginn áður hefði ég sagt í útvarps- umræðum á Alþingi, að ég væri á leið til Parísar til að reyna að vinna að málstað Ís- lendinga í landhelgismálinu gegn ofríki brezkra útgerð- armanna, og enda þótt heita mætti, að nú væri „general strike“ [allsherjarverkfall] á Íslandi og ég væri meðal þeirra ráðherra, sem öðrum fremur væri ætlað að fjalla um hana, hefðu ekki aðeins mínir flokksbræður á þingi heldur og allir aðrir talið þessa för rétta. Ég væri einnig viss um, að sama máli gegndi um alla hlustendur. 2) Bann brezku togaraeig- endanna væri þegar búið að spilla of miklu í góðri sambúð Breta og Íslendinga, og þótt ég gæti ekki gert mér fulla grein fyrir því, hverjar afleiðing- arnar yrðu, þá væri ljóst, að hættumerkin væru allsstaðar. Ég skýrði frá, að komm- únistar, sem væru um 20% af kjósendum, hefðu seinast í út- varpsumræðum í gær krafizt þess, að við færum úr OEEC, NATO og allri vestrænni sam- vinnu. Þeirra rök gagnvart al- menningi væru, að árið 1947 hefðu þeir bent á, að vegna hinnar óvinsamlegu afstöðu ís- lenzku stjórnarinnar til Rússa, myndu Rússar, sem árið 1946 hefðu keypt yfir 60% af hrað- frystum fiski og ýmsar aðrar vörur, hætt að kaupa afurðir okkar. Sú spá hefði rætzt srax árið 1948 því þá og síðan hefðu Rússar ekkert af okkur keypt. Nú vildu kommúnistar minna á aðra spá sína frá sama tíma, þá að Bretar og aðrir vestrænir vinir okkar myndu snúa við okkur bakinu, þegar þeir ekki lengur hefðu not fyrir okkur. Nú æptu kommúnistar hástöf- um, að einnig þessi spádómur væri orðinn staðreynd. Eden brá dálítið við þessi ummæli. Þá benti ég á að formaður Alþýðuflokksins, sem hafi ver- ið mjög vinveittur Bretum, hafi verið settur af [Stefán Jóh. Stefánsson] og „Bevanisti“ eða raunar kommúnisti tekinn í hans stað fyrir hálfum mánuði síðan [Hannibal Valdimars- son]. Lét ég í það skína, að Stefán Jóhann hefði þar goldið vestrænnar vináttu. Hannibal hefði svo notað tækifærið í út- varpsumræðum í gær til að hreinsa sig af fortíðinni varð- andi Atlantshafsbandalagið og vestræna samvinnu, og það hefði verið bróðir hans, einn af valdamestu mönnum komm- únista, sem sagði í útvarps- umræðunum í gær, að við ætt- um að fara úr allri vestrænni samvinnu [Finnbogi Rútur Valdimarsson]. Mr. Eden minnti á, að hlutur brezkra útgerðarmanna væri borinn fyrir borð, og þess vegna hefðu þeir gert þær ráð- stafanir, sem um væri að ræða, en ég sagði honum að fram- ferði brezku útgerðarmann- anna væri ekki „reaction“ [við- brögð] heldur „action“ [aðgerðir]. Þeir hefðu alltaf frá 1923 gert tilraunir til að losna við Íslendinga af mark- aðnum og hefðu fegins hendi gripið þetta tækifæri til að fá vilja sínum framgengt. Ég benti Mr. Eden ennfremur á, að ef brezka stjórnin héldi áfram þessum aðförum, gæti svo farið, að fjandsamleg öfl ynnu 10–12% af stjórnarflokk- unum og meira þyrfti kannske ekki til að koma á nýrri stjórn á Íslandi, sem gæti gert óbæt- anlegt tjón varðandi alla vest- ræna samvinnu. Ég benti enn- fremur á, að andinn í stjórnarflokkunum hefði einn- ig versnað í garð Breta, sem þó væri sú þjóð, sem margir Ís- lendingar hafa litið mest upp til. Bretar yrðu að meta þetta mál í ljósi þeirrar staðreyndar, að Íslendingar teldu sig hafa skýlausan siðferðis- og laga- legan rétt til allra sinna að- gerða. Jafnframt yrði stjórn Bretlands að gera sér ljóst, að Íslendingar fengju með engu móti skilið, að brezka heims- veldið láti fámennan hóp halda uppi hefndarráðstöfunum í garð Íslendinga vegna land- helgismálsins og með því ef til vill marka djúp spor í sameig- inlega sögu Íslendinga og Breta og ef til vill fleiri þjóða.“ Skýrsla um viðræður í London um landhelgis- málið 1952 nnar yrðu ðar öllum m. jóðarstolt fyrir við- únum en einungis eins og eiri sögðu irra, sem n, blöskr- nnti á að tætt ríki afnmargir erfi Lund- þó litlu og sér grein eða þjóð- ir eflaust tist f“ ddu Hans ræðingur, m að mál- rfræðinga r. Nokkr- inn á sjó- ðir til að æðimenn- rnar, sem „djarfar“. með reglu- gerðinni 19. mars, sem hér er minnst, var ljóst að stjórnvöld höfðu ákveðið að ganga eins langt og þau gátu. Einkum var Faxaflóa- línan eftirtektarverð. Hún var mun lengri en lengstu línur Norðmanna og þar að auki var hún dregin frá Snæfellsnesi að Eldeyjardrangi undan Reykjanesi, en ekki að fasta- landinu eins og virtist rökréttara. Með þessum hætti lentu gjöful fiskimið innan nýju landhelginnar, til dæmis drjúgur hluti Selvogs- banka. Löglærðir menn í Lundúnum töldu sem fyrr að Íslendingar væru í rétti – fyrir utan Faxaflóa. Þegar Bretar mótmæltu fjögurra mílna reglugerðinni formlega bentu þeir aðeins á þá grunnlínu og sendiherr- ann í Reykjavík taldi að yrði henni breytt yrðu ráðamenn líklega ánægðir. Að sögn hans viður- kenndu bæði Bjarni Benediktsson og Ólafur Thors, þeir ráðherrar sem mest komu við sögu, að sum- staðar væri langt seilst. Sérfræð- ingunum, sem Íslendingar ráð- færðu sig við, hefði ekki komið á óvart ef Alþjóðadómstóllinn hefði sagt grunnlínuna yfir Faxaflóa að Eldeyjardrangi á skjön við alþjóða- lög. Og hefðu Íslendingar boðið málamiðlun á þeim slóðum er aldrei að vita nema sátt hefði náðst. Þeir hefðu líka getað ítrekað að þeir voru einungis að færa út fiskveiði- lögsöguna, ekki eiginlega landhelgi. Það hefði átt að friða aðmírálana. Á þetta reyndi hins vegar aldrei og ekki heldur málskot til Haag því Bretar þorðu ekki að eiga á hættu að tapa þar aftur. Þar að auki lifði sú von í huga þeirra að hægt væri að þvinga Íslendinga til hlýðni og svo voru togaraeigendur og sjó- menn staðráðnir í að láta hart mæta hörðu, hvað sem ráðamenn ákvæðu. „Smávegis hefndaraðgerðir ... svo Íslendingar sjái að sér“ Löndunarbannið, sem lá í loftinu, hófst um mitt ár 1952. Útgerðar- menn boluðu keppinauti af mark- aðnum og vildu Íslendingar komast aftur að, yrðu þeir að hverfa frá stækkun landhelginnar. Bresk stjórnvöld sóru af sér ábyrgð á banninu en í ævisögu Ólafs Thors skrifar Matthías Johannessen að þau hafi verið með í ráðum, „að því er ætla má.“ Aðrir Íslendingar, sem um þessi mál hafa fjallað, hafa jafn- vel tekið dýpra í árinni. Ljóst er að valdhafar í Lundúnum tóku aldrei formlega ákvörðun um að styðja togaraeigendur en vonuðu að bann- ið virkaði. „Smávegis hefndarað- gerðir ... virðast eina leiðin til þess að Íslendingar sjái að sér,“ sagði embættismaður í utanríkisráðu- neytinu en þar á bæ voru þeir samt fleiri sem bentu á að þvingunin stæðist vart alþjóðaskuldbindingar Breta. Í viðskipta- og matvælar- áðuneytunum höfðu menn hugann líka við hugsanlegan fiskskort og rýndu í lög um neyðarrétt stjórn- valda. Þau gætu tekið breska togara eignar- námi og hermenn land- að fiski úr þeim ís- lensku. Aldrei kom þó til þess að svo afdrifaríkir valkostir væru grannskoðaðir. Krókur á móti bragði Þegar fram liðu stundir höfðu bresk stjórnvöld mestar áhyggjur af áhrifum löndunarbannsins á við- skipti og utanríkismál Íslands. Það er meginregla um þvingunarað- gerðir að loka verður öllum út- gönguleiðum. Íslendingum tókst hins vegar að mæta banninu með því að frysta meira af fiski og gera viðamikinn vöruskiptasamning við Sovétríkin, árið 1953. Valdhafar í Moskvu vildu auka áhrif sín hér á landi og pólitísk markmið réðu því fyrst og fremst gerðum þeirra. Víst er að austurviðskiptin ollu breskum stjórnvöldum hugarangri og leiddu til þess að þau vildu bannið burt. Ekki var nóg með að vopnið biti ekki á Íslendinga; það hafði snúist í höndum Breta í miðju kalda stríð- inu! Nú kom hins vegar á daginn að ráðamenn í Lundúnum gátu vart neytt togaraeigendur til að láta undan og þeir vildu áfram sitja ein- ir að markaðnum. Með hverju árinu sem leið urðu fiskkaupmenn þó gramari yfir að fá ekki togarafisk Íslendinga, áhyggjur valdhafa af áhrifum Sovétmanna á Íslandi juk- ust og þróun hafréttar var þannig að málstaður Breta versnaði stöð- ugt. Efnahagssamsvinnustofnun Evrópu vann líka að lausn deilunn- ar og árið 1956 afléttu togara- eigendur loks löndunarbanninu. Þótt bresk stjórnvöld viðurkenndu fjögurra mílna útfærsluna ekki formlega má segja að þá hafi unnist fullnaðarsigur. Þróun deilunnar sýnir að vissu leyti stjórnkænsku íslenskra ráða- manna á þessum árum. Við verðum þó að vera gagnrýnin og muna að þeir misreiknuðu stöðuna líka. Þeir töldu ólíklegt að Bretar beittu þvingunum, þeir gátu ekki vitað fyrirfram að vandinn myndi léttast til muna með samningnum við Sov- étmenn og auk þess mislíkaði þeim að eiga mikið undir Moskvu- valdinu. Málamiðlun, sem hefði varla skaðað Íslendinga til muna, var ekki útilokuð. En þá hefðu þeir, sem að deilunni komu, orðið að gefa eftir og fyrst allir töldu sig standa ágætlega að vígi, Íslendingar með lögin á bak við sig og Bretar með valdið, var líklegast að í odda skærist. Þegar svo var komið reyndi á styrk stríðandi fylk- inga og í kalda stríðinu var það nú svo að Ísland skipti meira máli en Hull og Grimsby. rar mílur frá ystu annesjum árið 1952 Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon. m borð í varðskipinu Þór nokkru fyrir útfærsl- ur og Eiríkur Kristófersson skipherra. Forsíða Morgunblaðsins fimmtudaginn 20. marz 1952 þegar skýrt var frá útfærslunni í fjórar sjómílur. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon. r reglugerðina um fjögurra mílna fiskveiði- um hinn 19. marz 1952. Ólafur situr við borðið nnlaugur E. Briem, ráðuneytisstjóri í atvinnu- ans G. Andersen, sérfræðingur ríkisstjórnar- innar í þjóðarrétti. Höfundur er sagnfræðingur. Ísland skipti meira máli en Hull og Grimsby
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.