Morgunblaðið - 19.03.2002, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.03.2002, Blaðsíða 24
ERLENT 24 ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Tilboð vikunnar gildir einungis í Lyf & heilsu Austurveri og Kringlunni. Joe Boxer nærföt og náttföt Levante nærföt Levante sokkabuxur. Að auki fylgja Clips sokkabuxur frítt með. 20% afsl. 20% afsl. 20% afsl. ROBERT Mugabe sór embættiseið sinn sem forseti Zimbabwe á sunnudag og lýsti þá yfir, að hann hefði unnið „glæstan sigur“ á heimsveldastefnunni í kosningunum fyrir rúmri viku. Helsti andstæðingur hans, Morgan Tsvangirai, sakaði hann aftur á móti um að hafa „stolið kosningunum“ með margvíslegu misferli. Undir það taka stjórnvöld á Vesturlöndum, innlendir eftirlitsmenn í Zimbabwe og einnig eft- irlitsmenn Breska samveldisins. Thabo Mbeki, forseti Suður-Afríku, og Olusegun Obasanjo, forseti Nígeríu, komu til Harare í gær til viðræðna við Mugabe en þeir ásamt John Howard, forsætisráðherra Ástralíu, munu ákveða í dag í London til hvaða ráða Samveldið grípur gagnvart Mugabe. Er fundur þeirra með Mugabe var að hefj- ast í gær bárust fréttir um, að landtökumenn og stuðningsmenn Mugabes hefðu myrt hvítan bónda. Frá áramótum hefur ofbeldið í landinu kostað 35 manns lífið. Á myndinni er forseti hæstaréttar Zimbabwe að lesa Mugabe, orðum prýddum, eiðstafinn við athöfn- ina á sunnudag. AP Samveldið íhugar viðbrögð STÆRSTU dagblöð Noregs fjölluðu í gær og um helgina um skoðana- könnun þá sem birtist hér á landi á föstudag en þar kom fram 91% stuðn- ingur við það sjónarmið að hefja beri samningaviðræður við Evrópusam- bandið (ESB) um aðild Íslands. Í for- ustugrein Verdens Gang segir að Ís- lendingar vísi nú Norðmönnum veginn og dagblaðið Nordlys segir ljóst að svo kunni að fara að Norð- menn neyðist til að leita eftir viðræð- um verði þróunin sú að Íslendingar nálgist ESB-aðild. Í forustugrein Verdens Gang segir að ljóst sé að enn fari því fjarri að Ís- lendingar hafi afráðið að leita eftir að- ild að ESB. Fjögur til fimm ár muni trúlega líða þar til slíkar viðræður hefjist. Vísað er til þess að sjávarút- vegshagsmunir séu yfirgnæfandi þegar um sé að ræða hugsanlega að- ild Íslands að ESB. Íslendingar hafi áður sett fram þá kröfu að þeir fái eigin fiskveiðilögsögu innan ESB. Sendiherra ESB gagnvart Noregi og Íslandi hafi í samtölum við Aftenpost- en sagt að kröfur Íslendinga þýði ekki endilega að af aðild Íslands geti ekki orðið svo fremi Íslendingar fall- ist að öðru leyti á hina sameiginlegu sjávarútvegsstefnu sambandsins. Ástandið á Íslandi hafi nú breyst eftir að könnun sú sem Gallup gerði fyrir Samtök iðnaðarins var birt. Davíð Oddsson forsætisráðherra hafi í raun komið í veg fyrir umræðu um ESB-aðild á Íslandi með afdráttar- lausri andstöðu sinni. Nú telji flestir að aðild að ESB verði eitt af málunum sem kosið verði um í næstu þingkosn- ingum á Íslandi. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra sé greinilega hlynntur aðild að ESB og telji að nú beri að hefja samningaviðræður. Norðmönnum beri því að búa sig und- ir þær afleiðingar sem þróunin á Ís- landi geti haft í för með sér. Dagblaðið Nordlys segir í forustu- grein í gær að taki umræðan á Íslandi að snúast um aðild að ESB verði Norðmenn að bregðast við. Þeir þurfi þá samtímis að hefja aðildarviðræður við sambandið. Hingað til hafi slæmir samningar á vettvangi sjávarútvegs- mála komið í veg fyrir aðild Norð- manna að ESB. „Við stöndum frammi fyrir alveg nýrri stöðu ef við eigum á hættu að mæta þar Íslendingum til viðbótar við Portúgala og Spánverja,“ segir blaðið er það fjallar um samn- ingsstöðu Norðmanna eftir mögulega inngöngu Íslendinga í ESB. Dagblaðið Dagens Næringsliv birtir forustugrein sem nefnist „Framsóknarflokkurinn og við“. Þar er fjallað um afstöðu flokkanna á Ís- landi og því haldið fram að Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra sé í hópi áköfustu talsmanna þess að hafnar verði aðildarviðræður við ESB. Hingað til hafi Sjálfstæðis- flokkurinn komið í veg fyrir slíkar viðræður. Nú sé ástand mála hins vegar að breytast á Íslandi. Títtnefnd skoðanakönnun hljóti að hafa áhrif bæði á Íslandi og í Noregi. Hingað til hafi frumatvinnugreinarnar verið helstu andstæðingar aðildar Noregs. Afstaðan í norskum sjávarútvegi sé þó að breytast. Margir telji að EES- sáttmálinn verði ekki þróaður nægi- lega. Síðan spyr blaðið: „Eigum við að sækja um aðild ásamt Íslendingum og freista þess að hafa áhrif á sjáv- arútvegsstefnu ESB? Eða eigum við að bíða og hætta á að mæta Íslend- ingum ESB-megin við borðið einn góðan veðurdag?“ Forystugreininni lýkur á þann veg að enginn stjórnmálaflokkur í Noregi telji æskilegt að hefja viðræður um aðild að ESB. Fari fleiri íslenskir flokkar að dæmi Framsóknarflokks- ins kunni það að kalla á breytingar í Noregi. Meiri áhrif en innganga Svía Í leiðara Aftenposten sem nefnist „Ísland og ESB“ er einnig vísað til skoðanakönnunar Gallup. Segir þar að sæki Íslendingar um aðild muni sú umsókn hafa mikil áhrif í Noregi ekki síst á vettvangi sjávarútvegsmála. Blaðið vísar til ummæla þeirra Jans Petersens utanríkisráðherra og Jens Stoltenbergs, leiðtoga Verkamanna- flokksins, þess efnis að umsókn Ís- lendinga myndi óhjákvæmilega hafa áhrif í Noregi. Báðir telji þeir hins vegar að nokkur tími muni líða þar til viðræður Íslands og ESB hefjist. Hins vegar sé ljóst að aðild Íslands að ESB myndi hafa meiri áhrif í Noregi en sú ákvörðun Svía 1994 að ganga í sambandið. Án Íslendinga verði EFTA-stoðin í EES-samstarfinu enn veikari en hún sé í dag. Dagblaðið Rogalands Avis fjallar einnig í gær um hugsanlegar aðild- arviðræður Íslendinga og áhrif þeirra í Noregi. Þar líkt og í öðrum norskum blöðum segir að Davíð Oddsson sé andvígur aðildarviðræðum við ESB en breyting sé að eiga sér stað á vett- vangi Framsóknarflokksins. Að auki bendi allt til þess að Samfylkingin verði fyrst íslenskra flokka til að lýsa sig hlynnta aðild Íslands að ESB. Blaðið greinir frá ræðu Halldórs Ásgrímssonar í Berlín í liðinni viku og segir athyglisvert að þar hafi utanrík- isráðherra ekki rætt um varanlega undanþágu frá hinni sameiginlegu sjávarútvegsstefnu ESB heldur að- lögun Íslendinga að henni. Segir blaðið að núverandi ríkis- stjórn í Noregi hafi ekki á verkefna- skrá sinni að hefja viðræður við ESB. Hins vegar kunni þróunin á Íslandi að verða til þess að norskir ráðamenn neyðist til að setja málið á dagskrá. Þjóðirnar sæki saman um aðild Í frétt sem birtist í gær í dag- blaðinu Bergens Tidende kemur fram að Jens Stoltenberg telur að Norðmenn komi til með að standa frammi fyrir gjörbreyttum aðstæð- um leiti Íslendingar eftir aðild að ESB. Ljóst sé að EES-samstarfið haldi þá tæpast velli. Í sama blaði hvetur Sigurd Grytten, formaður norsku Evrópusamtakanna, til þess að Norðmenn og Íslendingar sæki saman um aðild að ESB. Þróun á Íslandi kallar á viðbrögð í Noregi Norsk dagblöð fjalla ítarlega um hugsanlega umsókn Íslendinga að Evrópusambandinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.