Morgunblaðið - 19.03.2002, Page 24

Morgunblaðið - 19.03.2002, Page 24
ERLENT 24 ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Tilboð vikunnar gildir einungis í Lyf & heilsu Austurveri og Kringlunni. Joe Boxer nærföt og náttföt Levante nærföt Levante sokkabuxur. Að auki fylgja Clips sokkabuxur frítt með. 20% afsl. 20% afsl. 20% afsl. ROBERT Mugabe sór embættiseið sinn sem forseti Zimbabwe á sunnudag og lýsti þá yfir, að hann hefði unnið „glæstan sigur“ á heimsveldastefnunni í kosningunum fyrir rúmri viku. Helsti andstæðingur hans, Morgan Tsvangirai, sakaði hann aftur á móti um að hafa „stolið kosningunum“ með margvíslegu misferli. Undir það taka stjórnvöld á Vesturlöndum, innlendir eftirlitsmenn í Zimbabwe og einnig eft- irlitsmenn Breska samveldisins. Thabo Mbeki, forseti Suður-Afríku, og Olusegun Obasanjo, forseti Nígeríu, komu til Harare í gær til viðræðna við Mugabe en þeir ásamt John Howard, forsætisráðherra Ástralíu, munu ákveða í dag í London til hvaða ráða Samveldið grípur gagnvart Mugabe. Er fundur þeirra með Mugabe var að hefj- ast í gær bárust fréttir um, að landtökumenn og stuðningsmenn Mugabes hefðu myrt hvítan bónda. Frá áramótum hefur ofbeldið í landinu kostað 35 manns lífið. Á myndinni er forseti hæstaréttar Zimbabwe að lesa Mugabe, orðum prýddum, eiðstafinn við athöfn- ina á sunnudag. AP Samveldið íhugar viðbrögð STÆRSTU dagblöð Noregs fjölluðu í gær og um helgina um skoðana- könnun þá sem birtist hér á landi á föstudag en þar kom fram 91% stuðn- ingur við það sjónarmið að hefja beri samningaviðræður við Evrópusam- bandið (ESB) um aðild Íslands. Í for- ustugrein Verdens Gang segir að Ís- lendingar vísi nú Norðmönnum veginn og dagblaðið Nordlys segir ljóst að svo kunni að fara að Norð- menn neyðist til að leita eftir viðræð- um verði þróunin sú að Íslendingar nálgist ESB-aðild. Í forustugrein Verdens Gang segir að ljóst sé að enn fari því fjarri að Ís- lendingar hafi afráðið að leita eftir að- ild að ESB. Fjögur til fimm ár muni trúlega líða þar til slíkar viðræður hefjist. Vísað er til þess að sjávarút- vegshagsmunir séu yfirgnæfandi þegar um sé að ræða hugsanlega að- ild Íslands að ESB. Íslendingar hafi áður sett fram þá kröfu að þeir fái eigin fiskveiðilögsögu innan ESB. Sendiherra ESB gagnvart Noregi og Íslandi hafi í samtölum við Aftenpost- en sagt að kröfur Íslendinga þýði ekki endilega að af aðild Íslands geti ekki orðið svo fremi Íslendingar fall- ist að öðru leyti á hina sameiginlegu sjávarútvegsstefnu sambandsins. Ástandið á Íslandi hafi nú breyst eftir að könnun sú sem Gallup gerði fyrir Samtök iðnaðarins var birt. Davíð Oddsson forsætisráðherra hafi í raun komið í veg fyrir umræðu um ESB-aðild á Íslandi með afdráttar- lausri andstöðu sinni. Nú telji flestir að aðild að ESB verði eitt af málunum sem kosið verði um í næstu þingkosn- ingum á Íslandi. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra sé greinilega hlynntur aðild að ESB og telji að nú beri að hefja samningaviðræður. Norðmönnum beri því að búa sig und- ir þær afleiðingar sem þróunin á Ís- landi geti haft í för með sér. Dagblaðið Nordlys segir í forustu- grein í gær að taki umræðan á Íslandi að snúast um aðild að ESB verði Norðmenn að bregðast við. Þeir þurfi þá samtímis að hefja aðildarviðræður við sambandið. Hingað til hafi slæmir samningar á vettvangi sjávarútvegs- mála komið í veg fyrir aðild Norð- manna að ESB. „Við stöndum frammi fyrir alveg nýrri stöðu ef við eigum á hættu að mæta þar Íslendingum til viðbótar við Portúgala og Spánverja,“ segir blaðið er það fjallar um samn- ingsstöðu Norðmanna eftir mögulega inngöngu Íslendinga í ESB. Dagblaðið Dagens Næringsliv birtir forustugrein sem nefnist „Framsóknarflokkurinn og við“. Þar er fjallað um afstöðu flokkanna á Ís- landi og því haldið fram að Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra sé í hópi áköfustu talsmanna þess að hafnar verði aðildarviðræður við ESB. Hingað til hafi Sjálfstæðis- flokkurinn komið í veg fyrir slíkar viðræður. Nú sé ástand mála hins vegar að breytast á Íslandi. Títtnefnd skoðanakönnun hljóti að hafa áhrif bæði á Íslandi og í Noregi. Hingað til hafi frumatvinnugreinarnar verið helstu andstæðingar aðildar Noregs. Afstaðan í norskum sjávarútvegi sé þó að breytast. Margir telji að EES- sáttmálinn verði ekki þróaður nægi- lega. Síðan spyr blaðið: „Eigum við að sækja um aðild ásamt Íslendingum og freista þess að hafa áhrif á sjáv- arútvegsstefnu ESB? Eða eigum við að bíða og hætta á að mæta Íslend- ingum ESB-megin við borðið einn góðan veðurdag?“ Forystugreininni lýkur á þann veg að enginn stjórnmálaflokkur í Noregi telji æskilegt að hefja viðræður um aðild að ESB. Fari fleiri íslenskir flokkar að dæmi Framsóknarflokks- ins kunni það að kalla á breytingar í Noregi. Meiri áhrif en innganga Svía Í leiðara Aftenposten sem nefnist „Ísland og ESB“ er einnig vísað til skoðanakönnunar Gallup. Segir þar að sæki Íslendingar um aðild muni sú umsókn hafa mikil áhrif í Noregi ekki síst á vettvangi sjávarútvegsmála. Blaðið vísar til ummæla þeirra Jans Petersens utanríkisráðherra og Jens Stoltenbergs, leiðtoga Verkamanna- flokksins, þess efnis að umsókn Ís- lendinga myndi óhjákvæmilega hafa áhrif í Noregi. Báðir telji þeir hins vegar að nokkur tími muni líða þar til viðræður Íslands og ESB hefjist. Hins vegar sé ljóst að aðild Íslands að ESB myndi hafa meiri áhrif í Noregi en sú ákvörðun Svía 1994 að ganga í sambandið. Án Íslendinga verði EFTA-stoðin í EES-samstarfinu enn veikari en hún sé í dag. Dagblaðið Rogalands Avis fjallar einnig í gær um hugsanlegar aðild- arviðræður Íslendinga og áhrif þeirra í Noregi. Þar líkt og í öðrum norskum blöðum segir að Davíð Oddsson sé andvígur aðildarviðræðum við ESB en breyting sé að eiga sér stað á vett- vangi Framsóknarflokksins. Að auki bendi allt til þess að Samfylkingin verði fyrst íslenskra flokka til að lýsa sig hlynnta aðild Íslands að ESB. Blaðið greinir frá ræðu Halldórs Ásgrímssonar í Berlín í liðinni viku og segir athyglisvert að þar hafi utanrík- isráðherra ekki rætt um varanlega undanþágu frá hinni sameiginlegu sjávarútvegsstefnu ESB heldur að- lögun Íslendinga að henni. Segir blaðið að núverandi ríkis- stjórn í Noregi hafi ekki á verkefna- skrá sinni að hefja viðræður við ESB. Hins vegar kunni þróunin á Íslandi að verða til þess að norskir ráðamenn neyðist til að setja málið á dagskrá. Þjóðirnar sæki saman um aðild Í frétt sem birtist í gær í dag- blaðinu Bergens Tidende kemur fram að Jens Stoltenberg telur að Norðmenn komi til með að standa frammi fyrir gjörbreyttum aðstæð- um leiti Íslendingar eftir aðild að ESB. Ljóst sé að EES-samstarfið haldi þá tæpast velli. Í sama blaði hvetur Sigurd Grytten, formaður norsku Evrópusamtakanna, til þess að Norðmenn og Íslendingar sæki saman um aðild að ESB. Þróun á Íslandi kallar á viðbrögð í Noregi Norsk dagblöð fjalla ítarlega um hugsanlega umsókn Íslendinga að Evrópusambandinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.