Morgunblaðið - 19.03.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.03.2002, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÓLAFUR Thors var þá at-vinnumálaráðherra í rík-isstjórn Framsóknar- ogSjálfstæðisflokks og sagði á sjómannadaginn 1952, að 19. mars yrði „um allan aldur ... merkur dagur í útvegssögu Íslend- inga“. Ekki er ofsagt að aðgerðin var örlagarík. Í Bretlandi neituðu stjórnvöld að viðurkenna nýju land- helgina og togaraeigendur lögðu bann á löndun ísfisks úr íslenskum togurum. Sú þvingun hefði að öllu jöfnu neytt Íslendinga til eftirgjaf- ar en í eldlínu kalda stríðsins gátu þeir látið krók koma á móti bragði. Skref fyrir skref Stækkun landhelginnar í fjórar mílur átti sér nokkurn aðdraganda. Árið 1948 setti Alþingi lög um verndun fiskimiða umhverfis land- ið, landgrunnslögin, og ári síðar sögðu stjórnvöld upp samningi Breta og Dana frá 1901, með tveggja ára fyrirvara, en hann hafði lögfest þriggja mílna landhelgi við Íslandsstrendur. Árið 1950 var landhelgin svo færð í fjórar mílur undan Norðurlandi. Sú breyting gilti þó ekki gagnvart Bretum fyrr en þriggja mílna samningurinn rann út árið eftir og þá urðu líka tímamót sem gerðu Íslendingum kleift að stíga lokaskrefið: Alþjóða- dómstóllinn í Haag kvað upp þann úrskurð í fiskveiðideilu Noregs og Bretlands að Norðmenn mættu taka sér fjögurra mílna landhelgi sem væri dregin frá ystu annesjum og skerjum og þvert fyrir mynni fjarða. Ekki má vanmeta mikilvægi þessa dóms. Þótt lögfræðingar breska utanríkisráðuneytisins áréttuðu í ræðu og riti að hann snerist aðeins um landhelgi Norð- manna, viðurkenndu þeir sín á milli að úrslitin hefðu ótvírætt gildi ann- ars staðar. „Við vitum allir hve veikur okkar málstaður er,“ sagði einn þeirra um stöðuna við Íslands- strendur í ársbyrjun 1952. Stolt og fiskur Á hinn bóginn fannst Bretum margt vera í húfi. Í hér um bil 60 ár höfðu breskir togarar veitt hér við land og bæði útgerðarmenn og skipstjórar staðhæfðu að sú sjó- mennska legðist af, fengju Íslend- ingar að fylgja fordæmi Norð- manna. Hvers vegna ættu Bretar að þola það? „Ég held við höfum látið ráðskast nóg með okkur,“ sagði einn skipstjórinn í Hull þegar fréttir af nýju reglugerðinni bárust þangað í mars, „og þegar Íslend- ingar eru farnir að segja okkur fyr- ir verkum er nóg komið!“ Togara- jaxlarnir höfðu getið sér gott orð í síðari heimsstyrjöld og þingmenn þeirra ítrekuðu að þjóðin ætti þeim skuld að gjalda. Hernaðarhagsmunir vógu líka þungt. Bretar áttu enn heimsveldi og þóttust sjá að yrðu grunnlínur almennt notaðar myndu mikilvæg- ar siglingaleiðir liggja innan land- helgi ríkja sem væru ekki endilega vinveitt þeim. Einnig yrði erfiðara að leggja dundurdufl á óvinaslóð og kafbátar ættu auðveldara með að liggja í launsátri. Sums staðar í Lundúnum var niðurstaðan því augljós: Aðmírálar sögðu að utan Noregs yrðu Bretar að verja hina þröngu þriggja mílna landhelgi og þeir embættismenn, sem höfðu útvegsmál á sinni könnu, endurtóku varnaðarorð togara- manna um endalok Íslandsveið- anna. Í utanríkisráðuneytinu voru menn hins vegar á báðum áttum. Úrskurðurinn í Haag var skýr og hvernig var líka hægt að hindra að Íslendingar færðu út sína land- helgi? Vopn Breta Ísfiskmarkaðurinn í Bretlandi var Íslendingum mjög mikilvægur. Þetta vissu togaraeigendur ytra. Þeir vissu líka að þeir fengju hærra verð fyrir eigin afla, sætu þeir einir að markaðnum. Allt frá stríðslokum höfðu þeir því þrýst á stjórnvöld að takmarka eða banna alveg landanir útlendinga í Bretlandi. Þau höfðu ekki léð máls á þessu því næg spurn var eftir fiski. En kannski kæmu kröfur útgerðarmannanna núna að gagni? Þegar fyrir lá fyrir í árs- byrjun 1952 að Bretar og Íslend- ingar myndu ræðast við um land- helgismál voru breskir embættismenn sammála um að þótt lögin virtust Íslendinga megin „höf- um við nokkur pólitísk og efnahags- leg vopn uppi í erminni.“ Íslendingum misboðið í Lundúnum Landhelgisviðræðurnar fóru fram í janúarlok. Bretar lýstu því strax yfir að útgerðarmenn gætu lokað fiskmörkuðum fyrir Íslend- ingum og hefðu alla samúð stjórn- valda. Gestunum frá Íslandi væri því hollast að sýna sáttahug. Bretar voru ekki svo skyni skroppn- ir að telja að Íslending- ar sættu sig við óbreytt ástand og voru reiðu- búnir að fallast á út- færslu hér og þar, til dæmis lokun Faxaflóa. En þeir voru nokkuð viss- ir um að löndunarbannið biti vel, vopnið sem þeir beittu ekki sjálfir en bentu gjarnan á. Þessar lítt duldu hótanir höfðu engin áhrif. Svo sannfærðir voru Íslendingar um að þeir mættu og yrðu að stækka landhelgina að þeir trúðu því tæpast að Bretar myndu reyna að þvinga þá til eftirgjafar. Fiskstofnar voru farnir að láta á sjá og innan nýju landhelgin togveiðar og dragnótaveið bannaðar, líka Íslendingum Auk þjóðarhags kom þj við sögu. Ólafur Thors fór ræðunefndinni í Lundú hann hitti enga ráðherra, „einhverja undirsáta“ Bjarni Benediktsson og fle síðar gramir. Einum þei gat tekið slík skeyti til sín aði svo mjög að hann min þótt Ísland væri sjálfst skyldu menn muna að ja byggju þar og í einu úthve úna. Slíkt yfirlæti skilaði þ Bretar hefðu betur gert s fyrir metnaði Íslendinga rembu, því þá hefðu þei reynst samvinnuþýðari. „Ákvörðunin virt sumstaðar djörf Um þetta sama leyti ræd G. Andersen þjóðréttarfr Ólafur Thors og fleiri, sem inu komu, við erlenda sér um útfærslu landhelginnar ir valkostir voru teiknaðir kort, til dæmis þrjár leið loka Faxaflóa, og sögðu fræ irnir að sumar grunnlínur til greina kæmu, væru „ Þegar til kastanna kom m Útfærsla landhelginnar í fjór Merkur dagur í útvegs- sögunni Bjarni Benediktsson um una í fjórar mílu Ólafur Thors undirritar lögsögu frá ystu annesju en hjá honum standa Gu málaráðuneytinu, og Ha Hernaðar- hagsmunir vógu líka þungt Í dag er hálf öld, segir Guðni Jóhannesson, síðan Ólafur Thors gaf út reglugerð um fjög- urra mílna landhelgi umhverfis Ísland. ÞRÝST Á UM VOPNAHLÉ Hryðjuverkum hefur ekki linntfyrir botni Miðjarðarhafsþrátt fyrir að vonir hafi vakn- að um að komist gæti á vopnahlé eftir komu Anthonys C. Zinnis, sérlegs sendierindreka Bandaríkjamanna, til viðræðna við leiðtoga Ísraela og Pal- estínumanna. Vald Bandaríkjamanna kom reyndar þegar skýrt í ljós er Ísr- aelar hófu að draga hersveitir sínar til baka frá Betlehem og Ramallah eftir tveggja vikna aðgerðir á svæðum Pal- estínumanna. Það hefur áður sýnt sig að vilji Bandaríkjamenn svo við hafa hlýða Ísraelar og hlýtur því að vera lykilatriði hversu miklum þrýstingi Bandaríkjamenn eru reiðubúnir til að beita þá. Stjórn George Bush Bandaríkjafor- seta hefur hingað til ekki lagt ríka áherslu á að miðla málum milli Ísraela og Palestínumanna og iðulega dregið taum þeirra fyrrnefndu í blóðugum átökum undanfarinna mánaða. Nú virðist Bandaríkjastjórn hins vegar vera að snúa við blaðinu. Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, fór í liðinni viku í ferð til níu arabaríkja og var til- gangur ferðarinnar einkum að afla stuðnings við aðgerðir gegn Írökum. Hann fékk heldur dræmar undirtektir við málflutning sinn um Írak og var nánast einróma andstaða við að grípa til vopna gegn Saddam Hussein. Hann komst að því í ferðinni, eins og hann hefur greint frá sjálfur, að arabaleið- togar vilja um þessar mundir mun frek- ar ræða um átökin milli Ísraela og Pal- estínumanna en Íraka. Á blaðamanna- fundi sagði Cheney að ágreiningurinn væri „efst í huga margra í þessum heimshluta“. Það þarf ekki að koma Cheney á óvart að það sé samhengi milli hlutanna og þeir geti ekki litið á Írak sem ein- angrað vandamál. Bandaríkjamenn líta svo á að Sádi-Arabar séu lykilsamherj- ar í viðureigninni við Íraka og ekki sé hægt að vera án stuðnings þeirra. Sam- skiptin á þeim vettvangi eru hins vegar síður en svo einfalt mál og fara hags- munir Bandaríkjamanna og Sáda ekki saman. En Sádar eru ekki síður mik- ilvægir varðandi málefni Ísraela og Palestínumanna. Sádar settu fyrir nokkrum vikum fram tillögur um það hvernig koma eigi á friði milli Ísraela og Palestínumanna. Þessar tillögur hafa vakið þó nokkra athygli í araba- heiminum og hafa verið til umræðu í Ísrael. Þar er meðal annars kveðið á um það að öll arabaríkin taki upp stjórnmálaleg samskipti við Ísrael gegn því að Ísraelar dragi lið sitt brott frá þeim landsvæðum, sem þeir her- námu í sex daga stríðinu árið 1967. Cheney kom til Ísraels í gær og hélt þegar á fund Ariels Sharons, forsætis- ráðherra Ísraels, og hugðist einnig ræða við Palestínumenn, þótt ekki hafi verið ljóst hvort hann myndi hitta Ara- fat. Var jafnvel búist við því að lýst yrði yfir vopnahléi í gær, en af því varð ekki. Cheney lofaði hins vegar að gera „allt sem við getum til að hvetja Arafat og Sharon til að hefja vopnahlé svo að ekki glatist fleiri mannslíf“. Vakið hefur athygli að staða Yassers Arafats virðist vera að styrkjast á ný eftir nokkurra mánaða einangrun í herkví Ísraelshers í Ramallah. Ísraelar höfðu lýst yfir því að Arafat skipti engu máli lengur, en viðræður Zinnis við Arafat sýna að hvað sem segja má um leiðtoga Palestínumanna getur enginn annar forustumaður þeirra komið í stað hans. Þá kemur Cheney með þau skilyrði frá arabaleiðtogum að Ísraelar eigi að leyfa Arafat að fara á leiðtoga- fund arabaríkja í Beirút síðar í þessum mánuði. Arafat hefur sett það skilyrði fyrir friðarviðræðum að Ísraelar dragi lið sitt frá svæðum, sem eiga að vera á valdi Palestínumanna. Í fjölmiðlum í gær mátti lesa miklar vangaveltur um það hvort samkomulag um vopnahlé við Yasser Arafat yrði meira en orðin tóm og leiddu fréttaskýrendur að því getum að hann væri orðinn það veikur forustumaður að hann réði engu um það hvort ofbeldið héldi áfram eða ekki. Palestínumenn hljóta hins vegar einnig að spyrja sig hvort það hafi einhverja þýðingu að semja við Ísraela. Allar göt- ur frá því að gengið var frá Óslóarsam- komulaginu hafa Ísraelar verið tregir til að uppfylla sett skilyrði. Sharon hef- ur lítið annað gert en að ögra þeim. Vantraustið er á báða bóga. Sérfræð- ingar hafa ekki þorað að segja að meira en helmingslíkur séu á því að Zinni tak- ist ætlunarverk sitt. Sú tölfræði breyt- ist ekki nema tryggt verði rækilegt eft- irlit með því að friður verði haldinn og staðið verði við gerða samninga. NEMENDASKIPTI Í ÞÁGU SKILNINGS OG VÍÐSÝNI Alþjóðlegu sjálfboðaliða- ogfræðslusamtökin AFS og ýmis tengd samtök hafa unnið merkilegt starf á undanförnum áratugum við að efla gagnkvæman skilning og kynni meðal þjóða heims. Einn veigamesti þátturinn í starfi samtakanna hefur verið nemendaskipti unglinga á aldr- inum 15 til 18 ára. Í viðtali við Morgunblaðið sl. sunnudag sagði Paul Shay, forseti al- þjóðasamtaka AFS, að skiptinemar sem fara til dvalar og náms í framandi landi á vegum samtakanna kæmust í kynni við framandi lífsmáta og hugs- unarhátt og þannig víkkaði sjóndeild- arhringur þeirra, en jafnframt yrðu þeir meðvitaðri um eigin menningu. „Þessi dvöl stuðlar líka að auknum skilningi og vitund fólks um málefni sem öllum eru sameiginleg og snerta alla heimsbyggðina. Sá sem hefur hlotið slíka menntun skynjar að ver- öldin er eitt stórt samfélag með mörg sameiginleg vandamál og það sem gerist í einum heimshluta hefur áhrif í öðrum heimshlutum,“ segir Shay. Í máli hans kom fram að hann legg- ur sérstaka áherzlu á að efla nem- endaskipti milli Vesturlanda og ríkja múslima, ekki sízt eftir atburðina 11. september á síðasta ári. Það er full þörf á, nú þegar jafnvel er talað um að heimsbyggðin geti skipzt í fylkingar eftir trú og siðmenningu, að reyna með öllum ráðum að brjóta niður múra fordóma og vanþekkingar og skapa í staðinn gagnkvæman skilning og umburðarlyndi milli fólks af ólíku þjóðerni, kynþáttum og trúarbrögð- um. Við ættum því að gefa starfi sam- taka á borð við AFS gaum, hvetja ungt fólk til að taka þátt í því og veita því stuðning.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.