Morgunblaðið - 19.03.2002, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 19.03.2002, Blaðsíða 25
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 2002 25 ARNFINN Kallsberg, lögmaður Færeyja, skýrði frá því í gær að kosningar færu fram 30. apríl nk. Á Lögþingi Færeyja sitja 32 menn og hafa núverandi stjórnar- flokkar 18 þeirra. Skoðanakönnun frá því fyrr í þessum mánuði gefur hins vegar til kynna að stjórnarandstaðan, sem hefur efasemdir um ágæti þeirrar stefnu er mótuð hefur ver- ið á vettvangi sjálfstæðisbarátt- unnar, vinni á í næstu kosningum. Samkvæmt þeirri könnun fellur stjórn Kallsbergs og tapar fjórum mönnum til sambandssinna. Kosningar í Fær- eyjum 30. apríl SENDIHERRA heimastjórnar Pal- estínumanna á Íslandi, sem aðsetur hefur í Noregi, telur litlar líkur á að árangur náist í friðarviðræðum milli Ísraela og Palestínumanna á meðan Ariel Sharon sé við völd í Ísr- ael. Sendiherrann, Omar Sabri Kitt- mitto, leggur hins vegar áherslu á að slíkar viðræður séu engu að síð- ur ómaksins virði enda myndu þær koma í veg fyrir frekara mannfall. Það sé verðugt markmið út af fyrir sig en hátt í sextán hundruð hafa fallið í átökum í Miðausturlöndum á undanförnum átján mánuðum. Kittmitto var gestur aðalfundar félagsins Ísland-Palestína á sunnu- dag og átti síðan m.a. fund með Halldóri Ásgrímssyni utanrík- isráðherra og Ólafi Ragnari Gríms- syni, forseta Íslands, í gær. Kittmitto sagði að stefna Ariels Sharons, forsætisráðherra Ísraels, væri sú – og hefði ávallt verið – að þetta landsvæði tilheyrði aðeins Ísr- aelum og að Palestínumenn ættu engra réttinda að njóta. Sharon hefði ávallt verið mótfallinn frið- arsamningum við Palestínumenn. Tók hann hins vegar undir að meiri líkur væru á að menn settust niður til viðræðna um frið nú þegar Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að reyna enn að miðla málum. Banda- ríkjamenn væru þeir einu sem gætu hreyft við stjórnvöldum í Tel Aviv. Kittmitto tók jafnframt fram að þrátt fyrir að pólitísk stefna Shar- ons réði ferðinni í Ísrael nú um stundir mætti ekki gleyma því að margir Ísraelar væru friðarsinnar. Þeir hefðu undanfarið staðið fyrir mótmælagöngum þar sem farið hefði verið fram á að hersveitir Ísr- aels yrðu kallaðar frá yfirráðasvæð- um Palestínumanna. „Menn mega heldur ekki mis- skilja mig; svo lengi sem Sharon er réttkjörinn leiðtogi ísraelsku þjóð- arinnar þá erum við reiðubúnir til viðræðna við hann hvenær og hvar sem er,“ sagði Kittmitto. Ósanngjörn krafa Kittmitto spurði hvernig í ósköp- unum menn gætu farið fram á það við Yasser Arafat að hann tryggði öryggi ísraelskra borgara á sama tíma og ísraelski herinn væri að stráfella palestínska lækna og hjúkrunarfólk, konur og börn. Menn hlytu að hafa skilning á því að hugur Arafats væri fyrst og fremst hjá eigin fólki á meðan svona stæði á. Kittmitto lagði áherslu á að heimastjórn Arafats liti á árásir gegn óbreyttum borgurum í Ísrael sem hryðjuverk, rétt eins og ódæði Ísraelshers á heimastjórnarsvæðum Palestínumanna. Hryðjuverk væru ávallt fordæmd. „En hvernig getum við komið í veg fyrir slíkar árásir þegar forseta okkar er haldið í herkví og óbreyttir borgarar eru beittir ofbeldi?“ Og Kittmitto hélt áfram: „Hvern- ig getur hernumin þjóð tryggt her- námsaðilanum öryggi? Hvernig er hægt að fara fram á slíkt? Svo lengi sem Ísraelsher er á okkar yf- irráðasvæði eru líkur á árásum frá þeim sem ekki sætta sig við veru vopnaðra erlendra hermanna í okk- ar landi.“ Samstaða að baki Arafat Kittmitto sagði að margir hefðu verið ósáttir við þá ákvörðun Yass- ers Arafats að skrifa undir Óslóar- samkomulagið frá 1993, sem og ýmsa aðra samninga sem fylgt hefðu í kjölfarið. Arafat hefði engan veginn verið óumdeildur. Nú um stundir stæðu Palestínumenn hins vegar saman sem einn að baki hon- um í því skyni að verja land sitt og þjóð. Sagði hann aðspurður að þetta styrkti stöðu Arafats í hugsanlegum friðarviðræðum við Ísraela. Hann myndi eiga auðveldara með að taka af skarið þar sem hann hefði þjóð sína óskipta á bak við sig. Og sann- arlega ættu menn engra annarra kosta völ en reyna að lifa í sátt og samlyndi því ljóst væri að Ísraelar gætu ekki borið sigurorð af Palest- ínumönnum, rétt eins og Palest- ínumenn gætu ekki unnið sigur á Ísraelum. „Aðeins með friðarviðræðum get- um við bætt ástandið. Aðeins með því að setjast niður augliti til auglit- is getum við náð fram friði,“ sagði Omar Sabri Kittmitto. Mikilvægast að koma í veg fyrir frekara mannfall Morgunblaðið/Jim Smart Omar Sabri Kittmitto, forstöðumaður aðalsendinefndar Palestínu- manna í Noregi og á Íslandi, heimsótti Ísland um helgina. MARGARET Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, er þeirr- ar skoðunar að myndun Evrópusam- bandsins sé „trúlega mesta vitleysa nútímans“ og hvetur Breta til þess að hefja nú þegar þá vinnu, sem nauð- synleg er til að segja skilið við þenn- an samstarfsvettvang. Þessi afstaða Thatcher kemur fram í nýrri bók hennar „Statecraft“ en Lundúnablaðið The Times hóf í gær að birta kafla úr henni. Lafði Thatcher, sem er 76 ára, hvetur til þess að þegar verði stigin ákveðin skref til að greiða fyrir því að Bretar geti sagt sig úr Evrópusam- bandinu. Íhaldsflokknum beri að lýsa yfir því að næsta stjórn flokksins muni leita eftir grundvallarbreyting- um á þeim samningum, sem Bretar hafa gert við ESB. Bretar eigi að draga sig út úr sameiginlegu land- búnaðarstefnunni, sjávarútvegs- stefnunni og öryggismálastefnunni og taka á ný yfir stjórn viðskipta sinna. „Á þeim árum, sem ég hefi lifað, hafa flest þau vandamál, sem heim- urinn hefur staðið frammi fyrir, átt upptök sín á meginlandi Evrópu og þann sama vanda hafa menn utan meginlands Evrópu leyst,“ segir Thatcher. Hún hafnar þeirri skoðun að óhugsandi sé að Bretar segi skilið við Evrópusambandið og lýsir yfir því að staðreyndin sé sú að aðrar þjóðir Evrópu þarfnist Breta meira en þeir þarfnist sambandsins. Í bókinni kemur og fram að „járnfrúin“ telur umbætur á Evrópu- sambandinu í raun óhugsandi. Mynd- un þess sé „trúlega mesta vitleysa nútímans“ og þátttaka Breta í þessu samstarfi „söguleg stórmistök“. „ESB er mesta vit- leysa nú- tímans“ London. AFP. ATVINNA mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.