Morgunblaðið - 19.03.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.03.2002, Blaðsíða 20
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 20 ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ FYRIRTÆKIÐ Corus Group, sem framleiðir stál og ál, hyggst selja ál- framleiðslu sína. Álframleiðslan er mun minni hluti af starfsemi fyrir- tækisins en stálframleiðslan, en hef- ur, ólíkt stálframleiðslunni, verið rekin með hagnaði. Í frétt í Financial Times segir að mögulegt sé að einhver af stærstu ál- framleiðendum heims muni kaupa Corus, en í þeim hópi eru Alcoa, Alc- an, Norsk Hydro og Pechiney. Álframleiðandi til sölu DECODE genetics, móðurfélag Ís- lenskrar erfðagreiningar, hefur gengið formlega frá kaupum á bandaríska lyfjaþróunarfyrirtæk- inu MediChem Life Sciences og fer greiðsla fram með nýjum hlutabréfum í DeCODE. Gefnar verða út 8,4 milljónir nýrra hluta vegna kaupanna og eftir það verð- ur hlutafé DeCODE um 53,6 millj- ónir hluta. Eftir sameiningu fyrirtækjanna þarf að bæta við lyfjaþróunardeild til að tengja fyrirtækin tvö saman og fullkomna samrunann. Í lyfjaþróunardeildinni munu starfa um eða yfir 250 manns, en ekki liggur fyrir hvort hún verður hér á landi eða í Bandaríkjunum, en bú- ist er við ákvörðun um það eftir 5–8 vikur. Önnur starfsemi í sam- einuðu fyrirtæki verður á sama stað og verið hefur í fyrirtækj- unum tveimur. Um 150 starfsmenn sem eru hjá MediChem í Chicago verða þar áfram, og þeir 600 starfsmenn sem hér eru hjá Ís- lenskri erfðagreiningu verða hér. Erfiðara að manna starfsemina hér á landi Að sögn Páls Magnússonar, framkvæmdastjóra samskipta- og upplýsingasviðs Íslenskrar erfða- greiningar, spila nokkrir þættir inn í þá ákvörðun hvar nýja deildin verður staðsett. Verði hún hér á landi geti orðið erfiðara að fjár- magna hana, enda hafi Ísland ekki sérstöðu í lyfjaþróun eins og varð- andi erfðafræðilegar rannsóknir. Ísland hafi aftur á móti ákveðna galla, og sem dæmi sé hér ekki nægilegur fjöldi af sérmenntuðu starfsfólki á þessu sviði til að manna slíka starfsemi. Verði niðurstaðan sú að hafa lyfjaþróunardeildina hér á landi mun þurfa aukið húsnæði fyrir starfsemina og segir Páll að Ís- lensk erfðagreining hafi tryggt sér rétt til að byggja sunnan við nú- verandi höfuðstöðvar og líklegast sé að byggt verði á þeirri lóð. DeCODE kaupir MediChem Óvíst hvort 250 ný störf lenda hér eða í Banda- ríkjunum Scandinavia /IATA með rúmar 33 milljónir, Flugleiðahótel og Flug- félag Íslands eru alls með um 31 milljón, Lykilhótel eru með 31 millj- ón, Samvinnnulífeyrissjóðurinn með 27 milljónir, Gjaldskil ehf. með 25 milljónir, Kilroy Travels Int. A/S 23 milljónir, Sparisjóðabanki Íslands 22 milljónir og Hópferðaskrifstofan 20 milljónir. Skiptastjóri hafnaði al- mennri kröfu samgönguráðuneytis upp á 41 milljón króna. Alls nema framantaldar 12 kröfur 65% al- mennra krafna. LÝSTAR kröfur í þrotabú Sam- vinnuferða-Landsýnar hf., sem samþykktar hafa verið af skipta- stjóra, nema alls um 890 milljónum króna samkvæmt kröfuskrá þrota- búsins. Þar af nema veðtryggðar kröfur 35 milljónum, forgangskröf- ur nema 45 milljónum og almennar kröfur um 810 milljónum króna. Lýstar kröfur námu alls 332 talsins. Eini samþykkti veðkröfuhafinn er Íslandsbanki en veðkrafa bank- ans hljóðar upp á 35 milljónir króna. Skiptastjóri hafnaði 183 milljóna króna veðrétti Landsbanka Íslands, sem er langstærsti kröfu- hafi í búið en deilur standa um veð- réttindi bankans. Krafa Lands- bankans telst því til almennra krafna. Þá var veðkröfu Heimsferða upp á rúmar 25 milljónir alfarið hafnað. Forgangskröfur, að fjárhæð 45 milljónir samkvæmt kröfuskrá, eru fyrst og fremst launakröfur starfs- manna. Fram kom í samtali við skiptastjóra í Morgunblaðinu á sunnudag að lýstar forgangskröfur hefðu numið nær 100 milljónum og ágreiningur væri uppi um hversu mikill hluti þeirra fengist sam- þykktur. Skiptafundur hefur verið haldinn en til að jafna þann ágrein- ing og annan verður haldinn annar skiptafundur á föstudag. Samþykktar almennar kröfur í þrotabúið nema 810 milljónum króna. Stærst er krafa Landsbanka Íslands, rúmar 200 milljónir, og eru þar með taldar þær 183 milljónir sem ekki hafa fengist samþykktar með veðrétti. Meðal annarra stórra kröfuhafa með samþykktar almenn- ar kröfur eru: SPRON með 44 milljónir, Atlanta með 39 milljónir, Íslandsbanki með 33 milljónir, BSP Hæstu kröfur í þrotabú SL frá Landsbanka og Íslandsbanka Morgunblaðið/Golli FISKISTOFA svipti skip og báta veiðileyfi 23 sinnum í febrúar. Var það ýmist gert vegna afla umfram heimildir, vegna vanskila á frumriti úr afladagbók eða annarra brota. Eftirtaldir bátar og skip voru svipt veiðileyfinu vegna afla um- fram heimildir, en öll hafa þau fengið leyfið að nýju þar sem afla- marksstaða þeirra var lagfærð: Aðalvík SH 443, Bervík SH 143, Sigurbjörg Þorsteins BA 65, Bryn- dís SU 288, Klettsvík SH343, Far GK 147, Jónas Guðmundsson GK 475, Sigurvin GK 61, Hafursey ÍS 600, Hafbjörg ST 77 og Siggi Breið- fjörð KE 76. Eftirtaldir voru sviptir leyfi vegna vanskila á frumriti úr afla- dagbók. Allir hafa fengið leyfið að nýju: Hafnarröst ÁR 250, Jón á Hofi ÁR 62, Síldin AK 88, Stormur ÍS 800, Sjöfn NS 123, Sigurbjörg ST 55, Gunnar GK 501, Þórunn Ósk KE 79 og Bjarni KE 23. Dalaröst ÞH 40 og Keilir SI 145 voru sviptir leyfi vegna rangrar til- greiningar á hluta af afla við vigtun á hafnarvog, en báðir hafa end- urheimt veiðileyfið. Þá var Hansi RE 24 svipur leyfi í hálfan mánuð vegna brots á reglum um tilkynn- ingar í Símakrók. 23 sviptir veiðileyfi LOKAGILDI Úrvalsvísitölu Verð- bréfaþings Íslands var 1.306.78 stig í gær og er þetta í fyrsta sinn frá því í desember árið 2000 sem vísitalan hefur farið yfir 1.300 stig. Vísitalan hefur ekki verið hærri síðan 18. des- ember 2000. Vísitalan hefur hækkað um 12,7% frá áramótum og um 32,2% frá því hún náði lágmarki í ágúst í fyrra. Úrvalsvísitalan yfir 1.300 stig JÓN Ólafsson, stjórnarmaður í Ís- lenskum aðalverktökum, hefur keypt 5.150 þúsund krónur að nafn- verði í Íslenskum aðalverktökum á genginu 2,49. Umrædd hlutabréf eru keypt í nafni Jóns Ólafssonar og co og er eignarhlutur Jóns Ólafssonar og fjárhagslega tengdra aðila í ÍAV 11,76%, eða 164.576 þúsund krónur eftir þessi viðskipti. Kaupþing hefur jafnframt aukið hlut sinn í ÍAV og er nú með 6,09%, eða 85.303 þúsund krónur að nafn- verði. Kaupþing og Jón Ólafsson kaupa í ÍAV ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.