Morgunblaðið - 19.03.2002, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 19.03.2002, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 2002 41 sannleika um fegurð dalsins og alla þá möguleika sem hann hefur upp á að bjóða. Allar sögurnar koma upp í hugann og allur fróðleikurinn. Þú áttir mikinn þátt í því að efla hjá mér virðingu fyrir náttúrunni og öllu líf- ríkinu. Fyrir það og allt annað vil ég þakka þér nú þegar leiðir okkar skil- ur. Megi góður guð blessa minningu þína um ókomna tíð. Elsku amma mín. Missir okkar allra er mikill. Ég óska þess að guð styrki þig nú þegar sorgin hefur leit- að í okkar raðir. Allar góðu minning- arnar munu hins vegar auðvelda okkur að vinna bug á sorginni. Minningin um einstakan mann mun lifa. Guðjón Gunnar Ögmundsson. Elsku afi minn. Nú þegar leiðir okkar skilur langar mig að kveðja þig með nokkrum orðum. Það voru forréttindi að fá að kynnast þeim miklu mannkostum sem þú hafðir að geyma. Snemma mótaðir þú litla sál afastelpunnar og ég veit að ég varð betri manneskja fyrir vikið þegar fram liðu stundir. Þú varst mín fyrirmynd. Undra- verður dugnaður þinn, einstök um- hyggja þín fyrir þínum nánustu, sterk réttlætiskenndin. Allt þetta, ásamt allri nærgætninni, blíðunni og þínu einstaka hjartalagi, mótuðu þinn mikla persónuleika sem þú skartaðir öll þessi ár. Og þú varst ekki bara einlægur og blíður þegar mannfólkið átti í hlut. Þú varst einstakt náttúrubarn. Um- gekkst náttúruna með mikilli virð- ingu. Þér varð auðvitað snemma ljóst fyrir vestan hve mikils virði það var að ganga vel um náttúruna og bera fyrir henni tilhlýðilega virð- ingu. Börnin læra það sem fyrir þeim er haft. Þú áttir stærstan þátt í því að móta viðhorf mitt til náttúrunnar. Þú fræddir mig um kosti hennar og mikilvægi þess að ganga vel um landsins gæði. Ég mun eflaust aldrei ná álíka sambandi við náttúruna og þú. Þér vil ég hins vegar þakka fyrir allan fróðleikinn og fræðsluna. Að vestan koma flestar bestu minningarnir um þig, afi minn. Minningarnar sem nú rifjast upp hver af annarri. Þar áttum við okkar kærustu stundir. Umvafin fjöllum Skjaldfannardalsins sem átti hug þinn allan og í öruggu skjóli fjöl- skyldunnar, skjóli sem þú byggðir af þínum þekkta dugnaði, útsjónarsemi og alkunnu örlæti til handa þínum nánustu. Alltaf þegar við vorum saman fyr- ir vestan var sem þú yngdist um mörg ár. Nálægðin við náttúruna, bernskuminningarnar og þörfin fyr- ir að fræða ferðafélagana um það sem fyrir augu bar. Allt þetta var þér svo ótrúlega mikilvægt. Snemma á morgnana varst þú kom- inn á stjá á undan öðrum. Farinn að vappa um veröndina og virða fyrir þér dásemdir dalsins. Kanna vatns- magnið í ánni og bjóða fuglunum góðan dag. Og oftar en ekki dund- aðir þú þér tímunum saman við að hreinsa netin og gera klárt fyrir næstu lögn. Mér varð reyndar snemma á lífs- leiðinni ljóst hve Skjaldfannardalur- inn var þér mikils virði og jafnan of- arlega í huga. Og ást þín og hlýja í garð æskustöðvanna dvínaði ekki þó ungur að árum héldir þú suður yfir heiðar. Á Dalbrautinni hélst þú áfram að draga fram magnaðar frá- sagnir úr sveitinni úr þínum ótæm- andi viskubrunni. Ást þín og áhugi á æskustöðvunum var ódrepandi og þessa ást og þennan áhuga hef ég fengið í arf í ríkum mæli. Þær eru vonandi margar ferðirnar sem ég á eftir að fara vestur. Veit ég að þú verður með í för og heldur vernd- arhendi yfir mér. Elsku afi minn. Engin orð fá lýst þeim mikla söknuði, þeirri miklu sorg sem býr í mínu brjósti nú þegar þú ert ekki lengur hjá mér. Þú varst mikil hetja og ég dáðist jafnan að öll- um þínum verkum, öllu þínu fasi og öllum þínum orðum. Ég er þakklát fyrir allan þann tíma sem ég fékk að eiga með þér. Þú áttir langa og ham- ingjuríka ævi og mér er minnisstætt hve þú varst alltaf góður við hana ömmu. Aldrei bar skugga á samband ykkar og ástin skein úr andliti ykkar allt fram á síðasta dag. Elsku amma mín. Mikil er þín sorg og það skarð sem nú hefur myndast verður ekki fyllt. Þótt skuggsýnt sé í sálum okkar þessa dagana vitum við báðar að það birtir upp um síðir. Þú varst alltaf sú sterka stoð og stytta sem afi von- aðist eftir. Stóðst að baki honum sem klettur í blíðu sem stríðu. Nú þegar söknuðurinn hefur völd- in getum við huggað okkur við minn- ingar um einstakan mann. Mikla hetju sem við getum báðar verið stoltar af. Guð gefi þér styrk amma mín til að takast á við erfiða tíma. Blessuð sé minning afa míns, Guð- jóns Gunnars Jóhannssonar, frá Skjaldfönn. Sólveig Jóna Ögmundsdóttir. „Jæja, Bebba mín, ég fer bráðum að fara, skilaðu hjartans kveðju til allra.“ Svona var síðasta samtal okk- ar afa, við vissum bæði að komið var að endalokum og ég kyssti hann oft og mörgum sinnum og síðan bað hann mig að slökkva ljósið. Já, afi minn, nú er ljósið þitt slokknað og þú hefur fengið hvíld- ina. Upp í huga minn streyma minn- ingar um afa og ömmu því í mínum huga voru þau eitt – þau voru svo nátengd, að ekki er hægt að minnast á afa nema nefna ömmu í leiðinni. Ég hef oft velt því fyrir mér, hvað þau höfðu mikil og góð áhrif á allt mitt líf. Þau gáfu mér alla þá ást og væntumþykju sem hægt var að veita ungri barnssál, þau gerðu æsku mína hamingjuríkari og ekkert gat ég hugsað mér betra en að vera hjá þeim. Hugurinn leitar á æskuslóðir mínar á Hrísateiginn en fyrstu sjö ár ævi minnar bjó ég hjá afa og ömmu. Fyrstu minningar mínar eru þær að ég skreið upp í hlýtt rúmið þeirra á morgnana á frídögum þegar aðrir sváfu. Þau voru auðvitað vöknuð fyr- ir allar aldir enda ekki þeirra siður að sofa frameftir og við amma fórum framúr til að sinna morgunverkun- um. Alltaf leið mér vel í þeirra návist og gátu hversdagslegustu hlutir orð- ið að skemmtun hjá afa, eins og þeg- ar við fórum í spákeppni um hvaða veðurfræðingur kæmi á skjáinn það kvöldið, sá sem gat giskað rétt fékk sælgætisverðlaun. Ég fékk að vísu alltaf verðlaun hvernig svo sem leik- ar fóru. Við horfðum síðan á veð- urfréttirnar en afi fylgdist aðallega með veðrinu fyrir vestan því hugur hans var alltaf á æskuslóðunum. Á Hrísateignum var líf og fjör. Amma og afi voru svo gestrisin að alltaf voru gestir annaðhvort í mat eða kaffi. Mest man ég eftir Siggu ömmusystur og voru við góðar vin- konur og gátum brallað ýmislegt saman. Afa og ömmu leið aldrei betur en þegar húsið var fullt að fólki. Spilastundirnar voru margar og oft spiluðum við afi rakka þegar amma var að undirbúa mat eða kaffi og svo var spjallað um lífsins gagn og nauðsynjar. Kvöldkaffið var nauðsynlegur þáttur í þessu öllu og þegar leikar stóðu sem hæst man ég að afi sagði oft „Stína, klukkan er að ganga tíu og mannskapurinn ekki farinn að fá kvöldkaffið.“ Amma bjargaði því vandamáli á stundinni og var heimabakað bakkelsi alltaf við höndina. Aðalviðburðurinn á hverju ári var vesturferðin. Undirbúningurinn og spenningurinn að fara stóð í nokkrar vikur áður en lagt var í hann. Allt var vel skipulagt, hlutum komið fyr- ir í pokum eða pappakössum og bundið fyrir með snæri, saltfiskur- inn útvatnaður, bakað heljarinnar býsn af kökum, afi fór í klippingu, tók með sér verkfæri, vasahnífinn og netin og mikið var stússað í kringum ferðalagið. Svo rann vesturfarardag- urinn upp og afi fór í sérstök ferða- föt, sem voru í fínni kantinum, setti upp sixpensara og jafnvel sólgler- augu. Aldrei var farið norður, austur eða suður, bara blátt strik vestur í Ísafjarðardjúp, í sumarhús afa og ömmu, Kuldaklett, sem var í dalnum hans afa – Skjaldfannardal. Ferðalagið var langt, sex til sjö tímar og við afi sátum aftur í en amma hjá bílstjóranum, hún vildi svona hafa auga með akstrinum. Þegar vestur var komið voru þau í essinu sínu, enda alin upp í sveit og kunnu vel til allra verka. Afi sá um útistörfin, safnaði spreki, hugði að netum, og lagaði girðinguna. Hann kenndi mér að þekkja hljóðið í fugl- unum og leita að berjavísi. Við amma vorum að stússa innandyra, huga að mat eða gera við púða og mottur í bústaðnum enda amma mikil hannyrðakona og vildi hafa myndarskap á öllu. Okkur leið vel saman í bústaðnum og oft hittum við systur afa, Rósu og Sigga bónda á Ármúla og ekki var minna spjallað í Kuldakletti en á Hrísateignum. Svo tókum við í spil hlustuðum á veð- urfréttir í útvarpinu og fórum seint að sofa. Alltaf var farið snemma á fætur því afi vildi ekki missa af einni mínútu þegar hann var á æskuslóð- unum. Þegar afi var áttræður heimsóttu þau amma mig til Danmerkur í sinni einu utanlandsferð, Þetta var fyrsta flugferðin þeirra og ferðuðumst við um alla Danmörku og spáði afi mikið í landbúnaðinn, hafði orð á að aldrei sæist neinn maður við útiverk. Þetta þótti honum skrýtið enda vanur að vera alltaf að og aldrei féll honum verk úr hendi. Við vorum í sumar- húsi á Fjóni og þar leiddust þau saman í fjörunni eins og ástfangnir unglingar enda voru þau mjög náin og hvort öðru nóg. Þeirra lífsmottó var nægjusemi, vinnusemi og náungakærleikur. Mér fannst afi minn vera fallegur maður, stór, með hvítt þykkt hár og stæðilegur með sterkar hendur sem voru orðnar vinnulúnar, hann var orðinn þreyttur og máttfarinn, lík- aminn slitinn en hann þraukaði eins og hann mögulega gat því hann vildi ekki skilja við ömmu. Hann var vel innrættur og vildi öllum vel, hann skipti lítt skapi en var alltaf sannur tilfinningum sínum og elskaði ömmu af öllu hjarta og vildi henni alltaf það besta. Hann var fuglavinur og hafði samúð með þeim sem minna máttu sín. Afi minn var einn af þeim bestu mönnum sem ég hef kynnst á lífs- leiðinni og er ég sannfærð um að hann hefur fengið góðar móttökur þar sem hann er nú. Ég vil þakka afa mínum fyrir allt sem hann hefur gert fyrir mig og þakka ég almætt- inu fyrir hversu lánsöm ég var að fá að eiga hann fyrir afa. Elsku amma, ég veit hversu mikið þú hefur misst og bið ég guð almátt- ugan að gefa þér styrk í þessari sorg. Berglind. Elsku langafi minn. Nú ertu far- inn og við erum svo óralangt í burtu. Það er sárt, því margt viljum við segja þér. Við viljum þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur. Þú verður alltaf stór hluti af hjarta okkar. Við viljum meðal annars þakka þér fyrir allar tásurnar sem þú hefur gert fyrir okkur, alla vettlingana og ullarsokkana. Svo er ekki hægt ann- að en að þakka þér fyrir allar þessar sögur að vestan frá Skjaldfönn þar sem þú sagðir okkur frá því sem þú gerðir þegar þú varst lítill og þegar þú hittir vin þinn ísbjörninn. Líka fyrir allar góðu stundirnar í Skjald- borg þegar þú kenndir okkur Rakka spilið sem við spilum nú við hana ömmu og langömmu. Svo viljum við þakka allar góðu stundirnar í sumarbústaðnum ykkar langömmu við Elliðavatn. Það var alltaf svo gaman þar með þér og langömmu að taka upp kartöflur og svo var auðvitað gaman í dúkkuhús- inu sem við lékum okkur í. Okkur þykir mjög leitt að það þurfi að skemma hann og byggja einhver önnur hús í staðinn. Við eigum ógleymanlegar minningar þaðan sem við munum aldrei gleyma. Við vitum að guð tekur vel á móti þér elsku langafi minn og við biðjum góðan guð að blessa og styrkja hana langömmu. Sylvía Björk og Sara Dagný.  Fleiri minningargreinar um Guðjón Gunnar Jóhannsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.                                         ! "                  #  "  $%  &        !" " #   # $%%  #%  !% !   &'( #      "  #   #   )   *     $!  +#%'  , # -$   %  %%  %  % #!.*  , '(            /  01 1 2 3 !45 '. & )    * +#    %(( ,        #      -    )   ' !   $  !# 6          1     6      7 6      * ' 8 #      *     $.! * ' , .           39 :3; 211<  '.    '. & )/ $%   &   + 0  ,6 *  "  ! -6 *  "# 8( 9   $  6 *  "  3' )=# '6 *  "#  !   86 *  "    9," #     %  %#! !""%, 1        # 2   3  #   3   + %  +   6$ <  <  )#3 #  .     * + #     %(( ,     #  '  ' 2   ( ! &'  6 *  "38&# <!% !  "   9'!    "   " " # <!% !  6 *  "   6 *  " ,           $3<2 0  #"  ' !   " ! ' $ % >?  ' ) ( +  + 0  2 '    = ' ! #     2 '  ' ! # !%#! '   9.  ' !  <!" / !8#   &  ' ! # 3#&  ) "  #!%  %,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.