Morgunblaðið - 19.03.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.03.2002, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ GUÐNI Ágústsson landbúnaðarráð- herra segir að þær breytingar sem gerðar hafa verið á verðmyndun grænmetis hafi þegar leitt til veru- legrar lækkunar á þessum afurðum. Landbúnaðarráðherra kynnti sér út- söluverð á grænmeti í Melabúðinni í gær og ræddi við fréttamenn um þær breytingar sem gerðar hafa verið á verðmyndun á agúrkum, papriku og tómötum. Breytingarnar felast einkum í nið- urfellingu tolla á nokkrum tegundum og kom því ekki til álagningar tolla á þessar vörur 15. mars eins og verið hefur ár hvert til að tryggja sam- keppnismöguleika innlendrar fram- leiðslu. Guðni segir mjög mikilvægt að fylgja því eftir að aðgerðir ríkis- stjórnarinnar um niðurfellingu tolla og niðurgreiðslur skili sér til neyt- enda. Hann telur að breytingarnar muni leiða til helmingslækkunar frá því verði sem annars væri. Kílóverð á gúrkum 197 kr. í dag en var 398 kr. fyrir ári Landbúnaðarráðherra kynnti sér sérstaklega verð á íslenskri agúrku í Melabúðinni í gær og kom í ljós að kílóverðið var 197 kr. samanborið við 398 krónur kg á sama tíma í fyrra. ,,Mér sýnist að allar þessar aðgerðir séu að ganga eftir. Nú verður því fast fylgt eftir að svo verði áfram þannig að neytendurnir geti glaðir átt kost á góðu og ódýru grænmeti. Ég vona auðvitað líka að bændurnir njóti þess að það var fallist á tillögur um að toll- ar væru lagðir til hliðar og komið til móts við þá með langtímasamningi og stuðningi sem þeir muni sjá það ekki síst í stóraukinni neyslu á þessum hollustuvörum,“ segir Guðni. Samkvæmt grænmetisverðskönn- unum sem ASÍ kynnti í gær hafa allar verslanir, sem kannaðar voru, lækkað verð á innfluttu grænmeti í kjölfar niðurfellingar tolla. Á hinn bóginn kom í ljós að íslenskar agúrkur hækk- uðu í verði á tímabilinu 15. febrúar til 1. mars. Spurður um skýringar á þessu sagði Guðni þetta sýna mikil- vægi þess að breytingunum verði fylgt vel eftir, ekki eingöngu í litlum matvöruverslunum heldur einnig í stórmörkuðunum. ,,Ég vona að þessi aðgerð verði til þess að menn átti sig á því hvaða tími er upp runninn og mér hefur heyrst það á kaupmönnum að þeim sé það mikið áhugamál að þetta gangi eftir. Ég trúi því að þeir taki þátt í þessu af fullum krafti. Alþýðu- sambandið, BSRB og Neytendasam- tökin munu einnig fylgja þessu eftir og það er af hinu góða,“ sagði Guðni. Morgunblaðið/Golli Guðni Ágústsson kynnti sér verð á grænmeti í Melabúðinni í gær og var ánægður með verðlækkunina. Mikilvægt að fylgja aðgerðunum vel eftir Landbúnaðarráðherra kynnir verðlækkun á grænmeti SAMKEPPNISRÁÐ hefur komist að þeirri niðurstöðu að Flugleiðir, Plúsferðir, Heimsferðir og Úrval- Útsýn hafi brotið reglur um verð- upplýsingar í auglýsingum þar sem flugvallaskattar voru ekki innifaldir í verði. Flugleiðum og Plúsferðum er gert að greiða 300 þúsund krónur hvoru fyrirtæki í sekt, en Heimsferð- um og Úrvali-Útsýn að greiða 400 þúsund krónur hvoru fyrirtæki í sekt. Í úrskurði samkeppnisráðs segir að 28. febrúar 2002 hafi verið sent bréf til fyrirtækja í ferðaþjónustu, en þar voru rakin þau lög og þær reglur sem gilda um verðupplýsingar í aug- lýsingum og viðurlög við brotum á þeim. Í bréfinu, sem var sent til Flugleiða, Heimsferða ehf., Plús- ferða ehf. og Úrvals-Útsýnar hf., Terra Nova-Sólar og Heimsklúbbs Ingólfs-Príma, en tvö síðastnefndu fyrirtækin voru ekki dæmd til að greiða sekt, kemur fram að þrátt fyr- ir fjölmargar ábendingar og tilmæli á undanförnum árum sé nú svo kom- ið að í auglýsingum Flugleiða og ferðaskrifstofanna á flugfarsætum og alferðum sé nær undantekning- arlaust birt verð án flugvallaskatta. Segir í úrskurði samkeppnisráðs að 12. mars 2002 hafi birst í Morg- unblaðinu auglýsing frá Flugleiðum með fyrirsögninni „Komdu í heim- sókn“. Um var að ræða auglýsingu á ferðum til Norðurlandanna. Í úr- skurðinum segir ennfremur að í aug- lýsingunni hafi ekki verið uppgefið endanlegt verð til neytenda. Þá segir að Plúsferðir hafi birt auglýsingu á páskaferðum til ýmissa landa í Morgunblaðinu 10. mars 2002. Í aug- lýsingunni eru gefin upp sjö verð- dæmi og eru flugvallaskattar ekki innifaldir í neinu dæmanna, að sögn samkeppnisráðs. Í niðurstöðu samkeppnisráðs um auglýsingar Úrvals-Útsýnar segir að þrátt fyrir framangreinda aðvörun og frest til að koma auglýsingum í rétt horf hafi birst auglýsing á síð- ustu sætunum í páska- og vorferðir til ýmissa landa í Morgunblaðinu 10. mars 2002. Einnig eru Heimsferðir sagðar hafa brotið samkeppnislög í auglýsingu á ferðum til Costa del Sol og Benidorm í Morgunblaðinu 10. mars 2002. Í auglýsingunni eru gefin upp sex verðdæmi og í þremur þeirra segir að skattar séu ekki inni- faldir. Jafnframt virðast skattar ekki innifaldir í hinum þremur dæmun- um, að því er fram kemur í úrskurði Samkeppnisráðs. Fram kemur á heimasíðu Sam- keppnisstofnunar að sekt fyrirtækj- anna skuli greiðast ríkissjóði eigi síð- ar en þremur mánuðum eftir dag- setningu ákvörðunarinnar. Samkeppnisráð sektar ferða- skrifstofur ÞRÁTT fyrir að gefin hafi verið út upplýsingabréf, skrifað um málið og fjallað um það á flugöryggisfundum hefur það gerst nánast á hverju ári síðustu 15 árin að litlar flugvélar verða að nauðlenda vegna bensín- leysis, segir Þormóður Þormóðsson, rannsóknarstjóri Rannsóknarnefnd- ar flugslysa, í samtali við Morgun- blaðið. Þormóður segir lykilatriði að flugmenn viðhafi öguð vinnubrögð í þessu sambandi, mæli bensín með kvarða fyrir hvert flug, fylgist með eyðslu vélarinnar á flugi og hafi í huga að jafnan er hluti eldsneytis í flugvélatönkum ónýtanlegt. Þormóður segir eldsneytistanka flugvéla þannig gerða að magnið nýtist ekki að fullu. Þannig geti tankur sem tekur 32 gallon, eins og algengt er í kennsluvélum, aðeins gefið 30 nýtanleg gallon. Þess vegna verði að gæta þess að eldsneytis- mælir sé núllstilltur þegar 2 gallon eru á tankinum. Þetta eigi að gerast af framleiðanda en eigendur og um- ráðamenn eigi síðan að sjá til þess að þessari stillingu sé viðhaldið. Síðan segir Þormóður það algjört lykilat- riði að flugmenn noti stiku með kvarða til að fullvissa sig um hversu mikið eldsneyti sé á tönkunum fyrir flug og beri saman við mælana. Þá verður að gæta þess á sumum flug- vélategundum að þegar fyllt er á tankana alveg uppí topp að bensínið nái að sjatna í tönkunum. Með því gefst færi á að bæta nokkrum lítrum til viðbótar á tankana. Tilviljanakennd vinnubrögð Össur Brynjólfsson, flugmaður og flugkennari, skrifaði grein um elds- neyti í einkaflugi með ársskýrslu RNF fyrir árið 2000. Þar segir hann m.a.: „Þau tilvik sem borist hafa inn á borð RNF síðustu árin hvað varð- ar „skyndilegt og óvænt bensínleysi flugmanna í háloftunum“ hafa í all- flestum tilvikum orsakast af því að viðkomandi flugmaður/flugstjóri gekk hreinlega aldrei persónulega sjálfur úr skugga um það að nægi- legt eldsneyti væri á vélinni áður en lagt var af stað,“ og nefnir Össur tvær mögulegar ástæður. Annars vegar ónákvæmt bókhald yfir elds- neytisstöðu og eyðslu fyrir hvert flug. Hins vegar megi kenna um óvönduðum og tilviljanakenndum vinnubrögðum þegar gleymist hreinlega að kíkja í tankana. Össur segir í grein sinni að í minni og einfaldari flugvélum séu sjálf- virkir bensínmælar oft óáreiðanleg- ir, sérstaklega á flugi. Því sé enn brýnna að mæla í tönkunum með stiku fyrir hvert flug. Össur segir það gullna reglu að gera ráð fyrir meiri eyðslu en minni en í handbók- um vélanna megi í töflum lesa áætl- aða eyðslu. Hún ráðist talsvert af flugmanninum sjálfum, m.a. af því hvernig hann stillir eldsneytisblönd- una. Einnig minnir Össur á tilmæli í upplýsingabréfi Flugmálastjórnar að flugmenn geri ráð fyrir að elds- neyti sé til 45 mínútna flugs til við- bótar þegar áfangastað er náð. Engin vandræði ef reglum er fylgt Baldvin Birgisson, skólastjóri Flugskóla Íslands, segir flugnemum kynntar reglur um þessi atriði. Að- alreglan sé sú að menn hafi nægt eldsneyti fyrir hvert flug og 45 mín- útna flug að auki. Þetta gildi um sjónflug eins og allt kennsluflug er. Í blindflugi ber að hafa nægilegt elds- neyti til áfangastaðar og varaflug- vallar og til 45 mínútna flugs að auki. Baldvin segir ekki ástæðu til að hefja allar flugferðir með alla tanka fulla því það sé líka óhagkvæmt að fljúga með of mikinn þunga. Heldur beri að áætla nægilegt eldsneyti til ferðar auk þessara 45 mínútna. Þá segir Baldvin að fyrir flug beri mönnum að kanna í flugdagbók hversu mikið eldsneyti sé áætlað eft- ir og líta í bensíntanka og skoða með kvarða hversu mikið er á tönkunum. Sé þessum reglum fylgt segir hann menn ekki lenda í vandræðum. Bald- vin segir að 45 mínútna umframelds- neytið sé til að mæta óvæntum lykkjum sem flugmenn þurfi að leggja á leið sína t.d. vegna veðurs eða vegna tafa af annarri flugum- ferð. Jón Grétar Sigurðsson, flug- rekstrarstjóri Jórvíkur, sem annast einnig rekstur flugskólans Flugsýn- ar, segir reglurnar skýrar, ábyrgðin sé alltaf flugmannsins og hann eigi að ganga úr skugga um að nægilegt eldsneyti sé á flugvél fyrir hverja ferð. Hann segir það góða reglu að kíkja í tankana, athuga annaðhvort með kvarða eða líta á hök sem eru í tönkum sumra flugvéla og gefa til kynna eldsneytismagn. Þá segir hann það líka reglu að menn skuli eiga eftir eldsneyti til um 45 mín- útna flugs miðað við flugáætlun. Jón Grétar segir nauðsynlegt að flug- menn sannreyni sjálfir eldsneytis- magn með því að kíkja í tankana. Þeir sem notað hafi vélina á undan hafi e.t.v. áætlað svo og svo mikið eftir í tönkunum og því verði menn að ganga úr skugga um að svo sé. Reynslan sýnir að öguð vinnubrögð eru nauðsynleg við undirbúning flugs lítilla véla Lykilatriði að sannreyna elds- neytisbirgðirnar Morgunblaðið/RAX Mikilvægt er að huga vel að eldsneytisbirgðum áður en lagt er af stað. LÖGREGLAN í Reykjavík lagði nýverið hald á tvær tölvur sem innihéldu mikið magn af barna- klámi þegar gerð var húsleit í íbúð í borginni. Húsleitin var gerð í tengslum við ótengt afbrot sem tveir menn eru grunaðir um. Ann- ar þeirra hefur gengist við því að hafa átt klámefnið. Sigurbjörn Víðir Eggertsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík og yfirmaður ofbeldis- brotadeildar, segir að enn sé ekki ljóst hversu mikið klámefni sé í tölvunum. Málið sé þó umfangs- mikið. Aðspurður segir hann að ekkert hafi komið fram sem bendi til þess að maðurinn sem átti tölv- urnar hafi stundað dreifingu eða sölu á klámefninu en málið sé enn í rannsókn lögreglu. Sektir liggja við því að hafa í vörslu sinni myndir með barna- klámi. Innflutningur eða sala á slíku efni varðar fangelsi í allt að tvö ár. Hald lagt á barnaklám
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.