Morgunblaðið - 08.12.2002, Page 24

Morgunblaðið - 08.12.2002, Page 24
FRÉTTIR 24 SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ SMS FRÉTTIR mbl.is HAUSTFAGNAÐUR Úr- valsfólks var haldinn með pompi og prakt í Súlnasal Hótels Sögu á dögunum. Alls mættu um 360 manns á staðinn til að gleðjast sam- an yfir mat og skemmti- atriðum. Gestir skemmtu sér yfir tískusýningu, tónlist, flam- encódanssýningu og farið var með gamanmál, að sögn Rebekku Kristjánsdóttur, stjórnanda klúbbsins. Um 5.000 manns eru í Úrvalsfólki, sem er fé- lagsskapur fyrir 60 ára og eldri á vegum ferðaskrif- stofu Úrvals Útsýnar. Farn- ar eru fjölmargar utan- landsferðir á vegum klúbbsins á ári hverju. Einnig stendur klúbb- urinn fyrir ýmsum uppá- komum hér á landi og vill Rebekka minna á að ekkert kosti að verða meðlimur. Úrvalsfólk fagnar Morgunblaðið/Jón Svavarsson Það er þétt setinn bekkurinn á skemmtunum Úrvalsfólks. Laufey Kristjánsdóttir og Guðbjörn Jensson fluttu nokkur kántrílög. Kristín Claessen, Guðmundur Benediktsson, Guðjón Frímannsson og Ólafur Haukur Flygenring létu fara vel um sig á sófanum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.