Morgunblaðið - 08.12.2002, Síða 58

Morgunblaðið - 08.12.2002, Síða 58
ÓMAR Ragnarsson tók hressileg bakföll þegar lesið var fyrir hann uppúr nýútkominni bók, Í frétt- um er þetta helst. Gam- ansögur af íslenskum fjöl- miðlamönnum. Ómari var afhent fyrsta eintak bók- arinnar og fór vel á því vegna þess að hann prýðir kápu bókarinnar – þar sem hann er flögr- andi á hvolfi um á frúnni – og fyrsti hluti bókar- innar er helgaður nokkrum af þeim fjöl- mörgu gamansögum sem orðið hafa til á hartnær fjögurra áratuga löngum fjölmiðlaferli Óm- ars, eins og t.d. þegar hann flutti ára- mótafrétt með myndum frá áramóta- brennu og festi tunguna í kók- flöskustút nokkrum sekúndum áður en hann átti að fara í loftið. Þeir eru fleiri fjölmiðlamennirnir sem eiga gullkorn í bókinni og þarf ekki að koma á óvart að blessaðir íþróttafréttamennirnir ríði þar feit- um hesti enda vellur gjarnan uppúr þeim „snilldin“ í hita leiksins. Þannig fer Guðjón Guðmundsson, Gaupi á Stöð 2 og Sýn, mikinn í bókinni og eftir honum eru hafðar skrautlegar yfirlýsingar eins og: „Nicky Butt hefur löngum verið talinn furðulegur í framan eins og reyndar allt lið Manchester United“ – „Rio Ferdin- and er traustur í þessum leik. Hann hefur ekki stigið feilnótu!“ Einar Ágúst, engill og útvarps- maður á FM 957, sagði síðan er hann flutti fréttir af fólkinu: „Og Pavarotti ætlar að gifta sig í sumar. Hin heppna er þrjátíu og þriggja ára og því yngri en allar dætur hans. Já, ástin lætur ekki að sér kveða.“ Það voru að sjálfsögðu gárungarn- ir Guðjón Ingi Eiríksson og Jón Hjaltason sem söfnuðu efni og rit- stýrðu bókinni, en þeir hafa áður sent frá sér sjö bækur með gaman- sögum af alþingismönnum, prestum, læknum og íþróttamönnum. Og þá hló Ómar … Ómar tók að sjálfsögðu bakföll þegar hann fékkað heyra nokkrar af gamansögunum um sig viðafhendingu fyrstu bókarinnar. Út er komin bók með gamansögum af fjölmiðlamönnum Morgunblaðið/RAX 58 SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 6. Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10. Mán 5.30, 8, 10 og 10.45. B. i. 12. BOND ER MÆTTUR FLOTTARI EN NOKKRU SINNI FYRR ÍSLAND Í AÐALHLUTVERKI- ÓMISSANDI “Besta Brosnan Bond-myndin” GH Kvikmyndir.com i i i DV RadíóX Hamagangur á Sjónarhóli kl. 3 Vetur á Sjónarhóli kl. 4.30 Kvikmyndir.com DV HJ. MBL Sýnd kl. 2.40. Mán 5.30. B.i. 16. Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. Mán 4, 6, 8 og 10. Bi 14. Ben Cronin átti bjarta framtíð, en á einu augnabliki breyttist allt saman. Nú er hans mesti aðdáandi orðin hans versta martröð. BOND ER MÆTTUR FLOTTARI EN NOKKRU SINNI FYRR ÍSLAND Í AÐALHLUTVERKI- ÓMISSANDI “Besta Brosnan Bond-myndin” GH Kvikmyndir.com i i i Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. Mán kl. 4, 6, 8 og 10. Miðasala opnar kl. 13.30 HUGSAÐU STÓRT 4, 7 og 10 Sýnd kl. 2, 5, 8 og 10.50. Mán 5, 8 og 10.50. B. i. 12. DV RadíóX EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS ÍSLENSK raftónlist hefur verið við ágæta heilsu undanfarið, rafpopp- kvartettinn múm er t.a.m. á fínu flugi og útgáfufyrirtækið Thule við Ægisgötuna fæst sem áður við út- flutning á þess háttar tónlist. Þeir bröttustu láta eyjuna Ísland nefni- lega engan veginn nægja og ágætt dæmi um þannig raf-víkinga er dú- ettinn Einóma sem í ár gaf út breið- skífuna Undir feilnótum. Platan hef- ur vakið verðskuldaða athygli, m.a. erlendis. Í dómi Morgunblaðsins um plötuna (Árni Matthíasson, 24.9. 2002) segir: „Skemmtilegur drungi er í mörgum verkanna, tilfinninga- legur þungi sem gerir þau áheyri- legri … Öll vinnsla á tónlistinni er til fyrirmyndar, hljóð vel unnin, dýpt í hljómnum og hljóðskraut fjöl- breytilegt.“ Platan sneyðir jafn- framt smekklega hjá hentitöktum þeim sem tröllriðið hafa tilrauna- kenndri raftónlist undanfarin fimm ár eða svo (í anda Autechre og skyldra sveita). Platan kemur út á vegum tæknó- útgáfunnar Vertical Form sem er þokkalegasta stærð í þeim heimi og með virtustu útgáfum. Fyrsta út- gáfa Einóma var stuttskífan Float- ing point by zero en hún kom út á vegum Thule í fyrra. Uppteknari „Samstarf okkar við Vertical Form kom þannig til að Bola, lista- maður sem ég flutti inn til landsins kom mér í samband við vin sinn, eiganda Vertical Form,“ segir Steindór. Tónlistina sjálfa vinna þeir í tölv- um þar sem þeir hagræða hljóðum og móta. „Við byrjum á einhverju hljóði og svo þróast það í einhverjar áttir. Svo er komin hugmynd í endann,“ útskýrir Steindór og segir að í byrj- un hafi þeir verið að smala saman hljóðum úr bíómyndum og mallað því einhvern veginn saman. „En svo breyttist þetta allt þegar við lærðum almennilega á græj- urnar og forritin,“ segir hann og brosir. Hann segir í framhaldinu að lögin séu öll hugsuð sem eins konar sögur; með byrjun, miðju og endi og bætir jafnframt við að síst stefni þeir félagar á að gera þægilega tón- list og eyrnavæna eins og Röyksopp eða Air t.d. Vertical Form er sýnilega með öfluga dreifingu því dómar um plöt- una hafa verið að birtast víða und- anfarið. Einkanlega á hinum og þessum vefsíðum en raftónlist- argeirinn virkar náið með net- heimum, eðlis síns vegna. M.a. birt- ist lofsamlegur dómur um þá félaga á síðunni www.absorb.org, sem mun vera með stærstu raftónlistarsíðum. Af stærri, almennum, netmiðlum má nefna heimasíðu BBC og Yahoo, og eru dómarnir jákvæðir þar, eink- anlega er rýnir BBC hrifinn. Steindór og Bjarni eru þegar byrjaðir á næstu plötu og greinilega allt að gerast um þessar mundir. „Maður er orðinn mun upptekn- ari af þessu en áður var,“ segir Steindór og Bjarni skýtur inn í að lokum að þetta sé ekki spurning um slá í gegn. „Það væri bara gaman að geta lif- að af þessu.“ Undir feilnótum er fyrsta breiðskífa Einóma Hringlaga glerborgir Einóma. Bjarni Þór Gunnarsson og Steindór Kristinsson. Þeir Einóma-liðar, Steindór Kristinsson og Bjarni Þór Gunnarsson, segja Arnari Eggert Thoroddsen frá plöt- unni sinni nýju.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.