Morgunblaðið - 21.03.2003, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 21.03.2003, Qupperneq 17
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MARS 2003 17 ALMENN ánægja var hjá íslenzku fyrirtækjunum á nýafstaðinni sjáv- arútvegssýningu í Boston. Útflutn- ingsráð hefur aldrei áður verið með jafnstórt sýningarsvæði þar, en alls tóku 17 fyrirtæki þátt í sýningunni, flest undir merkjum Útflutnings- ráðs Íslands. Berglind Steindórsdóttir, verk- efnastjóri hjá Útflutningsráði, segir að sýningin hafi verið með svipuðu yfirbragði og áður. Þó vekji athygli að hlutfall þeirra sem sýni vélar, tæki eða annað en sjávarafurðir sé komið upp í 30%. Jafnframt hafi það verið áberandi hve áhrif frá suðrænni ríkjum hafi verið mikil í matreiðslu á fiskbitum sem eru hugsaðir sem smáréttir á börum og veitingastöðum. „Bæði SH og SÍF kynntu afurðir á þessum nótum. SH undir nafninu Icelandic USA hafn- aði í öðru sæti í samkeppni um nýja vöru með nýjung sína „Buffalo pop- corn fish“. Þá má nefna að fyr- irtækið Norður Ís var með eigin bás hér á sýningunni í fyrsta sinn. Þeir voru með kokk á staðnum og kynntu bragðefni úr fiski og fengu góðar viðtökur. Sýningin er nauð- synleg þeim fyrirtækjum sem sækja inn á þennan markað, þar sem framleiðendur og seljendur nota tækifærið til að hitta viðskipta- vini sína og afla nýrra sambanda,“ segir Berglind. Hún segir að Boston-sýningin haldi stöðu sinni mjög vel. Allt sýn- ingarpláss var uppselt og aðsókn mjög góð. Ljóst sé að hún haldi sínu vel gagnvart sýningunni sem er í Brussel á vormánuðum og fer stöð- ugt stækkandi. Sýningin hefur í mörg ár verið haldin í ráðstefnuhúsi í miðbæ Boston-borgar en nú er í byggingu ný sýningarhöll sem verð- ur tekin í notkun árið 2005. Fyrirtækin sem sýndu undir hatti Útflutningsráðs voru Norfisk, Norður Ís, SÍF, Tros, Maritech, Eimskip, Flugleiðir frakt, Kassa- gerðin, Marel, Carnitech, Póls, 3X Stál, Skaginn og NAS. Auk þess voru SH, Sæplast og Íslenzka umboðssalan með sér bása á sýningunni. Fyrirtækið Norður Ís kynnti bragð- efni úr fiski með góðum árangri. Almenn ánægja með árangurinn í Boston 17 íslenzk fyrirtæki kynntu afurðir sín- ar á Sjávarútvegssýningunni í Boston Mikil aðsókn var að sýningunni í Boston og meðal gesta voru sendiherr- arnir Helgi Ágústsson og Hjálmar W. Hannesson. hrein list Í Séreignalífeyrissjóðnum eru fjölbreyttar fjárfestingarleiðir: 1. Séreignabók ber hæstu verðtryggðu vexti bankans hverju sinni, nú 6%. Séreignabókin tryggir þér örugga ávöxtun og þú losnar við sveiflur verðbréfamarkaðarins. 2. Ávöxtunarleiðir 1, 2 og 3, aldurstengd verðbréfasöfn þar sem hægt er að velja um áhættu og vænta ávöxtun sem hentar mismunandi aldri. Kostir þess að greiða 10% lágmarksiðgjald í Séreignalífeyrissjóðinn: • Góð ávöxtun miðað við sambærilega sjóði samkeppnisaðila. • Sameinar kosti samtryggingar- og séreignarsjóða. • Hæsta hlutfall séreignar af öllum lífeyrissjóðum. Öll séreign erfist. • Sveigjanlegir útborgunarmöguleikar. • Ávallt hægt að sjá hreyfingar og stöðu í Heimilisbanka Búnaðarbankans á Netinu. Þeir sem eiga séreignasparnað hjá öðrum vörsluaðila geta fært hann til Búnaðar- bankans og greiðir bankinn allan kostnað við flutninginn sem viðkomandi þyrfti annars að greiða. Nánari upplýsingar í síma 525-6060 og í útibúum Búnaðarbankans um land allt. Séreignalífeyrissjóður Búnaðarbankans er öflugur lífeyrissjóður sem hentar þeim sem hafa frjálst val um aðild að lífeyrissjóði. Sjóðurinn hentar einnig þeim sem vilja leggja fyrir í viðbótar- lífeyrissparnað. www.bi.is/lifeyrissjodur F í t o n / S Í A
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.