Morgunblaðið - 21.03.2003, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 21.03.2003, Qupperneq 18
18 FÖSTUDAGUR 21. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ „Guð minn góður, ég get ekki meira“ STRÍÐIÐ í Írak hófst með því, að meira en 40 Tomahawk-stýriflaug- um var skotið á Bagdad frá banda- rískum herskipum á Miðjarðar- hafi, Rauðahafi og á Arabíuflóa. Svo virðist sem þeim hafi verið sérstaklega beint gegn Saddam Hussein, forseta Íraks, en í svip- inn er ekki annað að sjá en hann hafi sloppið í þessari fyrstu hrinu. Írakar segja, að einn maður hafi týnt lífi í árásunum og nokkrir særst. Loftvarnaflautur voru þeyttar í Bagdad klukkan hálf sex í gær- morgun og skömmu síðar rákaði skothríðin frá loftvarnabyssum himininn yfir borginni. Í sama mund lýstu miklir eldglampar upp eitt hverfið í suðurhluta borgar- innar og þungar sprengjudrunur kváðu við úr ýmsum áttum. Flest- ar virtust sprengingarnar verða fyrir utan borgarmörkin. Eftir um hálftíma hljóðnaði allt aftur og þá heyrðist ekkert nema bænakallið frá moskunum. Síðan hófst skothríðin á nýjan leik og þá mátti heyra sprengingar í meiri fjarska en áður. Frá tundurspillum, beitiskipum og kafbátum Mike Brown, talsmaður banda- ríska sjóhersins í norðanverðum Arabíuflóa, sagði, að Tomahawk- stýriflaugunum hefði verið skotið frá tundurspillunum Donald Cook og Milius, frá beitiskipunum Cow- pens og Bunker Hill og frá kafbát- unum Cheyenne og Montpellier. Þá tóku einnig þátt í fyrstu árás- inni sprengjuflugvélar af gerðinni B-2, B-1 og B-52 og tvær torséðar Meira en 40 stýriflaugum skotið á Bagdad í fyrstu árásarhrinunni Sprengju- drunur og miklir eld- glampar Írakar segja að einn maður hafi týnt lífi í árásinni og nokkrir særst Washington, Bagdad. AP, AFP. STRÍÐ Í ÍRAK VLADÍMÍ́R PÚTÍN RÚSSLANDSFORSETI „Alvarleg pólitísk mistök“ Reuters Óttuðust efnavopnaárás BANDARÍSKUR landgönguliði hraðar för sinni í sprengjubyrgi í Kúveit í gær. Írakar skutu Scud- flaugum yfir landamærin til Kúveit og fóru bandarískir og breskir her- menn í hlífðarföt og settu upp gas- grímur af ótta við að eldflaugar Íraka væru búnar eiturefnum. Að minnsta kosti ein Scud-flaug var skotin niður með Patriot-varn- arflaug, að sögn bandarískra emb- ættismanna. Nokkrum klukkustundum áður en stríðið í Írak hófst fékk George W. Bush Bandaríkjaforseti óvæntar upplýsingar sem vöktu vonir – sem virtust svo fjarstæðukenndar að þær jöðruðu við draumóra – um að hægt yrði að ná einu af helstu markmiðum hernaðarins með fyrstu loftárásinni á Bagdad. George Tenet, yfirmaður banda- rísku leyniþjónustunnar CIA, skýrði þá forsetanum frá því að leyniþjónustan teldi sig vita hvar Saddam Hussein Íraksforseti væri og ekkert væri því til fyrirstöðu að reyna að ráða honum bana. Leyniþjónustan hafði fengið upplýsingar um að Saddam og helstu ráðgjafar hans væru í íbúð- arhúsi í suðurhluta Bagdad og taldi „miklar líkur“ á því að þeir yrðu þar næstu klukkustundirnar. Að sögn embættismanns í Hvíta húsinu hafði Bandaríkjaher fengið tækifæri til árásar á Saddam sem kynni aldrei að gefast aftur. Bush hlustaði rólegur á Tenet sem lýsti því hvaðan upplýsing- arnar komu, lagði mat á líkurnar á því að þær væru réttar og hversu lengi búast mætti við að Saddam dveldi í húsinu áður en hann færi á næsta felustað sinn. Saddam á margar hallir en forðast þær eins og heitan eldinn þegar hann býst við árásum. Tenet sagði að engin trygging væri fyrir því að hægt yrði að komast að því aftur hvar Saddam væri niðurkominn. Bush fékk þessar upplýsingar laust fyrir klukkan fjögur e.h. að staðartíma, klukkan níu í fyrra- kvöld að íslenskum tíma. Næstu þrjár klukkustundirnar breyttu Bush og helstu ráðgjafar hans í ör- yggismálum hernaðaráætlunum sem yfirmenn hersins höfðu legið yfir í marga mánuði. Á meðal fundarmannanna voru Dick Chen- ey varaforseti, Colin Powell utan- ríkisráðherra, Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra, Condoleezza Rice þjóðaröryggisráðgjafi, And- rew H. Card yngri, skrifstofustjóri Hvíta hússins, og Richard Myers, formaður bandaríska herráðsins. Ný tækni gerði árásina mögulega Bush undirritaði fyrirmælin um að hefja hernaðinn klukkan 6.30 að staðartíma, klukkan hálf tólf í fyrrakvöld að íslenskum tíma, með viðauka sem saminn hafði verið í flýti. Fyrsta verkefni hersins yrði að leggja umrætt hús í Bagdad al- gjörlega í rúst í von um að hægt yrði að fella stjórn Íraks nánast með einni loftárás. „Þegar menn gera slíkar árásir reyna þeir að ráðast á leiðtogann,“ sagði háttsettur embættismaður í Washington. „Þetta var einstök árás“. Um borð í herskipum á Persa- flóa og Rauðahafi voru Tomahawk- stýriflaugar forritaðar að nýju með stafrænum upplýsingum um skotmörkin frá höfuðstöðvum CIA í Bandaríkjunum. Flugmenn tor- séðra orrustuþotna af gerðinni F-117A voru kallaðir út og fengu nýjar upplýsingar um skotmörkin. Í orrustuþotunum voru um 1.000 kílóa sprengjur, svokallaðir „byrg- jabanar“ sem eru sérhannaðir til að tortíma neðanjarðarbyrgjum. Þremur klukkustundum eftir að Bush gaf fyrirmælin, klukkan 2.33 í fyrrinótt að íslenskum tíma, urðu sprengingar í suðurhluta Bagdad. Íraska ríkissjónvarpið skýrði frá því nokkrum klukkustundum síðar að Saddam Hussein væri á lífi og hann ávarpaði þjóðina skömmu síðar. Bandarískir embættismenn sögðu að það tæki nokkurn tíma að komast að því hverjir hefðu verið í húsinu sem varð fyrir fyrstu loftárásinni á Bagdad. Hundruð árása beindust að leiðtogum Íraks 1991 Í Persaflóastyrjöldinni árið 1991 gerði Bandaríkjaher hundruð árása á svokölluð „leiðtogaskot- Reynt að fella Saddam í fyrstu loftárásinni Hernaðaráætlunum Bandaríkjamanna var breytt á síðustu stundu eftir að George W. Bush forseta var skýrt frá því að tækifæri kynni að hafa gefist til að ráða Saddam Hussein Íraksforseta af dögum. The Washington Post, Los Angeles Times. Bandaríska leyniþjónustan hafði fengið upplýsingar um líklegan dvalarstað íraska forsetans
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.