Morgunblaðið - 21.03.2003, Side 19

Morgunblaðið - 21.03.2003, Side 19
orrustuþotur af gerðinni F-117. Vörpuðu þær tveggja tonna sprengjum, sem notast við gervi- hnattastaðsetningu, og eru sér- staklega gerðar til að sprengja upp byrgi. Nokkra athygli vakti, að árás- irnar voru gerðar rétt fyrir dögun en ekki snemma kvölds eins og bú- ist hafði verið við. Bandaríkjaher telur heppilegt að láta nætur- myrkrið skýla torséðu orrustuþot- unum og sprengjuflugvélunum enda hefur hann mikla tæknilega yfirburði yfir íraska herinn í átök- um að næturlagi. Margir telja, að ástæðan fyrir árásunum á þessum tíma hafi verið sú, að bandaríska leyniþjónustan hafi talið sig hafa upplýsingar um hvar Saddam Hussein væri niðurkominn en bandaríska varnarmálaráðuneytið vildi þó ekki gera mikið úr því. Á sama tíma og árásirnar voru gerðar, lögðu Bandaríkjamenn undir sig rásirnar, sem íraska rík- isútvarpið notar, og sendu þá út yfirlýsingar á arabísku um að frelsið væri í nánd. Segja einn mann hafa fallið Ekki er fyllilega ljóst hvort Tomahawk-stýriflaugarnar hittu allar skotmörkin en í yfirlýsingu íraska upplýsingamálaráðuneytis- ins sagði, að einn óbreyttur borg- ari hefði fallið í árásinni og nokkr- ir særst. Sagt var, að nokkrar flauganna hefðu lent á borgaraleg- um byggingum, þar á meðal á toll- skrifstofu og á byggingar, sem til- heyrðu íraska ríkisútvarpinu og -sjónvarpinu. Nokkrum klukkustundum eftir árásirnar í gærmorgun ríkti und- arleg dauðakyrrð í Bagdad og voru allar verslanir lokaðar. Eitt- hvað var þó um, að götusalar væru á ferðinni.                                           !    "                                                                                               !        "                        # $%      #                      $  % &'() & % *++( &  % -.(       $     /0&&12 340' 5  6 %    4  0  /  /  /  . 7 !        #             #8 0#     7    #  9         /0&&10     7  %       7#       #      9          /          :;;#     #     :(( 7< =428 7>8?0 449@4 AB=428 3CA540 =428 @743=           ! "    # $  %&     BDE3? B44 @42   F"42    9  B 0  "  B                  !"  #   ! $  % % %         & '                ?      %      #        (       ! $    $)    %     *-(0 !       $%   #               5 % /0&&1        #F B    /40 &+7   0 340' 5  0      !    $  *+,+- . &/012  0  3=  !   $ G  $  G 4  3-H:- I 3)(1 '  3:.( 0  5 0  37 !         4  3'H(  6)  3&)(( '  3-.;  7 3&'(( *778J *77"  *779  6  *77J  *77J   *77"  0  &-   #   K F  8 4 2 @ 4 STRÍÐ Í ÍRAK MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MARS 2003 19 Stjórn Frjálsa lífeyrissjóðsins boðar til aðalfundar sjóðsins, föstudaginn 11. apríl nk., að Nordica Hótel (áður Hótel Esja), Suðurlands- braut 2, Reykjavík. Fundurinn hefst kl 17.15. Dagskrá 1. Skýrsla stjórnar 2. Kynning ársreiknings 3. Tryggingafræðileg athugun 4. Fjárfestingarstefna sjóðsins 5. Kosning stjórnar og varamanna 6. Breytingartillögur á samþykktum sjóðsins 7. Laun stjórnarmanna 8. Kjör endurskoðanda 9. Önnur mál Fyrirhugaðar breytingar á samþykktum munu liggja frammi á skrifstofu Kaupþings tveimur vikum fyrir aðalfund. Sjóðfélagar og rétthafar eru hvattir til að mæta. Stjórnin Ármúla 13, 108 Reykjavík sími 515 1500 www.kaupthing.is – fyrir þína hönd Aðalfundur Frjálsa lífeyrissjóðsins A B X 9 0 3 0 2 3 8 mörk“ en George Bush eldri, þá- verandi forseti, viðurkenndi aldrei að þær hefðu beinst að Saddam Hussein sérstaklega. Eftir stríðið var þó skýrt frá því að Bandaríkja- her hefði gert tugi tilrauna til að skipuleggja árásir á Saddam en þær hefðu allar mistekist. Þurftu fyrst að eyðileggja loftvarnir Íraka Þessar árásir voru þó ekki gerð- ar á fyrstu dögum stríðsins árið 1991 því Bandaríkjaher þurfti þá fyrst að einbeita sér að því að eyðileggja loftvarna- og stjórn- stöðvar Írakshers. Hefði CIA fengið upplýsingar um líklegan dvalarstað Saddams í Persaflóastyrjöldinni hefðu banda- rísku flugvélarnar ekki getað gert árás á húsið nógu fljótt. Ástæðan er sú að á þessum tíma þurfti að teikna þrívíddarkort fyrir Toma- hawk-flaugarnar og það tók nokkra daga. Stýrikerfi flauganna hefur verið breytt þannig að það er tengt við sérstakan gervihnött og getur fengið ný stafræn gögn um skotmörkin beint frá höfuð- stöðvum CIA og aðalstjórnstöð hersins í Bandaríkjunum. Það tek- ur því miklu skemmri tíma að und- irbúa árásirnar. Gert er ráð fyrir því að alls verði 3.000 sprengjum varpað á skotmörk í Írak í fyrstu hrinu loftárásanna og margir emb- ættismenn vona að ein þeirra verði Saddam að bana. Richard Myers, formaður bandaríska herráðsins, sagði þó nýlega að meginmark- miðið með hernaðinum væri að af- vopna Íraka, ekki að tortíma Sadd- am. Aðrir embættismenn í hernum og varnarmálaráðuneytinu hafa þó sagt að enginn vafi leiki á því að Bandaríkjamenn myndu nota hvert tækifæri sem gefst til að binda enda á stríðið með loftárás á Saddam. Í Persaflóastyrjöldinni árið 1991 réðst Bandaríkjaher reyndar á bíl sem talið var að Saddam hefði oft notað en í ljós kom að hann var ekki í honum. „Við reyndum að sprengja hann, en náðum honum ekki,“ sagði fyrr- verandi embættismaður CIA. Bandarískir embættismenn von- uðust einnig til að geta gert árás á Saddam árið 1998 þegar Bill Clint- on, þáverandi forseti, fyrirskipaði fjögurra daga loftárásir á skot- mörk í Bagdad eftir að vopnaeft- irlitsmenn Sameinuðu þjóðanna þurftu að fara frá Írak. Slyngur í að leynast Einn embættismannanna sagði að Saddam væri mjög slyngur í því að fara huldu höfði og einn af bragðvísustu mönnum sem Banda- ríkjaher hefði nokkru sinni þurft að kljást við. Hann er talinn hafa ráðið nokkra tvífara sem tálbeitur og jafnvel helstu ráðgjafar hans fá oft ekki að vita um ferðir hans. Hann dvelur sjaldan á sama stað lengur en í eina nótt eða tvær. Saddam hefur einnig eytt stórfé í hallir og flókið kerfi neðanjarð- arganga í Bagdad, auk neðanjarð- arbyrgja sem aðeins öflugustu sprengjur Bandaríkjahers geta eyðilagt. Sérfræðingar í málefnum Íraks segja að falli Saddam í loftárás- unum geti það orðið til þess að stríðinu ljúki mjög fljótt takist stjórninni ekki að leyna dauða hans fyrir þjóðinni. Reyndu að fella Gaddafi Þótt Gerald Ford hafi undirritað forsetatilskipun á áttunda ára- tugnum um bann við banatilræð- um við þjóðarleiðtoga segja emb- ættismenn varnarmálaráðuneytisins og laga- sérfræðingar að árásir á Saddam yrðu réttlættar sem árásir á „stjórnstöðvar óvinahers“. Bandaríkjaher hefur reynt að ná nokkrum fleiri þjóðarleiðtogum dauðum eða lifandi á síðustu ára- tugum. Ronald Reagan heimilaði til að mynda loftárás árið 1986 á aðsetur Moammars Gaddafis Líb- ýuleiðtoga. Embættismenn neituðu því að markmiðið hefði verið að ráða Gaddafi bana en viðurkenndu að þeir litu svo á að hefði hann fallið væri það aðeins af hinu góða. Gaddafi slapp ómeiddur en eins og hálfs árs ættleidd dóttir hans lést í árásinni og tvö önnur börn hans særðust. ’ Falli Saddam íloftárásunum getur það orðið til þess að stríðinu ljúki mjög fljótt. ‘ TYRKNESKA þingið sam- þykkti í gær að heimila Bandaríkjaher að fljúga um lofthelgi landsins í tengslum við hernaðarárásina á Írak en þingið hafði snemma í mán- uðinum neitað Bandaríkja- mönnum um leyfi til að und- irbúa landhernað gegn Íraksher frá Tyrklandi. Bandarískar herþotur fá þó ekki leyfi til að nota flugvelli í Tyrklandi. Bulent Arinc, forseti tyrkn- eska þingsins, sagði að 332 þingmenn hefðu samþykkt að heimila yfirflug Bandaríkja- hers en 202 voru á móti og einn sat hjá. Ákvörðun þings- ins fól jafnframt í sér heimild til handa tyrknesku ríkis- stjórninni að senda ótilgreind- an fjölda hermanna inn í Norður-Írak, þar sem Kúrdar ráða ríkjum. Þykir hugsanlegt að ef Tyrkir senda her inn í kúrda- héruðin í Írak muni það valda mikilli ólgu meðal Kúrda sem búsettir eru í Tyrklandi sjálfu og vilja gjarnan stofna eigið sjálfstætt ríki Kúrda. Fá ekki efnahags- aðstoðina Talsmenn Bandaríkjastjórn- ar fögnuðu ákvörðun tyrkn- eska þingsins en sögðu ekki koma til greina að veita Tyrkjum þá efnahagsaðstoð, sem þeim hafði áður verið heitið. Sú aðstoð hefði verið boðin í tengslum við að land- her Bandaríkjanna fengi að fara um landið til Íraks, en sem fyrr segir lagðist tyrkn- eska þingið gegn slíkum hug- myndum í atkvæðagreiðslu 1. mars sl. Hafði Tyrkjum verið boðin sex milljarða dollara efna- hagsaðstoð. Leyfa flug um tyrkn- eska lofthelgi Ankara, Washington. AFP.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.