Morgunblaðið - 21.03.2003, Page 27

Morgunblaðið - 21.03.2003, Page 27
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MARS 2003 27 Tillögur um breytingar á aðal- og deiliskipulagi Akureyrarbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga neðangreindar tillögur að breytingum á aðalskipulagi Akureyrar 1998-2018, og skv. 25. gr. og 1. mgr. 26. gr. sömu laga neðangreindar tillögur að deiliskipulagi/breytingum á deiliskipulagi. 1A. Tröllagil 29, breyting á aðalskipulagi Lagt er til að lóðin Tröllagil 29 stækki til norðurs á kostnað opins, óbyggðs svæðis við gatnamót Borgar- og Hlíðarbrauta, en það falli niður. Á lóðinni verði gert ráð fyrir 9 hæða fjölbýlishúsi þar sem heimilt verður að reka leikskóla á tveimur neðstu hæðunum. 1B Tröllagil 29, breyting á deiliskipulagi. Um er að ræða tillögu að breytingu á deiliskipulagi 1. áfanga Giljahverfis frá 1989. Breytingin felst m.a. í því að lóðin stækkar til norðurs og að heimilt verður að reka leikskóla í húsinu, sbr. 1A. Ennfremur er lagt til að húsið verði 9 hæðir í stað 8, byggingar- reitur stækki til norðurs og austurs, grunnflötur húss megi vera 440 fm í stað 300 fm og íbúðir megi vera 35 í stað 20. Ákvæði um bílgeymslu falli niður. 2 Kiðagil 1, breyting á deiliskipulagi Samkvæmt gildandi deiliskipulagi frá 1991 er lóðin ætluð fyrir þriggja hæða hús með verslun á neðstu hæð en íbúðum á þeim efri. Breytingartillagan gerir ráð fyrir því að einungis verði íbúðir á lóðinni, í fjórum tveggja hæða, fjögurra íbúða fjölbýlishúsum. Á aðalskipulagi hefur landnotkun lóðarinnar þegar verið breytt úr verslunar- og þjónustulóð í íbúðarlóð. Tillöguuppdrættir og önnur gögn munu liggja frammi í þjónustuand- dyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, næstu 6 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. til föstudagsins 2. maí 2003, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillögurnar og gert við þær athugasemd- ir. Tillögurnar eru einnig birtar á heimasíðu Akureyrarbæjar: http://www.akureyri.is/ undir: Auglýsingar og umsóknir/Skipulagstil- lögur. Frestur til að gera athugasemdir við tillögurnar rennur út kl. 16.00 föstudaginn 2. maí 2003 og skal athugasemdum skilað til Umhverfis- deildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við auglýsta tillögu innan þessa frests telst vera henni samþykkur. Skipulags- og byggingarfulltrúi Akureyrarbæjar. Akureyrarbær • Geislagötu 9 • 600 Akureyri Sími 460 1000 • Fax 460 1001 • www.akureyri.is Nánari upplýsingar gefur Fasteigna- og skipasala Norðurlands á Akureyri, símar 461 1500 og 896 9437. Tilboð óskast í sem nýtt gistihús fyrir 16 gesti ásamt íbúðarhúsi sem þarfnast endurbóta. Í gistihúsinu er fullkomið eldhús og matsalur fyrir 30-40 manns. Íbúðarhúsið er hæð og kjallari, 8 herbergja, um 233 fermetrar að stærð. Um 1 hektari lands mun fylgja. Til afhendingar strax. Engimýri í Öxnadal Kaupfélag Eyfirðinga svf. auglýsir hér með eftir styrkumsóknum úr Menningar- og viðurkenningasjóði félagsins. Styrkúthlutun verður kynnt í tengslum við aðalfund KEA í lok apríl nk. Styrkúthlutun að þessu sinni tekur til þriggja þátta: A. Málefna, einstaklinga, félaga eða hópa sem vinna að mikilvægum menningarmálum á félagssvæði KEA. Um getur verið að ræða málefni á sviðum félagsmála, minjavörslu, lista og íþrótta og hverra þeirra málefna sem flokkast geta sem menningarmál í víðtækri merkingu. B. Ungra afreksmanna á sviði mennta, lista, íþrótta eða til viðurkenninga fyrir sérstök afrek t.d. á sviði björgunarmála. Í þessum flokki skulu umsækjendur vera yngri en 25 ára og búsettir á félagssvæði KEA. C. Þátttökuverkefna á sviði menningarmála á félagssvæði KEA. Fagráð fjallar um umsóknir eða fyrirliggjandi hugmyndir samstarfsaðila og gerir tillögur til stjórnar um val á verkefnum. Styrkir eru veittir tvisvar á ári úr Menningar- og viðurkenningasjóði KEA svf. - annars vegar í tengslum við aðalfund félagsins að vori og hins vegar á tímabilinu október-desember. Umsóknir um styrki og framlög úr sjóðnum skulu berast skrifstofu KEA í Hafnarstræti 91-95 á Akureyri á sérstökum eyðublöðum, sem þar eru til afhendingar. Einnig er unnt að nálgast umsóknareyðublað og fá allar upplýsingar um Menningar- og viðurkenningasjóð KEA svf. á heimasíðu KEA - www.kea.is Umsóknarfrestur er til 7. apríl 2003. Styrkir úr Menningar- og viðurkenningasjóði KEA svf. Til leigu Til leigu er glæsilegt 120 fm verlsunar- eða skrifstofuhúsnæði á besta stað í miðbæ Akureyrar. Nánari upplýsingar í síma 848 2727 ATVINNA mbl.is FRÉTTIR mbl.is ÞRÍR frystitogarar, innlendir og er- lendir, hafa landað frystum afurðum á Akureyri á einni viku og er afla- verðmæti þeirra samtals um 420 milljónir króna. Þýski togarinn Kiel NC landaði í síðustu viku um 760 tonnum af frystum afurðum, aðal- lega ufsa og þorski og var aflaverð- mætið rúmar 200 milljónir króna. Þetta mun vera mesti afli og mesta aflaverðmæti sem komið hefur verið með til hafnar á Akureyri úr einni veiðiferð. Kiel var við veiðar í Barentshafi og var afli skipsins upp úr sjó um 1.500 tonn. Norma Mary, gamla Ak- ureyrin EA, kom til Akureyrar á laugardag með um 413 tonn af fryst- um afurðum, mest þorski og var afla- verðmæti skipsins um140 milljónir króna. Norma Mary var einnig í Bar- entshafinu. Sléttbakur EA, frystitogari ÚA, kom til hafnar á mánudagskvöld með 365 tonn af frystum afurðum og var um helmingur aflans karfi. Aflaverð- mæti Sléttbaks var rúmar 76 millj- ónir króna. Kiel og Norma Mary eru gerð út af dótturfélögum Samherja, Deutsche Fisfang Union í Þýska- landi og Onward Fishing Company í Bretlandi. Þrír frystitogarar lönduðu á Akureyri á einni viku Aflaverðmæti þeirra 420 milljónir króna Morgunblaðið/Kristján Unnið við löndun úr Sléttbak EA, frystitogara ÚA. Unglingahópur Hjálpræðishersins á Akureyri efnir til söngmaraþons sem hefst í dag, föstudag, kl. 16 og er takmarkið að syngja samfellt í einn sólarhring. Það eru um 14 unglingar sem ætla að taka þátt í söngmaraþon- inu. Söngmaraþonið er liður í fjáröflun unglinganna vegna fyrirhugaðrar Noregsferðar næsta sumar þar sem þau ætla sér að taka þátt í móti ásamt unglingum frá öðrum Norð- urlandaþjóðum. Að undanförnu hafa þau verið að safna áheitum fyrir maraþonið og víðast verið vel tekið. Söngmaraþonið fer fram í sal Hjálp- ræðishersins á Hvannavöllum 10 og verður opið hús meðan á því stendur og öllum velkomið að líta inn og fylgj- ast með, segir í frétt frá hópnum. Tvær sýningar eru nú í boði hjá Leik- félagi Akureyrar, Leyndarmál rós- anna, eftir Manuel Puig, og Uppi- stand um jafnréttismál, þrír einþáttungar eftir jafnmarga höf- unda. Nú fer sýningum á þessum verkum að fækka vegna lagfæringa og breyt- inga sem fyrirhugað er að ráðast í á samkomuhúsinu. Gert er ráð fyrir að sýningar verði þó fram í miðjan apríl, en þá verður húsinu lokað af fyrr- greindum ástæðum. Ungliðaþing Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs verður haldið á Akureyri um helgina, en það hefst í kvöld, föstudagskvöld, með móttöku í kosningamiðstöð flokksins þar sem Steingrímur J. Sigfússon tekur á móti gestum. Á laugardag verður far- in kynnisferð í Háskólann á Akureyri og þá verður frambjóðendafundur sem hefst kl. 14. Í DAG

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.