Morgunblaðið - 21.03.2003, Side 29

Morgunblaðið - 21.03.2003, Side 29
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MARS 2003 29 Bílgreinasambandið Aðalfundur BGS verður haldinn á Hótel Loftleiðum laugardaginn 22. mars nk. Kl. 09:00 Fundarsetning: Erna Gísladóttir, formaður BGS. Ávarp: Geir H. Haarde, fjármálaráðherra. Kl. 09:30 - 10:00 Erindi: Ingólfur Bender, hagfr. hjá Íslandsbanka hf. Kl. 10:00 - 10:30 Aðalfundur. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Kl. 10:30 - 10:45 Kaffihlé. Kl. 10:45 - 12:30 Sérgreinafundir: Verkstæðafundur 1. Einingakerfi - Autodata - Miðlægur gagnagrunnur. 2. Meistaranám - breytingar á grunnnámi. 3. Starfsumhverfi - Evrópureglur. 4. Almennar kröfur til verkstæða - vottun. Bílamálarar og bifreiðasmiðir 1. Cabaskerfið - staða - horfur. 2. Tenging Cabas við bókhald - gagnagrunnur. 3. Þróun í rekstri verkstæða - Námskeið. 4. Meistaranám í bílgreininni. Bifreiðainnflytjendur 1. Innfutningur og horfur í bílgreinum. 2. ELV reglur - úrvinnslugjald - áhrif og aðgerðir í bílgreininni. 3. BER - hópundanþágureglur. 4. Bíló - breyting - ný útgáfa. Smurstöðvar 1. Starfsumhverfi smurstöðva. a) Verkþættir - skilgreiningar - verkbeiðnir. b) Þjónustukaupalög. c) Upplýsingar. 2. Evrópureglur og áhrif þeirra. 3. Námskeið - gæðaátak. Varahlutasalar 1. Menntun varahlutasala. 2. Cabaskerfið. a) Upplýsingagjöf. b) Námskeið. c) Tölvutenging - varahlutaupplýsingar. 3. Vörugjöld á varahluti - öryggisbúnaður. 4. Ný lög um neytendakaup. Stjórn BGS. Erna Gísladóttir Geir H. Haarde Ingólfur Bender Á KIRKJUBÆJARKLAUSTRI hefur verið undirritaður samningur um byggingu lokaáfanga við Klaust- urhóla sem er dvalarheimili aldr- aðra. Jón Kristjánsson, heilbrigðis- ráðherra, og Árni Jón Elíasson, oddviti Skaftárhrepps, undirrituðu samninginn. Við þetta tækifæri sagði Árni Jón að Klausturhólar væru ekki bara ein af mikilvægustu stofnunum sveitar- félagsins heldur jafnframt annar stærsti vinnustaðurinn þannig að það sé mikið fagnaðarefni að þessum áfanga skuli náð. Þessi áfangi sem á að fara byggja núna er stærsti áfanginn í langri sögu á byggingu á öldrunarþjónustu á svæðinu. Jón Kristjánsson, heilbrigðisráð- herra, sagði að mikið hefði verið unn- ið í öldrunarmálum í ráðuneytinu á síðasta ári. Hann sagði að stefnan í öldrunarmálum væri sú, að fólk fengi að lifa í sínu eigin umhverfi eins lengi og mögulegt væri en þegar heilsa og kraftar þrytu þyrfti að vera til heim- ili eins og Klausturhólar til að annast það. Jón gat þess sérstaklega að á eng- an væri hallað þó að minnst væri sér- staklega á Jón Helgason, fyrrver- andi ráðherra, sem hefði verið einstaklega duglegur að vinna að framgangi þessarar byggingar og að öldrunarmálum almennt. Eftir und- irskriftina var farið í skoðunarferð í Klausturhóla og heilsað upp á vist- menn þar. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Margrét Hannesdóttir, heimilismaður á Klausturhólum, Ingibjörg Hjálm- arsdóttir forstöðukona og Jón Kristjánsson sem heilsaði upp á vistmenn. Samningar um stækkun Klausturhóla Fagridalur HÚSEIGNIR Skjöldólfsstaðaskóla á Jökuldal hafa undanfarið verið til sölu á vegum Ríkiskaupa. Sex tilboð hafa borist í eignina og nemur það hæsta tólf milljónum og einni krónu. Það er Tindafell ehf. á Jökuldal sem á hæsta tilboðið, en Ríkiskaup, fjármála- og menntamálaráðuneyti ásamt sveitarstjórn Norður-Héraðs hafa nýlokið að fara yfir tilboðin, sem voru lægri en menn höfðu vonast til. Ríkiskaup hafa í kjölfarið ákveðið að Skjöldólfsstaðaskóli verði aug- lýstur aftur til sölu og þannig reynt að ná fram viðunandi tilboði. Ekki munu vera neinar fastmót- aðar hugmyndir um hugsanlega starfsemi í húsum Skjöldólfsstaða- skóla, en áður var rekin þar ferða- þjónusta á sumrum og nú síðast með- ferðarheimili fyrir unglinga. 12 milljónir boðnar í húseignir Skjöld- ólfsstaðaskóla Egilsstaðir ÁRSHÁTÍÐ Grunnskólans á Blönduósi var haldin á föstudags- kvöld og var fjölsótt að vanda. Nemendur sýndu leikritið Ronju ræningjadóttur í leikstjórn Hólm- fríðar B. Jónsdóttur og stúlkur úr 9. og 10. bekk sýndu dans. Blöndu- vision-söngvarakeppni var á sínum stað að vanda og að þessu sinni voru sungin sex lög í keppninni við undirleik húnvetnsku hljómsveit- arinnar Sláturs. Sigurvegari Blönduvision-söngv- arakeppninnar árið 2003 var Lilja María Evensen, nemandi í 10. bekk, en hún söng lagið Colors of the wind við þverflautuundirleik Petru S. Pétursdóttur. Að lokinni keppni hélt hljómsveitin Slátur uppi fjörinu til klukkan eitt. Árshátíðin var eins og ætíð nem- endum til mikils sóma. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Lilja María Evensen sigraði í Blönduvision-sögvarakeppninni og naut þar aðstoðar Petru S. Pétursdóttur. Lilja söng lagið „Colors of the wind“. Lilja María Evensen sig- urvegari í Blönduvision Blönduós NÚ þegar skammt er til jafndægra á vori verður ekki betur séð en allur kraftur sé úr kuldabola. Það er rétt svo að hann nái að skreyta grösin frá síðasta sumri dag og dag á milli þess sem sunnanþeyrinn rekur hann af landi brott. Snjór sést varla nema hátt til fjalla og ísinn á Mývatni er þannig að varla nokkur maður treyst- ir honum til umferðar. Þessi vetrarblóm eru í Bjarnarflagi en Kísiliðjan í baksýn og gufustrókur upp af henni. Þar á bæ er notuð mikil jarðgufa og raforka sem hvortveggja verður til í Bjarnarflagi. Menn binda vonir við það hér um slóðir að aukin umsvif verði brátt á þessum stað í formi nýrrar starfsemi hjá Kísiliðj- unni og Baðfélagi Mývetninga. Allur kraftur úr kuldabola Mývatnssveit BÆJARRÁÐ Austur-Héraðs hefur falið bæjarstjóra að kanna hvort hægt er að flýta vegaframkvæmdum á þjóðvegi 1 um Skriðdal með því að afla peninga og lána þá ríkinu. Bæjarráð lagði á fundi sínum ný- verið þunga áherslu á mikilvægi endurbyggingar þjóðvegarins í Skriðdal og telur óviðunandi að ekki sé horft til skoðana sveitarstjórna á Fljótsdalshéraði ásamt samþykkta Sambands sveitarfélaga á Austur- landi varðandi veginn um Skriðdal og Öxi. Skorar bæjarráð Austur- Héraðs á þingmenn að taka meira tillit til óska heimamanna þegar fjallað er um samgöngumál. Áform- að er að halda fund með þingmönn- um um málið. Bæjarráð Austur-Héraðs Vilja lána ríkinu til að flýta fyrir vegabótum Egilsstaðir AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.