Morgunblaðið - 21.03.2003, Side 47

Morgunblaðið - 21.03.2003, Side 47
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MARS 2003 47 Landgönguliði en ekki sjóliði Ranglega var fullyrt í frétt í Morg- unblaðinu í gær að Steinunn Hildur Trusdale, sem er hermaður í Banda- ríkjaher í Kúveit, væri sjóliði. Hún er landgönguliði í bandaríska hern- um. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Skátar þinga Bandalag íslenskra skáta heldur árlegt Skátaþing í Fjöl- brautaskóla Suðurlands á Selfossi dagana 21.–23. mars. Skátaþing fer með æðstu stjórn í málefnum skáta á Íslandi og eru það fræðslumál hreyf- ingarinnar sem eru þungamiðjan í þinginu. Til þingsins koma fulltrúar allra skátafélaga á Íslandi, auk stjórnar, nefnda og ráða Bandalags íslenskra skáta. Setning þingsins verður kl. 19 í kvöld, föstudag, og hefjast þingstörf í kjölfar hennar. Nánari upplýsingar um þingið má finna á www.skatar.is/frettir/ skatathing.html eða á skrifstofu BÍS. Í DAG Íslensk-Japanska félagið, í sam- vinnu við Júdósamband Íslands og Aikikai Reykjavíkur, stendur fyrir kynningu á „Budo“ eða íþróttum sem eiga rætur að rekja til japanskra bar- dagalista. Kynningin verður á morg- un, laugardaginn 22. mars kl. 15–17, í húskynnum Aikikai í Faxafeni 8, Reykjavík. Sérstaklega verða kynnt- ar íþróttirnar júdó og aikido og ýmis tæknibrögð sýnd af kennurum íþróttafélaganna. Þátttakendum gef- ast einnig kostur á að spreyta sig með aðstoð kennara. Í lok kynningar verð- ur boðið uppá léttar veitingar af jap- önskum toga. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Köfunardagurinn verður haldinn laugardaginn 22. mars kl. 10–17. Köf- unardagurinn er liður í starfsemi Sportkafarafélags Íslands til að kynna sportið fyrir almenningi og leyfa þeim sem eru 18 ára og eldri að prófa að kafa með búnað og fá grunn- þekkingu í köfun. Þeir sem yngri eru komi í fylgd forráðamanna eða með skriflegt leyfi. Miðaverð fyrir full- orðna er kr. 1500 og börn kr. 1.000. Kúba og alþjóðleg ungmennaferð Aðalfundur VÍK verður á morgun, laugardaginn 22. mars kl. 15, á veit- ingahúsinu Lækjarbrekku, 2. hæð, Reykjavík. Eftir aðalfund kl. 16 er opinber fundur og eru allir velkomnir á hann. Flutt verður erindi um að- stæður á Kúbu í dag og byggist hann á nýlegri heimsókn til Kúbu. Kynnt verður alþjóðleg ungmennaferð til Kúbu í lok júlí þar sem ungmennum á Íslandi býðst þátttaka. Aðalfundur Parkinsonsamtak- anna verður haldinn á morgun, laug- ardaginn 22. mars kl. 14, í Safn- aðarheimili Áskirkju. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa verð- ur rædd tillaga að nýjum lögum Parkinsonsamtakanna, segir í frétta- tilkynningu. Fólk og ferskvatn Íslenska vatna- fræðinefndin efnir til dagskrár fyrir almenning í Ráðhúsi Reykjavíkur á morgun, föstudaginn 22. mars kl. 11– 17, í tilefni af Ári ferskvatnsins 2003 og Degi vatnsins 22. mars. Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra opnar dagskrána. Um er að ræða ráð- stefnudagskrá í þremur afmörkuðum hlutum í Tjarnarsal Ráðhússins undir einkunnarorðunum „Fólk og fersk- vatn“ ásamt veggspjalda- og tækja- sýningu í hliðarsal. Veitingar verða á staðnum fyrir börnin. Fjallað verður um stöðu ferskvatnsmála í heiminum og um stöðu sömu mála á Íslandi og um framtíðarhorfur í ferskvatns- málum innanlands. Aðgangur er ókeypis. Upplýsingar um dagskrána má finna á heimasíðu Íslensku vatna- fræðinefndarinnar http:// www.vatn.is/ivan. Dagur iðnaðarins verður haldinn á morgun, laugardaginn 22. mars. Dag- ur iðnaðarins er fyrsti af mörgum sem Samtök iðnaðarins og aðildarfyr- irtæki þeirra ráðgera að halda á þessu ári. Sérhver Dagur iðnaðarins verður tileinkaður tiltekinni starfs- grein eða aðildarfélagi SI. Að þessu sinni er hann tileinkaður Meist- arafélagi bólstrara og aðildarfyr- irtækjum þess. Flestir bólstrarar landsins hafa opið hús á morgun kl. 13–16. Þar gefst almenningi kostur á að kynnast framleiðslu þeirra, hand- verki og þjónustu og þiggja ráðgjöf. Upplýsingar um bólstrara, sem taka þátt í Degi iðnaðarins, má finna á vef- setrinu meistarinn.is. Alþjóðlegt málþing um rökliði og atburði í málvísindum verður hald- ið í Háskóla Íslands á morgun, laug- ardaginn 22. mars kl. 10, í stofu 101 í Lögbergi. Fyrirlesarar eru: Matthew Whelpton, lektor við HÍ, James Higginbotham, prófessor við Uni- versity of Southern California, Terry Parsons, prófessor við UCLA, Steph- en Neale, prófessor við Rutgers Uni- versity, og Gillian Ramchand, lektor við Oxford University. Ráðstefnan er opin öllum áhugamönnum um mál- fræði og aðgangur er ókeypis. Stofnfundur Hollvinasamtaka Gufubaðs- og Smíðahúss á Laug- arvatni verður á morgun, laugardag- inn 22. mars kl. 16, í Smíðahúsinu við vatnið. Boðið verður uppá léttar veit- ingar auk þess sem rifjuð verður upp saga hússins og gufubaðsins í máli og myndum. Allir velunnarar Laug- arvatns, gufubaðsins og Smíðahúss- ins velkomnir. Í framhaldi af fund- inum verður öllum boðið í gufubað. Veitingahúsið Lindin verður opið eft- ir fundinn, segir í fréttatilkynningu. Á MORGUN Davis-lesblindugreining Axel Guð- mundsson lesblindufræðingur um Davis-lesblindugreiningu mun bjóða upp á Davis-greiningu á Íslandi í apríl ef næg þátttaka fæst. Til þess þarf ákveðinn fjöldi að skrá sig strax núna um helgina á þar til gerðum eyðublöðum á vefsíðunni www.les- blind.com. Þetta á eingöngu við um þá sem treysta sér til að vinna á er- lendu tungumáli, t.d. ensku. Axel hefur fengið lesblindufræðinga víðs vegar að úr heiminum til að koma til landsins í apríl, ef nægilega margir skrá sig í greiningu. Opið hús Tónlistarskóla og Þjóð- kirkju Hafnarfjarðar verður sunnu- daginn 23. mars og hefst með guðs- þjónustu kl. 11. Markmið opna hússins er að kynna starfsemi og húsakynni Tónlistarskólans og kirkjunnar. Börn og kennarar Tón- listarskóla Hafnarfjarðar leika á hljóðfæri en kór kirkjunnar leiðir söng undir stjórn Antoniu Hevesi organista. Í guðsþjónustunni pre- dikar Stefán Ómar Jakobsson. Eftir guðsþjónustuna verður húsnæði safnaðarheimilisins og Tónlistar- skólans til sýnis en arkitektar þess eru hjónin Sigríður Magnúsdóttir og Hans Olav Andersen. Boðið verður upp á kaffi í safnaðarheimilinu, Ant- onia Hevesi leikur á orgel kirkj- unnar frá kl. 12.15–12.30 og kl. 12.30–13 verður tónlist leikin á torgi Tónlistarskólans, segir í frétta- tilkynningu. Úr einkarekstri í hlutafélag End- urmenntun heldur námskeið þriðju- daginn 1. apríl um þær reglur sem gilda við það að einstaklingar flytji rekstur sinn yfir í einkahlutafélag. Á námskeiðinu er farið ítarlega í þær reglur er gilda um slíka yfirfærslu, hvernig hún gengur fyrir sig, þau vafamál sem komið hafa upp og hvernig leyst hefur verið úr þeim. Árni Harðarson hdl. hjá Deloitte & Touche kennir á námskeiðinu og er það ætlað ráðgjöfum og endurskoð- endum. Frekari upplýsingar og skráning á námskeiðið er á vef End- urmenntunar www.endurmennt- un.is og í síma. Námskeið um innsýn í markaðs- fræði hefst hjá Endurmenntun HÍ miðvikudaginn 26. mars. Nám- skeiðið er haldið í samstarfi við IMG og er ætlað stjórnendum sem þurfa að taka ákvarðanir um markaðsmál en hafa ekki menntun í markaðs- fræðum. Kennari er Sigríður Mar- grét Oddsdóttir, B.Sc. í rekstr- arfræðum og forstöðumaður Akureyrarskrifstofu IMG. Frekari upplýsingar um námskeiðið er að finna á vef Endurmenntunar, www.endurmenntun.is, þar er einnig hægt að skrá sig á námskeið. Á NÆSTUNNI LEIÐRÉTT GEIR H. Haarde, fjármálaráð- herra, opnaði nýlega nýtt vefsvæði á vef fjármálaráðuneytisins, stjorn- endavefur.is, sem ráðuneytið mun halda úti og ætlað er stjórnendum ríkisstofnana. Á vefnum er að finna upplýsingar um stjórnun, fjármál og starfsmannamál hjá ríkisstofn- unum. Jafnframt er þar að finna lög og reglur sem eiga við um rekstur ríkisstofnana, eyðublöð og form og ýmsar hagnýtar upplýs- ingar. Laga- og starfsumhverfi stofn- ana ríkisins er að ýmsu leyti frá- brugðið því sem fyrirtæki á mark- aði búa við. Þá eru markmið ríkisstofnana oft önnur en markmið einkafyrirtækja. Stjórnendavefn- um er ætlað að auðvelda stjórn- endum ríkisstofnana aðgang að upplýsingum og leiðbeiningum sem nýtast við stjórnun stofnananna og stuðla þannig að markvissari og skilvirkari rekstri þeirra, segir í frétt frá ráðuneytinu. Morgunblaðið/Golli Stjórnendavefur fjármálaráðuneytisins ALÞJÓÐAHÚSIÐ efnir til dagskrár í dag, föstudaginn 21. mars, og næstu daga í tilefni af alþjóðabaráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn rasisma. Menningarkynning um Mexíkó og Víetnam verða í dag kl. 13 og 15 en síðan hefst hátíðarfundur kl. 17, þar sem borgarstjóri Reykjavíkur, Þór- ólfur Árnason, verður heiðursgestur. Aðrir ræðumenn verða Andri Snær Magnason rithöfundur, Bjarney Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri Alþjóðahúss, Melkorka Óskarsdótt- ir, formaður Heimsþorps, og Toshiki Toma, prestur innflytjenda. Hljóm- sveitin Delizei Italiane & HOD munu skemmta og DJ Paps spilar. Á morgun, laugardaginn 22. mars, kl. 20.30–21.30 verður danssýning þar sem dansarar frá ýmsum heims- hornum skemmta gestum. Einnig verða tónleikar með jazz-funk hljóm- sveitinni HOD. Mánudaginn 24. mars kl. 18 verður sýnd kvikmynd sem fjallar um rasisma. Þriðjudag- inn 25. mars kl. 20–22 verður opið hús og umræður um rasisma og áhrif hans á þolendur og þjóðfélagið. Fimmtudaginn 27. mars kl. 17–19 verður málstofa, í Kornhlöðunni, um fjölmiðla og ímynd innflytjenda. Þátttakendur eru: Anna G. Ólafs- dóttir, Herdís Þorgeirsdóttir, Pawel Bartoszek, Þorbjörn Broddason auk fundarstjóra, Ævars Kjartanssonar. Hátíðar- fundur í Al- þjóðahúsinu TE og kaffi hafa opnað nýja verslun á Stjörnutorgi í Kringlunni. Einnig reka þeir verslanir í Suðurveri og á Laugavegi 27. Te og kaffi reka kaffi- hús á Laugavegi og í Smáralind ásamt kaffibrennslu í Hafnarfirði. Fyrirtækið Te og Kaffi var stofn- að 1984 og er með kaffiframleiðslu og innflutning á kaffi og tei, segir í fréttatilkynningu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Te og kaffi með nýja verslun

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.