Morgunblaðið - 21.03.2003, Page 52

Morgunblaðið - 21.03.2003, Page 52
ÍÞRÓTTIR 52 FÖSTUDAGUR 21. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ BERTI Vogts, landsliðsþjálfari Skota í knattspyrnu, er mjög ánægður með Kenny Miller, sókn- armann frá Wolves, og miðað við ummæli hans um piltinn er líklegt að hann verði í fremstu víglínu gegn Íslandi á Hampden Park þann 29. mars. Miller hefur aðeins leikið einn landsleik fyrir Skotland en hann hefur verið mjög öflugur með Wolves í vetur í ensku 1. deildinni og búist er við að Vogts tefli honum og Stevie Crawford frá Dunferm- line fram sem sóknarmönnum gegn Íslandi. Vogts hefur meira að segja líkt Miller við hinn fræga landa sinn, þýska markaskorarann Gerd „Bomber“ Müller, sem skoraði 68 mörk í 62 landsleikjum fyrir Þýska- land á árunum 1966 til 1974. Magnaður í markteignum „Müller réð ekki yfir neinum hraða. En hann var magnaður í markteignum, þar var hann alltaf á réttum stað, og það er það mikil- vægasta í fari markaskorara. Þann- ig leikmaður er Kenny Miller,“ seg- ir Vogts um leikmann Úlfanna. Steven Thompson, fastamaður í framlínu Skota að undanförnu, tek- ur út leikbann gegn Íslandi og Mill- er er líklegastur til að fylla skarð hans. Líkir Kenny Miller við Gerd Müller  BERTI Vogts, landsliðsþjálf- ari Skota í knattspyrnu, sendi öllum 18 leikmönnunum sem hann valdi fyrir leikinn gegn Ís- landi hvatningarbréf þar sem hann lagði áherslu á að sigur og ekkert annað en sigur kæmi til greina gegn Íslandi á Hampden Park þann 29. mars.  Vogts sagði skoskum fjöl- miðlum frá því að í bréfinu hefði hann lagt línurnar um hvað landsliðsmenn Skotlands þyrftu að gera: „Ég skýrði þeim frá því hvað við myndum gera í næstu viku, hvað sé mikilvægt fyrir hvern einstakan leikmann, og hvað sé mikilvægt fyrir Skot- land. Það sem skiptir öllu máli gegn Íslandi er að sigra. Við þurfum svo sannarlega að gera meira en í síðasta leik, gegn Ír- um. Núna eru engin „ef“ og „en“ í spilinu. Við verðum að vinna þennan leik. Við verðum að senda stuðningsmönnum skoskr- ar knattspyrnu skýr skilaboð. Þeir eyða miklum fjármunum í að fylgja okkur eftir og við verð- um að gefa þeim eitthvað í stað- inn. Við höfum haft tilhneigingu til að fá á okkur mörk á fyrstu 20 mínútunum, rétt eins og gegn Írum.  Þetta verður mjög erfiður leikur, bæði fyrir mig og liðið. Við þurfum á allri okkar einbeit- ingu að halda og verðum að spila af stolti og ástríðu,“ sagði Vogts. Sendi hvatningarbréf Skoskir fjölmiðlar furða sig nokk-uð á vali Berti Vogts, landsliðs- þjálfara Skotlands í knattspyrnu, á landsliði Skota sem mætir Íslending- um á Hampden Park þann 29. mars. Það sem vekur mest umtal í Skot- landi er að Vogts valdi ekki Russell Anderson, varnarmann frá Aber- deen, og Neil McCann, miðjumann frá Rangers. Þá þykir athyglisvert að markvörðurinn Neil Sullivan frá Tottenham sé ekki einn hinna þriggja markvarða sem eru í hópn- um. Anderson, sem kom inná sem varamaður í leiknum gegn Íslandi á Laugardalsvellinum síðasta haust, hefur þótt sterkur í vörn Skota og hefur átt mjög gott tímabil í vörn Aberdeen í vetur. McCann var ekki með í leiknum á Íslandi vegna meiðsla en búist var við honum í hópnum í þessum leik. Ross í leikbanni Maurice Ross, miðjumaður Rang- ers, sem lék á Íslandi, tekur út leik- bann í leiknum á Hampden Park, sem og félagi hans frá skoska topp- liðinu, sóknarmaðurinn Steven Thompson. Búist er við að Kevin Miller frá Wolves leysi Thompson af í fremstu víglínu skoska liðsins. Valið hjá Vogts kemur á óvart  PAUL Dickov, sóknarmaður hjá Leicester City, dró sig í gær út úr skoska landsliðshópnum í knatt- spyrnu en hann var valinn í hann fyr- ir leikinn gegn Íslandi þann 29. mars. Dickov þarf að gangast undir aðgerð á nára eftir helgina en eftir leik gegn Coventry um helgina á Leicester tveggja vikna frí í ensku 1. deildinni og þann tíma ætlar Dickov að nota til að jafna sig. Hann hefur gert 19 mörk fyrir Leicester í vetur.  SKOSKA knattspyrnusambandið lýsti yfir mikilli óánægju með fram- komu Leicester í málinu. Talsmaður sambandsins sagði í gær að það væri ósæmilegt af enska félaginu að hafa ekki látið vita um þessa fyrirhuguðu aðgerð, þar sem Leicester hefði á sínum tíma fengið beiðni um að Dick- ov yrði laus í leikinn gegn Íslandi.  TERRY Butcher, knattspyrnu- stjóri Motherwell og fyrrum mið- vörður Ipswich og enska landsliðs- ins, hefur beðið skoska knattspyrnu- forystu um að fá á hreint hvort eitthvert lið falli úr skosku úrvals- deildinni í vor. Motherwell situr nú á botninum, rétt á eftir Dundee Unit- ed, en samkvæmt venju á neðsta lið- ið að falla. Þar sem efsta lið 1. deild- ar, Falkirk, er ekki með völl sem fengi leyfi í úrvalsdeildinni hefur ríkt óvissa um hvort það fái sæti þar.  BUTCHER segir að hann hafi allt- af gert ráð fyrir því að neðsta liðið félli og markmiðið væri að forðast botnsætið. „En það er þó lágmarkið að fá að vita hvað verður um okkur í vor ef við endum í neðsta sætinu,“ segir Butcher.  TVEIR piltar sem hafa staðið sig vel í ensku knattspyrnunni í vetur hafa verið kallaðir inn í skoska 21-árs landsliðið í fyrsta skipti og leika með því gegn Íslandi í Cumbernauld þann 28. mars. Það eru Nick Montgomery, miðjumaður frá Shef- field United, og David Noble, miðju- maður frá West Ham.  SEX aðrir leikmenn skoska 21-árs liðsins leika með enskum félögum. Þar af þrír í úrvalsdeildinni, þeir Michael Stewart frá Manchester United, Kevin Kyle frá Sunderland og Brian Kerr frá Newcastle. Tveir eru frá Nottingham Forest og einn frá Preston.  MARTIN Laursen, landsliðsmað- ur Dana í knattspyrnu sem leikur með AC Milan á Ítalíu, sagði við Ekstra Bladet í gær að góðar líkur væru á að hann færi til enska liðsins Tottenham sem lánsmaður fyrir næsta tímabil. Laursen hefur ekki átt fast sæti í liði AC Milan og Mort- en Olsen, landsliðsþjálfari Dana, hef- ur gefið honum skýr skilaboð um að hann þurfi að spila reglulega til að eiga möguleika á að komast í danska landsliðið. FÓLK gætilega með hann. Darren var meiddur lengi og er rétt að stíga sín fyrstu skref í liði Manchester United, en hann á eftir að nýtast okkur mjög vel og er skammt frá því að vera valinn í okkar lands- liðshópa,“ sagði Vogts í fyrradag þegar hann tilkynnti um val sitt á landsliðinu fyrir leikinn gegn Ís- landi. Vogts sagði ennfremur að fram- tíðin væri mjög björt í skoskri knattspyrnu því fjölmargir efnileg- ir leikmenn væru á leiðinni sem yrðu komnir í A-landsliðið eftir tvö til þrjú ár. BERTI Vogts, landsliðsþjálfari Skota í knattspyrnu, valdi ekki táninginn efnilega frá Manchester United, Darren Fletcher, í hóp sinn fyrir leikinn gegn Íslandi á Hampden Park hinn 29. mars. Fletcher verður heldur ekki í 21- árs liði Skota sem mætir Íslend- ingum í Cumbernauld deginum áð- ur. En Vogts segir þó að hinn 19 ára gamli Fletcher sé eitt mesta efni sem fram hafi komið á Bret- landseyjum og sagði í gær að Roy Keane hjá Manchester United hefði reynt að fá strákinn til að nýta sér rétt sinn til að gerast írsk- ur landsliðsmaður. Fletcher lék með 21-árs liði Skota gegn Írum í síðata mánuði en Vogts segir að menn þurfi að meðhöndla hann varlega. „Ég tal- aði við Darren fyrir ári og sagði honum að hann yrði að velja Skot- land, og ég hef einnig rætt um hann við Alex Ferguson. Hann er einn efnilegasti leikmaður Bret- lands en við verðum að fara mjög AP Darren Fletcher og Sir Alex Ferguson á æfingu fyrir Evrópuleik Man. United og La Coruna á Spáni. Berti Vogts Skotland – Ísland á Hampden Keane reyndi að ræna Fletcher frá Skotum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.