Morgunblaðið - 30.08.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.08.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ 1 2 1 3 4 Göethe- platz Savoy Hotel Willy Brannt Platz Haupt- bahnhof Wiesenhütten platz Unt erm ain Kai Wa lter -Kö lbst r. Un ter ma in Ka i Le us ch ne r S tra sse Gu tle ut Str . Be rli ne r S tr.K ais er str . Hoc hstr . Bleic hstr . Göethstr. Zeil Zeil Bö rs en st r. A denauer Str. G r. Eschenheim er Str. Seilerstr. Landstrasse Taunusanlage G allusanlage N eue M ainzer Elisabethstrasse N eu e M ai nz er Frankfurt www.icelandair.is/frankfurt Fara á Römerbergtorgið, setjast inn á veitingahús og rölta síðan um gamla bæinn. Fá þér hina einu og sönnu Frankfurterpylsu með súrkáli og grænni sósu. Í Frankfurt þarftu að: á mann í tvíbýli í 3 nætur. Innifalið: flug, gisting á Savoy Hotel, morgunverður, flugvallarskattar og þjónustugjöld. Brottfarir 6. nóv, 22. jan. og 11. mars. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 21 70 5 0 8/ 20 03 VR orlofsávísun Munið ferða- ávísunina Verð frá 34.900 kr. www.icelandair.is Ob-ob, ertu með leyfi frá landbúnaðarráðherranum fyrir að hafa hvali sem húsdýr, góða? Leiðtogaþjálfun barna hjá þjóðkirkjunni Að koma börn- um til manns LEIKBRÚÐUR, frá-sagnarlist, ábyrgðleiðtoga og trúar- þroski barna eru meðal þeirra viðfangsefna sem tekin verða fyrir á nám- skeiði fyrir leiðtoga í barna- og æskulýðsstarfi þjóðkirkj- unnar sem haldið er í Grens- áskirkju í dag, laugardag, og nefnist „Innandyra í kirkj- unni“. Námskeiðið er haldið í tilefni af því að sunnudaga- skólar byrja í flestum kirkjum landsins helgina 6.–7. sepember. Á hverju ári sækja nálægt tíu þúsund börn sunnudagaskólastarf kirkjunnar, flest með for- eldrum sínum. Þá er annað ótalið, eins og starf fyrir tíu til tólf ára og starf fyrir unglinga. Að auki bjóða ýmsar kirkjur upp á barnastarf í samvinnu við heilsdags- skóla að ógleymdu fermingarstarfi. Halldór Reynisson svaraði nokkr- um spurningum Morgunblaðsins um námskeiðahaldið. – Hver heldur námskeiðið? „Fræðslu- og upplýsingasvið Biskupsstofu stendur að þessu námskeiði í samvinnu við Skálholts- útgáfuna, en útgáfufélag kirkjunnar gefur út flest það efni, sem notað er fyrir barna- og æskulýðsstarf þjóð- kirkjunnar.“ – Hver eru tildrög námskeiða- haldsins? „Það má segja að tildrögin séu vilji þjóðkirkjunnar að geta boðið upp á vandað barna- og æskulýðs- starf um allt land. Til þess þarf gott starfsfólk og góða leiðtoga og því er vaxandi þörf fyrir að þjálfa fólk til starfa. Barnastarf þjóðkirkjunnar er eitthvert mikilvægasta starf sem hún vinnur og það hefur sýnt sig að fólk ætlast til þess að kirkjan bjóði upp á gott starf fyrir börn og helst unglinga líka. Íslenska þjóðkirkjan á nefnilega greiðan aðgang að fjöl- skyldum sem eru að takast á við það vandasama hlutverk að koma börn- um til manns. Fólk ætlast til að kirkjan hjálpi við að móta gildismat barna sinna, ala þau upp í trú á Jesú Krist og greina muninn á réttu og röngu. Kirkjan vill hjálpa foreldrum og forráðamönnum barna í þessu vandasama starfi. Svona námskeið hafa verið haldin á hverju hausti mörg undanfarin ár og þá víðs veg- ar um landið. Auk þessa námskeiðs í Grensáskirkju í dag verður boðið upp á styttri námskeið á sex stöðum í öllum landshornum en að auki verður námskeið fyrir starfsfólk í ís- lenskum kirkjusöfnuðum á Norður- löndum.“ – Hvernig verður námskeiðið uppbyggt? „Að þessu sinni verða bæði fyr- irlestrar og svokölluð verkstæði. Sr. Sigurður Pálsson, sóknarprestur í Hallgrímskirkju, flytur fyrirlestur um trúarþroska barna og þá verður kynning á því efni sem samið er sér- staklega fyrir barnastarfið í vetur. Yfirskrift þess er „Allir eitt – enginn eins“. Þar er lögð áhersla á að sér- hver manneskja er mikils virði hvernig sem hún er og hvar sem hún er. Þessi yfirskrift tengist átaki í barna- starfi kirkjunnar í fyrra að hjálparstarfi – þá vildum við halda þeirri hugsun að börnunum læra að gefa og þiggja, bera ábyrgð gagnvart meðbræðrum og systrum. Helstu höfundar efnisins núna eru systkinin sr. Jóna Hrönn, sr. Bolli og Hildur Bollabörn en einnig hafa aðstoðað við efnisgerðina Andri Snær Magnason rithöfundur og Helga Steffensen leikbrúðukona. Jóna Hrönn mun kynna þetta efni ásamt Önnu Ólafsdóttur frá Hjálp- arstarfi kirkjunnar. Einnig fáum við sérstakan gest frá Eþíópíu. Engidu Kussia heitir hann og kemur hingað á sérstökum styrk frá UNESCO. Tilgangurinn er að vekja athygli á kjörum fólks í öðrum heimsálfum og þessari hugsun kristninnar að við séum öll systur og bræður þótt við séum ólík í flestu tilliti. Hinn hluti námskeiðsins, verk- stæðin, verður með fjölbreytilegu sniði. Eitt verkstæðið er um tónlist í umsjá Eddu Möller hjá Skálholts- útgáfunni. Annað er um notun leik- brúða sem Helga Steffensen sér um. Að segja sögu er verkstæði í umsjá Guðrúnar Ásmundsdóttur leikkonu. Kjarnaatriði kristninnar trúar eru tekin fyrir á verkstæði sem sr. Ólafur Jóhannsson annast. Tákn með tali er í umsjá Önnu Arn- ardóttur og loks er verkstæði sem fjallar um að halda utan um barna- starf sem sr. Jóna Hrönn sér um. Loks verður boðið upp á skemmti- lega óvissuferð til að hrista hópinn meira saman.“ – Hvaða boðskap viljið þið færa starfsfólki, sem vinnur með börn? „Við viljum þjálfa starfsfólk þjóð- kirkjunnar í að umgangast börn, ná til þeirra og bera virðingu fyrir þeim sem manneskjum. Í kristinni trú er sérhver manneskja jafnverð- mæt, börn ekkert síður en fullorðið fólk. Guðs ríkið er barnanna sagði Jesús. Börnin hafa eigið virði en samtímis eru þau á leiðinni að verða fullorðið fólk. Það er flókin leið og ef einhver vill leiðbeina þá þarf hann eða hún að þekkja þá leið sæmilega sjálf. Þess vegna viljum við líka að okkar starfsfólk þekki þau verkefni og þær hættur sem steðja að börn- um og eðlilegu þroskaferli þeirra. Það má geta þess í þessu samhengi og að gefnu tilefni fáum við nú Ólöfu Farestveit uppeldis- og afbrotafræðing, sem er formaður fagráðs kirkj- unnar um meðferð kynferðisaf- brota, til að ræða um eðlilega og óeðlilega umgengni við börn. Þjóðkirkjan rekur víða mjög gott barnastarf með afskaplega hæfu starfsfólki. Þess vegna vil ég beina því til allra þeirra foreldra, sem hafa skírt börnin sín til kristinnar trúar að notfæra sér þetta tilboð kirkj- unnar í að móta gildismat barna þeirra í samræmi við þá trú.“ Halldór Reynisson  Halldór Reynisson er fæddur í Reykjavík árið 1953. Hann er guðfræðingur frá HÍ, MA í fjöl- miðlafræði frá Indiana Univers- ity og með nám í markaðs- fræðum frá Endurmennt- unarstofun HÍ. Hann hefur starfað sem blaðamaður, for- setaritari, prestur í Hruna- og Nesprestakalli en starfar nú sem verkefnisstjóri fræðslu- og upplýsingasviðs Biskupsstofu. Hann er kvæntur Guðrúnu Þ. Björnsdóttur kennara og eiga þau þrjú börn. Gildismat í samræmi við trú ARNÞÓR Garðarsson, prófessor í dýrafræði, segir að bann við rjúpna- veiðum sé ef til vill óþarfi. Hann bend- ir á að ef litið sé á bannið sem tilraun sé það ekki nægilega vel ígrundað því það geti haft áhrif ef veiðimynstrinu sé breytt. Arnþór leggur þó áherslu á að hann hafi ekki kynnt sér forsendur bannsins ofan í kjölinn. „Rökin fyrir banninu virðast vera þau að veiðiálagið bætist við önnur af- föll, þannig að með því að minnka veiðina gæti það hugsanlega aukið stofninn. Þetta er nú mjög umdeilan- legt og ekkert í þessum fræðum sem styður þetta nægilega fyrir rjúpur og skylda fugla.“ Hann segir að það sé viðtekin kenning að með því að drepa ákveðinn fjölda af veiðidýrum á ári sé verið að taka eitthvað sem hefði hvort eð er drepist. Þá lifi aðrar rjúpur frek- ar heldur en ef ekki er tekið neitt úr stofninum. „Menn hafa efast um það á síðari árum að þessi kenning, sem er hin viðtekna, sé rétt. Þar liggja sjálf- sagt einhverjar mælingar að baki á einhverjum stofnum en ég hef ekki séð þær með rjúpu. Ég hef ekki séð sannfærandi gögn sem styðja hina til- gátuna að veiðarnar einfaldlega bæt- ist við önnur aföll og þá verði rjúp- urnar færri á vorin. Þær rannsóknir sem ég hef tekið þátt í hafa einmitt bent í hina áttina að það séu aðrir þættir sem stjórna sveiflunni og þar með stofninum hverju sinni.“ Stofninn hefur verið stöðugur undanfarna áratugi Að sögn Arnþórs er rjúpnasveiflan mun minni nú heldur en hún var fyrir fimmtíu árum. Síðasti stóri rjúpna- toppurinn var um miðjan sjötta ára- tuginn og síðasta stóra rjúpnalægðin nokkrum árum síðar. Síðan þá hafi stofninn verið stöðugri en mun lægri toppar. Hann segir að sveiflur geti stafað af breytingum í gróðri, en rjúpan er mjög afkastamikil í beitinni. „Haustið 1966 skarst ofan af toppinum gjör- samlega. Eftir það hefur hún verið mjög róleg í sveiflunum. Það sem menn kvarta yfir núna er að fjölgun- arhraðinn er ekki nema 25% á ári í stað 60% eins og hann var áður. Þess- um mikla fjölgunarhraða mundi fylgja hár toppur, háum toppi fylgir hins vegar mikil fækkun. Það er alltaf álitamál varðandi veiðiskap og stofn- nýtingu hvort vilji sé til þess að hafa þessa miklu sveiflu, því henni fylgja mjög miklir toppar og mjög miklar lægðir.“ Hann bendir á að mörg sjón- armið séu í þessu. Til að mynda sé það best fyrir veiðimenn þegar stofninn sé alltaf í meðallagi. „Ég sé alls konar annmarka á þessu. Það má kannski spyrja hvort það sé ábyrgt að gera svona tilraun ef ekki eru betri gögn í málinu heldur en þau sem ég hef séð. Þarna eru höfð áhrif á stóran neyt- endahóp.“ Arnþór Garðarsson prófessor í dýrafræði Ekki séð sannfærandi gögn sem styðja rjúpnaveiðibann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.