Morgunblaðið - 30.08.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 30.08.2003, Blaðsíða 32
UMRÆÐAN 32 LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ F réttir af hörmungar- ástandinu í Líberíu hafa verið áberandi í fjölmiðlum í sumar. Síðustu vikur hefur Líbería reyndar verið minna í fréttum, en friðargæslulið er komið til starfa og forseti lands- ins hefur farið frá völdum. Von- andi er ástandið því eitthvað að lagast. Hörmungarnar í Líberíu þar sem óbreyttir borgarar eru myrt- ir svo hundruðum og þúsundum skiptir eru því miður ekki eins- dæmi í sögu ríkja Afríku. Ekki eru mörg ár frá því að íbú- ar í Kongó og Rúanda máttu þola svipað ástand. Sá sem fylgist með þessum fréttum gæti fengið þá mynd af Afríku að þar sé ofbeldi og morð daglegt brauð. Því er sem betur fer ekki þannig varið. Fyrir einu ári heimsótti ég Suð- ur-Afríku, en kynni af landi og þjóð sannfærðu mig um að í Afr- íku býr friðsamt og gott fólk sem ber sömu vonir og þrár til lífsins og við hin sem búum á Vest- urlöndum. Jóhannesarborg, þar sem ég dvaldi mestan hluta tím- ans, hefur á sér mjög vestrænt yf- irbragð. Þótt innviðir samfélags- ins séu öflugir og margir lifi við góð efni fer ekki á milli mála að stór hluti þjóðarinnar býr við mikla fátækt. Mikið atvinnuleysi er í landinu sem er kannski eitt stærsta vandamálið sem við er að etja. Það eru ekki mörg ár síðan S-Afríku var alfarið stýrt af hvíta minnihlutanum í landinu sem hafði aðskilnað kynþáttanna sem grundvallarstefnu. Það er hreint ótrúlegt hvað stjórnarskiptin fóru friðsamlega fram og má það ekki síst þakka Nelson Mandela, fyrr- verandi forseta S-Afríku. Í skjóli aðskilnaðarstefnunnar voru fram- in mörg morð og ofbeldisverk. Þegar Afríska þjóðarráðið (ANC) tók við völdum hlaut að vera viss hætta á óöld þar sem þeir sem höfðu verið kúgaðir leituðu hefnda, en það hefði getað leitt til stjórnleysis og óaldar, líkt og gerst hefur í mörgum Afríku- ríkjum. Við stjórnarskiptin stóðu Suð- ur-Afríkumenn frammi fyrir miklum vanda. Átti að leyfa þeim sem staðið höfðu að morðum og ofsóknum í skjóli aðskilnaðar- stefnunnar að sleppa án þess að refsa þeim? Þar sem aðskiln- aðarstefnan var svo samofin öllu samfélaginu var hætta á að margt hvítt fólk færi frá S-Afríku ef allir sem brotið hefðu af sér yrðu dæmdir til refsingar. Suður- Afríka mátti alls ekki við því að þekking og fjármagn hyrfi úr landi við stjórnarskiptin. Lausn Suður-Afríkumanna var skynsamleg. Sett var á fót svo- kölluð sannleiksnefnd, sem fékk það verkefni að rannsaka ofbeldi og mannréttindabrot í tíð hvíta minnihlutans. Þeir sem komu fyr- ir nefndina og viðurkenndu brot sín höfðu þar með gert upp sín mál og sluppu við refsingar. Þann tíma sem ég var í S-Afríku kynntist ég ágætlega leigubílstjóra sem sannarlega hafði lifað tímana tvenna. Þetta var vingjarnlegur maður um fimmtugt, frekar hægur en ákaf- lega traustur. Hann hét Edgar. Mér lék forvitni á að vita hvernig hann hefði haft það á tímum að- skilnaðarstefnunnar. Edgar brosti og sagði að þetta hefðu ver- ið erfiðir tímar. Hann sagði ekki mikið meira í fyrstu. Ég fór að spyrja hann út í núverandi stjórn- völd og hvort hann væri ánægður með Mbeki, núverandi forseta S-Afríku. „Sjáðu til,“ sagði Edgar og það gætti ákveðni í röddinni. „Ég er liðsmaður ANC og ég styð mína menn.“ Mig langaði til að vita meira og spurði Edgar hvort hann væri bú- inn að vera lengi í ANC. „Já, í mörg ár. Ég sat í fangelsi í þrjú ár fyrir að vera félagi í ANC, þar af tvö ár í algerri einangrun. Í þessi tvö ár vissi fjölskylda mín ekkert hvað hafði orðið um mig og ég fékk ekki að hafa samband við neinn.“ Þrátt fyrir að búa að þessari skelfilegu lífsreynslu var Edgar ekki bitur. „Þetta voru mjög skrítnir tímar,“ sagði hann og brosti. „Við sem vorum í ANC máttum ekki einu sinni koma saman til fundar. Raunar máttum við ekki vera í ANC og það var þess vegna sem ég var handtek- inn.“ Edgar vildi ekki segja mikið um veruna í fangelsinu; sagði að- eins að hann hefði ekki sloppið við misþyrmingar. Verst hefði þó verið að sitja aleinn í klefa og geta ekki komið boðum til fjölskyld- unnar um að hann væri á lífi. Edgar er einn þeirra þúsunda Afríkubúa sem hafa mátt þola að brotið sé á mannréttindum þeirra. Hann var heppinn að því leyti að hann hélt lífi þrátt fyrir að hafa þolað ómældar barsmíðar í fangelsinu. En það eru ekki allir sem mega þola misþyrmingar sem bregðast þannig við að setja fortíðina til hliðar og fara að keyra leigubíl. Sumir grípa til vopna til að jafna leikinn við þá sem þeir telja að hafi brotið gegn sér. Við megum þess vegna þakka fyrir að menn eins og Edgar og fyrirmynd hans, Nelson Mandela, séu til. Smásaga frá Suður- Afríku Mig langaði til að vita meira og spurði Edgar hvort hann væri búinn að vera lengi í ANC. „Já, í mörg ár. Ég sat í fangelsi í þrjú ár fyrir að vera félagi í ANC, þar af tvö ár í algerri einangrun. Í þessi tvö ár vissi fjölskylda mín ekkert hvað hafði orðið um mig og ég fékk ekki að hafa samband við neinn.“ VIÐHORF Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is BETHEL heitir lítið þorp inni í miðri Bielefeldborg í Þýskalandi. Þar hafa margir Íslendingar kom- ið í heimsókn, sér- staklega prestar og starfsfólk safnaða til að kynna sér einstaka starfsemi þar sem krist- indómurinn er ekki aðeins boðaður í orði, heldur lifaður til fulls í kær- leika og þjónustu við náungann. Í Bethel var sett á stofn sam- félag upp úr miðri nítjándu öld fyrir höfuðveikt fólk. Þá voru sett undir sama hatt þroskaheft fólk, geðveikt og flogaveikt. Það var nánar tiltekið árið 1867, sem sr. Friedrich von Bodelschwing kom þeirri hugsjón sinni í framkvæmd að þjóna kristnum boðskap í verki. Leiðarljós starfseminnar í Beth- el er enn þann dag í dag að hver persóna, sem þar býr eða þangað sækir þjónustu, haldi virðingu sinni sem einstaklingur og sem dýrmæt sköpun Guðs, hvort sem hún er fötluð, heilbrigð, veik, hæfileikarík eða þroskaheft. Bethel starfar í nánum tengslum við lútersku kirkjuna í Þýskalandi og þar starfar fjöldinn allur af prestum og djáknum. Í dag eru það um 14.000 manns sem njóta þjónustu og stuðnings í sam- félaginu í Bethel, á heimilum, sjúkrahúsum, skólum, leikskólum, hópavinnu á meðferðarheimilum og sambýlum. Aðalsviðin sem þjónustan í Bethel er veitt á eru fyrir fatlaða, aldraða, unglinga, heimilislausa, geðsjúka og endurhæfing á öllum sviðum. Síðast en ekki síst ber að nefna að meðferð og rannsóknir á flogaveikum er með því besta sem gerist í heiminum. Mjög ólík þjónustusvið þar sem blöndun er á fötluðum og ófötl- uðum gerir Bethel að einstökum stað í veröldinni. Við hjónin og dætur okkar tvær urðum þeirrar lífsreynslu aðnjót- andi fyrir nokkrum árum að fá að búa, starfa og læra í Bethel í heilt ár. Það var veturinn 1998–1999. Fyrir utan allt annað sem við fengum að upplifa og læra var að syngja með kirkju- kórnum við Zions- kirkjuna í Bethel. Sungum við með þeim bæði Jóla- óratóríu Bachs og Sköpunina eftir Haydn. Nú fáum við Ís- lendingar að verða þeirrar ánægju að- njótandi að njóta söngs þessa kirkjukórs því kór- inn kemur til Ís- lands 1. september og syngur í Sel- tjarnarneskirkju þriðjudagskvöldið 2. september kl. 20:30. Hinn 4. september heldur kórinn norður í land þar sem hann syngur við messu í Möðruvallakirkju í Hörgárdal sunnu- daginn 7. sept- ember kl. 14:00. Auk þess syngur kórinn á tónleikum í Akureyrarkirkju föstudaginn 5. sepember kl. 17:00. Með þeim í för eru blásarar sem leika með kórnum, en Bethel er einmitt frægt fyrir áherslu á blás- aratónlist og hver veit nema fólk á götum Akureyrar fái að heyra í þeim á föstudagseftirmiðdaginn. Þetta er einstakt tækifæri fyrir Íslendinga að hitta fólk frá þess- um sérstaka stað, en kórfélagar eru flestir starfandi við samfélagið í Bethel. Bethel Eftir Solveigu Láru Guðmundsdóttur Höfundur er sóknarprestur á Möðruvöllum í Hörgárdal. Frá Bethel. ÞÁ ER nær tveggja ára baráttu íbúa í Rimahverfi við skipulagsyfirvöld lokið og íbúar fagna því að loksins hefur verið tekið undir sjónarmið þeirra. Það var í október árið 2001 sem tillögur að skipu- lagi byggðar á svokallaðri Lands- símalóð í Gufunesi voru fyrst kynnt- ar. Var þar gert ráð fyrir mun þéttari byggð en fyrir er í hverfinu og einnig háhýsum allt að 13 hæða háum. Var strax ljóst að þessar tillögur sættu mikilli andstöðu meðal íbúa. Töldu þeir byggðina alltof þétta, háhýsi á þessum stað óásættanleg, aðkomu að byggðinni út í hött og þótti sárt að sjá allt þetta auða svæði tekið undir byggingar en ekki gert ráð fyrir útvistarsvæðum nema að verulega litlu leyti. Samráði lofað Breyttar tillögur voru þá kynntar með vorinu og var þá búið að fækka íbúðum úr 374 í 310 og lækka háhýsi, það hæsta úr 13 hæðum í ellefu. Þótti íbúum ekki hafa verið komið mikið til móts við óskir sínar frá því á fundinum í október. Lofaði þáverandi for- maður skipulags- og byggingarnefndar þá að settur skyldi á fót samráðshópur um skipulagið og skyldu íbúar eiga sinn fulltrúa í þeim hópi. Tóku nú nokkrir Rimabúar sig saman og útbjuggu mótmælabréf þar sem m.a. var farið fram á að byggðin yrði skipulögð í samræmi við aðliggjandi byggð, að háhýsi væru látin hverfa og hæstu hús yrðu 3 hæðir eins og fyrir er í hverfinu, að aðkomu yrði breytt, að verulegur hluti svæðisins yrði tekinn undir útivistar- og leiksvæði og að áætlun um upp- byggingu skóla og leikskóla yrði kynnt. Undir þess- ar óskir rituðu nafn sitt 550 lögráða íbúar í 5 að- liggjandi götum. Er það yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem málið varðar því ekki kom til greina að spyrja aðra en þá sem búa næst svæðinu. Listi þessi var svo afhentur skipulagsfulltrúa áður en lögboð- inn frestur til að skila inn athugasemdum rann út. Þremur dögur fyrir borgarstjórnarkosningar þá um vorið boðaði R-listinn til kosningafundar í Spönginni og var Rimabúum þá lofað að skipulag þetta yrði endurskoðað frá grunni, komið yrði til móts við íbúa og unnið í fullri sátt við þá. En annað átti eftir að koma í ljós. Efndir loforða Þá um sumarið tók einnig til starfa sk. samráðs- hópur sem áður er nefndur. Áttu þar sæti m.a. und- irritaður, sem fulltrúi íbúa, og einnig formaður Íbúasamtaka Grafarvogs. Það er skemmst frá að segja að sá hópur fékk litlu ráðið. Kom hann að til- búnum tillögum sem undirrituðum þótti lítið hafa komið til móts við óskir íbúanna. Breytti starf þessa hóps litlu og var ég reyndar rekinn úr samráðinu af formanni skipulags- og bygginganefndar á fjöl- mennum íbúafundi í október, þar sem þessar til- lögur voru kynntar og undirritaður lýsti óánægju sinni með samráðsvinnuna og fyrirliggjandi skipu- lagstillögur, með þeim orðum að hún ætlaði ekki að kalla þennan hóp saman aftur heldur myndi hún eft- irleiðis hafa samráð við formann Íbúasamtakanna einan sem fulltrúa íbúanna. Á þeim sama fundi voru og kynntar nýjar tillögur sem íbúum þótti litlu betri en þær fyrri. Enn var gert ráð fyrir 310 íbúðum, útivistar- og leiksvæði voru alltof lítil o.s.frv. Þótti íbúum ljóst að yfirvöld ætluðu ekki að standa við stóru loforðin frá því um vorið um endurskoðun frá grunni og fulla sátt við íbúa. Það er skemmst frá að segja að síðan hefur for- maður skipulags- og bygginganefndar verið óþreyt- andi að hæla sjálfum sér fyrir að koma til móts við óskir íbúa þrátt fyrir fullyrðingar íbúa á opinberum vettvangi um hið gangstæða. Betri er hálfur sigur en enginn Ný hreyfing komst svo á málið með vorinu 2003. Stuttu fyrir Alþingiskosingar lýsti einn af fulltrúum R-listans, Björn Ingi Hrafnson, því yfir að ástæða væri til þess að kanna mál Landssímalóðar frekar þar sem ekki virtist vera sátt við íbúa um þetta mál. Þá fóru bjartsýnir íbúar af stað með nýjan undir- skriftalista og á tveimur dögum söfnuðu þeir 500 undirskriftum fólks sem vildi leggja frekari áherslu á kröfur sínar. Munu líklega vera fá dæmi um slíkt hér á landi. Nú liggur fyrir nýtt skipulag og hefur íbúðum enn verið fækkað, íbúðablokkir hafa lækkað um eina hæð og gert hefur verið ráð fyrir stóru útivist- ar- og leiksvæði. Að auki hafa íbúar góð orð um verulegt samstarf um frekari útfærslu innan sam- þykkts skipulags. Þó vissulega hefðum við Rimabúar viljað sjá enn frekar komið til móts við óskir okkar og fullur sigur hafi ekki unnist hljótum við samt að fagna sigri í langri baráttu sem, því miður, hefur einkennst að sviknum loforðum og ósannsögli. Ég vil þakka Guðlaugi Þór Þórðarsyni, fulltrúa Sjálfstæðisflokks í skipulags- og byggingarnefnd, og Birni Inga Hrafnssyni, fulltrúa Framsóknarflokks, og öðrum talsmönnum okkar fyrir þeirra stuðning innan borgarskipulagsins og einnig stjórn Íbúa- samtaka Grafarvogs. Mesta þökk hljóta þó íbúar sjálfir sem hafa staðið saman og einarðlega fyrir réttlátum kröfum sínum og sérstaklega þá þeir íbú- ar sem með ósérhlífni og atorku hafa unnið mikið sjálfboðastarf við bréfa- og greinaskrif, söfnun und- irskrifta, fundasetur og hafa einfaldlega haldið bar- áttunni áfram þó oft hafi hún virst vonlítil. Til ham- ingju með sigurinn! Tveggja ára baráttu íbúa í Rimahverfi lokið Eftir Emil Örn Kristjánsson Höfundur er ferðaskipuleggjandi og leiðsögumaður, íbúi í Rimahverfi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.