Morgunblaðið - 30.08.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 30.08.2003, Blaðsíða 44
ÍÞRÓTTIR 44 LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ KEFLVÍKINGAR hafa gengið frá samningi við bandaríska körfuknattleiksmanninn Nick Bradford um að hann leiki með úrvalsdeildarliði þeirra í vetur. Bradford er 25 ára og um tveir metrar á hæð. Hann leik- ur mest stöðu framherja og lék í Bandaríkjunum, var með- al annars í Kansas-háskól- anum og stóð sig vel þar. Hann er fjölhæfur leikmaður og sérlega öflugur varn- armaður. Bradford til Kefla- víkur ARNÓR Atlason, handknattleiksmaður með KA og nýkrýndur Evrópumeistari með 18 ára landsliðinu, meiddist á auga í leik með KA-mönnum gegn þýska liðinu Dessau á æfingamótinu í Ludwigshafen um helgina. Arnór fékk fingur eins leikmanna Dessau í augað og skaddaðist sjónhimnan af þeim sök- um. Arnór, sem var einn af lykil- mönnum 18 ára landsliðsins í sigurför þess í Slóveníu á dögunum, gat því ekki spilað úrslitaleikinn á móti Essen og verður að fara sér afar hægt næstu tvær vikurnar. Hann má ekkert æfa eða reyna á sig og e því ekki með norð- anmönnum á opna Reykjavíkurmótinu sem stendur nú yfir en KA-menn von- ast til þess að Arnór verði klár í slaginn þegar Íslandsmótið hefst 16. sept- ember. Arnór meiddur á auga Morgunblaðið/Þorkell Arnór Atlason á fullri ferð í leik gegn HK á síðustu leiktíð. JÓNAS Stefánsson mun verja mark Þórsara á Íslandsmótinu í handknattleik á komandi tímabili en báðir markverðir liðsins á síð- ustu leiktíð eru horfnir á braut – Hafþór Einarsson í KA og Hörð- ur Flóki Ólafsson í HK. Jónas hefur leikið með FH-ingum und- anfarin ár og þá hefur hann einnig spilað með Stjörnunni og Haukum þar sem hann varð Ís- landsmeistari fyrir þremur ár- um. Axel Stefánsson, fyrrum markvörður Þórsara, sem einnig hefur leikið með Val og Stjörn- unni, verður Jónasi til halds og trausts hvað markvarðarstöðuna varðar en hann mun einnig að- stoða Sigurpál Árna Aðalsteins- son við þjálfun liðsins líkt og á síðustu leiktíð. Jónas ætlaði að leggja skóna á hilluna áður en hann gekk til liðs við Þórsara. Gusic áfram en ekki Lazdins Þá hafa Þórsarar endurnýjað samning sinn við Goran Gosic en hann skoraði 147 mörk í 25 leikj- um með Þórsurum í Esso- deildinni í fyrravetur. Aftur á móti verður rétthenta skyttan Aigars Lazdins ekki áfram með Akureyrarliðinu. Hann skoraði 93 mörk fyrir Þór á síðastliðnu tímabili. Jónas Stefánsson verður í marki Þórsara  HELGI Reynir Guðmundsson, bakvörður úr Stykkishólmi, hefur ákveðið að ganga til liðs við úrvals- deildarlið KR í körfuknattleik. Helgi, sem er á 23. aldursári, kom upp í úrvalsdeild með Snæfelli á síðasta vetri og skoraði að meðaltali 10 stig í leik í stöðu leikstjórnanda.  BARRY Ferguson er kominn til liðs við Blackburn, en samningar á milli Blackburn og Rangers tókust loks í gær eftir nokkra mæðu. Blackburn greiðir Rangers 7,5 millj. punda, jafnvirði rúmlega 900 millj. króna, fyrir Ferguson auk þess sem það greiðir honum um 4 millj. króna í vikulaun næstu fimm árin á meðan samningurinn sem Ferguson skrifaði undir í gærkvöldi gildir.  GRAEME Souness, knattspyrnu- stjóri Blackburn, hefur lengi haft augastað á landa sínum og viljað fá hann í raðir Blackburn, en þeir hafa þekkst um árabil. Ferguson verður hugsanlega í leikmannahópi Black- burn þegar liðið mætir Chelsea á Stamford Bridge í dag.  CLAUDIO Reyna var í gær seld- ur frá Sunderland til Manchester City fyrir rúmlega 300 millj. króna. Reyna gerði þriggja ára samning við Manchester City, en Everton og Fulham höfðu einnig rennt hýru auga til hans.  FLEIRI leikmenn eru að yfirgefa herbúðir Sunderland en Reyna. Emerson Thome, varnarmaður, gekk í gær til liðs við Bolton og gerði eins árs samning. Thome hef- ur verið hjá Sunderland í þrjú en var áður hjá Chelsea.  ÞRJÚ félög keppast nú um að klófesta John Carew, framherja Valencia, sem virðist ekki eiga mikla framtíð hjá spænska félaginu. Liðin sem um er að ræða eru Rang- ers, Everton og Roma og munu for- svarsmenn Rangers vera einna bjartsýnastir á að fá Norðmanninn hávaxna í sínar raðir.  SETH Johnson, leikmanni Leeds, hefur verið skipað að vinna í 100 klukkustundir í þágu enska sam- félagsins og verður hann einnig sviptur ökuleyfi í tvo mánuði eftir að hafa verið stöðvaður af lögreglu á tæplega 200 km hraða á sportbíl sínum, en auk ofsaakstursins reynd- ist Johnson hafa verið ölvaður við aksturinn.  EL HADJI Diouf, leikmaður Liv- erpool, kemur fyrir dómstóla í næstu viku þar sem tekið verður fyrir mál sem höfðað var á hendur honum eftir að hann hrækti á stuðn- ingsmenn Celtic í undanúrslitaleik Liverpool og Celtic í í Evrópu- keppni félagsliða í vor.  NEIL Sullivan, varamarkvörður Tottenham, er á leið til Chelsea til þess að taka við sama hlutverki þar og vera Carlo Cudicini til halds og trausts. FÓLK Varnarmaður Newcastle United,Aaron Hughes, nýtti ekki vítaspyrnu s.l. miðvikudagskvöld í vítaspyrnukeppni milli Newcastle og Partizan frá Belgrad í leik um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Það að spyrnan skyldi misheppnast reyndist félaginu dýr. Í stað þess að leika í deild þeirra bestu, Meistaradeild Evrópu, þarf Newcastle að taka þátt í UEFA keppninni sem litið er á sem hálf- gerða varaliðskeppni fyrir Meist- aradeildina. Tapið var ekki ein- göngu leikmönnum og fylgis- mönnum Newcastle mikið reiðarslag því fjárhagslega hefur Meistaradeildin gríðarlega mikla þýðingu. Á fimmtudag féllu hluta- bréf í Newcastle niður um tæp 14%. Borussia Dortmund var ann- að stórlið sem einnig var skotið úr leik í vítaspyrnukeppni. Þar á bæ féllu hlutabréf um 16% á fimmtu- dag. Lauslega er reiknað að félög- in verði af 5 milljónum punda, um 650 millj. króna, í það minnsta en gott gengi í Meistaradeildinni get- ur fært liðum allt að 15 milljónum punda. Vissulega getur UEFA keppnin fært félögum einhverja fjármuni en ekkert í líkingu við Meistaradeildina og þá aðeins að þau nái alla leið í úrslitaleikinn. Fékk hálfan annan milljarð á síðustu leiktíð Góður árangur Newcastle í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð færði félaginu 10,9 milljónir punda, um hálfan annan milljarð króna, þegar öll innkoma er tekin með í reikninginn, þ.e.a.s. miða- sala, árangurstengdar greiðslur evrópska Knattspyrnusambands- ins og síðast en ekki síst sú fjár- hæð sem liðið fékk vegna sölu sjónvarpsréttar á leikjum liðsins í keppninni. Þessir miklu peningar gerðu að verkum að félagið gat enn styrkt sveit sína til þess að vera í betur í stakk búið til að leika í ensku úrvalsdeildinni og síðast en ekki síst, í Meistaradeild- inni. Árið 1999 tók Newcastle lán upp á 55 milljónir til að stækka heima- völl sinn, St Jameś Park. Lánið verður að greiða innan 17 ára. Stuðningsmenn félagsins geta nú átt von á að einhverjar aðhalds- aðgerðir verði í rekstri félagsins. En þó ekkert í líkingu við það sem gerst hefur hjá Leeds United, sem nú rær lífróður eftir að hafa mis- tekist að tryggja sér Meistara- deildasæti vorið 2002 eftir að hafa lagt gríðarlegan pening undir í keppni um að vinna sér sæti. Áfall fyrir Newcastle Það er ekki auðvelt að kveðja en íhjarta mér veit ég að þetta er rétti tíminn til að hætta. Einnig finnst mér viðeigandi að ég tilkynni ákvörðunina hér í New York þar sem sigurganga mín hófst þegar ég var einungis nítján ára gamall.“ Sampr- as vann sinn fyrsta risatitil af fjór- tán, sem er met, í New York árið 1990 er hann sigraði Andre Agassi í úrslitaleik Opna bandaríska meist- aramótsins. Vann aldrei Opna franska mótið Sampras, sem skilur ekki eftir sig mikið af frægum tilsvörum, vann Wimbledon-mótið sjö sinnum, Opna bandaríska fimm sinnum og Opna ástralska tvisvar. Eini risatitillinn sem Sampras tókst aldrei að vinna var Opna franska meistaramótið en hægur leikvöllur hentaði aldrei hin- um kvika Sampras. Í samkomunni sem haldin var Sampras til heiðurs á mánudag bað Andre Agassi, meginkeppinautur Sampras í gegnum árin, fyrstur um orðið. „Það þarf ekkert að fara mörgum orðum um Sampras, hann er sá besti sem ég hef leikið gegn á mínum ferli, sagði Agassi. Næst var komið að Þjóðverjanum Boris Becker og sló hann á létta strengi. „Áður en þú komst á sjón- arsviðið þá kallaði ég Wimbledon heimili mitt. En sjö titlum síðar átt- aði ég mig á því að þú hafðir stolið lyklunum.“ McEnroe kvaddi Sampras Síðastur til að kveðja Sampras var John McEnroe, einn þekktasti háð- fugl tennisheimsins. McEnroe sagði að sér þætti mikill heiður að fá að kveðja Sampras. „Ég reyndi að gefa upp eins og þú. Ég gat það ekki. Ég reyndi að slá fast eins og þú. Ég gat það ekki. Að lokum reyndi ég að haga mér eins þú. Kannski er óþarft að svara því en ég gat það ekki held- ur.“ Sampras, sem er 32 ára gamall, kvaddi að lokum áhorfendur. „Ég mun aldrei segja að ég hafi verið sá besti sem hefur leikið tennis, en ég vona að bikarasafnið mitt svari þó einhverjum spurningum,“ sagði Pete Sampras. Pete Sampras hefur ákveðið að leggja tennisspaðann á hilluna Reuters Pete Sampras, ásamt syni sínum Christian, veifar til aðdáenda sinna þegar hann kvaddi þá á dögunum og lagði tennisspaðann á hill- una eftir langan og sérlega árangursríkan feril. Sá besti kveður SIGURSÆLASTI tenniskappi allra tíma, Bandaríkjamaðurinn Pete Sampras, tilkynnti í vikunni, við upphaf Opna bandaríska meist- aramótsins í tennis, að hann hefði ákveðið að leggja spaðann á hill- una. Sampras, sem í gegnum feril sinn var oft kallaður kaldur og leiðinlegur, gat ekki haldið aftur af tárunum er fjölmargir áhorf- endur í New York hylltu hann í athöfn sem haldin var honum til heið- urs í New York. Lennon sá yngsti í úrvals- deildinni AARON Lennon, 16 ára strák- ur hjá Leeds United, setti met í ensku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu á síðasta laugardag. Hann kom inn á sem varamað- ur þegar Leeds mætti Totten- ham og varð þá yngsti leik- maðurinn í deildinni frá stofnun hennar árið 1992. Lennon er fæddur í apríl 1987 og var 16 ára og 129 daga gamall á laugardaginn. Fyrra metið átti Gary McSheffrey sem lék með Coventry gegn Aston Villa í febrúar 1999, þá 16 ára og 198 daga gamall. Lennon náði þó ekki að bæta félagsmetið sem var sett þrjátíu árum áður en úrvals- deildin var stofnuð. Það á Pet- er Lorimer sem spilaði sinn fyrsta deildaleik með Leeds, gegn Southampton, þegar hann var aðeins 15 ára og 289 daga gamall, í september árið 1962. Lorimer var lykilmaður í liði Leeds um langt árabil og var talinn skotfastasti leik- maðurinn í ensku knattspyrn- unni á sínum tíma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.