Morgunblaðið - 30.08.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.08.2003, Blaðsíða 16
ERLENT 16 LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Skóflan sf Sími 896 5191 og heimasími 544 5191 Vinnuvél til sölu Ein vél fyrir öll tækin MÚRBRJÓTUR GAFFALL STAURABOR TRJÁUPPTÖKUVÉL SNJÓBLASARIGÖTUSÓPARI BENS SEM VÉLIN KEMST INN Í EKINN 50.000 KM SAND OG SALTDREIFARI TVÍ VIRK FRAMSKÓFLA DÓM sögunnar óttaðist hann ekki, sagði Blair er hann ávarpaði bandaríska þingið 17. júlí sl. Í bili yrði hann að láta sér nægja að fara eftir eigin sannfæringu, og hún segði sér að það hefði verið rétt ákvörðun að gera innrás í Írak. En það má segja að dómur sög- unnar hafi elt Blair hraðar uppi en hann grunaði. Hún birtist honum í formi rannsóknardómarans Brians Huttons, Huttons lávarðar, sem var lengi æðsti dómari á Norður- Írlandi og því harður í horn að taka. Fullyrða má að spurning- arnar sem hann bar upp og svörin sem hann fékk frá forsætisráð- herranum muni verða mótandi þáttur í dómi sögunnar yfir stjórn- málamanninum Tony Blair. Þetta er aðeins í annað sinn í nútímasögu Bretlands sem brezk- ur forsætisráðherra er kallaður til yfirheyrslu fyrir slíka óháða rann- sóknarnefnd. Í trausti þess að verða vitni að sögulegum atburði lögðu meira að segja sumir á sig að bíða í biðröð yfir nótt til að tryggja sér miða á áheyr- endabekki dómsalarins þar sem vitnaleiðslur Hutton-nefndarinnar hafa farið fram. Fyrirrennari Blairs í embætti, John Major, kom í janúar 1994 fyrir svonefnda Scott-nefnd, sem rannsakaði ólög- lega vopnasölu til Írans. Þá var reyndar svo komið fyrir orðstír stjórnar Majors, að þótt frammi- staða forsætisráðherrans fyrir rannsóknarnefndinni hefði þótt slöpp breytti það litlu; brezkir kjósendur höfðu þá þegar tapað tiltrú á þessari síðustu ríkisstjórn Íhaldsflokksins. Blair hefur þannig meiru að tapa. Jafnvel þótt lokaskýrsla Huttons lávarðar muni væntanlega ekki varpa varanlegum skugga sektar á hann hefur rannsóknin beint óvel- komnu kastljósi að vinnulagi hans manna. Hver svo sem hinn sanni þáttur Blairs var í þeirri atburða- rás sem leiddi til dauða Kellys hef- ur hún grafið stórlega undan trausti brezks almennings á for- sætisráðherranum. „Afleiðingarnar fyrir pólitíska framtíð Blairs ganga langt út yfir niðurstöðu Huttons lávarðar,“ skrifar Lund- únablaðið Independent. Innistæðan nærri uppurin Frá því deilan um ásakanirnar í frétt BBC kom upp hefur traust á Blair hrapað. Við síðustu kosn- ingar, árið 2001, töldu 56% kjós- enda stjórn Blairs heiðarlega og trúverðuga; nú eru aðeins 22% þeirrar skoðunar. En engu að síð- ur segjast nú 43% frekar vilja að Blair stjórni landinu en keppinaut- arnir í Íhaldsflokknum. Þar með má segja að hann sé kominn í hóp „venjulegra“ stjórn- málamanna, sé búinn að missa þá sérstöku „innistæðu“ sem hann virtist njóta hjá meirihluta landa sinna umfram aðra stjórn- málamenn. En eftir að Hutton lávarður hefur skilað af sér er sennilegt að stjórnin geti loks snú- ið sér aftur að hversdagsverk- unum. Hún býr jú við það mikinn þingmeirihluta að jafnvel þótt inn- anflokksandstæðingar Blairs reyni áfram að gera sér mat úr málinu geti hann ótrauður haldið áfram um stjórnartaumana. Skoð- anakannanir haf líka sýnt greini- lega að þótt álit kjósenda á Blair og ríkisstjórn Verkamannaflokks- ins hafi beðið hnekki hafa íhalds- menn ekki hagnazt á því nema að sáralitlu leyti. Í fréttaskýringu í Daily Tele- graph segir að vitnisburður Blairs hafi í raun ekki skilað hinni eig- inlegu rannsókn á tildrögum dauða dr. Kellys neitt áfram. „Rann- sóknin er föst í deilu um hlut Campbells, sem snýst um að færa sönnur á að ríkisstjórnin hafði rétt fyrir sér og BBC rangt, þar sem hvorugur deiluaðila er tilbúinn að gefa einn einasta þumlung eftir.“ Segir greinarhöfundur að það sem mikilsverðast sé að Hutton- nefndin fái svör við sé hvort Kelly hafi haft heimild yfirmanna sinna til að tala við fjölmiðla eða ekki. Hafi hann haft slíka heimild þá standi upp á BBC að sýna fram á að það sem hann sagði hafi ekki verið fært í stílinn. „Það eru engir ótvíræðir skúrk- ar og engar ótvíræðar hetjur“ þeg- ar upp er staðið, skrifar Berl- ingske Tidende um rannsóknina. Hvorki ríkisstjórnin, embætt- ismenn, ráðherrar né BBC komi óskrámaðir út úr þessu. „Allir hafa gert skyssur; margt af skýringum hlutaðeigandi benda til, að þeir hafi í bezta falli umgengizt sann- leikann um það sem gerðist fram að andláti dr. Kellys af nokkurri léttúð,“ segir í fréttaskýringu danska blaðsins. „Ekki einu sinni aðalpersónan – vopnasérfræðing- urinn heitni – virðist hafa sagt sannleikann, er hann bar vitni fyr- ir þingnefndinni, sem hann taldi trú um að hann hefði ekki getað verið aðalheimildin fyrir BBC- fréttinni.“ Djúp sannfæring Eitt verður þó ekki efast um, og það er að Blair hefur lengi verið þeirrar skoðunar að sýna yrði Saddam Hussein hörku. Hinn 15. nóvember 1997, á fyrsta ári sínu í forsætisráðherrastólnum, tjáði hann Paddy Ashdown, þáverandi leiðtoga frjálsra demókrata, að á grundvelli leyniþjónustuupplýsinga væri hann sannfærður um að ekki mætti „láta Saddam komast upp með“ það sem hann hefði gert á löngum ferli sínum sem einræð- isherra í Írak. Það var þremur ár- um fyrir valdatöku George W. Bush og fjórum árum fyrir hryðju- verkaárásirnar 11. september. Eins og bent er á í grein í þýzka blaðinu Die Welt er ekkert annað mál sem Blair hefur á forsætisráð- herraferli sínum fyrr myndað sér lokaskoðun á en þetta, á Saddam Hussein og hinni „stöðugu hættu“ sem stafaði af gereyðingar- vopnabúri hans, eins og Blair orð- aði það í formála að skýrslunni umtöluðu frá 24. september. Staðinn að lygum? Eitt er þó það atriði í þessu flókna máli sem brezkir stjórn- málaskýrendur telja að geti frem- ur en önnur orðið til að flekka orðstír Blairs til frambúðar. Það er þegar hann var um borð í flug- vélinni sem flutti hann þann 18. júlí frá Washington til Tókýó og frétti þar af sviplegum örlögum dr. Kellys. Þá var hann spurður af blaðamönnum sem ferðuðust með honum, hvort hann hefði veitt heimild fyrir því að Kelly yrði nafngreindur, og hann svaraði: „Alls ekki. Ég veitti ekki heimild fyrir því að nafni Davids Kellys yrði „lekið“.“ Hann gaf annað svar við sömu spurningu í vitnisburði sínum fyrir Hutton-nefndinni á fimmtudag; þar sagðist hann bera ábyrgð á þeirri ákvörðun að nafn Kellys skyldi opinberað. Áður hafði margt komið fram í rannsókninni – tölvupóstskeyti, minnispunktar og bréf – sem gerði fyrsta svar forsætisráðherrans ótrúverðugt. Sem dæmi má nefna það sem Sir David Omand, sem hafði öryggis- og leyniþjónustumál á sinni hendi á skrifstofu Blairs, skráði í minnisbók sína: „Fundir í lesstofu forsætisráðherra 7. og 8. júlí 2003.“ Á þessum fundum var hin afdrifaríka ákvörðun tekin að dr. Kelly skyldi kallaður fyrir ut- anríkismálanefnd þingsins og gefin út yfirlýsing um að embætt- ismaður hefði gefið sig fram til að segja frá því að hann hefði hitt BBC-fréttamanninn Gilligan. Í vitnisburði sínum á miðviku- dag vísaði varnarmálaráðherrann Geoff Hoon höfuðábyrgðinni á því hvernig málið var meðhöndlað á forsætisráðuneytið. Svo fór líka að Blair sagðist axla „alla ábyrgð“ á því hvernig staðið var að því að gefa opinberlega upp hver heim- ildarmaður BBC-fréttarinnar hefði verið. „Við tókum á þessu eftir bókinni,“ sagði forsætisráð- herrann. Í Independent segir: „Aðstoð- armenn Blairs óska þess nú að þeir hefðu snemma gert vopnahlé í rimmunni við BBC. Þeir hefðu að sjálfsögðu aldrei hætt sér út í hana hefðu þeir séð afleiðingarnar fyrir. En það var einn maður sem hefði getað kallað árásarhundana til baka. Það var ekki „yfir- Rottweilerinn“ Alastair Campbell. Það var herra Blair.“ Dómur sög- unnar eltir Blair uppi Vitnisburður Tonys Blairs fyrir rannsóknar- nefnd Huttons lávarðar gæti orðið mótandi þáttur í dómi sögunnar yfir stjórnmálaferli hans. Auðunn Arnórsson rekur hér hvernig Kelly-málið svonefnda snertir brezka for- sætisráðherrann. Reuters Stríðsandstæðingur sem tók þátt í mótmælum fyrir utan dómhúsið í Lund- únum þar sem Tony Blair mætti fyrir Hutton-nefndina á fimmtudag sýnir álit sitt á forsætisráðherranum. auar@mbl.is ’ Blair virðist búinnað missa þá sérstöku „innistæðu“ sem hann naut hjá meiri- hluta landa sinna umfram aðra stjórn- málamenn. ‘ VINIR og samstarfsmenn Wesleys K. Clarks, fyrrverandi hershöfðingja í Bandaríkjaher, segja að hann hafi í reynd ákveðið að gefa kost á sér sem forsetaefni demókrata á næsta ári, að sögn The New York Times. Muni hann sennilega skýra frá ákvörðun sinni í næsta mánuði. „Hann nálgast verkefnið eins og hermaður,“ sagði náinn vinur hershöfðingjans. „Hann vill vita: Get ég unnið þessa orr- ustu? Hann vill ekki lenda í að- stæðum sem gætu orðið auð- mýkjandi en ég er viss um að hann vill bjóða sig fram.“ Clark er fæddur í Little Rock í Arkansas, hann var yfirhers- höfðingi Atlantshafsbandalags- ins, NATO, er bandalagið þvingaði Serba með loftárásum til að yfirgefa Kosovo-hérað árið 1999. Hann hefur ekki safnað með skipulegum hætti fé til kosningabaráttunnar en tveir hópar hafa þegar hafið herferð fyrir framboði hans og nota til þess Netið. Vaxandi deilur um hernaðinn í Írak og eftirmál þar eru sögð geta orðið til þess að Clark hljóti brautargengi en hann hefur gagnrýnt stefnu ríkisstjórnar George W. Bush í þeim efnum harkalega. Vegna sérþekkingar hans og reynslu – Clark barðist í Víetnam – er ljóst að Bush og mönnum hans getur reynst erf- itt að hunsa skoðanir Clarks. Aðrir benda á að Clark hafi ekki áður skipt sér af stjórnmál- um og geti það orðið kostur í augum sumra kjósenda. Hann þurfi a.m.k. ekki að svara fyrir gömul mistök í þeim efnum. Wesley Clark sagður ætla fram Wesley Clark
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.