Morgunblaðið - 30.08.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 30.08.2003, Blaðsíða 38
MESSUR Á MORGUN 38 LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Kór Ás- kirkju syngur. Organisti Kári Þormar. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Guðmundur Sigurðsson. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Hjálmar Jónsson prédikar. Marteinn H. Friðriksson leikur á orgel og sönghópur úr Dómkórnum syngur. GRENSÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Kirkjukór Grensáskirkju syngur. Organisti Árni Arinbjarnarson. Kynningarfundur með foreldrum væntanlegra fermingarbarna að lokinni guðsþjónustu. Ólafur Jóhannsson. GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili: Guðsþjónusta kl. 10.15. Organisti Kjartan Ólafsson. Sr. Birgir Ásgeirsson. HALLGRÍMSKIRKJA: Laugardagur: Há- degistónleikar kl. 12. Hörður Áskelsson leikur á orgelið. Sunnudagur: Hátíð- armessa kl. 11 í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá upphafi starfs kristniboðsins í Konsó í Suður-Eþíópíu. Sr. Helgi Hróbjarts- son prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Jóni Dalbú Hróbjartssyni og sr. Maríu Ágústsdóttur. Ungur maður frá Konsó flyt- ur ávarp, sem verður túlkað af Guðlaugi Gunnarssyni kristniboða. Gísli Arnkels- son, Katrín Guðlaugsdóttir, Margrét Hró- bjartsdóttir og Jónas Þórisson, sem öll hafa verið starfandi í Konsó, taka þátt í messunni með ritningarlestri og bæn og aðstoða við útdeilingu. Eftir messu flytur sr. Felix Ólafsson, sem var fyrsti kristni- boðinn í Konsó, erindi sem hann nefnir „Systurkirkja í Konsó í 50 ár“. Ensk messa kl. 14:00. Sr. Ólafur Skúlason biskup prédikar. Organisti Jón Bjarnason. Guðrún Finnbjarnardóttir leiðir safn- aðarsöng. Messukaffi. „Sumarkvöld við orgelið“. Orgeltónleikar kl. 20. Hörður Ás- kelsson leikur fjölbreytta efnisskrá á org- elið. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Organisti Douglas A. Brotchie. Sr. Tómas Sveins- son. LANDSPÍTALI – háskólasjúkrahús: Foss- vogur: Guðsþjónusta kl. 10. Sr. Ingileif Malmberg. Hringbraut: Guðsþjónusta kl. 10.30. Sr. Bragi Skúlason. Landakot: Guðsþjónusta kl. 11.30. Sr. Ingileif Malm- berg. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Gönguguðsþjónusta kl. 11–12. Safnast verður saman í Langholtskirkju og síðan gengið um hverfið, stoppað við skóla og fleiri staði þar sem lesinn verður texti eða stutt hugleiðing og farið með bæn, s.s. fyrir skólastarfi, þakkað fyrir yndisleik sumarsins o.s.frv. Göngunni lýk- ur við kirkjuna þar sem kaffisopi bíður. Með þessum hætti lýkur sumarguðsþjón- ustum en vetrarstarfið hefst í september. Allir eru velkomnir og er fólk beðið að klæða sig eftir veðri. Sóknarprestur leiðir gönguna. LAUGARNESKIRKJA: Fyrsta morg- unmessa vetrarins kl. 11. Sunnudaga- skólakennararnir Hildur, Heimir og Þorri taka á móti börnunum. Gunnar Gunn- arsson situr við orgelið og Kór Laugarnes- kirkju leiðir safnaðarsönginn. Bjarni Karls- son þjónar ásamt Sigurbirni Þorkelssyni. Messukaffi Sigríðar kirkjuvarðar bíður svo allra í safnaðarheimilinu á eftir. Athugið að allt starf safnaðarins fer nú af stað í næstu viku að undanskilinni ferming- arfræðslunni sem hefst síðar í mán- uðinum. Guðsþjónusta kl. 13 í Þjónustu- miðstöð Sjálfsbjargar í Hátúni 12. Bjarni Karlsson þjónar ásamt Gunnari Gunn- arssyni og hópi sjálfboðaliða. NESKIRKJA: Messa kl. 11. Kór Neskirkju syngur. Organisti Steingrímur Þórhalls- son. Prestur sr. Örn Bárður Jónsson. SELTJARNARNESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Pavel Manasek. Prestur sr. Arna Grétarsdóttir. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Guðsþjónusta kl. 11. Umfjöllunarefni dagsins er sagan af faríseanum og tollheimtumanninum. Hvar finnum við slíka í samfélagi okkar? Tónlist verður í umsjón Carls Möller og Önnu Sigríðar Helgadóttur. Sögustund fyr- ir börnin og fuglunum á tjörninni gefið brauð að lokinni guðsþjónustu. Allir hjart- anlega velkomnir. Hjörtur Magni Jóhanns- son. ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta fellur niður á sunnudaginn vegna safn- aðarferðar. Lagt verður af stað frá Árbæj- arkirkju kl. 10 árdegis og haldið austur í Hruna. Þar tekur sóknarpresturinn sr. Ei- ríkur Jóhannsson á móti hópnum. Þaðan verður haldið um Brúarhlöð að Gullfossi og Geysi. Á heimleiðinni verður komið við á Laugarvatni og í Eden í Hveragerði. Þátt- takendur taki með sér nesti til dagsins. Allir velkomnir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Messa kl. 11. Þor- gils Hlynur Þorbergsson prédikar. Org- anisti Sigrún M. Þórsteinsdóttir. Gísli Jón- asson. DIGRANESKIRKJA:. Sameiginleg kvöld- messa Digranes- og Lindasókna kl. 20.30. Prestur sr. Magnús B. Björnsson. Hátíðarsamkoma vegna 50 ára starfs SÍK í Konsó í Eþíópíu. Ræðumenn sr. Felix Ólafsson og Engida Kussia. Þorvaldur Halldórsson og Margrét Scheving sjá um tónlistarflutning. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Svavar Stefánsson prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti: Lenka Mát- éová. Félagar úr kór kirkjunnar leiða al- mennan safnaðarsöng. GRAFARVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Séra Anna Sigríður Pálsdóttir þjónar fyrir altari. Jóhanna Magnúsdóttir guð- fræðingur prédikar. Kór Grafarvogskirkju syngur. Organisti: Guðlaugur Viktorsson. HJALLAKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Íris Kristjánsdóttir þjónar. Fermingarbörn og foreldrar boðnir sérstaklega velkomnir. Fé- lagar úr kór kirkjunnar syngja og leiða safnaðarsöng. Organisti Jón Ólafur Sig- urðsson. Við minnum á bæna- og kyrrð- arstund á þriðjudag kl. 18 (sjá einnig á hjallakirkja.is). Prestarnir. KÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Í guðsþjónustunni syngur Halldór Björns- son einsöng, Ragnheiður Anna Þórsdóttir les ritningarlestra og Linda Brá Hafsteins- dóttir flytur lokabæn. Kór Kópavogskirkju syngur en í guðsþjónustunni verða sungnir sex nýir sálmar. Organisti Julian Hewlett. Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson. LINDAKIRKJA: Sameiginleg kvöldmessa Digranes- og Lindasókna í Digraneskirkju kl. 20.30. Prestur sr. Magnús B. Björns- son. Hátíðarsamkoma vegna 50 ára starfs SÍK í Konsó í Eþíópíu. Ræðumenn sr. Felix Ólafsson og Engida Kussia. Þor- valdur Halldórsson og Margrét Scheving sjá um tónlistarflutning. SELJAKIRKJA: Guðsþjónusta í Skógarbæ kl. 16. Sr. Valgeir Ástráðsson prédikar. Organisti Jón Bjarnason. Kór Seljakirkju leiðir söng. Guðsþjónusta kl. 20. Sr. Val- geir Ástráðsson prédikar. Organisti Jón Bjarnason. Kór Seljakirkju leiðir söng. Alt- arisganga. ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Lofgjörðar- og fyrirbænasamkoma kl. 20. Edda Swan Matthíasdóttir prédikar. Ungt fólk syngur og spilar. BOÐUNARKIRKJAN, Hlíðasmára 9, Kóp.: Samkomur alla laugardaga kl. 11. Bæna- stund alla þriðjudaga kl. 20. Biblíufræðsla allan sólarhringinn á Útvarp Boðun FM 105,5. Allir alltaf velkomnir. HJÁLPRÆÐISHERINN: Kl. 19.30 bæna- stund. Kl. 20 hjálpræðissamkoma. Um- sjón majórarnir Anne Marie og Harold Reinholdtsen. FRÍKIRKJAN KEFAS, Vatnsendabletti 601: Sunnudaginn 31. ágúst er samkoma kl. 20. Gestaprédikari er Arnljótur Dav- íðsson. Lofgjörð og fyrirbænir. Barna- gæsla fyrir 1–7 ára börn á samkomutíma. Kaffi og samfélag eftir samkomu. Allir eru hjartanlega velkomnir. KFUM og KFUK v/Holtaveg: Hátíð- arsamkoma í Digraneskirkju kl. 20.30. 50 ára afmælishátíð kristniboðsins í Eþíópíu. Felix Ólafsson kristniboði flytur hugleið- ingu kvöldsins. FÍLADELFÍA: Laugardagur 30. ágúst: Bænastund kl. 20. Opinn AA-fundur í kjall- ara kl. 20.15. Sunnudagur 31. ágúst: Al- menn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður Vörður Leví Traustason. Mikil lofgjörð og fyrirbæn. Allir hjartanlega velkomnir. VEGURINN: Bænastund kl. 10 í umsjón Jóns G. Sigurjónssonar. Kennsla um trú kl. 11, kennari Jón G. Sigurjónsson. Bænastund kl. 19.30. Samkoma kl. 20, Högni Valsson predikar, Eva Alexander frá Indlandi verður með vitnisburð, lofgjörð, fyrirbænir og samfélag á eftir. Allir hjart- anlega velkomnir. Heimasíða: www.veg- urinn.is. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Reykjavík – Kristskirkja í Landakoti, dómkirkja og basilíka: Sunnudaga: Há- messa kl. 10.30. Messa á ensku kl. 18. Alla virka daga: Messa kl. 18. Föstudag- inn 5. september: Að messu lokinni er til- beiðslustund til kl. 19.15. Beðið er sér- staklega um köllun til prestsdóms og klausturlífs. Laugardaginn 6. september: Trúfræðsla barna hefst að nýju kl. 13 í Landakotsskóla. Að henni lokinni er barnamessa í Kristskirkju (kl. 14). Reykjavík – Maríukirkja við Raufarsel: Sunnudaga: Messa kl. 11. Laugardaga: Messa á ensku kl. 18.30. Virka daga: Messa kl. 18.30. Riftún í Ölfusi: Sunnudaga: Messa kl. 16. Miðvikudaga kl. 20. Hafnarfjörður – Jósefskirkja: Sunnudaga: Messa kl. 10.30. Karmelklaustur: Sunnudaga: Messa kl. 8.30. Virka daga: Messa kl. 8. Keflavík – Barbörukapella, Skólavegi 38: Sunnudaga: Messa kl. 14. Stykkishólmur, Austurgötu 7: Alla virka daga: Messa kl. 18.30. Sunnudaga: Messa kl. 10. Ísafjörður: Sunnud.: Messa kl. 11. Flateyri: Laugardaga: Messa kl. 18. Bolungarvík: Messa sunnudaga kl. 16. Suðureyri: Sunnud.: Messa kl. 19. Akureyri, kaþólska kirkjan: Péturskirkja, Hrafnagilsstræti 2: Laugardaga: Messa kl. 18. Sunnudaga: Messa kl. 11. LANDAKIRKJA í Vestmannaeyjum: Kl. 11 skólamessa í Landakirkju. Kennarar, nem- endur, starfsfólk og foreldrar taka virkan þátt. Beðið verður fyrir komandi skólaári og menntun og menningarlífi í bænum. Kór Landakirkju syngur undir stjórn Joönnu Wlaszczyk. Prestur sr. Þorvaldur Víðisson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Morg- unsöngur kl. 10.30. Organisti Kristín Jónsdóttir. Prestur sr. Gunnþór Ingason. GARÐASÓKN: Guðsþjónusta í Vídalíns- kirkju sunnudaginn 31. ágúst, kl. 11. Við athöfnina verða tvö börn borin til skírnar. Kór Vídalínskirkju leiðir almennan safn- aðarsöng. Organisti: Jóhann Baldvinsson. Við athöfnina þjónar sr. Hans Markús Haf- steinsson sóknarprestur sem nú hefur hafið störf að nýju eftir starfsnám í sumar í Bandaríkjunum. Mætum vel til kirkjunnar okkar nú við sumarlok og gleðjumst og þökkum yndislega sumartíð, sem við höf- um notið í svo ríkum mæli. Prestarnir. Dvalarheimilið Holtsbúð 89 í Garðabæ. Helgistund sunnudaginn 31. ágúst kl. 12.40. Félagar úr kór Vídalínskirkju leiða almennan safnaðarsöng. Organisti: Jó- hann Baldvinsson. Við athöfnina þjónar sr. Hans Markús Hafsteinsson. Prestarnir. BESSASTAÐASÓKN: Guðsþjónusta í Bessastaðakirkju sunnudaginn 31. ágúst kl. 14. Kór kirkjunnar, Álftaneskórinn, leið- ir almennan safnaðarsöng. Organisti: Hrönn Helgadóttir. Við athöfnina þjóna Hólmfríður Margrét Konráðsdóttir, djákni safnaðarins, og sr. Hans Markús Haf- steinsson sóknarprestur. Mætum vel til kirkjunnar okkar nú við sumarlok og gleðj- umst og þökkum yndislega sumartíð, sem við höfum notið í svo ríkum mæli. Prest- arnir. GARÐAKIRKJA: Kl. 20.30 kvöldguðsþjón- usta með ljúfum sálmum. Beðið verður fyr- ir ferðalöngum nær og fjær. Þjónandi prestur er Bára Friðriksdóttir og organisti Kári Þormar. Prestarnir. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Guðsþjón- usta sunnudaginn 31. ágúst kl. 20. Kirkju- kór Ytri-Njarðvíkurkirkju syngur undir stjórn Natalíu Chow. Meðhjálpari Pálmi Hann- esson. Baldur Rafn Sigurðsson. AKRANESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 20. Dvalarheimilið Höfði: Guðsþjónusta kl. 12.45. Sóknarprestur. BORGARPRESTAKALL: Messa í Borg- arneskirkju kl. 14. Messa í Borgarkirkju kl. 16. Sóknarprestur. HJARÐARHOLTSPRESTAKALL: Guðsþjón- usta í Hjarðarholtskirkju kl. 14 sunnudag. Prestur sr. Óskar Ingi Ingason. ÍSAFJARÐARKIRKJA: Messa og alt- arisganga kl. 11. Kór Ísafjarðarkirkju syng- ur undir stjórn Huldu Bragadóttur. Sókn- arprestur. STÆRRI-ÁRSKÓGSKIRKJA: Messa sunnudag kl. 14. AKUREYRARKIRKJA: Kvöldmessa kl. 20.30. Sr. Svavar A. Jónsson. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Organisti Björn Steinar Sólbergsson. GLERÁRKIRKJA: HJÁLPRÆÐISHERINN á Akureyri: Sunnu- dagur: Kl. 19.30 bænasamvera. Kl. 20 al- menn samkoma. Níels Erlingsson talar. LAUFÁSPRESTAKALL: Svalbarðskirkja: Guðsþjónusta sunnudaginn 31. ágúst kl. 20.30. Söngur við píanóundirleik. Sr. Gylfi Jónsson messar. Laufáskirkja: Guðsþjón- usta sunnudaginn 31. ágúst kl. 20.30. Kaffisopi í Gamla prestshúsinu eftir messu. LJÓSAVATNSPRESTAKALL: Þórodds- staðakirkja: Guðsþjónusta laugardags- kvöldið 30. ágúst kl. 20.30. Sr. Pétur Þór- arinsson messar. Þorgeirskirkja að Ljósavatni: Guðsþjónusta sunnudaginn 31. ágúst kl. 14. Sr. Pétur Þórarinsson messar. KIRKJUBÆJARKLAUSTURSPRESTA- KALL: Grafarkirkja: Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Brian Bacon. Samkórinn syngur. Sr. Bryndís Malla Elídóttir. SELFOSSKIRKJA: Messa sunnudag kl. 11. Léttur hádegisverður að messu lok- inni. Morguntíð sungin þriðjudag, miðviku- dag, fimmtudag og föstudag kl. 10. Kaffi- sopi á eftir. Foreldrasamvera miðvikudaga kl. 11. Sóknarprestur. STRANDAKIRKJA í Selvogi: Upp- skerumessa kl. 14. Þakkargjörð fyrir ár- gæsku og gjafmildi Drottins. Prestur: Jón Ragnarsson. Organisti: Julian Isaacs. Sóknarnefnd. ÞINGVALLAKIRKJA: Messa nk. sunnudag kl. 14. Prédikunarefni: fyrirgefningin. Al- mennur safnaðarsöngur. Organisti Guð- mundur Vilhjálmsson. Ganga undir leið- sögn um þinghelgi eftir messu. Séra Kristinn Ág. Friðfinnsson. Guðspjall dagsins: Farísei og tollheimtu- maður. (Lúk. 18). Morgunblaðið/Einar Falur Hjarðarholtskirkja í Dölum. KIRKJUSTARF aldraðra er nú að hefjast á ný eftir sumarfrí og af því tilefni verður samkirkjuleg guðs- þjónusta í Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu nk. miðvikudag, 3. sept- ember, kl. 14. Stjórnandi er Vörður L. Traustason, Geir Jón Þórisson predikar og Lögreglukórinn syngur og leiðir almennan söng. Organisti er Árni Arinbjarnarson. Á eftir verða kaffiveitingar í neðri sal kirkjunnar. Þessi guðs- þjónusta er samstarfsverkefni Elli- málaráðs Reykjavíkurprófasts- dæma og Hvítasunnukirkjunnar Fíladelfíu og henni er útvarpað frá Lindinni, fm 102,9. Allir eru velkomnir og eru eldri borgarar sérstaklega hvattir til að taka þátt í guðsþjónustunni sem markar upphaf vetrarstarfsins. Gönguguðsþjónusta í Langholtssöfnuði SUNNUDAGINN 31. ágúst verður svokölluð gönguguðsþjónusta í Langholtssöfnuði. Safnast verður saman í Langholtskirkju kl. 11 og síðan gengið um hverfið, stoppað við skóla og fleiri staði þar sem les- inn verður texti eða stutt hugleiðing og farið með bæn, s.s. fyrir skóla- starfi, þakkað fyrir yndisleik sum- arsins o.s.frv. Göngunni lýkur við kirkjuna þar sem kaffisopi bíður. Með þessum hætti lýkur sumarguðs- þjónustum en vetrarstarfið hefst í september. Allir eru velkomnir og er fólk beðið að klæða sig eftir veðri. Sókn- arprestur leiðir gönguna. Kópavogskirkja – Sex nýir sálmar Á UNDANFÖRNUM misserum hafa nokkrir sálmar verið frumfluttir í guðsþjónustum í Kópavogskirkju. Í guðsþjónustu kl. 11 hinn 31. ágúst verða sungnir sex af þessum nýju sálmum. Þeir eru: Í húsi þínu á Borgum, lag Þóra Marteinsdóttir, ljóð Gylfi Gröndal; Við syngjum um ljós, lag Julian Hewlett, ljóð Bjarni Jónsson; Við komum til þín, lag Halldór Björnsson, ljóð Bjarni Jóns- son; Friðarbæn, lag William Monk, ljóð Ragnheiður Guðmundsdóttir; Ég heyri klukkur kalla, lag Þuríður Jónsdóttir, ljóð Hjörtur Pálsson; Við syngjum, ó, Guð, lag eftir ókunnan höfund, ljóð Bjarni Jónsson. Í guðsþjónustunni syngur Halldór Björnsson einsöng, Ragnheiður Anna Þórsdóttir les ritningarlestra og Linda Brá Hafsteinsdóttir flytur lokabæn. Guðsþjónustunni verður útvarpað. Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson. Kolaportsmessa HELGIHALD þarfnast ekki hús- næðis heldur lifandi fólks. Kirkja Jesú Krists er ekki steypa, heldur lifandi steinar, manneskjur af holdi og blóði. Þess vegna er hægt að fara út úr kirkjubyggingum með helgi- hald og fagnaðarerindið og mæta fólki í dagsins önn. Í tilefni af því bjóðum við til guðs- þjónustu í Kolaportinu sunnudaginn 31. ágúst kl. 14. Engida Kussia frá Afríku mun predika og þjóna ásamt Jónu Hrönn Bolladóttur miðborgarpresti og Bjarna Karlssyni, presti í Laug- arneskirkju. Þorvaldur Halldórsson leiðir lofgjörðina ásamt Margréti Scheving, en þau hafa í sumar ferðast um landið og haldið sam- komur í mörgum kirkjum, Guði til dýrðar og fólki til blessunar. Áður en Kolaportsmessan hefst kl. 13.40 mun Þorvaldur Hall- dórsson flytja þekktar dægur- perlur. Þá er hægt að leggja inn fyr- irbænarefni til þeirra sem þjóna í guðsþjónustunni. Í lok samverunnar verður blessun með olíu. Guðsþjónustan fer fram í kaffi- Kirkjustarf aldraðra í Reykjavík- urprófasts- dæmum KIRKJUSTARF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.