Morgunblaðið - 30.08.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 30.08.2003, Blaðsíða 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 2003 25 Hilmir Snær og Stefán Karl fara á kostum! Vinsælasta leiksýning síðustu ára! Síðustu forvöð að sjá þessa makalausu sýningu! FYRSTA frumsýning haustsins í Borgarleikhúsinu verður 14. sept- ember á barnaleikritinu Línu Langsokk eftir Astrid Lindgren. Á kynningarfundi í Borgarleikhúsinu í gær kom fram að tvær sýningar frá fyrra leikári verða teknar upp að nýju á stóra sviðinu strax í næstu viku, Púntila og Matti og Öfugu megin uppí. Guðjón Pedersen leikhússtjóri sagði í samtali við Morgunblaðið að sígild verk, bæði gömul og ný, yrðu uppistaðan í frumsýningum Leik- félagsins í vetur, og Lína Lang- sokkur uppfyllti sannarlega skil- yrðin um góða klassík fyrir börnin. Í titilhlutverkinu er nýútskrifuð leikkona, Ilmur Kristjánsdóttir, og María Reyndal leikstýrir. Athygli vekur að hljómsveitin Geirfuglarnir mun sjá um tónlistina í sýningunni. Söngleikurinn Chicago verður frumsýndur á stóra sviðinu í janúar í leikstjórn Þórhildar Þorleifs- dóttur. „Þetta er sígildur söng- leikur um efni sem leitar á okkur nú sem aldrei fyrr. Þörfin til að komast í sviðsljós fjölmiðlanna með öllum tiltækum ráðum,“ segir Guð- jón. Ekki hefur enn verið ráðið í hlutverk en Sigurjón Jóhannsson gerir leikmynd og Jochen Ulrich semur dansa. Guðjón Pedersen ætlar svo sjálf- ur að leikstýra leikgerð Mikhaels Bulgakovs á hinu sígilda spænska verki Don Kíkóta eftir Cervantes. Aðalhlutverk verða í höndum Ingv- ars E. Sigurðssonar og Eggerts Þorleifssonar. Stefán Jónsson tekur við nýja sviðinu „Við höfum mótað þá stefnu að sýningar á stóra sviðinu eigi að höfða til sem flestra og þau þrjú verk sem við frumsýnum í vetur eiga að standa vel undir þeim væntingum. Við leyfum okkur að fara aðrar leiðir í nálgun okkar að leiklistinni á nýja sviðinu og gera þar meiri tilraunir með form og efni. Það höfðar líka til ákveðins hóps leikhúsunnenda sem okkur er ánægja að koma til móts við. Á nýja sviðinu tekur nýr umsjón- armaður við taumunum af Benedikt Erlingssyni sem verið hefur leið- togi leikhóps nýja sviðsins und- anfarin tvö ár. Stefán Jónsson tek- ur við hlutverki hans og leik- hópurinn verður einnig stokkaður upp að nokkru leyti. Fyrsta frum- sýning þeirra verður í lok desem- ber á Sporvagninum Girnd eftir Tennessee Williams. Síðar í vetur verða frumsýndir þrír einþáttungar eftir þá Braga Ólafsson, Jón Atla Jónasson og Þorvald Þorsteinsson. Frá fyrra leikári verða tvö verkefni tekin upp á Nýja sviðinu, Sum- arævintýri og Maðurinn sem hélt að konan hans væri hattur. „Við munum einnig taka upp sýningar á Píkusögum en í tengslum við þá sýningu hefur ver- ið útbúið kennsluefni fyrir grunn- og framhaldsskóla sem var af- skaplega vel tekið í fyrravetur og við höldum því ótrauð áfram á þeirri braut,“ segir Guðjón. Samstarfsverkefni með alþjóðlegu yfirbragði Samstarfsverkefni skipa stóran sess á verkefnaskrá Borgarleik- hússins og bendir Guðjón sér- staklega á að sá þáttur starfsem- innar hefjist í raun með nútímadanshátíð fyrstu tvær helg- arnar í september með þátttöku allra fremstu dansara og danshöf- unda landsins. Hátíðin fer fram á stóra sviðinu en að öðru leyti eru samstarfsverkefnin bundin við litla svið leikhússins. „Þetta er þó ekki eingöngu samstarf um leiksýningar þar sem 15.15-tónleikaröðin á nýja sviðinu er hluti af því og þar er geysilega spennandi röð tónleika framundan í vetur. Samstarfsverkefni við aðra leik- hópa eru af ýmsum toga og með al- þjóðlegra yfirbragði en oft áður. Þrjár Maríur er titill einleiks eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur í svið- setningu Strengjaleikhússins. Leik- ari er Nanna Kristín Magnúsdóttir og leikstjóri Catriona Macpie frá Skotlandi. Dansleikhús með ekka frumsýnir nýja leikgerð frönsku sögunnar Hættuleg kynni í leikstjórn Aino Freyju Järvelä. Common Nonsense er heiti á al- þjóðlegu leikhúsverkefni þar sem íslenski leikhópurinn Hluta-félag í samstarfi við BAC í London og Teater Pero í Stokkhólmi taka saman höndum. Annað alþjóðlegt verkefni nefnist In Transit og er unnið með þátt- töku íslensks, ensks og skandinav- ísks leikhúsfólks. Loks verður brúðuleikhúsið 10 fingur með sýn- ingu á verkinu Rauðu skórnir sem byggt er á sögu H.C. Andersen. Ingvar E. Sigurðsson, Helga Arn- alds og Hallveig Thorlacius leika og Benedikt Erlingsson leikstýrir. Þá verða nokkrar aukasýningar í september á Rómeó og Júlíu sem fer síðan til London þar sem leik- hópnum hefur verið boðið að sýna í Young Vic-leikhúsinu í október og fram í nóvember. „Kvetch verður einnig á dagskrá fram eftir haust- inu enda sáu færri en vildu þá sýn- ingu í vor.“ Meira en leikhús Loks bendir Guðjón á aðra starf- semi á vegum leikhússins sem gef- ist hefur vel og dregið að sér margt áhugasamt fólk. „Þessi hluti starfsins gengur undir nafninu Meira en leikhús og má nefna dansleikhússamkeppni Leikfélags Reykjavíkur og Íslenska dans- flokksins sem haldin var í fyrsta sinn í fyrravor og gafst svo vel að við ætlum að endurtaka þann leik. Þá er mikið fræðslustarf unnið á vegum leikhússins og skólum og hópum boðið að koma í leikhúsið og kynna sér starfsemina eða hlýða á kynningarfyrirlestur um einstök verkefni klukkutíma fyrir sýningu. Við ætlum að efna til samstarfs við Bandalag íslenskra leikfélaga laug- ardaginn 25. október um ör- leikritahátíð. Við munum einnig verða með samstarf við Borg- arbókasafnið í Kringlunni um kynningar á jólabókunum í desem- ber og reglulegir málfundir um leikhús, siðfræði og samfélagsmál verða haldnir í leikhúsinu í vetur. Námskeið um leikhús og leiksýn- ingar verða haldin í samstarfi við Mími – símenntun og taka leikarar hússins m.a. þátt í þeim nám- skeiðum.“ Guðjón segir að þrátt fyrir erf- iðleika í rekstri Borgarleikhússins og umtal í þá átt hafi stjórn leik- hússins tekist að rétta stefnuna og reka leikhúsið hallalaust fyrstu sjö mánuði ársins. „Þetta tókst með því að grípa til mjög róttækra að- gerða í rekstri hússins. Fjárhags- legt bolmagn okkar leyfir ekki meira en fimm frumsýningar á veg- um Leikfélags Reykjavíkur í vetur. Það er tveimur færra en und- anfarin ár. Vissulega vildum við geta haldið úti öflugri starfsemi á vegum félagsins en við teljum að okkur hafi engu að síður tekist að setja saman fjölbreytta, skemmti- lega og fræðandi dagskrá í leikhús- inu í vetur þar sem flestir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, enda höfum við á að skipa færu listafólki á öllum sviðum leikhúss- ins.“ Leikfélag Reykjavíkur og Íslenski dansflokkurinn kynna vetrarstarfið í Borgarleikhúsinu Fjölbreytt dagskrá á þremur sviðum Morgunblaðið/Arnaldur Guðjón Pedersen leikhússtjóri kynnir dagskrá Leikfélags Reykjavíkur. FYRSTA frumsýning Íslenska dans- flokksins í Borgarleikhúsinu verður 9. október. Katrín Hall, listrænn stjórnandi flokksins, segir að fram- undan séu miklar annir á starfs- árinu; tvær stórar frumsýningar, þátttaka í danshátíð og dansleik- hússamkeppni og fleira. „Við erum komin af stað með æf- ingar á fyrsta verkefninu sem er frumsýning á þremur nýjum verk- um, Symbiosis eftir Itzik Gallili, Party eftir Guðmund Helgason sem fékk áhorfendaverðlaunin á Dans- leikhúskeppninni sl. vor, og rúsínan í pylsuendanum er verkið The Match eftir Lonneke van Leth þar sem hún teflir saman fótbolta og dansi, og leikur sér með alla þætti þessara ólíku greina. Tónlistin er frumsamin af hljómsveitinni Skárrenekkert. Mjög skemmtilegt verk,“ segir Katr- ín. Þetta er samstarfsverkefni Dans- flokksins og Holland Dance Festival. Dansflokkurinn heldur síðan til Den Haag í Hollandi þar sem hann tekur þátt í alþjóðlegu Danshátíð- inni 24. og 25. október. „ Þar sýnum við Stingray eftir Katrínu Hall og Elsu eftir Láru Stefánsdóttur og svo einnig samstarfsverkefnið The Match. Síðan hefjum við æfingar á Pract- ice Paradise, verki eftir Stijn Celis ungan belgískan danshöfund og það verður hluti af sýningu sem við frumsýnum 27. febrúar. Þetta er létt og skemmtilegt verk við tónlist eftir Chopin. Annað verk í þeirri sýningu verður nýtt dansverk eftir Láru Stefánsdóttur við tónlist Hjálmars H. Ragnarssonar sem hann samdi upphaflega við leiksýningu Þjóðleik- hússins á Cyrano.“ Sýna á opnun Listahátíðar Í vor sýnir svo dansflokkurinn nýtt verk eftir Katrínu Hall sem frumflutt verður á opnunarhátíð Listahátíðar. „Við verðum einnig í samstarfi um ýmis verkefni við Leik- félag Reykjavíkur í vetur, dansleik- hússamkeppni verður haldin í annað sinn nú í vor og dansarar úr flokkn- um taka þátt í sýningunni á söng- leiknum Chicago og einnig verða 8 nemendur Listdansskóla Íslands á námssamningi hjá okkur í vetur og taka þátt í sýningunni á Línu Lang- sokki. Þetta er nýjung hjá okkur og gefur elstu nemendum skólans tæki- færi til að spreyta sig með atvinnu- mönnum í lok náms síns.“ Í vetur verða 8 fastráðnir dans- arar við flokkinn og einn verk- efnaráðinn og Katrín segir að verk- efni vetrarins hæfi starfsgetu hópsins ágætlega. „Við komumst varla yfir meira en erum samt að skoða boð um að fara með gestasýn- ingu til Ludwigshaven í Þýskalandi í mars ef við höfum tök á.“ Morgunblaðið/Arnaldur Jóhanna Vigdís Arnardóttir syngur lag úr söngleiknum Chicago, sam- starfsverkefni Leikfélags Reykjavíkur og Íslenska dansflokksins. Dansað í allan vetur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.