Morgunblaðið - 30.08.2003, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 30.08.2003, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Áskriftarsími 881 2060 Í FORMI – leiðandi í lausnum Skeifunni 17AcoTæknival Sími 550 4000 Fax 550 4001 HINN nafnkunni Brodsky-kvartett frá Bretlandi mun halda tvenna tónleika á Listahátíð í Reykjavík í vor. Á öðrum tón- leikunum mun kvartettinn flytja tónlistina úr teiknimyndinni Önnu og skapsveiflunum, þar sem Björk ljær sögupersónunni rödd sína. „Brodsky flytur þetta verk 29. maí eins og það var upphaflega samansett, með Sjón, höfundi sögunnar, og reyndar ætlum við að fá krakka í skólum í borginni til að myndskreyta söguna fyrir tónleikana og nota sem „bakgrunn“ á sviðinu,“ segir Þórunn Sigurðardóttir, stjórnandi Listahá- tíðar. Á þessum tónleikum, sem verða á stóra sviði Borgarleikhússins, kemur líka fram með kvartettinum Skólakór Kársness undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur og Snorri Sigfús Birgisson er að semja verk fyrir Brodsky sem verður frumflutt þarna. Svo verður Brodsky með aðra tónleika í klassískari kantinum, verk eftir Beethoven, Bartók, Shostakovítsj og jafnvel Britten, að sögn Þórunnar. „Líklega miðnæturtónleikar með smáljósasprelli.“ Nott boðið til landsins Af þessu tilefni verður Julian Nott, sem semur tónlistina í Önnu og skapsveiflunum, boðið til landsins og mun hann koma fram á stórri ráðstefnu sem Listahátíð heldur ásamt Kvikmyndamiðstöð Íslands um ís- lenska kvikmyndatónlist frá upphafi. „Þar mun KaSa-hópurinn spila heilmikið af stór- merkilegri gamalli íslenskri kvikyndatónlist, m.a. úr fyrstu myndum Lofts Guðmunds- sonar og eftir hann,“ segir Þórunn. Brodsky-kvartettinn hefur ekki komið til Íslands í annan tíma en hefur spilað talsvert með Björk, meðal annars þegar hún fékk tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs. Brodsky- kvartettinn á Listahátíð ÖLLU starfsfólki Hótels Selfoss og skrifstofu Kaupfélags Árnesinga, KÁ, hefur verið sagt upp störfum. Uppsagnirnar miðast við mán- aðamótin og ná til þrjátíu starfsmanna hótels- ins og átta starfsmanna á skrifstofu kaup- félagsins. Í flestum tilvikum hafa starfs- mennirnir þriggja mánaða uppsagnarfrest. Þar sem um fjöldauppsagnir er að ræða voru þær tilkynntar til Vinnumálastofnunar í gær. KÁ er sem kunnugt er í greiðslustöðvun vegna mikilla rekstrarerfiðleika, sem aðallega hafa komið til vegna endurbóta og stækkunar á Hóteli Selfossi. Greiðslustöðvunin var fyrir tæpum mánuði framlengd til loka október næstkomandi. Skuldir KÁ umfram eignir nema um 320 milljónum króna og hafa viðræð- ur staðið yfir við helstu lánardrottna um gerð nauðasamninga. Guðmundur Búason, framkvæmdastjóri KÁ, segir að uppsagnirnar séu einkum til komnar vegna greiðslustöðvunarinnar og fyrirsjáan- legra breytinga á starfsemi félagsins. Kaupfé- lagið hafi þurft að ganga gegnum erfiða endur- skipulagningu og selt nokkrar eignir. Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu keypti Fóð- urblandan búrekstrarsvið KÁ fyrr í þessum mánuði og hinn 1. október mun Olíufélagið ehf., ESSO, taka við rekstri fimm söluskála á Suður- landi sem KÁ hefur verið með í rekstri. Hótelin seld á Flúðum, Kirkju- bæjarklaustri og í Vík í Mýrdal Í tilkynningu stjórnar KÁ frá því í gær kem- ur fram að undirritaðir hafi verið samningar um sölu á rekstri Hótels Kirkjubæjarklausturs til Eignarhaldsfélagsins Bæjar hf. annars veg- ar og hins vegar á rekstri Hótels Flúða til Eignarhaldsfélagsins Hótels Flúða hf. Eru þessi félög að mestu í eigu heimamanna á hvor- um stað og taka við rekstrinum nú um mán- aðamótin. Þá er stefnt að því að Eignarhalds- félagið Móklettur hf. taki yfir rekstur Edduhótelsins í Vík í Mýrdal í lok september. Nýir aðilar kaupa allar eignir hótelanna, dag- legan rekstur og yfirtaka samninga við starfs- menn, sem alls eru um fjörutíu á þessum stöð- um. Guðmundur Búason segir að ekki hafi enn tekist að finna nýjan rekstraraðila að Hóteli Selfossi og því hafi verið ákveðið að grípa til uppsagna á hótelinu um mánaðamótin. Áfram verði unnið að því að tryggja rekstur hótelsins. „Það hefur legið fyrir að þegar búið yrði að losna við rekstrareiningar kaupfélagsins yrði starfsfólki á skrifstofunni sagt upp. Því miður þarf að grípa til þessara aðgerða,“ segir Guð- mundur sem var meðal þeirra sem fengu upp- sagnarbréf í hendur frá stjórn KÁ í gær. Í tilkynningu stjórnar KÁ segir að við upp- haf greiðslustöðvunarinnar hafi 185 manns verið starfandi hjá kaupfélaginu. Með þeim að- gerðum sem gripið hefur verið til hafi tekist að „verja“ um 145 störf. KÁ segir upp 38 manns á skrifstofu og Hóteli Selfossi 25 ÁRA karlmaður var hand- tekinn með þýfi eftir gripdeild í útibúi Íslandsbanka við Eiðis- torg í gær. Að sögn lög- reglunnar telst hér ekki um bankarán að ræða þar sem maðurinn beitti ekki hótunum við starfsmenn. Þá var hann óvopnaður og huldi ekki andlit sitt er hann gekk inn í af- greiðslusalinn og hrifsaði pen- inga úr gjaldkeraskúffu. Ekki er gefið upp hversu mikið hann tók. Að lokinni gripdeildinni hvarf hann fótgangandi á brott en starfsmaður bankans fylgdi honum eftir og var í beinu símasambandi við lögregluna á meðan. Að sögn sjónarvottar sem Morgunblaðið ræddi við komu lögreglumenn á bifhjólum örskömmu síðar og handtóku manninn á strætisvagnabiðstöð skammt frá bankanum. Náðist þýfið þar og var komið til skila. Útibúinu var lokað í kjölfar at- burðarins. Maðurinn hefur komið við sögu lögreglunnar áður en hún gefur ekki upp fyrir hvaða sak- ir. Ekki hafði verið tekin ákvörðun um það í gærkvöldi hvort krafist yrði gæslu- varðhalds yfir manninum. Málið sætir rannsókn lögreglunnar í Reykjavík. Þetta er í fjórða skiptið á þessu ári sem fjármunum er stolið úr banka en í hin skiptin þrjú var um vopnað bankarán að ræða. Fyrst var framið rán í Sparisjóði Hafnarfjarðar 1. apr- íl, næst í Sparisjóði Kópavogs 16. maí og síðan í Grindavík 5. júní. Handtekinn eftir gripdeild í banka á Seltjarnarnesi Morgunblaðið/Júlíus Þjófurinn var handtekinn með þýfið örskömmu eftir gripdeildina. ÓLAFUR Eggertsson, bóndi á Þor- valdseyri undir Eyjafjöllum, hefur sáð svokölluðu hausthveiti sem uppskera á næsta sumar. Hann segir að með þessari aðferð sé vaxtartími hveitiplöntunnar lengdur. Plantan nái að grænka fyrir veturinn og stóra spurningin sé hvort hún lifi af fram á vor. Þessi aðferð er notuð m.a. í Danmörku og þar eru bændur þessa dagana að sá sínu hausthveiti. Ólafur reyndi hveitiræktun fyrir nokkrum árum en þá náði plantan ekki fullum þroska eftir að hafa verið sáð að vori. Hann er þess full- viss að tilraunin hefði tekist í sumar þar sem hitinn hefur verið mun meiri og aðstæður því betri til þess- arar ræktunar. Inn í það spilar hversu snemma var hægt að sá sl. vor og ef það verður raunin á næsta ári ætti þetta að ganga. Því ætlar hann að reyna aftur að sá vorhveiti næsta vor og sjá hvernig það þrosk- ast um sumarið. Ólafur segir hveitið miklu veð- urþolnara en bygg og hveitifræið sjálft fjúki síð- ur af plönt- unni. Sá eig- inleiki gerir það að verkum að hveitið get- ur staðið leng- ur fram á haustið og þannig lengt vaxtartímann. Afurðin af þessari rækt- un yrði ekkert öðruvísi en hveitið sem neytendur fá í næstu verslun. Afbrigði plönt- unnar heita ýmsum nöfnum og er það valið sem hentar best til rækt- unar á svæðum eins og Íslandi. „Ég held að við eigum að fara að leita að nýjum tækifærum til rækt- unar á Íslandi. Við þurfum að gera stórátak og notast við Rannsókn- arstofnun landbúnaðarins til þess, en hún hefur verið ötul við að þróa og kynbæta t.d. íslenska kornið. Það er von á verulegum árangri þar,“ segir Ólafur Eggertsson. Sáir hausthveiti til uppskeru næsta sumar Ólafur Eggertsson KAUPHALLARAÐILAR sem áttu þátt í viðskiptum með hlutabréf Skeljungs á verðinu 12 hinn 30. júní síðastliðinn hefðu átt að halda að sér höndum þar til að fullu var upplýst um breytt eignarhald félagsins. Þetta er önnur meginniðurstaðan í yfirlýs- ingu Kauphallar Íslands í gær, en Kauphöllin hefur haft til athugunar þau atriði þessara viðskipta með hlutabréf Skeljungs sem snúa að upplýsingagjöf og verðmyndun. Hin meginniðurstaða Kauphallar- innar er að betur hefði mátt standa að upplýsingagjöf um þessi viðskipti í samræmi við þær skyldur sem hvíla á útgefendum og markaðsaðilum. Mánudaginn 30. júní síðastliðinn urðu mikil viðskipti með stóra eign- arhluti í Skeljungi á verðinu 12 á sama tíma og markaðsverðið var á bilinu 15,0–15,7. Kauphallaraðilar eru nú 17 talsins, en þeir eru lánastofnanir, verðbréfa- fyrirtæki og verðbréfamiðlanir auk Seðlabankans og Lánasýslu ríkisins. Þeir kauphallaraðilar sem um ræðir og voru aðilar að viðskiptum með hlutabréf Skeljungs á verðinu 12 eru Landsbanki Íslands og Íslandsbanki. Bundinn þagnarskyldu Tómas Sigurðsson, forstöðumaður lögfræðideildar Íslandsbanka, segir að tvennt sé vert að hafa í huga vegna yfirlýsingar Kauphallarinnar hvað varðar Íslandsbanka. Í fyrsta lagi liggi ljóst fyrir að Íslandsbanki hafi ekki átt viðskipti með hlutabréf Skeljungs fyrir eigin reikning fyrr en allar upplýsingar hafi legið fyrir. Í annan stað sé bankinn bundinn þagn- arskyldu um þau viðskipti sem hann á fyrir viðskiptavini sína, þangað til þau eru frágengin. Yfirlýsing Kaup- hallarinnar virðist benda til þess að Íslandsbanki hefði átt að neita þeim sem óskuðu eftir viðskiptum með hlutabréf Skeljungs þennan tiltekna dag. Þá sé verið að gefa upplýsingar um að eitthvað sé í vændum. Slík upplýsingagjöf brjóti í bága við skyldur Íslandsbanka. Ekkert óeðlilegt Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbanka Íslands, segir að bank- inn líti svo á að ekkert óeðlilegt hafi átt sér stað í viðskiptum hans með hlutabréf Skeljungs umræddan dag, enda hafi bankinn ekki á nokkurn hátt verið aðili að viðskiptunum. Bankanum hafi boðist bréf til kaups sem hafi verið keypt. Kauphöll Íslands um viðskipti með hlutabréf Skeljungs Kauphallaraðilar hefðu átt að bíða  Betur/12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.